Helgarpósturinn - 05.02.1987, Qupperneq 9
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í skrifstofu sinni 1951. Ef myndin prentast vel má
sjá Ijósmynd af þeim Bjarna og Eisenhower á skrifborði ráðherrans. (R Thomsen —
Ljósmyndasafnið)
ekki mikil þörf fyrir viðbúnað hers-
ins. Þar er einnig getið um ratsjár-
stöðvar, sem verði á nokkrum stöð-
um á landinu.
Aðalstöðvarnar gætu einnig verið
staðsettar á Reykjavíkursvæðinu
teldu menn það æskilegt, og að það
þjónaði ríkisstjórn íslands og örygg-
isliðinu að hafa aðsetur nær ríkis-
stjórn íslands.
Þarna er aftur talað um hugsan-
lega þátttöku íslendinga í varnarlið-
inu, — og bent á að þeir gætu verið
við störf í Reykjavík og Hvalfirði, en
nákvæmar óskir íslensku ríkis-
stjórnarinnar um þetta atriði séu
ekki fyrir hendi.
í Reykjavík er talað um að varnar-
liðið þurfi 10 til 15 ekrur rétt utan
við borgina fyrir stöð og hús. Meira
rými þyrfti ef ákveðið yrði að hafa
stjórnstöðina í Reykjavík.
Þá er talað um að minnsta kosti
þrjá staði fyrir ratsjárstöðvar. Eina í
norðvesturhluta landsins, eina
eystra og eina á Suðurlandi. Stöðv-
arnar mættu ekki vera of nærri
neinum þéttbýlum stöðum.
í næsta skrifi Lawsons sendiherra
til utanríkisráðuneytisins 21. febrú-
ar 1951 segir frá dræmum undir-
tektum Bjarna Benediktssonar við
að fjöldi hermanna gæti orðið allt
að 7800. Bjarni kvað ýmsa samráð-
herra sína vera tortryggna gagnvart
sífellt hærri tölum sem bærust, — og
þó ríkisstjórnin gæti fallist á 1200
manna lið eða jafnvel 3900, þá
þyrftu hugmyndir um 7800 manna
lið að vera endurskoðaðar af sam-
ráðherrum hans í ríkisstjórninni.
Neðanmáls kemur fram, að íslenski
utanríkisráðherrann hafi sagt að
hugmyndir Bandarikjanna, sem
sagt var frá hér að ofan, hafi geng-
ið lengra en Islendingarnir hefðu
búist við. Bjarni hafi sagt, að hann
hafi fengið upplýsingar í Washing-
ton í september (1950) að 1200
manna herlið væri nóg, í janúar
hefði sú tala verið komin uppí 2600
til 3300, og 17. febrúar hafi hún ver-
ið komin upp i 3900 og í sumum til-
fellum vildu Bandaríkin tvöfalda þá
tölu.
Þá segir í þessu skeyti Lawsons, að
ákvæðið um að varnarsamningur-
inn ætti að gilda jafn lengi og Atl-
antshafssáttmálinn verði ekki sam-
þykkt af íslendingum.
Loks segir: „Utanríkisráðherra ís-
lands segir að íslendingar æski ekki
neinnar þátttöku í herliðinu né
heldur þjálfunar fyrir íslendinga, en
æski þess að málinu sé haldið opnu
ef vera kynni að þeir æsktu þátttöku
síðar. Utanríkisráðherrann gaf í
skyn að ríkisstjórnin myndi fallast á
staðsetningu lítillar hersveitar í
Reykjavík. Hann lét einnig í ljós þá
ósk að fyrsti hópurinn sem kæmi til
landsins yrði fjölmennur til að al-
menningur í landi fengi á tilfinning-
una að mikilvægt skref í vörnum
landsins hefði verið stigið."
VILL EKKI VERA VEIKI
HLEKKURINN
í næsta skeyti, tæpri viku síðar,
27. febrúar 1951, segir Lawson yfir-
boðurum sínum að mikið hafi mið-
að á fundi með íslenska utanríkis-
ráðherranum og hann telji að eigin-
lega eigi aðeins eftir að semja um
gildistíma samningsins. Utanríkis-
ráðherrann tók fram varðandi gild-
istímann, að Bandaríkin hefðu heit-
ið Islendingum við inngöngu ls-
lands í Nató árið 1949, að enginn
her skyldi staðsettur í landinu á frið-
artímum. Breyting á þessu myndi
leiða til harkalegra viðbragða á Al-
þingi jafnvel þótt Alþingi gerði sér
grein fyrir því að aðstæður hefðu
breyst. Bjarni taldi gjörsamlega úti-
lokað að samþykkja gildistíma jafn-
langan gildistíma Atlantshafssátt-
málans ef einhliða uppsagnar-
ákvæði væri ekki með. Utanríkis-
ráðherrann segir að rétturinn til
uppsagnar verði ekki notaður nema
ríkisstjórn undir stjórn kommúnista
kæmi til valda, sem ekki væri í aug-
sýn og myndi gjörbreyta allri þess-
ari mynd.
Neðanmáls við þetta skeyti segir
frá því að Bjarni Benediktsson hafi
sagt varðandi fjölda manna í her-
sveitum: ,,Ef Bandaríkin segja að
hinn aukni fjöldi hermanna — 7800
— sé algerlega nauðsynlegur, þá
mun ísland ef til vill samþykkja þá
fjölgun, þar sem landið vilji ekki
vera veiki hlekkurinn í varnarkeðj-
unni“.
I skeyti 4. mars 1951 veltir Lawson
vöngum yfir fjölda hermanna.
Hann kveður málið afar erfitt fyrir
íslenska utanríkisráðherrann þar
sem hann þurfi að útskýra það fyrir
öðrum flokkum. En Lawson telur að
fela megi fjöldann í óljósu orðalagi
og það ætti ekki að vera erfitt að ná
samkomulagi í þessu efni.
ALDREI HERÁ
FRIÐARTÍMUM
I skeyti frá Lawson seinna þennan
sama dag, 4. mars, segist hann hafa
átt langar og ítarlegar viðræður við
Bjarna. Nú er samningsgerðin kom-
in á lokastig og Bandaríkjamenn
farnir að velta fyrir sér viðbrögðum
á íslandi. í einu skeytanna, segir
neðanmáls, að Lawson ætli að reyna
sitt ýtrasta til að fá uppkastið sam-
þykkt, en óttist heiftarleg viðbrögð
og æskir leyfis til að fara til Wash-
ington ef þróunin í viðræðunum
krefjist þess.
Lawson segist hafa þrýst mjög á
Bjarna að samþykkja ákvæðið um
gildistímann, en Bjarni hafi verið
þver fyrir. Hann neitaði ákveðið og
orðaði í sterkum orðum þá sannfær-
ingu sína að hvorki ríkisstjórnin,
Alþingi né almenningur í landinu
gætu samþykkt varnarsamninginn
ef ekki væri ákvæði um einhliða
uppsagnarrétt íslendinga. Hann
lýsti því meira að segja yfir að Al-
þingi myndi ekki samþykkja slíkt
ákvæði um gildistíma til jafnlengdar
við Atlantshafssáttmálann og ríkis-
stjórnin myndi ekki kynna slíkan
samning fyrir Alþingi.
„Jafnvel ég, sem hef lengi gert
mér grein fyrir varnarþörfum Is-
lands og gildi slíkra varna fyrir
Atlantshafsbandalagið og hef lagt
mig fram um að koma þessum
samningum um kring, mundi ekki
mæla með slíkum samningi þegar
ég kynnti málið fyrir ríkisstjórninni.
Að sjálfsögðu tala ég ekki fyrir hönd
ríkisstjórnarinnar, sem ég mun nú
þegar ráðfæra mig við, en þetta er
mín persónulega afstaðá*. Síðan
bætti Bjarni Benediktsson við: „Eg
kýs fremur að ísland sé undirorpið
þeirri hættu að vera varnarlaus eyja
heldur en að samþykkja hersetu á
friðartímum", en þar átti hann við
að hann féllist ekki á að varnar-
samningurinn gilti til jafn langs tíma
og Natósamningurinn frá 1949, því
það þýddi hersetu um ótilgreindan
tíma. Þarna er hann einnig að vísa
til ákvæðisins um að hér skuli ekki
vera her á friðartímum, eins og tek-
ið hafði verið fram og samþykkt af
Bandaríkjamönnum, sem skilyrði
fyrir aðild íslands að Nató.
Bjarni lofaði hins vegar að láta
Lawson vita um viðbrögð ríkis-
stjórnarinnar og að hann héldi
áfram að vinna að samningsgerð-
inni. Lawson flaug frá íslandi 6.
mars til Washington og var þar til
24. mars.
I seinni grein segir fyrst frá fundi
sem haldinn er í Washington að
beiðni Thor Thors sendiherra ís-
lands vestra. Sá fundur var haldinn
8. mars en í greininni er gangur við-
ræðnanna rakinn fram yfir komu
hersins hingað 7. maí 1951.
7
Sl. tbl. — Fostud:
FmtimlSJ* M*r*until«ð«bn.
Hjer er hópur munnu, sem horfir vonnrnugum til þess
cg vinnur uð því, uð herskurur hins ulþjóðlegn
kommúnismu geri úrús ú ísknd
Bidaull reynir
stjórnarmyndun
PARtS. 1. mars — Bídault.
IriðtOKi koþólska flokksins í
Frakklandi. hellr falllit & ;«1
i itjórnarmyndun. en frá-
di forsajtisráðhcrra. Rcní
■n. varfl aS hafna Ijeiðni
)S toiseta um. þaS. TaU3
1 Bidault telji þáð
erk sitt. er hann
'tisrúáhcrra. að undirlnia
nvjar kosninfar. sem farl fram
i mai i vor. Liklcft þykir. að
hann reyni að fá eins marga
flokka til að styðja stjórnina og
verða má. —Reuter-NTE.
Fer Iram á nvia
ÚtyarpsræSa Bjama Benediktssorar
ufanríkisráðherra við eldhúsdagsutn-
ræðurnar á Alþingi s.l. miðvikudag :
Hemaðarhjálp ekki
vesgaminni en
efnahagsaðsfoð
PARÍS. 1. mars. — Paul Reyn-
fyrrunt forsartisráðherra
Uands. telur. að hemaðar-
aðstoð Bandarikjanna við Norð
llefra forsetl!
Góðir hlustendur!
ÞAÐ VAR auðheyrt á hattv.
stJórnarandsUeðinitu-) sJSastL
mánudag. að þeir tölrtu marfar
,og miklar haettur steð.ia að þjóð .
Inni. en eina samt skaðsam-
legaata.
Hún var sú. ef hjer kæml
vcnjulcf verslunarvara i báðir
á ný, pvo að fóik gæti fenýi.S
nauðsynjar ainar keyptar mcð
skaplefum hætti, þurfi ekkl
ieniiur að • standa i biðrððum,
nota sjer kunningjasaml>ön<)
eða greiða svarta-markoðs-
verð. Að dómi þessara háttv.
í útvarpsumræðum í lok febrúar, meðan á leyniviðræðunum stóð, sagði utanríkisráð-
herra m.a. að það væru fyrir því „óvéfengjanlegar sannanir, að í landinu starfar hópur
manna, sem horfir vonaraugum til þess og sumir jafnvel vinna að því, að herskarar hins
alþjóðlega kommúnisma geri árás á landið við fyrsta tækifæri". Morgunblaðið tók þessi
ummæli upp í fyrirsögn 2. mars.
I nœsta bladi:
LEYNISKJÖLIN
Rœtt um dollaralán og adstoð í sama mund og
herinn
Alþingi sniðgengið í ákvarðanatöku
íslenska ríkisstjórnin bað um að komu hersins
yrði flýtt — til að koma í veg fyrir útbreiðslu
verkfalla
Ríkisstjórnin vonaðist til að geta klofið verka-
lýðshreyfinguna til að koma í veg fyrir verk-
föllin
Ágóðavonin talin hafa mikið að segja meðal
almennings
Pingmaður á Alþingi: Meira Marshall fé gœti
hjálpað
I N N R O
Ryövarnartkák
Alhliða innrömmun,
smellurammar, tilb. álrammar
vísa
Plaköt og myndir
M U N
Sérverslun meö
innrömmunarvörur
Nœg bílastœði v/dyrnar
RAMMA
Opið á laugardögum MIÐSTOÐIN
SIGTÚN 20, 105 REYKJAVlK. SÍMI 25054.
ALLT í PIPULÖGNINA
Pípur, fittings - ofnar
Danfoss-lokar
Röraeinangrun
VILDARKJÖR
VISA
HTHi bycbingavördbI
2 gódar byggingavömverslanir.
Austast og vestast í borginni
Stórhöföa, sími 671100
Hringbraut, síxni 28600.
OPIÐ KL. 8 - 18 VIRKA DAGA
KL. 10 - 16 LAUGARDAGA
HELGARPÓSTURINN 9