Helgarpósturinn - 05.02.1987, Qupperneq 17
„Algert kaos. Hann hræddist her-
inn og þess vegna var hann lagður
niður og hans eigin menn settir í
staðinn. Munurinn var bara sá að
þeir, verðir byltingarinnar eins og
þeir voru kallaðir, voru ekki her-
menn. Þetta voru bara menn eins og
ég og þú, jafn hræddir og ég og þú,
en tilbúnir að heyja heilagt strið og
deyja fyrir guð. Þeir gengu inn af
götunni, fengu byssu og voru settir
á vakt. Síðan skutu þeir á allt sem
hreyfðist. Sagan segir að þeir hafi
líka heimsótt fólk og skotið það í
dyrunum heima hjá því. Undir lok
keisaratímans voru hermennirnir
farnir á taugum og voru orðnir
byssuglaðir en ekkert í líkingu við
verði byltingarinnar."
SKUTU ÞÁ FYRST f
FÆTURNA. . .
— Hvernig var að vera á götunni?
„Það var bannað að fara út eftir
sjö á kvöldin. Enginn gerði það
nema til að láta drepa sig. Ég sótti
yngri systur mína í skólann, að öðru
leyti fór ég ekkert út. Menn gengu
með alvæpni, skriðdrekar á götun-
um, þetta var ekkert annað en borg-
arastyrjöld."
— Maöur heyrði að Khomeini hafi
látið drepa ógnarlegan fjölda al
fólki?
„Já, það voru margar sögur í
gangi, einhverstaðar heyrði ég 500
þúsund en ég trúi því ekki, kannski
50—100 þúsund. Þeir tóku alla þá
sem höfðu verið háttsettir hjá keis-
aranum af lífi, skutu þá fyrst í fæt-
urna og svo rólega uppúr. Undirtyll-
urnar voru settar í fangelsi og að-
standendur gátu síðan fengið þá
lausa með því að borga skattinn
sinn til hreyfingarinnar. Að öllu
jöfnu borgar fólk '/3 af tekjum sínum
til trúmála á hverju ári. Hinsvegar
sá ég aldrei neinar aftökur og auð-
vitað var ekkert um þetta í blöðun-
um, valdhafar hvers tíma hafa alltaf
haft þau í vasanum."
— Hvernig var þetta með föður
þinn? Nú var hann háttsettur í hern-
um, slapp hann við Khomeini og
hans menn?
„Hann var nýhættur í hernum
vegna aldurs þegar þetta gerðist.
Annars væri hann örugglega dauð-
ur. Það er með hann eins og með
margt annað menntað fólk í íran,
það kýs frekar að þegja en deyja.
Hinir ómenntuðu halda valdahlut-
föllunum óbreyttum. Þeir trúa á
Khomeini og jafnvel þó hann sendi
10 ára drengi í stríðið við Iraka með
lykil um hálsinn og loforð um að
þeir komist til himna þegar þeir
deyja. Khomeini lifir í fornöldinni,
hann svífst einskis til að ná fram
markmiðum sínum. Hann veit ekk-
ert um samtímann og undir hans
stjórn staðnar allt, allar framfarir
sem þó urðu undir keisaranum eru
horfnar. Fáfræðin ræður aftur ríkj-
um.“
HEILAGT STRÍÐ
— Pannig að stjórn keisarans hef-
SÍMI 74477 ,
HEIMSENDINGARÞJONUSTAN
Opið virka daga kl. 10 f.h. til 02 eftir miðnætti,
helgar kl. 10 f.h. til 05 eftir miðnætti
Ágætl viðsklptavlnur
Helmsendlngarþjónustan hefur nú haflð starfseml sina.
Okkar markmið er að þjóna yður með nýbreytni.
Yður gefst nú kostur á að versla með vörur án þess að fara ut úr húsi.
Hugmyndln er að þér getið notið þjónustu okkar við margvfsleg tækifæri, s.s.:
• Gott í sjónvarpinu, nennir ekki út? Hefur lokið innkaupum en svo vantar?
• Starfsfólk fyrirtækja i kaffl og matartímum.
• Vaktmenn dags og nætur.
• Gleöskapur en vantar gos og ýmislegt (tilvalið)!
Vlð höfum lausnina. Þér hringlð i síma 74477 og við sendum vöruna eins fljótt og unnt er til yðar.
í sambandi viö sendingarkostnað höfum við talið bestu aöferðina við að halda honum niðri
vera þá að hafa lágmarksvörukaup kr. 250. Meö þvi getum við látlö bílinn kosta aðeins kr. 70,-.
Heimsendingarþjónustan, sími 74477.
ur að einhverju leyti verið betri en
núverandi valdhafar?
„Já það var allt frjálsara, meira í
átt að Evrópu. Khomeini stoppaði
það allt. Hjá keisaranum fékk mað-
ur þó að ráða hverju maður klædd-
ist og hvernig maður bar fötin. Keis-
arinn reyndi líka að mennta hina
ómenntuðu en það tekur langan
tíma og er þolinmæðisvinna.
Khomeini er bara í stríði og skipar
öllum að deyja fyrir guð. Hann ætlar
alla leið til Jerúsalem og leggja ísra-
el undir sig —jDetta er heilagt stríð."
— En íran-lrak stríðið. Um hvað
snýst það?
„Um þessar þrjár eyjar á Persa-
flóa. Þegar Khomeini var í útlegð
var hann lengst af í írak, hann fór
ekki til Frakklands fyrr en síðar.
Þegar hann var í írak sagði hann
írökum að þeir mættu eiga eyjarnar
þegar trúarleiðtogarnir kæmust aft-
ur til valda. Þetta er dæmi um fá-
fræði hans, þegar hann svo kom til
írans var honum sagt að þeir sem
ættu þessar eyjar gætu ráðið Persa-
flóa. Þá neitaði hann að láta þær af
hendi til íraka. Þannig byrjaði
þetta."
ÍRAN ER MÉR LOKAÐ
LAND
— Hvernig hafa samskipti þín ver-
ið við fjölskyldu þtna eftir að þú
fórst frá íran?
„Mjög lítil, ég veit nánast ekkert
um hvað er að gerast í landinu núna.
Ég má ekki spyrja um það hvorki í
bréfum né í símanum. Símtölin eru
hleruð og pósturinn er opnaður.
Foreldrar mínir reyna ekki einusinni
að segja mér hvað er að gerast því
þeirra bréf eru líka opnuð og lesin.
Þetta er mér algerlega lokað land.
Móðir mín hefur hug á að koma og
heimsækja mig en faðir minn má
ekki fara úr landi, ef hann fær að
fara þá má mamma ekki fara með
honum."
— Hvað heldur þú að muni gerast
ef þú ferð aftur til írans?
„Ég veit það ekki, ég hugsa að
tvennt komi til greina, annað hvort
verð ég skotinn eða sendur í herinn
sem er jafnslæmt. Það myndu
örugglega ekki líða margir dagar
áður en ég dræpist þar."
— íranskir flóttamenn eru hrœdd-
ir um að þeir verði skotnir ef þeir
verða sendir til baka.
„Maður veit ekkert með vissu,
fjölskylda mín segir mér að ég muni
ekki verða það en þau ráða engu
svo áhættan við að fara þangað aft-
ur er stór. Það versta er að maður
getur aldrei verið viss um hvað
muni gerast eða ekki gerast."
— Ottast þú um líf þitt núna?
„Já og nei. íranskir flóttamenn
hafa verið myrtir erlendis. Ég óttast
meira afdrif fjölskyldu minnar. Ef ég
segi of mikið þá eru allt eins líkur á
að henni verði gert mein. Þess-
vegna segi ég þér ekki allt sem mig
langar að segja. Það er allt í lagi að
segja frá í fámennum hópi því sem
manni finnst, en ekki í blaði. Þú
veist aldrei hver les það."
Bók um mann sem þorir að
skora á hið óþekkta. Yfirnátt-
úrulegir hlutir gerast. Óvenjuleg
og stórbrotin lífsreynsla.
Hann ferðaðist inn og út úr kommúnistaríkjum, framhjá landamæra-
vörðum og smyglar Biblíum. Chris Panos er raunverulegur njósnari,
njósnari Guðs.
VerA: kr. 960,-
Bókapöntun sendist til:
Vegurinn — kristið samféiag.
Pósthólf 1473 - 121 Reykjavík.
Sími 91-73742.
Sendu okkur miðann eða hringdu og við sendum bókina í
póstkröfu, eða nýttu þér greiðslukortaþjónustuna.
Ég óska eftir að fá sent-eintak.
Póstnr.
Klippid á vírinn
HELGARPÓSTURINN 17