Helgarpósturinn - 05.02.1987, Page 23

Helgarpósturinn - 05.02.1987, Page 23
Þú getur komið þeim á þing: Svanfríður Jónasdóttir Dalvík. Margrét Frímannsdóttir Stokkseyri, Ólöf Hildur Jónsdóttir Grundarfirði, Unnur Sólrún Bragadóttir Fáskrúðsfirði, Jóhanna Axelsdóttir Hafnarfirði, Bjargey Einarsdóttir Keflavík, Álfheiður Ingadóttir Reykjavtk, Olga Guðrún Árnadóttir Reykjavík, Ásdts Skúladóttir Kópavogi, Guðrún Helgadóttir Reykjavík, Unnur Kristjánsdóttir Húnavöllum. ALÞÝÐUBANDALÁXGIÐ KONURI BARÁTTUSÆTUM Alþýðubandalagið er síður en svo á móti körlum, en það treystir jafnframt konum til að berjast fyrir málefnum sínum og fólksins í landinu í kosningabaráttu og á Al- þingi. Konur eru nú í efstu sætum á G-listum í öllum kjördæmum. 1 Reykjavík er Guðrún Helgadóttir í öðru sæti, Álfheiður Ingadóttir í fjórða sæti og Olga Guðrún Árnadóttir í fimmta sæti. Á Reykjanesi er Ásdís Skúladóttir í þriðja sæti og Bjargey Einarsdóttir í fjórða sæti. Á Vesturlandi er Óiöf Hildur Jónsdóttir í þriðja sæti. Á Vestfjörðum er Þóra Þórðardóttir í þriðja sæti. Á Norðurlandi vestra er Unnur Kristjánsdóttir í þriðja sæti. Á Norðurlandi eystra er Svanfríður Jónasdóttir í öðru sæti og Sigríður Stefánsdóttir í þriðja sæti. Á Austurlandi er Unnur Sólrún Braga- dóttir í öðru sæti. Á Suðurlandi er Margrét Frímannsdóttir í fyrsta sæti G-listans. * I kosningum er barist um fólk og um flokka, en það er líka barist um málefni, um til- lögur, um lausnir, um stefnu. Bráðum fara framboðslistarnir að flagga andlit- um, en það er líka gott að leggja við eyrun. Hvað hefur gerst á þessu kjör- tímabili? Hvað vilja menn gera á næsta kjörtímabili? Hvað segja flokk- arnir til dæmis um nidurskurd í menntamálum? Um byggðaflóttann? Um „ frelsi“ peninganna og frjálst okur? Um kjaraskerðingarnar? Um Hafskip og Útvegsbankann? Um niðurníðsluna í landbúnaðí? Um kjör öryrkja og aldraðra? Um stóraukna hernaðarútþenslu? Um lokað og ábyrgðarlaust stjórnkerfi? Um órétt- láta skatta? í kosningabaráttunni ætlar Alþýðu- bandalagið að tala um stjórnmál, og það ætlar sér að knýja hina flokkana til að taka þátt í þeim umræðum. Landsstjórnin kemur öllum við. Kynntu þér afstöðu Alþýðubandalags- ins, taktu þátt í kosningabaráttunni. Er þú ert yfir með þessa ríkisstjórn — þá skaltu kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða Fram- sóknarflokkinri. Ef þú vilt fá aðra alveg eins skaltu kjósa Alþýðuflokk- inn. Ef þú vilt öðruvísi ríkisstjórn, stjórn sem af alefli hellir sér út í ný- þig ánœgður sköpun í atvinnulífi, stjórn sem berst fyrir efnahagslegu sjálfstæði og sýnir íslenskt frumkvæði í heims- málum, stjórn sem mótast af hug- sjónum um félagslegan jöfnuð og samvinnu, ef þú vilt jafnaðarstjórn — þá vill Alþýðubandalagið vinna með þér. listar eru komnir fram í öllum kjördæmum, og Alþýðubandalagið er fyrst flokka til að ganga að fullu frá framboðum sínum. Þessa dagana er verið að opna kosningaskrifstofur um allt land, kosningabarátta Alþýðubanda- iagsins er hafin. Fáið frambjóðendur Alþýðu- bandalagsins á fund eða í spjall, og hringið í höfuðstöðvarnar á Hverfisgötu 105, Reykja- vík, sími: 91-17500 HELGARPÓSTURIIMN 23

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.