Helgarpósturinn - 09.04.1987, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 09.04.1987, Blaðsíða 29
 ■^Wv- '****aL-J*?*>3jf**í<4 Vinsœlir og vinsamlegir hausar Sambýlingarnir Jón Axel Björnsson og Sóley Eiríksdóttir opna einkasýningar með viku millibili „Þetta er rökrétt framhald af því sem ég hefveriö ad gera,“ sagdi Jón Axel Björnsson, listmálari, þegar hann var spurdur um hvað hann vœri að setja upp í Gallerí Svörtu á hvítu. „Mér finnst ég eiginlega alltaf vera að mála sömu myndina. Eg sagði kunningja mínum um daginn að ég vœri í raun að gera það sama í dag og þegar ég var nýskriðinn úr ,skóla. Þá kölluðu gagnrýnendur það „surrealisma". Allt unnið með marðarhárum svo það sáust engin pensilför. Hann hristi bara hausinn, kunningi rninn." Myndir Jóns Axels vöktu athygli á fyrstu einkasýningu hans, ekki síst fyrir það að þar sást einna fyrst hið nýja málverk á Islandi. ,,Ég fer ekki í launkofa með það að þetta nýja málverk leysti mig úr fjötrum. Það er hins vegar varla hægt að kalla mig expressionista. Ég er alltof hægur. Finnst ég alltaf vera að mála sömu myndina." Þetta er fjórða einkasýning Jóns Axels sem verður opnuð á laugar- daginn. Sambýliskona hans, Sóley Eiríksdóttir, opnaði hins vegar sína fyrstu einkasýningu síðastliðinn laugardag á Kjarvalsstöðum. „Það er bölvað framtaksleysi, að hafa ekki sett upp einkasýningu fyrr,“ segir Sóley. „Þetta er svo voða gaman. Reyndar færri til þess að bera en þegar maður er að setja upp sýningar með öðrum. En hann Jón er svo voða duglegur, að þetta hafðist." Sóley sýnir skúlptúra úr leir í allra kvikinda líki á ganginum á Kjarvals- stöðum. Hún fór í keramik-deildina í myndlistarskólanum, eftir að hafa lokið við kennaradeildina. Á fyrstu sýningum hennar sýndi hún nytja- hluti, en síðan hafa skúlptúrar tekið við. „Ég uppgötvaði allt í einu einn dag- inn hvernig ég gat fært teikningarnar mínar yfir í skúlptúr. Það var voða gaman. Nú langar mig til þess að vinna í járn eða steypu. Ég er alltof óþolinmóð til að vinna bara í leir. Ég þarf í raun að tvívinna verkin í hann. Fyrst að móta hann og síðan að brenna í hann lit.“ En hvernig gengur sambýli lista- manna? Eru þau ekki hrædd um að stela hugmyndum hvort frá öðru? „Nei, nei,“ segir.Sóley. „Það er gaman að fylgjast með því sem Jón er að gera, þó ég sé stundum of þreytt til þess, eftir að hafa verið á vinnustofunni. Annars heitir eitt verkið á sýning- unni minni „Hausinn hans Jóns“. Þegar ég var búin með það sá ég að þar var kominn einn af þessum vin- sælu hausum hans Jóns.“ „Ha,“ rumskar Jón, sem hafði ein- beitt sér að hettusóttinni sinni um stund. „Þú meinar vinsamlegu, er það ekki?“ gse POPP Hvítt soul og bar-rokk MEN AND WOMEN - Simply Red Elektra/Steinar Við íslendingar fengum að kynnast því af eigin raun á Lista- poppi í fyrra að skyndilegar vin- sældir hljómsveitarinnar Simply Red og plötunnar Picture Book voru fyllilega verðskuldaðar. Hljómsveitin hafði úr góðu efni að moða, svo sem Money’s Too Tight To Mention, Jerico, Open Up The Red Box og hinu guljfallega Hold- ing Back The Years. Öll framganga sveitarinnar á sviði var til fyrir- myndar enda voru viðtökurnar í samræmi við það. — Nú skal fylgja velgengni síðasta árs eftir. Helsti munurinn á plötunum tveimur er sá að sú fyrri var upp- full af listasmellum. A hinni er enginn sem á möguleika á að komast í hæstu hæðir vinsælda- lista. Músíkin á Men And Women er fremur seintekin án þess þó að geta talist þungmelt. í mínu tilfelli fór hún ágætlega í bakgrunni en smám saman fóru laglínur að síast inn. Bar þá mest á lögunum The Right Thing og Infidelity. Mörg hinna eiga áreiðanlega eftir að skila sér áður en langt um líður. Það þóttu stór tíðindi þegar spurðist að Lamont Dozier laga- höfundi hafi þótt svo mikið til fyrstu plötu Simply Red koma að hann hafi boðið Mick Hucknall forsprakka hljómsveitarinnar samstarf. Dozier þessi hefur samið margar perlur dægurtónlistarinn- ar með þeim Eddie og Brian Hol- land (Holland-Dozier-Holland). A Men Ánd Women eru tvö lög sem þeir smíðuðu í sameiningu, Infid- elity sem fyrr var nefnt og Suffer. Á plötunni er einnig Ev’ry Time We Say Goodbye eftir Cole Porter svo og Love Fire eftir Bunny Wailer, — lög sem njóta sín vel í flutningi Simply Red. Hucknall á síðan helftina af lögum plötunnar ýmist einn eða í samvinnu við fé- laga sína. Það hefur margsannað sig að það er hljómsveitum og söngvur- um hálfgerð raun þegar fyrsta plata þeirra slær í gegn. Fyrir utan það að listamennirnir of- metnast þá veitist þeim mörgum erfitt að fylgja frumburðinum eft- ir. Að mínu viti hefur liðsmönnum Simply Red tekist að fiska horn með Men And Women og úr horni má oft hitta í mark. Sexmenning- arnir verða ekki þaulsetnir á smá- skífulistum á næstunni. Vonandi verða þeir þeim mun atkvæða- imeiri á breiðskífulistunum. Og þó að Men And Women fái ekki mín bestu meðmæli þá er hún allrar at- hygli verð og hittir áreiðanlega í mark hjá þeim sem hafa gaman af soultónlist hvítra. GEORGIA SATELLITES - Georgia Satellites Electra/Steinar Einstaka sinnum hljómar á bandarískum vinsældalistum tón- list sem gerir mig steinhissa. Ekki af því að hún sé svona einstaklega góð heldur vegna þess hve frá- brugðin hún er því útþynnta miðjumoði sem ræður ferðinni um of í guðs eigin landi. Frá siðustu vikum man ég sérstaklega eftir Beastie Boys og Georgia Satellites sem skáru sig skemmtilega úr. Beastie Boys eru þrír strákar rétt um tvítugt sem virðast hafa það markmið öðrum fremur að ganga fram af fólki. í Georgia Satellites eru menn komnir á fertugsaldur- inn, orðnir sjóaðir eftir áralanga spilamennsku á börum Georgia- ríkis og búnir að fá sinn skammt af vonbrigðum poppbransans. Upphaf hljómsveitarinnar má rekja til ársins 1980 er gítarleikar- arnir og söngvararnir Dan Baird og Rick Richards byrjuðu að vinna saman. Leiðin lá á barina þar sem sannkallað bar-rokk var þrumað yfir gestum. Tónlist sem einhverjir vildu skilgreina sem sveitaútgáfu af rokki AC/DC! Það gekk ekki vel að vinna sig upp á skárri staði en barina í Atlanta. Einhvern tíma á ferlinum hljóðritaði Georgia Satellites þó drög að hljómplötu sem engum út- gefanda leist á. Á endanum gáfust piltarnir upp og fóru hver í sína áttina. Rótari hljómsveitarinnar og aðalaðdáandi var þó þrautseig- ari en vinnuveitendur hans því að hann fór með drögin til Englands þar sem óháð hljómplötuútgáfa gaf út fjögurra laga plötu með hljómsveitinni vorið 1985. Keep Sexmenningarnir í Simple Red, sællegir á svip. eflir Ásgeir Tómasson The Faith hét hún og fékk fína gagnrýni hjá bresku tónlistarblöð- unum. Til þess að platan seldist betur varð að fylgja henni eftir. Baird og Richards endurreistu því Georgia Satellites með Mauro Magellan og Rick Price og nú skyldi storma yfir hafið til fjár og frama í gamla heiminum. Eitthvað fór hins vegar úrskeiðis og ferðin var aldrei farin. En hljómsveitin hefur hangið sam- an síðan. Nú brá hins vegar svo við að menn sem eitthvað áttu undir sér fóru að veita Georgia Satellites athygli. Baslið endaði síðan fyrir ári eða svo er Electra útgáfan gerði samning við fjórmenning- ana. í júlí og ágúst hljóðrituðu þeir svo sína fyrstu breiðskífu og einu hingað til. Og á henni er ekkert gefið eftir. Tónlistin er sem fyrr svokallað pub-rock eða bara bar- rokk en með nokkuð kröftugri blæ en tíðkast í Bretlandi. Gítar- arnir eru þandir, lítið er lagt í út- setningar en hráabragðinu er leyft að halda sér að mestu leyti. Ut- koman er því tónlist sem er langt frá því að vera dæmigerð fyrir það sem virðist ganga hvað best í Bandaríkjunum. Iðnaðarrokk er skilgreining sem er langt frá því að eiga við um tónlist Georgia Satell- ites. Frekar að fjórmenningarnir sæki áhrif sín til Aerosmith átt- unda áratugarins og jafnvel Stones og enn eldri meistara. Lagið Keep Your Hands To Your- self af Georgia Satellites-plötunni komst upp undir topp tíu á smá- skífulista Billboard tímaritsins fyr- ir nokkrum vikum. Lagið Battle- ship Chains á jafnvel enn meiri möguleika. Hvort hljómsveitin sjálf getur hins vegar dælt út hrá- um bar-rokkplötum á komandi ár- um og selt þær skal hins vegar ósagt látið. Eitt er hins vegar víst að frumburðurinn er ferskur, skemmtilegur, gamaldags og al- gjört léttmeti á sinn þunga hátt. Meira fjör. ERU tígrisdýr í Kongó? hefur gengið mjög vel hjá Alþýðuleikhús- inu og hefur verið uppselt á allar sýningar til þessa, en leikritið var frumsýnt 19. mars síðastliðinn. Sem kunnugt er sýnir Alþýðuleikhúsið í veitingastaðnum I Kvosinni og sýn- ingartíminn er nýstárlegur fyrir okkur íslendinga, nefnilega hádeg- ið. Leikritið, sem er finnskt að upp- runa, fjallar um tvo rithöfunda sem hafa fengið það hlutverk að skrifa verk um eyðni en vita ekki alveg hvernig best er að komast að efn- inu. Þetta er vellukkað verk; þrátt fyrir að umræðuefnið sé alvarlegt er leikritið sjálft mjög fyndið oft á tíðum. Leikstjóri er Inga Bjarnason en rithöfundana leika þeir Viðar Eggertsson og Harald G. Haralds. Áhorfendur njóta síðan léttra veit- inga þeirra kvosarmanna á meðan á sýningunni stendur og hefur það að sögn kunnugra mælst vel fyrir sem og leiksýningin sjálf. UNGIR norrœnir einleikarar heitir tónleikaröð sem Norrœna húsið er að fara af stað með. Alls verða 5 tónleikar í þessari röð og eru flytjendur frá öllum Norður- löndunum. Þátttakendur eru valdir úr hópi sem tók þátt í Tónlistarhátíð ungra einleikara á Norðurlöndum, sem haldin var í Helsinki í fyrra, en þar komu fram þeir allra fremstu í hópi ungra norrænna tónlistar- manna. Fyrstu tónleikarnir verða nú á sunnudaginn 12. apríl í Norræna húsinu og það er danski fiðluleikarinn Hákan Rudner sem ríður á vaðið. Meðal annarra flytj- enda má nefna hinn efnilega ís- lenska fiðluleikara Sigrúnu Eðvalds- dóttur sem spilar 22. maí og rekur smiðshöggið á þessa tónleikaröð. HELGARPÖSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.