Helgarpósturinn - 09.04.1987, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 09.04.1987, Blaðsíða 25
SKÁK Ný kynslóð Það var glatt á hjalla í Taflfélags- heimilinu við Grensásveg síðustu helgina í mars þegar sveitakeppni grunnskóla fór þar fram. Þarna voru þrjátíu sveitir frá tuttugu grunnskólum í Reykjavík að keppa, fjórir í hverri sveit, auk varamanna. Keppendum var skammtaður hálftími á hverja skák, þannig að hver umferð tók klukkutíma. Þarna voru drengir í nær algerum meirihluta, þrjár eða fjórar stúlkur sýndu þó að kven- kyninu var ekki meinaður að- gangur. En tími stúlknanna kemur áreiðanlega, kannski fyrr en varir. Áhuginn á þessu móti er mikill, sumir skólarnir sendu tvær sveitir til leiks og hefðu óskað þess að mega senda fleiri, en húsrýmið leyfði það ekki. Hér var bekkurinn þröngt setinn, í rauninni of þröngt, því að loft var þungt í salnum og talsverður kliður eins og við var að búast. Barna- og unglingastarf Tafl- félagsins hefur verið með miklum ágætum um langt skeið. Ávextir þessa starfs eru nú óðum að koma í ljós í auknum áhuga barna og unglinga á skákíþróttinni og nýj- um og efnilegum skákmönnum. Þótt efra aldursmark sé sextán ár voru þarna fáeinir kunnir skák- menn sem komnir eru í fremstu röð og eru farnir að standa í stór- meisturunum okkar. Þarna var líka íslandsmeistari kvenna í skák. En þarna var einnig fólk sem gæti látið til sín taka áður en langt líður. Mér var bent á átta ára kút, svo smávaxinn að hann hringaði sig á stólsetunni. Komið var fram í miðja skák en hann var ekki búinn að nota nema 2—3 mínútur af um- hugsunartíma sínum. Andstæð- ingurinn sem bæði var stærri og eldri var kominn langleiðina með sinn hálftíma. En minn maður skil- aði hverjum leik án þess að hugsa sig um nema andartak, hann lék þó furðu markvisst og virðist hafa óvenju næman skilning á skák. Þarna er greinilega ný kynslóð skákmanna á leiðinni. Um síðustu áramót fór fram Evrópumót unglinga á aldrinum 16—20 ára. Mótstaðurinn var Groningen, en Hollendingar hafa annast þessi mót mörg undanfarin ár og staðið mjög vel að þeim. ís- lendingar hafa stundum sent þangað keppendur og í þetta sinn fór Þröstur Þórhallsson. Tefldar voru 13 umferðir og í þetta sinn bar Sovétmaður sigur úr býtum — eftir Guðmund Arnlaugsson eins og stundum fyrr: 1. ívansjúk Sovétríkin 10 vinn., 2. Piket, Hol- landi 9 vinn., 3.-5. Gdanski, Póll., Sokolov, Júgósl., Blatny, Tékk. 8,5 vinn. og 6.—10. Howell, Engl., Þröstur, Ninov, Búlg., Segundo, Spáni og Lars Bo Hansen, Danm. 7,5 vinn. hver. Skákin sem hér fer á eftir hlaut fegurðarverðlaun á Evrópumót- inu. Hún er bæði fjörug og flókin. Jazek Gdanski, Póllandi — Neil Mc Donald, Englandi. 01 e4 e6 02 d4 d5 03 Rc3 Bb4 04 e5 Re7 05 a3 Bxc3+ 06 bc3 c5 07 Dg4 0-0 08 Rf3 Rbc6 09 Bd3 f5 Fórnin á h7 vofði yfir. 10 ef6 Hxf6 11 Bg5 Hf7 12 Dh5 g6 í annarri skák á mótinu þar sem sami maður hafði svart, féllu leik- ar á aðra leið: 12 Dh4 h6 13 Bxe7 Dxe7 14 Dg3 c4 15 Bg6. 13 Dh4 c4 14 Be2 Da5 15 Bd2 Rf5 16 Dg5 Bd7 17 Re5 Þessi leikur virðist mér dálítið hæpinn. í stað þrýstings á e5 fær hvítur þar líflítið peð. Eðlilegra var að hróka, síðar má svo hefja að- gerðir á kóngsarmi og koma bisk- upunum í leikinn. 17 ... Rxe5 18 de5 Ba4 19 Hcl Bc6 20 h4 Haf8 Báðir láta sem þeim standi alveg á sama um peðið á 3, enda skiptir það litlu máli í þeim átökum sem nú verða á kóngsarmi og mið- borði. 21 h5 Hg7 22 g4 d4 Nú er heldur betur farið að hvessa, og má segja að báðir legg- ist á eitt um að flækja taflið. Hvítur vindur þó bráðan bug að því að loka g-línunni. 23 h6 Hd7 24 Hh3 Re3 Spennan eykst með hverjum leik. Nú kemur 25 fe3 dc3 ekki til greina, en 25 Bxe3 Dxc3+ 26 Kfl væri ekki fráleitur kostur. 25 cd4 Rg2+ 26 Kfl Dd5 Hér stendur drottningin mætavel. Svartur hótar nú m.a. Dxd4 (ógnar f2) og Rf4 (ógnun Dg2+). Heldur er tekið að halla á hvít, en ég er ekki viss um að 27 Be3 hefði verið lakara úrræði en leikurinn sem hann velur. 27 f3 Dxd4 28 Hdl De4 Svartur teflir býsna laglega, hvítur getur sig naumast hrært. 29 Hg3 Dxc2 30 Kxg2 c3 31 Hcl Dxd2 32 Dxd2 Hxd2 33 Kfl c2 34 Kel Hfd8 35 Hgl Ba4 36 Kf2 Hdl 37 Bxdl cdlO 38 Hgxdl Bxdl 39 Hc7 Hf8 40 Hg7+ Kh8 og hvítur gafst upp. SPILAÞRAUT í sveitakeppni er suður sagnhafi Suður á slaginn og tekur tvisvar í 6-hjörtum. Vestur, sem hafði tromp, andstæðingar fylgja báðir strögglað á 2-laufum, spilar út lit. í fljótu bragði sýnist útlitið nú laufkóng: harla gott; ef önnur af tveim svín- ingum gengur er slemman 75%. ♦ 54 Ertu sáttur við þær vinningslík- O1 KDG8 ur, eða hefur þú eitthvað betra á O Á63 takteinum? + 6542 ♦ ÁD3 Á10952 O KG42 + A Lausn á bls. 10. LAUSN Á MYNDGÁTU Lausnin á verðlaunamyndgátunni sem birtist á þessum stað fyrir tveimur vikum er eftirfarandi: Sig- urdur skurdur er söguhetja í leikriti Ragnars Arnalds. Nú sýnt íÞjóðleik- húsinu. Dregið hefur verið úr réttum lausnum. Vinningshafinn er Brynj- ólfur Magnússon Lynghaga 2 í Reykjavík. Hann fær senda bókina Afangar, ferðahandbók hesta- mannsins með sextíu leiðarlýsing- um og sérteiknuðum kortum, en hún kom út fyrir síðustu jólahátíð. Frestur til að skila inn lausn mynd- gátunnar hér að neðan er sem fyrr til annars mánudags frá útkomu þessa tölublaðs. Merkið lausnina myndgáta. Verðlaunin að þessu sinni er bókin Sígild sönglög, texti, nótur og gítargrip, sem Svart á hvítu hefur nýlega sent frá sér. Góða skemmtun. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.