Helgarpósturinn - 09.04.1987, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 09.04.1987, Blaðsíða 31
e^'r Átla ^eimi Sveinsson Síbelíusarkvartettinn í Norrœna húsinu Góðir gestir frá Finnlandi léku af snilld í Norræna húsinu á sunnu- daginn var. Það var kennarakvart- ett tónlistarháskólans í Helsinki, en hann er kenndur við Síbelíus; meðlimirnir eru allir prófessorar þar. Valinn maður er í hverju rúmi, forystumenn á sínu sviði. Seppo Tukiainen og Erkki Kantola leika á fiðlur, Veikko Kosonen á lágfiðlu og Arto Noras, sennilega þekktast- ur þeirra, er einhver besti sellóisti sem ég hef heyrt. Tónleikarnir hófust á einum af kvartettum Haydns. Mér þykir æ vænna um Haydn, ég skil vel menn eins og György Ligeti og Snorra Birgisson, sem spila músík hans daglega til að hreinsa eyru og hug. Þetta minnir á þá menn sem lesa Njálu reglulega til að við- halda íslensku tungutaki og vand- aðri framsetningu. Haydn á svo mikinn þátt í tónmáli okkar Evr- ópubúa að hann hefur horfið í skuggann af sjálfum sér, hann er alls staðar og hvergi, einna helst í verkum annarra. Við höfum svip- að dæmi úr skáldskap okkar: Jón- as Hallgrímsson og Stein Steinarr. Næst fengum við að heyra Kvartett op. 5 nr. 3 eftir Beethov- en, og var flutningurinn fínn og sannur, í anda verksins. Menn lögðu ekki mikið upp úr fallegum samhljómi eða fágun. Miklu held- ur var lögð áhersla á að draga. fram skýrar línur og andstæður í hraða og styrk. Þess vegna minnti verkið á tréristu. Seinasti þáttur þess er í fúgu-líki. Með árunum gerðist Beethoven kontrapúntísk- ur í hugsun. En honum gekk brös- uglega, framan af, að flétta saman laglínur að listfengi. Það var kannski ekki fyrr en í Missa solemnis að hann hafði raddfléttu- stílinn, þ.e. pólifónískan tjáningar- máta, fullkomlega á valdi sínu. Og seinast á efnisskránni var kvartett Síbelíusar Voces intimae op. 56., sem er þekktasta kammerverk hans. í Norræna húsinu er tónleikasal- urinn góður en nokkuð lítill. Hann hentar mjög vel fyrir flutning á kamínfertónlist.-Þar £r nýr van.d- aðurijygill áfKést'u gérð, og á for- stjórinn Knut Ödegárd skilið mikl- ar þakkir, frá öllum músíkunnend- ' um, fyrir að hafa staðið skörug- lega að því máli, ásamt sænska stjórnarmeðlimnum, Gunnari Hoppe, en þeir fengu íslensk og norræn fyrirtæki til að leggja fram Tónlistarflutningur alls konar hefur lengi verið veigamikill þátt- ur í starfsemi Norræna hússins, sem er, og á að vera, alhliða menn- ingarstofnun á norrænum grunni. í forstjóratíð Eriks Sönderholm, sem var bókmenntafræðingur, voru haldnar miklar músikveislur í Norræna húsinu. Og skáldið Knut Ödegárd lætur ekki sitt eftir liggja. Konur þeirra beggja eru tónlistarmenn. Sérlega þykir mér áhugaverð tónleikaröðin með ungum norrænum einleikurum. í fyrra, frá apríl til júní 1985, komu þar fram fimm einleikarar, einn frá hverju landi. Frá okkur var það Þorsteinn Gauti Sigurðsson, bráð- efnilegur píanisti. Og nú á þessu ári er framhald á þessari tónleika- röð, og okkar kona er Sigrún Eðvaldsdóttir. Býr hún yfir mestu hæfileikum í fiðluleik, sem sést hafa hér, frá því að Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari kom fyrst fram. Vissulega eru þessir ungu ein- leikarar misjafnir eins og gengur. En þeir bestu munu vinna sér heiðurssess í músíklífi Norður- landa og kannski víðar. Ég hlust- aði ekki á allt þetta unga fólk, en ég veit að Helen Jahren frá Sví- þjóð er frábær á óbó, og Jostein Stalheim frá Noregi er mikill harmonikusnillingur. Og á næst- unni mun Norræna húsið bjóða upp á tónleika með píanói, fiðlu, orgeli og gítar. Eftirminnileg var hin myndarlega íslenska tónlistar- sýning í desember 1985 og fyrir- lestrahald í sambandi við hana um marga þætti tónlistar hér á landi að fornu og nýju. Þá var einnig gefinn út prýðilegur yfirlitsbækl- ingur um tónlist okkar, sem Þor- kell Sigurbjörnsson tók saman, hinn fyrsti sinnar tegundar, að ég held. Að þessu var mikill fengur. Margt annað hefur verið á tón- listardagskrá Norræna hússins, t.d. fluttu Anna Málfríður og Ber- kofsky nýlega alla þá músik sem Schubert samdi fyrir píanó fjór- hent. Annars hýsir Norræna húsið háskólatónleika, ýmsa tónleika Tónlistarskólans og marga aðra gesti, héðan og frá Norðurlönd- um. Lausleg athugun sýnir að tæp- lega tuttugu tónleikar hafa verið haldnir í Norræna húsinu frá ára- mótum. Það er margt áhugavert sem Knut Ödegárd og starfslið hans hefur bryddað upp á í músík. Norræna húsið er einn af máttar- stólpum tónlistarlífs í Reykjavík. KVIKMYNDAHÚSIN AIISTurbcjarRíH LOKAÐ VEGNA BREYTINGA bMhö LITLA HRYLLINGSBUÐIN ★★★ (Little Shop of Horrors) Þetta er Islendingum aö góðu kunnugt eftir að Hitt leikhúsið setti upp sam- nefnt leikrit, en myndin er ekki síður vel heppnuð. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. ALLT I HVELLI (Touch and Go) ★★ Grínmynd með Michael Keaton. Sýnd kl. 7, 9 og 11. LEYNILÖGGUMÚSIN BASIL ★★★★ Teiknimynd. Sýnd kl. 5. LIÐÞJALFINN (Heartbreak Ridge) ★ Clint Eastwood leikur liðþjálfa sem þjálfar sérsveitir í bandaríska hernum. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. NJÓSNARINN (Jumpin Jack Flash) ★★ Gamanmynd með stjörnunni úr Color Purple, Whoopi Goldberg, Sýnd kl. 5, 7 og 11. FLUGAN (The Fly) ★★ Galdrar og hrollur fyrir það sem þess er virði. Bönnuð yngri en 16 ára. Sýnd kl. 11. PENINGALITURINN (The Color of Money) ★★★ Paul Newman hlaut óskarinn fyrir leik sinn (þessari mynd. Sýnd kl. 9. ÁBENDING KRÓKÓDlLA DUNDEE (Crocodile Dundee) ★★★ Léttgrín. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ráðagóði róbótinn, Hundallf, öskubuska og Hefðarkettir sýndar ’kl. 3 um helgina. BIOHUSIÐ ALIENS ★★★★ Endursýnd, ein af betri horror myndum undir það slðasta. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. ASKOLABIO GUÐ GAF MÉR EYRA (Children of a Lesser God) ★★★ Marlee Matlin hlaut óskarinn fyrir leik sinn í þessari mynd (hennar fyrsta hlut- verki. I hófi væmin ástarsaga. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. LAUGARÁS B I O Það er alveg gríðarlegur fjöldi góðra mynda ( bænum sem stendur. Fyrst er rétt að minna á frönsku kvikmyndavik- na, hún stendw yfir til föstudags. I boganum ér Hérbergi með útsýni f'er stófþóð og líka Trúboðsstöðin sem enginn ætti að missa af. Guð gaf mér eyra í Háskólabíói, Peggy Sue í Stjörnubíói, Litla hryllingsbúðin ( B(ó- höllinni. EINKARANNSÓKNIR (Private Investigations) ★★ Framleiðandi Sigurjón Sighvatsson. Faglega gerð en engin tilraun til ný- sköpunar. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. EFTIRLÝSTUR LlFS EÐA LIÐINN (Wanted Dead or Alive) ★★★ Hörku spennumynd. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. BANDARlSKA AÐFERÐIN (The American Way) Um fljúgandi útvarpsstöð. Sýnd kl. 7, 9 og 11. FURÐUVERÖLD JÓA (Making Contact) ★★ Ævintýramynd. Sýnd kl. 5. IREONBOGNNN HERBERGI MEO ÚTSÝNI (Room With a View) ★★★★ Frábær mynd. Ekta bresk i klassa fyrir sig. Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.15. TRÚBOÐSSTÖÐIN (Mission) 'V-- - '■ialBö*- ★★★ Ein sú besta ( bænum, frábær kvik- myndataka og stórgóður leikur. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30. hjartasAr (Heartburn) ★★ Jack Nicholson og Meryl Streep, en árangurinn lætur á sér standa. Sýnd 5.05, 7.05, 9.05 og 11.15. SKYTTURNAR ★★★ Metnaðarfull mynd og bara vel heppn- uð að mörgu leyti. Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15. FERRIS BUELLER ★★ Gamanmynd um skróp og Ferraribíl. Sýnd kl. 3.05. ÞEIR BESTU (Top Gun) ★★★ Þjóðernisrembingur ( algleymingi og pínu ást með Sýnd kl. 3. HANNA OG SYSTURNAR (Hannah and her Sisters) ★★★ Woody Allen mynd sem svíkur engan. Þrefaldur óskar en Woody spilaði á klarinettið sitt á meðan. Sýnd kl. 7.15. Athugið llka frönsku kvikmyndavikuna, sem stendur fram á föstudag. PEGGY SUE GIFTI SIG (Fteggy Sue Got Married) ★★★ Kathleen Turner fær aðsvif og hverfur aftur (tfmann, endurtekur lífið sig? Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. STATTU MEÐ MÉR (Stand by Me) ★★ Fjórir strákar aö leita aö llki. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. jfaéíL BLÁ BORG (Blue City) ★★ Með Judd Nelson og Ally Sheedy, nöfnin vekja grun um unglingamynd eftir uppskrift. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg O mjög vond MYNDBOND CUTTERS WAY ★★★ 7/7 leigu m.a. hjá Topp Myndum, Alfheimum 4 og Vídeóspólunni, Holtsgötu. Bandarísk, árgerd 1981. Leikstjórn: lvan Passer. Leikarar: Jeff Bridges, John Heard, Lisa Eichorn. Segir frá iðjuleysingjunum Cutter (Heard) og Bono (Bridges) sem lifa saman súrt og sætt. Bono er ásakaður um morð og í tilraun- um sínum við að sanna sakleysi hans fer Cutter yfir strikið. Cutter er fyrrverandi hermaður úr Vietnam og hefur misst neðan af öðrum fætinum og á í baráttu við sjálfan sig og umhverfi sitt þess- vegna, auk þess sem samband hans við vinkonuna (Eichorn) gengur illa. Heard fer á kostum í hlutverki hins skapmikla Cutters og Bridges sömuleiðis sem hinn rólyndi sérvitringur. í andstæðum þeirra felast meginátök myndar- innar svo og í vonlausri baráttu Cutters við að sættast við ástand sitt. Mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. -KK HELfiARPðfffUAIMN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.