Helgarpósturinn - 09.04.1987, Blaðsíða 44

Helgarpósturinn - 09.04.1987, Blaðsíða 44
arfrestur um stöðu yfirborgardóm- ara í Reykjavík. Björn Ingvarsson, verður sjötugur þann 20. maí, en Jón Helgason, dómsmálaráð- herra, mun fá það sem eitt af sínum síðustu embættisverkum að skipa eftirmann hans. Það er nú orðið al- talað að ætlunin sé að skipa Gauk Jörundsson, deildarforseta laga- deildar Háskólans, sem yfirborgar- dómara. Jón, sem hefur verið dug- legastur framsóknarráðherranna að koma fiokksmönnum sinum fyrir í kerfinu, hefur sjálfsagt komið auga á að Gaukur er sonur Jörundar Brynjólfssonar, gagnmerks fram- sóknarmanns. Pólitík ætti ekki að þurfa að standa í vegi fyrir því að Gaukur, sem þykir vel að embætt- inu kominn, hljóti hnossið... ulltrúar þeirra flokka sem lentu seinna kvöldið í flokkakynn- ingu sjónvarpsins eru mjög óhressir, því þeir telja víst, að hæstvirtir kjós- endur hafi verið orðnir þreyttir þegar að þeim kom. Þeim þykir líka „undarleg tilviljun", að Sjólfstæð- isflokkur, Borgaraflokkur og Framsóknarflokkur skuli hafa dregist saman fyrra kvöldið.. . D WaJ orgaraflokkurinn á í vök að verjast gagnvart hörku D-lista- manna og kvarta sumir undan ,,of- sóknum“ og „hótunum". Engu að síður segja menn úr kosningamask- ínu S-listans, að liðið hafi þjappast saman á bakvið nýja flokkinn. Segja þeir að Gunnarsmenn úr Sjálfstæð- isflokknum séu nú allmargir komnir til liðs við S-listann og hafa gamlir menn haft á orði að rekja megi klofninginn allt til ársins 1952, er Gunnar Thoroddsen studdi Ás- geir Ásgeirsson í forsetaframboði við vanþóknun flokksforystunnar. Þannig taki 35 ár að kljúfa sig út úr Sjálfstæðisflokknum. . . ^hi^^ikid er um að menn tilvísana úr fortíðinni vegna fram- boðsrauna Sjálfstæðisflokksins og þeirra atburða eru leiddu til amk. tímabundins klofnings Sjálfstæðis- flokksins. í söguskýringum eru at- burðirnir gjarnan tengdir persónum og hefur Þorsteinn Pálsson manna síst sloppið við sögutúlkanir af þessum toga. Þannig er rifjað upp innan Borgaraflokksins, að þegar Þorsteinn Pálsson var gerður að ritstjóra Vísis sáluga, þá hafi með- ritstjóri hans, Jónas Kristjánsson, fengið uppsagnarbréf sent norður í land, þar sem hann var á helgar- ferðalagi. Sú uppsögn hafi leitt til klofnings og Dagblaðið orðið til með mikilli hreyfingu. Með sama hætti hafi Þorsteinn eftir að hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins sent Albert Guðmundssyni upp- sagnarbréf meðan sá síðarnefndi var staddur á ferðalagi erlendis. Það hafi hins vegar leitt til klofnings Sjálfstæðisflokksins og stofnunar Borgaraflokksins og standi sömu öfl að mörgu leyti á bak við þann flokk og Dagblaðið forðum... 44 HELGARPÓSTURINN § ö Viltu njóta lífsins við fagurt vatn í friðsælu fjallaþorpi þaðan sem stutt er í stórborgarmenninguna? Ertu kannski einn þeirra fjallhressu sem alltaf þurfa að glíma við ný og stærri fjöll og endalaust þurfa að kanna eitthvað nýtt / gamalt? Dreymir þig e.t.v. um að drífa þig á seglbretta- námskeið og skora svo á íslandsmeistarann þegar heim kemur eða liggja á vel völdum vatnsbakka, grilla þig í sólinni og taka þátt í keppninni „Hver er brúnastur"? Ertu sæíkerinn sem þýðir ekki að bjóða nema það besta í mat og drykk? Þá eru Biersdorf í Þýskaiandi, Walchsee eða Zell am See í Austurríki staðir fyrir þig Þú getur haft bílaleigubfl til umráða og ekið hvert sem þú vilt eða tekið þátt í skipulögðum skoðunar- ferðum með okkar traustu og reyndu fararstjórum. FLUGLEIDIR __fyrirþig___ Viltu fara þínar eigin leiðir? Sértu einn þeirra ferðavönu eða þeirra sem geta ekki hugsað sér að ferðast eftir fyrirfram gefinni áætlun er það að sjálfsögðu engin spurning hvað þú gerir. Þú hlýtur að velja flug og bfl. Spumingin er bara: Hvar viltu byrja? í Lux, Frankfurt, París eða Salzburg? Það er auðvitað þitt mál en staðreyndin er sú að bflaleigubflamir í Lux em þeir ódýmstu í Mið-Evrópu. Leiðsögumappan og Mið-Evrópu bæklingurinn Flug, bíll og sumarhús em komin. Komdu við á söluskrifstofum okkar eða ferðaskrifstofunum, fáðu þér eintak og lestu þér til um sumardvalarstaðina okkar í Mið-Evrópu. Dragðu fram gamia landakortið, ræddu málin við fjöiskylduna í ró og næði og hringdu svo í okkur. LUXEMBORG: Flug+bíll í 2 vikur frá kr. 11.903 á mann. SUPER-APEX verð. Miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja—11 ára, og bfl í B-flokki. WALCHSEE: Flug+íbúð á flgerhof í 2 vikur frá kr. 18.260* á mann. Flogið til Salzburg. ZELL AM SEE: Flug+íbúð í Hagleitner í 2 vikur frá kr. 18.395* Flogið til Salzburg. BIERSDORF: Flug+íbúð í 2 vikur frá kr. 13.321* á mann. Flogið til Luxemborgar. ‘Meðaltalsverð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2ja-ll ára. Nánari uppiýsingar veita söluskrifstofur Fiugieiða, umboðsmenn um ailt land og ferðaskrifstofumar. FLUGLEIÐIR' ..

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.