Helgarpósturinn - 09.04.1987, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 09.04.1987, Blaðsíða 32
eftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart Hvað finnst ungu, kaþólsku og rómant- ísku Ijóðskáldi um hin „áhyggjulausu' menntaskólaár, getn- aðarvarriir, jafnrétti og stjórnmál? HÉLT AÐ M.R. V/ÆRI HIPPABÆLI Á minn blíðlega hált þrái ég að mega snerta þig Finna hörund þitt við mitt Sjá glampann t augum þínum endurspegla ást mína A minn karlmannlega hátt þrái ég að mega hugga þig, vernda þig og styrkja En þú ert mér forboðin Kona Eins og ég (ort í október 1986) A tímum títtnefndra táninga- vandamála er það nokkur andleg upplyfting að frétta af ungu fólki, sem yrkir Ijóð. Þrjú slík ungmenni lásu verk sín fyrir sjónvarpsáhorf- endur í„Geisla" á dögunum, þ.a.m. feimnisleg, Ijóshœrð menntaskóla- stúlka sem heitir því hljómfagra nafni Melkorka Thekla. Þetta unga Ijóðskáld hefur ákveðnar skoðanir á nútíð og framtíð, sem hún féllst á að opinbera fyrir lesendum Helgar- póstsins, ásamt meðfylgjandi Ijóði. STIMPLUÐ SEM SÓSÍALISTI Ungfrúin bar merki þess að vera nývöknuð, þegar hún bankaði uppá hjá blaðamanni HP á sunnudagseft- irmiðdegi — um kaffileytið. Sú stað- reynd kallaði fram rósrauðar minn- ingar um áhyggjulausa skóladaga og morgna, sem vörðu fram eftir öll- um degi. Ég spurði hana hvort lífið væri jafnljúft á þessu aldursskeiði og mig minnti. Melkorka hringaði sig eins og kettlingur í sófanum, svaraði spurningum mínum af augljósri ein- lægni, en gaf sér góðan tíma tii að hugsa. „Veistu, það þarf ekki langan tíma til þess að menntaskólaárin sýnist óskaplega áhyggjulaus. Ég hef verið að taka viðtöl fyrir skólablaðið við krakka, sem útskrifuðust úr MR fyr- ir 2—3 árum, og meira að segja þau tala svona. En mér finnst við ekkert stikkfrí frá „alvöru lífsins", eins og það er kallað." — Verður þú komin með kosn- ingarétt 25. apríl? „Nei, ég er nýorðin 17 ára, svo ég get ekki kosið. Ég er ári á undan í skóla, svo margir af félögum mínum taka þátt í kosningunum og ég hefði gjarnan viljað gera það líka. Annars fer lítið fyrir pólitískri umræðu í skólanum. Það er næstum eins og pólitík sé ljótt orð. Reyndar kom pólitíkin í MR mér mjög á óvart. Ég var í MA í 3. bekk, en svo flutt- um við til Reykjavíkur og þá kom ég í MR, sem pabbi og mamma voru búin að segja mér mikið frá. Þau urðu stúdentar 1969 og af lýsingum þeirra hafði ég ímyndað mér skól- ann sem eitt allsherjar hippabæli — eða þannig. Svo var hann allt öðru- vísi! Það eru örugglega 3/4 eða 4/5 af nemendunum sjálfstæðismenn. Ég er alls ekki með sterkar póli- tískar skoðanir, en ég var strax dæmd sem sósíalisti — bara vegna þess sem ég geri og segi. Til dæmis er ég mikið í listum og hef ákveðnar meiningar um ýmislegt, t.d. hval- friðunarmál og slíkt. Þar með er ég stimpluð vinstrisinnuð." ÁKVEÐIN VIRÐING BORIN FYRIR ÞEIM SEM YRKJA — Hefurðu lengi fengist við að yrkja? „Það hefur nú verið mest síðustu 2—3 árin.“ — Sýnirðu foreldrum þínum öll Ijóðin? „Ég hef alltaf getað komið til þeirra með Ijóðin mín og rætt þau^ en sum eru auðvitað svolítið per- sónuleg og núna fá þau kannski ekki að sjá alveg allt!“ — Gerirðu þér grein fyrir hvaða þörf þetta er, sem knýr þig til að setja saman Ijóð? „Ég get held ég ekki skýrt það. Þetta er bara eitthvað sem kemur til mín og ég verð að setja á blað. Ég held að ég eigi örugglega alltaf eftir að skrifa, þó ég viti ekki enn við hvað ég muni vinna í framtíð- inni. Kannski get ég skrifað með einhverju öðru starfi. Alls kyns fár- ánlegir þættir ollu því að ég fór í stærðfræðideild, þó það sé ekki alveg á minni línu. Og mig langar að stunda einhverjar listir.“ — Hvernig er nú litiö á Ijóðskáld í þessum íhaldssama skóla? „Þarna er þó nokkur hópur, sem yrkir. Svo eru örugglega fleiri að dútla við þetta úti í horni heima hjá sér, án þess að neinn viti. Mér finnst ákveðin virðing borin fyrir þeim, sem eru að þessu. Kannski erum við þó talin furðufuglar! En talandi um íhaldssemina og allt það, þá finnst mér í raun og veru ágætt að hafa orðið fyrir vissum vonbrigðum með MR svona í upp- hafi. Núna hef ég séð að þarna er prýðisfólk, þó það hafi aðrar skoð- anir en ég á mörgum hlutum. Þetta er ágæt lífsreynsla." MIKLAR PÆLINGAR í ÁSTARMÁLUM — Maður gat ráðið af sjónvarps- viðtalinu um daginn að þú sœktir mikið efniviö í ástina. Er töluvert um að vera í þeim málum hjá stelpu, sem nýorðin er 17 ára? Melkorka skellihló og gott ef hún roðnaði ekki örlítið. „Ja, það eru a.m.k. miklar pæl- ingar! Annars yrki ég bæði um eigin reynslu og annarra. Reyni að setja mig í spor hinna." — Eru viðhorf krakka á þínum aldri til kynlífs að breytast í Ijósi eyðniumrœðunnar að undanförnu? Svarið kom ákveðið og umhugs- unarlaust: „Nei, ég held ekki. Þessi umræða hefur ekki haft nein áhrif á mennta- skólakrakka, eftir því sem ég fæ séð. Það halda allir að þetta sé eitthvað sem kemur fyrir aðra — ekki þá sjálfa!" — Nú ert þú kaþólsk, Melkorka, og páfinn hefur eins og kunnugt er lagst gegn notkun smokksins, eins og annarra getnaðarvarna. Veldur boðskapur kirkjuhöfðingjans þér erfiðleikum í nútímaþjóðlífi uppi á íslandi? „Okkur eru auðvitað settar ýmsar reglur í þessu lífi, en að lokum er það þó alltaf eigið mat sem verður að ráða. Mér finnst það t.d. alveg eðlilegt að fólk noti getnaðarvarnir og sjálfa langar mig að mennta mig og fá einhverja starfsreynslu, áður en ég eignast börn. Og það er ekki einungis mín vegna sem ég vil ekki eiga börn ung, því ég vil hafa nægan þroska til að geta alið börnin mín vel upp og gefið þeim nóg af sjálfri mér.“ Hún hugsaði sig um andartak og bætti síðan við: „Annars lagar mað- ur sig eflaust að breyttum aðstæð- um, ef börn koma óvænt til sögunn- ar.“ MARGIR ÆTLA í EITTHVAÐ PRAKTÍSKT — Tekurþú mikinn þátt ífélagslíf- inu í MR? „Já, já. Ég er í ritstjórn skólablaðs- ins, lék lítið hlutverk í Herranótt og svo er ég stundum fengin til að lesa ljóðin mín við ýmis tækifæri. í augnablikinu er ég líka í kosninga- baráttu, því ég er í framboði sem forseti Listafélagsins." — En hvernig líður táningsstúlku, þegar hún stendur fyrir framan fjölda manns og les Ijóð um sínar innstu tilfinningar? „Mér finnst það bara mjög gam- an. Þetta er ekkert óþægilegt — síð- ur en svo. Frekar spennutilfinning. Ég hlakka líka alltaf til að vita hvernig ljóðin fara i fólk .. . hvernig því líkar við það sem ég er að gera.“ — Ertu búin að ákveða hvað þú leggur fyrir þig eftir stúdentspróf? „Það togast ýmislegt á í mér eins og stendur, en á endanum verður það áhuginn sem ræður. Ég gæti aldrei gert sjálfri mér það að hugsa um afkomumöguleikana. Launin skipta mig ekki máli, því ef ég væri ekki ánægð í vinnunni þá væru há laun lítil sárabót. Annars er ég kannski ekkert dæmigerð, því ég heyri að margir ætla í eitthvert praktískt nám. Þegar verið er að ræða nám og slíkt í skólanum, er langmest spurt um „möguleikana"." SJÁUM AFDRIF DRAUMA FORELDRANNA — Heldurðu að skortur á jafnrétti eigi eftir að hrjá þig í framtíðinni, Melkorka? „Ég held ekki að það sé beint ójafnrétti í þjóðfélaginu. Konur fara bara í þessar dæmigerðu kvenna- stéttir. Þær fá ekkert minna borgað, ef þær eru í sömu störfum og karlar. Stelpur fara hins vegar mikið í mála- deildir og síðan í „húmanískar" greinar í háskóla, en strákarnir eru miklu hagsýnni í þessu. Það hlýtur að verða einhver fram- þróun, en ég hef þó grun um að þetta eigi eftir að haldast svona. Eða sérðu nokkuð karla fyrir þér í skúr- ingum?" — Þú ert ekkert sérlega uppörv- andi. . . ertu virkilega svona lítið bjartsýn á jafnréttisbaráttuna? „Fólk býst oft við að ungt fólk sé svo vongott og fullt af hugsjónum, en sjáðu hvað við höfum fyrir aug- unum. Við horfum upp á foreldra okkar og þeirra hugsjónir og drauma . .. og hvað varð úr því öllu? Draumar þeirra kynslóðar urðu ekki að veruleika og við hljót- um að læra eitthvað af því. En auð- vitað hafa allir einhverjar hugsjónir og ég er engin undantekning." 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.