Helgarpósturinn - 09.07.1987, Side 7

Helgarpósturinn - 09.07.1987, Side 7
YFIRHEYRSLA nafn: Karvel Sfeindór Ingimar Pálmason staða: Þingmaður heimilishagir Kvæntur, fjögur börn heimilisfang: Traðarstígur 12, Bolungarvík laun Þingmannslaun áhugamál Mörg bifreið Ford Escord 1985 Hef engum leiðum eflir Jónínu leósdóltur myndir Jim Smart Nokkru ádur en gengið var endanlega frá málefnasamningi nýju ríkisstjórnarinn- ar, tilkynnti Karvel Pálmason, þingmaður Alþýðuflokks, að hann kæmi ekki til með að styðja stjórnina. Er hann eini þingmaður flokkanna þriggja, sem verður í stjórn- arandstöðu. Karvel Pálmason er í Yfirheyrslu Helgarpóstsins. — í hverju er megingagnrýni þín á stjórnarsáttmálann fólgin? „Hún er í fyrsta lagi fólgin í því, að ég hef ekki trú á að það samstarf náist, sem mér finnst verða að vera svo árangur náist. í öðru lagi sýnist mér Alþýðuflokkurinn ekki hafa fengið þann byr innan þessa stjórnar- sáttmála, sem hann þarf til að koma þeim stefnumálum fram, sem hann hefur haft á orði mörg undangengin ár. Hann barðist gegn fráfarandi ríkisstjórn í mörgum grund- valiaratriðum og taldi t.d. sjálfsagðan hlut að Framsóknarfiokkurinn færi t endurhæf- ingu og kæmi ekki nálægt ríkisstjórn. Ekki hefur það gerst. Flokkurinn hefur þar að auki verið hatrammur andstæðingur land- búnaðarstefnunnar, en nú ætiar hann að ganga inn á hana. Hann á að vera launajöfn- unarflokkur, en menn sjá hvað hlýtur að blasa viö á komandi hausti og ekkert um það sagt í stjórnarsáttmálanum.“ — Af hverju gerðirðu þá ekki athuga- semdir við málefnasamninginn á fyrri stigum? „Pað hafa alltaf verið gerðar athuga- semdir af minni hálfu. Fyrst og fremst um þetta þrennt. Á Vestfjöröum var kosið um byggðamálin. Þaðan verður að stöðva fólks- flótta og það líka, að fólk fái ekki nema brot af andvirði þeirra verðmæta, sem það skap- ar. Þessu hélt ég fram. í öðru lagi taldi ég nauðsynlegt, í Ijósi þess sem er að gerast í launamálum, að Alþýðu- flokkurinn hefði a.m.k. ákveðna stefnu í þeim efnum. Þessu hélt ég alltaf fram og það er ekkert nýtt í mínum málflutningi." — Nú var málflutningur þinn og Sig- hvatar Björgvinssonar hinn sami í kosn- ingabaráttunni, en hann virðist geta kyngt þessum stjórnarsáttmáia. Hvers vegna getur þú það þá ekki líka? „Það er auðvitaö hans mál, hverju hann kyngir. Ef hann er þá að kyngja einhverju. Ég svara einungis fyrir mig og ég vil yfirleitt halda eftir kosningar þau loforð, sem ég gef fyrir þær. Svo verða aðrir að svara fyrir sig." — Heyrst hefur að þú hafir verið sér- staklega gagnrýninn ú störf Jóns Sig- urðssonar í stjórnarmyndunarviðræð- unum. Er þetta rétt? „Ég gagnrýni Jón Sigurösson eins og aðra. Hann er ekkert fullkominn, frekar en aðrir." — Er ríkisstjór narþútttaka meira hans verk en annarra í flokknum? „Eg hugsa að hún sé ekki síður hans verk en annarra." — Varst þú nær ofurliði borinn á flokksstjórnarfundinum sl. sunnudag? „Ég hef nú alltaf verið þeirrar skoðunar, að í lýðræðisríki verði hver að fá að hafa sína skoðun. Hver sem hún er. Á flokksstjórnar- fundinum komu fram þó nokkrar gagnrýnis- raddir, þó svo fólk hafi undir lokin greitt atkvæði með þátttökunni — að því er mér skilst." — Þú skírskotar mikið til meintrar óánægju og reiði á Vestfjörðum í mál- flutningi þínum. Eru þetta ekki bara nokkrir menn, sem þú ert að tala um — stuðningsmenn þínir, t.d. á Bolungarvík og á Flateyri? „Það verður fólk að gera upp við sig sjálft, hvað eru „nokkrir menn" og hvar. Ég tel mig vera að tala fyrir munn margra Vest- firðinga, þegar ég lýsi yfir megnri óánægju með að það skuli ekki vera ljóst hvað gera á í samgöngu- og byggðamálum. Það á ekki bara við um alþýðuflokksmenn, heldur trúi ég að velflestir Vestfirðingar vilji láta taka til höndum í þessum málum. Og hafa krafist þess. Líka í launa- og sjávarútvegsmálum." — Nú hlýtur að hafa verið komið eitt- hvað til móts við ykkur Sighvat í stjórn- armyndunarviðræðunum, úr því hann telur sig geta stutt ríkisstjórnina. Eða höfðuð þið kannski engin áhrif á mál- efnavinnuna? „Þetta er ekki spurning um það, hvort komið hafi verið til móts við mig eða Sig- hvat. Heldur það, hvort hér er verið að taka til hendinni til þess að bæta margháttað óréttlæti í þjóðfélaginu, sem Alþýðuflokkur- inn hefur gagnrýnt. Fram var tekið, að við myndum ekki styðja ríkisstjórn, sem stæði að óbreyttu kvótakerfi. Sjávarútvegsráðherr- ann, sem alþýðuflokksmenn að eigin sögn eru nú að tryggja í sessi næstu fjögur árin, lýsti því yfir þremur klukkustundum fyrir flokksstjórnarfundinn, að hann myndi halda svotil óbreyttri stefnu í kvtítamálum. Er það vilji Vestfirðinga? Það á að skipa nefnd. Það er rétt. Von- andi höfum við áorkað því. En það hafa margar nefndir verið skipaðar og fengið litlu breytt! Það dugar ekki, að það sé bara á pappír." — Þú talar um að ríkisstjórnin hafi ekki sett fram neina launastefnu og styð- ur hana þess vegna ekki. Þú segir, að samgöngumál verði í slæmu horfi og gagnrýnir stjórnina fyrir skort á stefnu í byggðamálum. Við lestur málefna- samningsins virðist þetta hins vegar allt vera inni. Hvað er það nákvæmlega, sem þú vildir að væri öðruvísi í þessum mála- flokkum? „Ég hef séð marga málefnasamninga og í þeim hefur verið margt gott, kannski flest. En fæst af því hefur verið framkvæmt! Það er mergurinn málsins. Hverjir eru möguleik- ar Alþýðuflokksins á aö framkvæma þau réttlætismál, sem hann hefur lagt áherslu á? Þar eíast ég nefnilega og vil á engan hátt skuldbinda mig til þess að æða út i það fen, sem mér sýnist geta orðið þrátt fyrir þetta góða stöðu á blöðum að sumra mati. Það dugar mér ekki." — Er þá nokkuð að marka þessi plögg yfirleitt og hefði eitthvað meira mark verið takandi á fallegum orðum í mál- efnasamningi ríkisstjórnar, sem þú hefðir treyst þér til að styðja? „Ég lít á fortíðina og í Ijósi hennar skal framtíðina skoða. Alþýðuflokkurinn hefur sérstaklega gagnrýnt Framsóknarflokkinn og talið nauðsynlegt fyrir þjóðina að ýta honum til hliðar. Hann er nánast settur í önd- vegi núna. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur farið með fjármálin undangengin ár og þau eru í miklu verra ástandi en þau hafa nokk- urn tímann verið. Og það í mesta góðæri i langan tíma. Hann er nú aö yfirgefa þetta ráðuneyti og það á að gera hann að forsætis- ráðherra. Er líklegt, eftir það sem ó undan er gengið, að menn hafi trú á því að þetta geti gengið með eðlilegum hætti? Ég dreg það í efa.“ — Eins og fyrr segir, telur þú m.a. skorta launastefnu í ríkisstjórnarsátt- málann. En er það ekki hlutverk verka- lýðsfélaga fremur en framkvæmda- valdsins? „Það er staðreynd, að undangengnar vikur hafa hinar ýmsu stéttir verið að semja um 30—50% kjarabætur sér til handa. Frá- farandi ríkísstjórn, sem Alþýðuflokkurinn er núna að ganga til liðs við, kom aftan aö fisk- vinnslufólki og almennu verkafólki í samn- ingunum, sem gerðir voru i vetur. Hún sveik lokað gefin loforð. Hvað ætlar þessi nýja stjórn að segja við fiskvinnslufólk og hinn almenna verkamann í haust, þegar hann hiýtur að krefjast þeirra réttlátu bóta sem hann á rétt á samanborið við aðra? Um þaö er ekki orð.“ — Það hefur heyrst, að andóf þitt sé til komið til þess að hendur þínar verði ekki bundnar á Verkamannasambands- þingi í haust og á ASÍ-þingi að ári. Ætlar þú að hasla þér völl á þeim vettvangi í ríkari mæli en áður? „Hendur mínar verða aldrei bundnar. Ég fagna því hins vegar, ef fóik er þegar farið að hugsa svona til mín. Ég hef yfirleitt haft sjálfstæða skoðun og ætla að haida því áfram, enda hef ég aldrei látið pólitíska forystu eða flokksklíkur segja mér fyrir verkum. Þeir stjórnmálamenn, sem þannig eru gerðir, eru ekki bara leiðinlegir. Þeir eru hættulegir lýðræðinu og frjálsri skoðana- myndun og tjáningarfrelsi." — Ef þú ættir að fara í framboð strax á morgun og Alþýðuflokkurinn kæmi ekki til greina, myndirðu þá vera veikur fyrir Þjóðarflokknum? „Fólk verður að fá að hafa sitt hug- myndaflug í friði." — Er eitthvað til í sögusögnum um að þú hafir átt í viðræðum við Albert Guð- mundsson um að taka sæti í þingflokki Borgaraflokksins? „Ég vísa til míns fyrra svars." — Ætlarðu að sitja þingflokksfundi á næsta þingi? „Ég hef enga ákvörðun tekið um það." — Þegar allt kemur til alls, ertu þá ekki bara með þetta andóf vegna sár- inda eftir að þú sást fram á að fá hvorki ráðherrastói né formennsku í fjárveit- inganefnd? „Ég fylgi sannfæringunni og því, sem ég hef lofað, frekar en að sækjast eftir metorð- um. Það eru engin sárindi í mér, nema vegna þess að lítið tillit er tekið til þess, sem jafnað- armenn á Vestfjörðum og víðar hafa lagt til mála og krafist, réttlátara þjóðfélags." — Er þá Alþýðuflokkurinn að þínu mati orðinn þéttbýlisflokkur? „Ég skal ekkert segja um það, en vissu- lega gefur sú staðreynd, að þrír ráðherrar koma allir úr einu kjördæmi, tilefni til að halda það. Og það er ástæða til að spyrja: Var það kjördæmið, sem skilaði mestu í kosning- unum?" — Er líklegt að þú segir þig úr flokkn- um? „Ég er búinn að taka afstöðu til þess, sem ég stóð frammi fyrir. Ég neitaði að styðja málefnasamninginn og þrjá ráðherra úr Reykjavík. Þannig stendur málið og ég skal ekkert segja um áframhald eða hvað kann að gerast. Ég hef engum leiðum lokað."

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.