Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.07.1987, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 09.07.1987, Qupperneq 20
eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur mynd Loftur Atli ÍSLAND AÐ VERÐA EYÐIMÖRK íslendingar hafa ekki brugðist rétt við fjölgun ferðamanna. Stjórnvöld ekki aðilar að alþjóðlegum sam- þykktum um nóttúruvernd Hér á landi var dagana 26. og 27. júní haldinn í Alvidru á Selfossi ár- legur fundur frœdslunefndar al- þjódlegu náttúruverndarsamtak- anna IUCN, eöa International Union for the Conservation of Nature and Natural Resources. Fundinn sótti nokkur fjöldi erlendra gesta víös vegar úr heiminum og medal þátttakenda var vestur-þýski prófessorinn dr. Hans Köpp. Dr. Hans Köpp er prófessor í skóg- fræöum við háskólann í Göttingen, en síðastliöin sex ár hefur hann gegnt starfi forstöðumanns Nord- deutsche Naturschutzakademie eða Náttúruverndarskólans í Norður- Þýskalandi í Schneverdingen. Skóli' þessi var stofnaður að tilstuðlan vestur-þýskra stjórnvalda og vann’ dr. Hans Köpp að því að setja þenn- an skóla á stofn fyrir sex árum. „Skóla þessum er ætlað það hlut- verk að kenna vissum starfsstéttum náttúruvernd og eru nemendurnir meðal annars bændur, vegagerðar- menn, tollverðir og hermenn." ÓSKILJANLEG LAGASETNING „Við kennum þeim skógrækt, landnýtingu og landnotkun, vernd- un fugla, dýra og gróðurs og hvernig ber að ganga um landið og hvaða landsvæði eru viðkvæmari en önn- ur, svo að dæmi séu tekin. Ég held að þetta sé vænlegri leið heldur en að setja í sífellu lög um náttúru- vernd. Fólkið gerir sér oft ekki grein fyrir tilgangi laganna og heldur því uppteknum hætti. Það þarf að kenna fólki umgengni við landið og gera því grein fyrir af hverju það er til dæmis bannað að vera mikið á hreiðrum þeirra og sumar tegundir bregðast við mikilli truflun á þann hátt að þeir verpa aldrei aftur á þeim stað.“ Dr. Köpp kom hingað til lands fyrst fyrir 20 árum og hefur komið hingað nokkrum sinnum. íslenskur málsháttur hljóðar „glöggt er gests augað“. Hverjar eru helstu breyting- arnar sem hann hefur tekið eftir á þessu tímabili? „Þegar ég kom hingað fyrst voru bakpokaferðalangarnir langalgeng- astir. Þeir voru fáir og gerðu ekki mikinn usla. Ferðamönnum hefur fjölgað mikið á þessum árum og einnig hefur ferðamátinn breyst. Nú er miklu algengara að menn ferðist akandi og virðist mér að þeir aki að mestu leyti eftirlitslaust um landið. Það er mjög slæmt því íslensk nátt- úra er víða mjög viðkvæm. Islend- ingar hafa ekki brugðist nógu skjótt við þessum aukna fjölda ferða- manna og eftirlit með þeim er ekki nægilegt. íslendingar þurfa að frið- lýsa viðkvæm landsvæði og sjá til þess að ferðamennirnir fái fullnægj- andi upplýsingar um hvar þau er að finna. Það þarf til dæmis að merkja .þau inn á kort. Kortin þurfa líka að vera mun ítarlegri en þau eru í dag.“ En hvað með algengt fyrirbæri eins og landeyðingu og uppblástur? Hefur þetta aukist hér á Iandi að hans mati? „Ég á erfitt með að segja til um það, þar sem ég hef ekki skoðað sömu staðina í hvert sinn sem ég hef komið hingað, en það er ljóst að þeir hlutar landsins þar sem uppblástur er mikill, eru í verulegri hættu. Þeir gætu breyst í eyðimörk, ef ekkert er gert í málinu. Það er mjög erfitt að snúa slíkri þróun við, ef ástandið Dr. Hans Köpp prófessor i skógfræð- um við háskólann í Göttingen. ís- lendingar verða að halda betur utan um ferðamannastrauminn. íslend- ingar verða að fylgjast betur með þeim sívaxandi fjölda ferðamanna sem leggja hingað leið sína. ferð þar sem fuglar verpa og þess háttar. Náttúrunni stafar mikil hætta af fólki sem veður um án þess að vita hvaða skaða það getur valdið. Sem dæmi má nefna eru veiði- menn, sem veiða friðuð dýr, ekki vandamál í Þýskalandi heldur eru það oft á tíðum ljósmyndarar. Þeir finna kannski hreiður þar sem sjald- gæfir fuglar hafa verpt og fara að taka myndir. Fuglarnir verða óró- legir þegar menn koma of nálægt reynist alvarlegt, og kostar gífur- legar fjárhæðir. Til dæmis var Persía skógi vaxin fyrir um tvö þúsund ár- um, en núna er þar eyðimörk. Þar þrífst næstum enginn gróður. Eins er það með ísland. Þegar landið var numið var hér allt skógi vaxið, en núna eruð þið að vinna að því að rækta hér skóg. Það hefur aðeins einu landi tekist að græða upp ófrjótt land og það er Israel. Það hef- ur líka kostað mikið, mikla áveitu- gerð og tilbúinn áburð, en það hefur tekist vel hjá þeim.“ GRÆNFRIÐUNGAR SKEMMA FYRIR Það er synd að segja að áhugi á náttúruvernd sé almennur hér á landi og ef minnst er á slíkt verðum flestum hugsað til Grænfriðunga og baráttu þeirra. En náttúruvernd er fólgin í öðru en að hanga utan í hval- veiðiskipum og loka vegum til her- stöðva. „Það er ljóst að með baráttu sinni hafa Grænfriðungar oft unnið náttúruvernd meira ógagn en gagn. Þeir nota baráttuaðferðir sem flestum þykja of róttækar og með því fá þeir mikla umfjöllun í fjölmiðl- um. Umfjöllunin er ekki alltaf já- kvæð og skemmir oftast fyrir starfi þeirra, sem ekki eru eins róttækir. Enda er svo komið að það er orðið háifgert skammaryrði að vera nátt- úruverndarmaður og erfitt að fá fólk til þess að taka þátt í starfsemi hófsamra náttúruverndarsamtaka. Til þess að efla áhuga fólks á nátt- úruvernd hér á íslandi þurfa nátt- úruverndarsamtök að vekja meiri athygli á því starfi sem þau inna af hendi. Þau þurfa að taka meiri og virkari þátt í alþjóðlegu starfi og einnig þyrfti að auka ráðstefnuhald hér á landi. Það er nefnilega oft þannig að lítið mark er tekið á inn- lendum sérfræðingum og oft ekki hlustað á það sem þeir hafa að segja. Þá er oft gott að fá útlendinga til þess að hjálpa til og vekja athygli á málum og útskýra fyrir mönnum tilganginn t.d. með ákveðnum að- gerðum. Útlendingar vekja mun meiri athygli en innlendir náttúru- verndarsinnar og á það ekki aðeins við um ísland. Ég veit dæmi þess að Grikkir hafa notað þessa aðferð skipulega og hefur hún gefist vel í sambandi við verndun skóga þar í landi. íslendingar þurfa einnig að undirrita alþjóðlegar samþykktir sem kveða á um náttúruvernd og sem dæmi má nefna að enn hafa Is- lendingar ekki undirritað hina svo- kölluðu Washington-samþykkt, sem fjallar um verndun dýra í útrým- ingarhættu og leggur bann við verslun með afurðir þessara dýra, eða þá Bernar-samþykktina þar sem kveðið er á um verndun villtra dýra og plantna. Fæstir gera sér grein fyrir því að náttúruverndarstarf byggist mikið á alþjóðlegri samvinnu og því að nátt- úruvernd er í fæstum tilvikum einkamál einstakra þjóða. Mengun berst á milli landa og eins ferðast dýr milli landa, sbr. farfugla. Það er til einskis að friða eina fuglategund þar sem hún dvelur á sumrin, ef fuglarnir eru veiddir þar sem þeir eiga sér veturstað. Það er starf al- þjóða náttúruverndarsamtakanna IUCN að stuðla að meira samstarfi þjóða á milli. Þetta eru ein öflugustu samtökin á þessu sviði í heiminum. Þau stuðla að samskiptum þjóða í austri og vestri, milli þróaðra ríkja og ríkja í þriðja heiminum, og milli samtaka er lúta vilja stjórnvalda og hinna sem rekin eru af einkaaðil- um.“ LAND ÖFGA Eins og áður segir óskaði dr. Köpp þess að íslendingar tækju virkari þátt í alþjóðlegu samstarfi og gat hann þess að honum þætti gaman að sjá framlag frá íslandi á alþjóð- legri jarðræktar kvikmyndahátíð sem haldin verður í Berlín í lok jan- úar 1988. Þar verður sýnt bæði sjón- varpsefni og efni af myndbandi sem ætlað er skólum og gat dr. Köpp þess, að þeir sem hefðu áhuga gætu snúið sér til þýska sendiráðsins hér á landi. Að lokum spurði ég dr. Köpp hvað það væri sem heillaði hann mest við Island. „Ég er mest heillaður af andstæðunum hérna. Hér sér mað- ur öfgarnar. Hér er ís og eldur. Vot- lendi og þurrlendi. Allt það sem er þar á milli finnur maður alls staðar í Evrópu. Þar fyrir utan er fólkið yndislegt." 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.