Helgarpósturinn - 09.07.1987, Page 21

Helgarpósturinn - 09.07.1987, Page 21
LISTAP Stjörnulið í þrívíddinni I grein Gunnars Kvaran sem fyrr var vitnað til kemur m.a. fram að Jón Gunnar stóð einna fremstur í flokki þeirra listamanna sem á árum áður leituðu nýrra leiða í listsköpun sinni pg hann var einn af stofnend- um SÚM-hópsins sem í seinni tíð er orðinn samnefnari fyrir ferska og frumlega listsköpun og endurnýjun hugmynda um listina, hlutverk hennar og eðli á 7da áratugnum. Gunnar minnist einnig á mikilvægi kynna þeirra Jóns og Dieters Roths, telur hugmyndir Dieters hafa verið hreina opinberun fyrir Jón Gunnar. Jón Gunnar segir hinsvegar sjálf- ur: „Einar Jónsson er faðir mynd- höggsins á íslandi, hann er einhver mesti myndhöggvari sem ég hef séð og ég hef orðið fyrir miklum áhrif- um af honum, bæði sem listamanni og manneskju." Sýningin í Norræna húsinu tekur til þess hluta listsköpunar Jóns sem nefnt er conceptlist, stundum kallað hugmyndalist á íslensku, þar sem hugmyndaleg tilvísan er útgangs- punktur listamannsins og telur Gunnar Kvaran að í fyrstu hafi verkin verið hlaðin pólitískum ásetningi en síðar beinst meira að sjálfri listinni og myndmálinu. Jón Gunnar efast ekki um fram- gang myndhöggsins á Islandi og segir: „Allir sem eru að fást við því- vídd á íslandi eru stjörnulið, menn eru alltaf að tala um þetta málverk en það er allt mögulegt að gerast í þrívíddinni.' -KK Rölt með Jóni Gunnari um sýningu hans í Nor- ræna húsinu Nú stendur yfir hin svokallaöa sumarsýning Norrœna hússins, sem er ordin árviss vidburdur í íslensku lista- og menningarlífi. Aö þessu sinni er það skúlptúristinn Jón Gunnar Arnason sem sýnir verk sín á sumarsýningunni, en Jón Gunnar hefur um áraraðir verið í fremstu röð íslenskra myndlistarmanna, allt frá byrjun 7da áratugarins að telja. Sýningin í Norrœna húsinu spannar hálfan annan áratug í listsköpun Jóns Gunnars, elstu verkin eru frá 1971 og þau nýjustu frá þessu ári. þegar hann var spurður að því hvernig elstu verkin kæmu honum fyrir sjónir í dag þá svaraði hann: „Ég er alveg krossbit hvað þau eru góð, ég myndi ekki sýna þau ef þau væru ekki góð. Það er einfalt mál.“ Óhætt er að segja að sýningin sé heilsteypt, jafnvel þó svo hún taki yfir 16 ár af ferli listamannsins, hníf- arnir og sólin og skipin og flugvél- arnar með sínum hvössu oddum og sterku hreyfingu. Jón Gunnar segir sjálfur: „í hverjum hnífsoddi er orka og í hverju bátslagi er falin orka sem getur ráðið við náttúruöflin, þú get- ur keyrt bát í gegnum öldur ef hann er réttur og fallegur, það er það sem er málið." Gunnar Kvaran listfræð- ingur segir svo einmitt í sýningar- skrá í grein sem hann skrifar þar um list Jóns Gunnars: „Ef við skoðum verk Jóns Gunnars í enn stærra sam- hengi má sjá að við getum þrætt hugtakið „orká' í gegnum stóran hluta af listsköpun hans. Því þrátt fyrir að skúlptúr listamannsins sé oft sjónræn ljóðræna þá er inntakið í flestum tilfellum takmarkalaus orka.“ Eins og áður sagði nær sýningin yfir 16 ár af ferli Jóns Gunnars og INN DJASS Blódgreifinn spekist James Blood Ulmer: America — do you remember the love? (Blue Note/Skífan Stundum hefur James Blood Ulmer verið líkt við Wes Montgo- mery og stundum við Jimi Hendr- ix — hvorugum líkist hann og kannski engum nema sjálfum sér. Hann er einn frumlegasti gítar- leikari djassins — og kraftmesti! Ulmer á ætt að rekja til kirkjutón- listar og rýþmablús, en brátt tók djassinn völdin og hann lærði bæði af Coltrane og Miles Davis. En stórbyltingin i lífi hans varð er hann kynntist Ornette Coleman (sem rakti feril sinn í íslenska sjón- varpinu fyrir nær tveimur vikum). Ornette sagði Ulmer fæddan harmolodic-leikara, en svo nefnir Ornette tónkenningar sínar. Hann lék á fyrstu skífu Ulmers: Tales of Captian Black er út kom hjá Art- ists House 1978. Ári síðar lék Ulm- er með Arthur Blythe inná skífu er hér hefur fengist: Lenox Avenue Breakdown (CBS/Steinar). Breska útgáfufyrirtækið Roug Trade gaf út þriðju skífu hans: Are you glad to be in America? en þrjár þær næstu voru gefnar út af CBS. Nú er hann kominn á samn- ing við Blue Note og frægur popp- stjóri stjórnar upptöku á nýju skíf- unni hans og leikur með á bassa: Bill Laswell. Það setur sinn svip á skífuna en sem betur fer er gamall harmolodic-félagi í hópnum, trommarinn villti Ronald Shannon Jackson. Sá Ulmer er þarna má heyra er allur annar en sá er ég hlustaði á eina magnaða kvöld- stund í Jazzhus Montmartre sum- arið áttatíuogfjögur. Þá trylltu Ulmer og félagar allt kvöldið og tónlistin stundum svo æst að allir taugaendar voru komnir í hnút. Ekki auðveldasta tónlist í heimi til að hlusta lengi á. Þessi nýja skífa skiptist í tvö horn. Þrjú verkanna eru sungin: 1 belong in the USA, Lady blue og Show meyour love. Ulmer er ekki raddmikill en blúsinn hrár í bark- anum. Þessi lög eru líkleg til vin- sælda hjá þeim er meta svarta tón- list af ýmsu tagi og ekki ólíklegt að Ulmer takist að ná til stærri hóps en fyrr — væri það vel, því tónlist- in er vönduð og seiðandi. Seiður- inn er þó meiri í þeim þremur- verkum er hann leikur á gítarinn: After dark, Black sheep og IVings. Það er engin hætta á að taugar bresti við þá hlustun einsog oft var fyrr — heldur að seiðmagnið nái I torsdog d. 9 j»»t* I ORNETTE COLEIVIAN u PRIME thvie ---------------- ——uum uoM urn msran ” DON CHERRY (redag d. lO. jnli LAST EXIT lordog d. Tt.jufi group sondag d. 12. juli IMEW MUSIC ORCHESTRA . SIVUCA . ROY RICHARDS* it funky fRBNDS » — KENNY KRISTINA JONES^LMR.NJJNCK KVARTET POSITION ALPHA Zi. E1TI CARSTI N HSÍÍOyP JS. QUEEN IDA Æ, REDGUM -I. ^PER OOtpSCHMIDT K\J»RJTT JiaHGEN EMUORG S€ X TTT j;. LtHOY COLLINS - STCOND KALI ÍSi KOMCERT PA RIDEBANEN lordoq d.11. iidi kl. n -19 því valdi að erfitt sé að slíta sig frá —■ kannski á austrænn blærinn þátt í því. En umfram allt er þetta tónlist sem stendur fyrir sínu af öðru óstudd og ólík því er aðrir leika. Allir sem gaman hafa af djassi, blúsi eða fúsjón ættu að geta notið snilldar James Blood Ulmers. eftir Vernharð Linnet Jazz áseyöi íslendingar eru á ferð og flugi á miðju sumri og margir þeirra eiga leið um Kaupmannahöfn. Þar er nú Kaupmannahafnardjasshátíðin á fullu og djassað út mánuðinn. Þeir sem leið sína leggja í Tívolí ættu að líta á dagskrá Jazzhus Slukefter og til gamans birtum við hér dagskrá Jazzhus Montmartre. Þar er margt forvitnilegt á ferð og sumt okkur framandi einsog harmonikkusnillingurinn brasil- íski Sivuca, sem syngur orðalaust af miklum kynngikrafti einsog Taina Maria og fleiri landar hans. Það verður heldur ekki amalegt ef sólin skín á djassgeggjarana fyrir framan Kristjánsborgarhöll á ókeypis útistórstjörnutónleikum þann 11. júlí. Ýmsir ágætir íslandsfarar verða þarna: Don Cherry, Peter Brötz- man, Jens Winther, Jan zum Vorhde, Tomas Clausen, Ole Kock Hansen og John Scofield. Góða skemmtun góðir íslend- ingar og þið sem eruð staddir í Reykjavík, munið Heita pottinn á sunnudagskvöldum. HELGARPÖSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.