Helgarpósturinn - 09.07.1987, Page 27

Helgarpósturinn - 09.07.1987, Page 27
Þ 'ingflokkur Framsóknar- flokksins var lýðræðislegur í vali sínu á ráðherrum. Hverjum þing- manni var gert að greiða fjórum þingflokksmönnum atkvæði í leynilegri kosningu. Eins og gengur nutu menn misjafnlega mik- ils trausts. Allir vildu Steingrím Hermannsson og Halldór Ás- grímsson. Tíu vildu Guðmund Bjarnason og átta Jón Helgason. Alexander Stefánsson átti sér tvo velvildar- og stuðningsmenn. Hann fékk þrjú atkvæði. Stuðningur við önnur ráðherraefni var ekki ýkja breiður. Jóhann Einvarðsson fékk eitt atkvæði. Sömuleiðis fékk Páll Pétursson eitt atkvæði. Guð- mundur G. Þórarinsson naut engu minna trausts. Hann fékk hvorki meira né minna en eitt at- kvæði. Menn eiga sér víða hauka í horni. . . ni ■ orskur sérfræðingur, dr. Bjorn Buent var hér á ferð í apríl til að rannsaka jarðlögin við Blöndu- virkjun en framkvæmdir eru þar i fullum gangi. Hann var fenginn hingað af norsku verktökunum Krafttak sf. sem sjá um allar fram- kvæmdir við Blönduvirkjun. Stöðv- arhúsið er byggt 240 metra neðan- jarðar og kannaði dr. Buen meðal annars gæði bergsins. Hann skilaði skýrslu til Landsvirkjunar eftir rann- sóknir sínar þar sem hann lýsti yfir miklum efasemdum um gæði bergs- ins og stæðni veggja stöðvarhússins. Skýrslan var tekin til athugunar hjá Landsvirkjun og var ákveðið að ljúka greftri á svæðinu með meiri varfærni en áður hafði verið ákveðið . . . ESinn er sá þingmaður Alþýðu- flokks sem nú sleikir sár sín. Sá er Árni Gunnarsson. Hann hlaut ekki ráðherradóm og ekki er útlit fyrir að hann hreppi virðulegt embætti, þrátt fyrir að hann sé ritari Alþýðuflokksins. Árni er skv. heim- ildum HP saltvondur þessa dagana og þykir fram hjá sér gengið. Sama heimild fullyrðir að Árni hafi krafist þess að fá embætti Eiðs Guðna- sonar, þ.e. formennsku í þing- flokki, en að Eiður sé fastur fyrir og gefi hvergi eftir sinn hlut. . . Starfsmann Helgarpóstsins vantar sárlega íbúð til leigu. Helst sem nœst miðbœnum. Upplýsingar i síma 681511 á venjulegum skrifstofutíma. Gisting Veitingasala Bar Bíó Fundarsalir Ráðstefnur Dans HÓTEL VALASKJÁLF EGILSSTÖÐUM Sími: 97-1500 Þar sem PLÚS° og MÍNUS mætast í frystihúsinu, vöruskemmunni eða iðnaðarhúsnæðinu er lausnin að nota MAVÍL iðnaðarplasthengi til varnar hita- og kuldatapi. Hljóðeinangrandi og gegnsæ. Leitiö Austurströnd 8 upplýsinga I II _ sími 61-22-44 njeep UMBOÐIÐ FYRIRUGGJANDI INNFLUTTIR NOTAÐIR 1987 riAMC UMBOÐIÐ Bílar þessir eru allir árg. 1987, lítið eknir með 4,0 lítra - 6 cyl.- 173 hestafla vél, sjálfskiptir, með rafmagnslæsingum, rafdrifnum rúðum og hlaðnir aukahlutum. WAGONEER LIMITED KR. 1.495. ElTlIt Þessir bílar eru keyptir af AMC JEEP verksmiðjunum og eru því í ábyrgð sem og aðrir bílar sem fluttir eru inn af AMC JEEP umboðinu á íslandi, Agli Vilhjálmssyni hf. EGILL VILHJALMSSON HF. SMIÐJUVEGI 4 KÓP. SÍMAR 77200-77202.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.