Helgarpósturinn - 30.07.1987, Side 14
saman vinsœ>
inningar, lag sem kem
n o
utskyrt
getur
.eftirlætislagi
m eftir
fram
skap, lag sem enginn
einmitt þetta lag er
um við ekki einu
llar
gott
s vegna
annski vit-
lagið er, hvaða
hljómsveit flutti það eða hver var söngvarinn
þegar við heyrðum það fyrst. Það skiptir enda
engu máli. Lagið stendur fyrir sínu þótt árin líði.
Hljómlistarmenn eiga líka sín eftirlætislög.
Það eru ekki endilega lögin sem ,,slógu í gegn“
á þeirra blómaskeiði og þeir geta kannski ekkert
frekar en við leikmennirnir útskýrt hvers vegna
þeir halda upp á ákveðið lag. Við leituðum til
þekktra hljómlistarmanna og söngvara og báð-
um þau að útbúa fyrir okkur lista yfir tíu bestu
íslensku dægurlögin að þeirra mati. Eins og þið
sjáið kom margt skemmtilega á óvart í lagaval-
inu...
KARIUS OG BAKTUS BESTIR
EINARÖRN BENEDIKTSSON, SYKURMOLUNUM
1. Sitja svangir bræður tveir.
Karíus og Baktus.
Þetta er fyrsta dægurlagið sem ég
lærði textann við og gat næstum því
sungið.
2. -10.
Guðfræði. Vonbrigði.
Hávaði. Jonee/Jonee.
Kata rokkar. Útvarpshljómsveitin.
Fimmti gír. Sogblettir.
Valdimar geimfari snýr aftur.
Lojpippos & Spojsippus.
Mandala. Trúbrot.
Gullfoss með glæstum brag. Ellý
Vilhjálms.
Enn ungur enn. Purrkur Pillnikk.
Ó djonný. Guðjón Matthíasson.
Ég vel þessi lög vegna þess að ef
mér stekkur ekki bros við að heyra
dægurlag, þá kalla ég það ekki
dægurlag. Öll þessi lög hafa það
sammerkt að kæta hjá mér lundina.
ÁSKIL MÉR RÉTT TIL AÐ SKIPTA UM SKOÐUN!
GUÐMUNDUR HAUKUR JONSSON. HLJÖMLISTARMAÐUR
Minn listi er í stafrófsröð — svona
nokkurn veginn að minnsta kosti —
en ekki í gæðaröð. Pau lög sem mér
þykja bestu, íslensku dægurlögin á
þessu augnabliki eru þau sem fylgja
hér á eftir, en ég tek það fram að ég
áskil mér allan rétt til að skipta um
skaðun fyrirvaralaust!
Bláu augun þín.
Braggablús.
Fjólublátt ljós við barinn.
Fröken Reykjavík.
Garden party.
Reykjavíkurblús.
Sumarkveðja eftir Inga T..
Slá í gegn.
Spáðu í mig.
Sísi fríkar út með Grýlunum.
Gaggó Vest.
Söngur dýranna í Týrol.
Lítill drengur.
Röndótta mær.
En nota bene: Eg hlusta kannski
svolítið öðruvísi á tónlist en margir
aðrir, að minnsta kosti skilst mér
það. Ég hlusta alltaf mikið á texta og
ef texti og lag falla vel saman — og
textinn höfðar til mín — þá bjargar
það oft laginu inn að hjartarótum
VEL UPPBYGGT OG
SÖNGRÆNT LAG
ELLÝ VILHJÁLMS, SÖNGKONA
1. Komdu aftur. Lag og texti:
Magnús Eiríksson.
2. Eg veit þú kemur. Lag: Oddgeir
Kristjánsson.
3. Vals númer eitt. Magnús Eiríks-
son.
4. Söknuður. Jóhann Helgason.
5. Vals moderato. Magnús Péturs-
son.
6. Ferðin mín til Frakklands.
Magnús Kjartansson.
7. Vetrarsól. Gunnar Pórðarson.
8. I grænum mó. Sigfús Halldórs-
son.
9. ísland er land þitt. Magnús Þór
Sigmundsson
10. Skýið. Björgvin Halldórsson.
Það lag sem er efst á iistanum hjá
mér, „Komdu aftur“, finnst mér af-
skaplega vel uppbyggt og söngrænt.
Það kemur mér í góða stemmningu
og hefur þægileg áhrif á mig. Lagið
er fallegt að mínu mati.
MINN LISTI GILDIR BARA
I DAG
MAGNÚS ÞÖR JÓNSSON, MEGAS
Ég gat ekki gert neina vægisröð
eða gæðaröð. Ég komst að þeirri
niðurstöðu að það væri fráleitt að
raða niður tíu lögum því það er svo
mikið af tónlist sem kemur til greina
og listinn sem ég geri í dag, hann
verður ekki eins á morgun. Hann
gildir bara í dag. Það er vonlaust að
gera gæðalista frá eitl til tíu en þau
lög sem mér fannst best milli tólf og
tvö í dag eru eftirfarandi:
1. Paranoja. Bubbi Morthens.
2. Ég veit þú kemur. Oddgeir
Kristjánsson.
3. Stína, ó Stína. Arni Isleifs.
4. Hreðavatnsvalsinn. Reynir
Geirs.
5. Draumur fangans. 12. sept-
ember.
6. Brúnaljósin brúnu. Jenni Jóns.
7. Litla stúlkan. Steingrímur Sig-
fússon.
8. A morgun. Ingibjörg Þorbergs.
9. Játning. Sigfús Halldórsson.
10. Þórður sjóari. Agúst Péturs-
son.
En nota bene: Þetta eru þau tíu
lög sem mér finnast best í augna-
blikinu. Það verða einhver allt önn-
ur tíu í kvöld og enn önnur tíu á morg-
un. Eins og sést þá flögraði hugur
minn á ákveðinn tíma og hann fór
ekkert þaðan.
HEFÐI GETAÐ VALIÐ HUNDRAÐ LÖG
RÚNAR JÚLiUSSON, LAGAHÖFUNDUR
Ég hefði auðveldlega getað valið
hundrað íslensk lög því ég á mörg
eftirlætis íslensk dægurlög. Ég valdi
fleiri en tíu á þennan lista því ég gat
ómögulega gert upp á milli nokk-
urra laga.
Brúðarskórnir. Þórir Baldursson
og Davíð Stefánsson.
Söknuður. Jóhann Helgason og
Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Vegir liggja til allra átta. Sigfús
Halldórsson og Indriði G. Þorsteins-
son.
Braggablús og Sönn ást eftir
Magnús Eiríksson.
Harðsnúna Hanna eftir Gunnar
Þórðarson og Þorstein Eggertsson.
Island er land þitt. Magnús Þór
Sigmundsson og Margrét gerði text-
ann.
Don’t try to fool me. Jóhann G.
Jóhannsson.
Svo kemur eitt lag eftir sjálfan mig
sem heitir Taskó Tostada.
Litla frænka. Gylfi Ægisson.
Það er svo undarlegt með unga
menn. Rúnar Gunnarsson.
Ég veit þú kemur. Oddgeir Krist-
jánsson.
Sumarliði er fullur eftir Bjartmar
Guðmundsson.
LAG OG TEXTI VINNA VEL
SAMAN
HELGI BJÖRNSSON, SiÐAN SKEIN SÓL
Listi minn er ekki í númeraröð,
þ.e. fyrsta lagið er ekki endilega það
besta. Þetta eru þau lög sem mér
finnast best og ég miða við að lögin
hafi náð eyrum almennings og öðl-
ast vinsældir, því það hefur ekkert
að segja þótt lög séu góð ef enginn
hlustar á þau:
Slappaðu af. Flowers.
Gvendur á Eyrinni. Dátar.
Is there a hope for tomorrow.
Trúbrot.
Blindsker. Das Kapital.
Þú bíður allavega eftir mér.
Megas.
Ég er frjáls eins og fuglinn.
Facon.
Allur lurkum laminn. Bubbi
Morthens.
Kittý. Oxzmá.
Spáðu í mig. Megas.
Frystikistan. Tappi tíkarrass.
I þessum lögum finnst mér lag og
texti vinna mjög vel saman og í
þeim er einhver „atmosphera" sem
mér finnst höfða til mín.
14 HELGARPÓSTURINN