Helgarpósturinn - 30.07.1987, Síða 18
IÞROTTIR
BREYTT FYRIRKOMULAG Á BIKARKEPPNI KSÍ:
eftir Þórmund Bergsson
ALLT I EINN POTT...
- DREGIÐ VIÐ HÁTÍÐLEGA ATHÖFN - „LÍTIL" LIÐ OG
„STÓR" SAMAN í EINUM POTTI - GLEÐI OG SORG - NEISTI
FYRIR LANDSBYGGÐINA
Stokkseyri—KR, Valur—Hugirtn,
Breidablik—Selfoss, Fram—ÍBK,
Grundarfjördur—Neisti. Huernig
hljómar þessi upptalning? Eitthuað
brengluð gœti mönnum fundist en
þegar hugtakið Bikarkeppni KSÍ í
knattspyrnu kemur upp þá œtti
þetta að geta uerið raunueruleg
upptalningá 1. umferð bikarkeppn-
innar. Huí ekki! Bikarkeppni á að
uera möguleiki allra til að slá í gegn
rétt eins og opinn flokkur í mörgum
öðrum íþróttum. I bikarkeppni eiga
að mœtast Dauíð og Golíat, Dauíð
og Dauíð og Golíat og Golíat. Allar
mögulegar myndir eiga að koma
upp og sum bœjarfélög áti á landi
eiga að halda hátíðisdag strax í
fyrstu umferð á meðan önnur gráta
stórum. Skoðum þessa mynd aðeins
nánar.
Það er mín skoðun að tímabært sé
að breyta fyrirkomulagi Bikar-
keppni KSÍ. Hingað ti.i hafa 1. deild-
arliðin ekki þurft að taka þátt í
slagnum fyrr en ,,litlu“ liðin eru bú-
in að berast á banaspjót í nokkrum
umferðum í einskonar „forkeppni".
Þegar aðeins sex af þeim ,,litlu“ eru
eftir þá koma ,,gæðingarnir“ vapp-
andi inni keppnina og skæla ef þeir
lenda saman í 16 liða úrslitunum.
Þessu skal breyta.
Rétt er að setja öll lið sem skrá sig
til þátttöku í Bikarkeppni KSÍ í einn
pott og síðan skal dregið við hátíð-
lega athöfn eitt lið í einu. Það sem
fyrr kemur úr pottinum fær þá
heimaleik en þeir sem næstir því
koma spila gegn því. Einfalt og gott.
Drátturinn í Bikarkeppni KSÍ,
hvort sem er í fyrstu umferð eða í
undanúrslitin, skal fara fram á góð-
um stað í Reykjavík þannig að auð-
velt verði fyrir alla miðla að fylgjast
með drættinum og þá gjarnan í
beinni útsendingu þar sem því verð-
ur við komið. Knattspyrnuforystan,
forráðamenn félaganna og knatt-
spyrnuunnendur ásamt fjölmiðla-
fólki geta verið viðstaddir dráttinn
og þar með gefst kostur á spennandi
viðtölum, gráti og brosi á sama
klukkutímanum. Hingað til hefur
einn miðill einokað dráttinn og er
hann lítt spennandi enda ekki veru-
lega mikið í húfi fyrir heilu byggðar-
lögin eins og gæti komið upp strax
í 1. umferð með öll liðin í potti.
Hvað gæti gerst í fyrstu umferð og
reyndar í þeim síðari einnig? Jú, litlu
félögin hvort sem er hér á Stór-
Reykjavíkursvæðinu eða úti á landi
gætu dottið í lukkupottinn og dreg-
ist á móti „Stóra Bróður" í sömu
sveit eða gegn risa úr öðru héraði.
Hugsum okkur leik eins og Stokks-
eyri gegn KR. Það er enginn vafi á
því að slíkur leikur myndi vekja at-
hygli á öllu því svæði sem viðkom-
andi „smálið" starfar á. Fólk myndi
flykkjast á völlinn rétt eins og gerð-
ist í fyrra er Hvergerðingar drógust
gegn Akranesi og fyrir stuttu síðan
Því ekki að flýta
bari
fyrir
börn
m.fl.
siglir
Sey
leiksvæði
rrí
og
hefur við-
og láta hressandi
sjávarloftið
leika um
sig
anmerkur
Já, sigting með Norrænu er sannariega
ferskur og nútímalegur ferðamáti.
og
ágúst og
Noregs, Danmi
Að sigla f frfið og taka bflinn
fyrir þá sem vitja njóta
irfrísins meðal grannþjóða okkar.
Siglið ífríið og takið bílinn með
Amm
fengu Ólafsfirðingar íslandsmeist-
ara Fram í heimsókn. Það var sann-
kölluð þjóðhátíðarstemmning á
staðnum. Lúðrasveit lék og fólk bjó
sig upp á til að fara á völlinn og fylgj-
ast með þessum hetjum sem það að-
eins les um i blöðum og sér einstaka
sinnum í sjónvarpi. Bærinn myndi
breytast og fólk fagna. Það sem er
svo allra skemmtilegast við svona
viðureignir eru óvæntu úrslitin.
Stokkseyringar gætu á góðum degi
með mikið fólk við bak sér og góðan
malarvöll unnið stórliðið og komist
áfram í bikarkeppninni. Auðvitað
myndu allir segja að KR væri betra
lið en í bikarkeppni skiptir það engu
máli og hefur aldrei gert og gerir
ekki í dag. Þeir sem sáu leik Vals og
Völsungs á dögunum í bikarkeppn-
inni vissu að þrátt fyrir öll sín færi
þá voru Valsarar heppnir að vinna á
vítaspyrnukeppni. Svona er bikar-
keppni og svona á hún að vera.
Auðvitað þurfa að vera til reglur
fyrir bikarkeppni eins og aðrar
keppnir og þær þurfa ekki að vera á
neinn hátt öðruvísi en þær eru í
dag. Kostnaður við ferðir aðkomu-
liðsins og við auglýsingar auk ann-
ars sem getið er um í reglugerð KSÍ
skal greiðast af báðum aðilum. Tekj-
ur af leiknum skulu skiptast jafnt á
milli leikaðila nema tekjur af leik-
skrá og sælgætissölu. Ekkert mál.
Verði lið fyrir sannarlegu tapi af
þátttöku sinni í bikarkeppninni t.d.
vegna stærðar byggðarlagsins,
leikja í nágrenni á sama tíma eða
einhverju óumflýjanlegu þá væri
réttast að KSi notaði þátttökugjald
það sem liðin greiða fyrir að vera
með í bikarkeppninni að einhverju
leyti til að jafna aðstöðu þessara
liða. Hins vegar verða lið að gera
það upp við sig sjálf hvort þau ætli
að vera með í bikarkeppninni frá
upphafi eða ekki og vera tilbúin að
bera þann skaða sem þátttaka
þeirra kann að valda þeim.
Hér er um nánast sama dæmi að
ræða og þátttöku íslenskra liða í
Evrópukeppnunum í knattspyrnu.
Öll vonast þau til að detta í lukku-
pottinn en staðreyndin er oftast
önnur. Þannig bera liðin nokkuð
skarðan hlut frá borði þegar keppt
er en UEFA reynir jafnan að bæta
þeim það upp að einhverju leyti.
Þetta er enn eitt dæmi um óendan-
lega möguleika og gleði og sorg
bikarkeppna um allan heim.
Það er auðvitað ljóst að það eru
vandkvæði á þessari framkvæmd
eins og á öllu öðru sem á að breyta
hér á Islandi. „Stóru" liðin munu ef
til vill kvarta yfir því að þurfa að
spila full marga Ieiki og þá hugsan-
lega á lélegum völlum. Hver gefur
ekki skít í það? Látum lið þurfa að
spila tvo leiki í viku einu sinni til
þrisvar á sumri. Þetta er víða gert
og það má segja að strangar æfingar
á hverjum degi vikunnar séu ekkert
minna þreytandi en annað. Þá er
það víða svo að lið sem er á futlu í
deild og bikarkeppni þarf að taka á
honum stóra sínum og sanna sig.
Þetta á til að mynda við í Englandi
— og ég veit að þar eru menn at-
vinnumenn.
Vellir á landinu eru nokkuð þétt-
setnir og keppnistímabilið stutt svo
það gæti á einhvern hátt sett strik í
reikninginn en ég fæ ekki séð annað
en að hægt væri að leika fyrstu um-
ferð í bikarkeppninni áður en Is-
landsmótið hefst og gera síðan úr-
slitaleikinn í bikarnum að hátíðis-
degi undir lok íslandsmóts. Senni-
lega yrðu umferðir í bikarkeppninni
þetta fimm til sex áður en að sjálfum
úrslitaleiknum kæmi og við þennan
leikjafjölda ætti að geta ráðist ef vilj-
inn er fyrir hendi — gaman væri að
prufa.
Hingað til hefur bikarkeppnin að-
eins níðst á þeim liðum úr neðri
deildunum sem komast í 16 eða 8
liða úrslitin en ekki á liðunum í 1.
deild. Það á að geta komið fyrir að
lið leiki þrjá leiki á vikutíma og því
verða menn bara að geta staðið
undir.
Það er von að einhver spyrji til
hvers sé að standa í þessu umstangi
þegar nánast Ijóst er að 1. deildarlið
vinnur bikarinn ár hvert. Jú, þessi
bikarkeppni á að vera liður í að út-
breiða knattspyrnuna um allt land
og hjálpa til við að gefa landsmönn-
um möguleika á að fylgjast með
þeim bestu í knattspyrnunni. Við
verðum að hafa í huga að allir meiri-
háttar leikir, s.s. landsleikir og
Evrópuleikir auk úrslitaleikja í bik-
arnum fara fram í Reykjavik og fólk
á landsbyggðinni á ekki sömu
möguleika á að fylgjast með þessum
leikjum. Það að fá stórleik á heima-
völl sinn gæti því tvímælalaust
hjálpað til. Auðvitað detta ekki allir
í lukkupottinn á hverju ári en það
gerum við heldur ekki í Evrópu-
keppninni. Spennan sem myndi
myndast við dráttinn væri þó nógu
mikil til að láta þorpshjartað hoppa
og vonin um vinning væri alltaf fyr-
ir hendi. Þá hefðu leikmenn „stóru“
liðanna alltaf gaman af því að koma
á staði þar sem menn héldu að ekki
væri til nógu mikið af strákum til að
mynda lið og etja kappi við menn
sem spila knattspyrnu með hjart-
anu. Leikur við betra lið skilar einn-
ig mjög oft betri leik hjá þeim er
minna mega sín og útkoman verður
skemmtileg — og umfram allt er
möguleiki á óvæntum úrslitum eins
og gerast á í bikarkeppni.
Þá er bara fyrir næsta KSI þing að
skoða þetta dæmi nánar og ekki
sakaði fyrir ,,litlu“ liðin að standa
saman í að reyna að þoka málinu
áleiðis. Það eru auðvitað agnúar
sem sníða þarf af en vandamálið er
ekki það stórt að ekki megi leysa
það.
Það er vonandi að á næsta ári fari
fram á Hótel Sögu eða á einhverjum
virðulegum stað dráttur í fyrstu um-
ferð Bikarkeppni KSÍ að viðstödd-
um fulltrúum fjölmiðla og knatt-
spyrnunnar allstaðar af landinu og
loft verði lævi blandið og spennan
ótrúleg — gæti þetta ræst?
18 HELGARPÓSTURINN