Helgarpósturinn - 06.08.1987, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Blaðsíða 7
SKREFIN TALIN - EÐA MISTALIN DREIFBYUÐ MEÐ 25 % LEYNIAFSLÁTT STOFNUNIN GETUR EKKI MÆLT SKREFIN SAMKVÆMT NÝJU GJALDSKRÁNNI. ÞESS VEGNA ER DÝRARA AÐ HRINGJA FRÁ REYKJAVÍK ÚT Á LAND EN FRÁ LANDSBYGGÐINNI TIL REYKJAVÍKUR GJALDSKRÁ PÓSTS OG SÍMA Töluveröur hávadi varð er Póst- og símamálastofnunin tilkynnti hækkun á gjaldskrá sinni er tók gildi 1. júlí. Jafnhlida hœkkun var öll skrefamœling á innanlands- símtölum stokkud upp. Símtöl um kvöld, nœtur og helg- ar innan sama svœdis eru nú í fyrsta skipti mæld ískref- um. I stad tvenns konar taxta áður var tekin upp þrí- skiptur taxti; dag-, kvöld- og nœturtaxti. Samhliða þessu voru skrefin lengd, einkum í dýrustu símtölunum. Það hefur hins vegar ekki farið hátt, að í raun er Póst- og símamálastofnunin ekki ístakk búin til að mœla skref eftir þessari nýju gjaldskrá. Til þess að mœla þrískiptan taxta þarf stofnunin að skipta um tœkjabúnað í sím- stöðvum sínum. Það hefur enn ekki verið gert nema að hluta. Hin nýja gjaldskrá er því marklaust plagg, þó hún sé undirrituð af samgönguráðherra. Eins og fram hefur komið í frétt- um voru taxtarnir hækkadir mis- mikið. Mest varð hækkunin á gjaldi fyrir símtöl innan sama svæðis. Langlínusímtöl hækkuðu hins veg- ar minna. Þetta varð meðal annars tilefni mótmæla frá Borgarráði Reykjavíkur. Yfirmenn Pósts og síma svöruðu þessum mótmælum á þann veg, að i raun væri hér um leiðréttingu að ræða. Nýja gjaldskráin endurspegl- aði raunverulegt verð símtala. Nú greiddu menn í fyrsta sinn raunverð fyrir þá þjónustu sem menn keyptu. Samkvæmt þessu hafa þá lands- byggðarmenn í raun verið að greiða niður bæjarsímtöl fólks á Reykjavík- ursvæðinu í gegnum árin. Upplýs- ingarnar frá Pósti og síma stungu því upp í Borgarráðsmenn, sem höfðu ætlað að beita vopnun byggðastefnunnar. En forráðamenn Pósts og síma þögðu hins vegar y fir því að hin nýja gjaldskrá er ekki alls staðar komin í gagnið. í símstöðvum víða um land er enn ekki hægt að mæla þrískipt- an taxta. Þar er enn mælt sam- kvæmt gamla laginu; annars vegar eftir dagtaxta og hins vegar eftir kvöld- og næturtaxta. Þeir sem hafa síma sinn tengdan við þessar sím- stöðvar greiða því sama gjald á kvöldin og á næturnar og um helgar og er lægra gjaldið látið gilda. 25% AFSLÁTTUR Á KVÖLDSÍMTÖLUM Ný tæki hafa hins vegar verið sett upp á stærri símstöðvunum, sem flestar eru á Reykjavíkursvæðinu. Þeir sem eru með síma tengdan við þessar stöðvar greiða að fullu eftir nýju gjaldskránni. Mismunurinn á verði símtala milli þessara tveggja hópa getur numið allt að fjórðungi á tímanum milli klukkan sex og til ellefu á kvöldin. Á þessum tíma er til dæmis ódýrara að hringja frá Austfjörðum til Reykja- víkur en frá Reykjavík til Austfjarða. Þetta bætir hag þeirra íands- byggðarmanna er njóta þessara tímabundnu fríðinda þó meira en þessi mismunur gefur til kynna. Samkvæmt upplýsingum Pósts og síma hringja Reykvíkingar í um 65% tilvika langlínusímtöl, en fólk á landsbyggðinni hringir í'allt að 90% tilvika langlínusímtöl. Samkvæmt heimildum Helgar- póstsins hafa hinar nýju stafrænu símstöðvar verið látnar ganga fyrir um nýjan útbúnað til skrefamæl- inga. Utan Reykjavíkursvæðisins eru þessar stöðvar staðsettar í Kefla- vík, Garði, Innri-Njarðvík, Sand- gerði, Vogum, Sauðárkróki, Hofs- ósi, Húsavík, Kópaskeri, Hvolsvelli, Hellu, Logalandi og Steinum. Fljót- lega verða slíkar stöðvar teknar í gagnið á Egilsstöðum og í Borgar- nesi. Fólk á þessu svæði situr því við sama borð og íbúar höfuðborgar- innar. Flestir aðrir njóta sérstaks 25% afsláttar Pósts og síma á símtöl- um á kvöldin. INNANHÚSSLEYNDAR- MÁL HJÁ PÖSTI OG SÍMA Þegar Helgarpósturinn leitaði til Olafs Tómassonar, póst- og síma- málastjóra, sagði hann að þetta mál hefði verið eins konar innanhúss- leyndarmál hjá stofnuninni. Því miður væri það svo að enn hefði ekki verið hægt að taka ný mæl- ingatæki í gagnið um allt land. „En að sjálfsögðu látum við þá sem kaupa þjónustuna njóta þess,“ sagði Ólafur. „Við látum þá greiða lægra gjaldið. Þó margir álíti að við séum til þess að berja á fólki þá er þetta fyrst og fremst þjónustustofn- un.“ Aðspurður um hvort stofnunin sætti sig við að tapa fé með þessum hætti sagði ólafur, að svo yrði að vera þar til búið væri að setja upp ný mælingatæki um allt land. eftir Gunnar Smára Egilsson mynd Jim Smart HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.