Helgarpósturinn - 06.08.1987, Blaðsíða 17
miðla. Má ekki ætla að hér sé fyrst og fremst um
að ræða endurspeglun á þeim breytingum sem
hafa oröið í samfélaginu á síðustu árum?
TÍMA EYTT TIL ÖNÝTIS
„Islenskt mál er að breytast, beinlínis vegna
þess að þeir, sem koma út úr skólum, kunna ekki
að orða hugsun sína á íslensku og laga orðfæri
sitt að erlendu orðfæri. Tengsl foreldra og barna
eru lausari en áður. Börn læra að tala hvert af
öðru í dagvistum. Við þetta bætist að skólar
slaka á kröfum um kunnáttu í móðurmáli. For-
múlan um að börn kunni ekki á óhlutbundin
hugtök hefur orðið til að ýta málfræði til hliðar,
svipta menn þekkingu á uppbyggingu málsins. í
stað þess að auka lestur sígildra íslenskra bók-
mennta hefur verið dregið úr honum. Kennarar
forðast að ryðja málleysum úr munni barnanna,
því þá er verið að „grípa fram í fyrir eðlilegri
þróun málsins" eins og sagt er. Nú er komin á
vettvang kynslóð íslenzkukennara, sem kann
íslenzku illa."
Þegar ég tala um málfræði meina ég ekki
kennslubók Björns Guðfinnssonar, þótt góð sé.
Hér áður fyrr náðu menn góðum tökum á mál-
inu með því að tileinka sér orðfæri hinna sígildu
bókmennta. Menn lásu fornsögur, lærðu vísur
og kvæði. Nú er dekrað við málfar krakkanna
sjálfra og þau fá lítt að vita hvað er málfræðilega
rétt. Miklum tíma er eytt til ónýtis. Við þetta bæt-
ist að farið er að rugla börn með erlendum mál-
um áður en þau ná tökum á sínu eigin móður-
máli.“
Arnór kveður nauðsynlegt að efla starf í þágu
íslenzks máls andspænis þeim erlendu straum-
um sem hellast yfir okkur. Hann segir að hnigni
móðurmálinu geti orðið erfitt að snúa vörn í
sókn. Áður en við Arnór látum af þessu spjalli
spyr ég hann hvernig brugðist yrði við ef hann
fengi að ráða.
KRÖFUR í SAMRÆMI VIÐ GETU
„Flest börn byrja nú að sækja skóia 6 ára.
Mörg þessara barna þá læs. Samt er 4 árum eytt
í að kenna þeim að lesa. Ég myndi skipuleggja
kennsluhætti þannig frá 1. til 9. bekkjar að hvert
barn fengi verkefni við sitt hæfi. Sum þurfa tíma
til að læra að lesa en það á ekki að kenna læsu
barni að lesa í 4 ár. Nýta má aðferðir hins ,,opna“
skóla. Skóli á að laga sig að nemandanum. Skóli
á einnig að gera þá kröfu til hvers nemanda að
hann leggi sig fram til hins ýtrasta. Skóli á að
gera ýtrustu kröfur í samræmi við getu og
hæfni. Þetta þýðir að árangur verður misjafn.
En skólinn verður að sætta sig við það. Til vid-
bótar þessu myndi ég breyta inntaki menntunar.
Skóli á að varða leið nemenda inn í hugmynda-
heim þjóðarinnar að fornu og nýju. Þetta er Ufs-
nauðsyn ef við eigum að lifa hér af með okkar
tungu og menningu."