Helgarpósturinn - 06.08.1987, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 06.08.1987, Blaðsíða 32
eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur myndir Loftur Atli, Jim Smart og Hinrik Hilmarsson Hestamennska á vaxandi fylgi að fagna hér á landi og sést það einna best á þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað hjá hestamannafélögunum víðs vegar um landið. í því sambandi er skemmst að minnast vígslu Reiðhallarinnar í Víðidal fyrir fáum vikum. Það eru ungir sem aldnir, einhleypir og heilu fjölskyld- urnar, fólk úr öllum þjóðfélagshópum sem leggur leið sína upp í hesthús á hverjum degi að vetri til, þegar hest- arnir eru í húsum, til þess að hirða um skepnurnar og viðra þær. Þetta sama fólk ekur langar leiðir þangað sem hestarnir eru í haga á sumrin til þess að geta farið í út- reiðartúra í guðsgrænni náttúrunni og safnað kröftum fyrir komandi vinnuviku. En hvað er það sem fær fólk til að leggja á sig þessa miklu vinnu? Viðmælendur Helgarpóstsins geta kannski leitt ykkur í allan sannleikann um það. F X anny Jonmundsdóttir verslun- areigandi er búin ad vera hesta- manneskja í mörg ár. Sjálf segist hún vera dœmigerdur sporthesta- madur, hafi verid þad frá upphafi og œtliad vera þaö áfram. ,,Eg hefhaft þennan hestaáhuga frá fœdingu og ad mínu áliti er því eins farið með flesta aðra hestamenn. Ég fékk ekki minn fyrsta hest fyrr en ég var orðin 26 eða 27 ára og nú á ég fjóra. Þrjá þeirra er ég búin aö eiga í um tíu ár ogþann fjórða fékk ég í afmœlisgjöf og er hann enn ótaminn. Eg hef farið á nokkur námskeið í hestamennsku og hef mikið verið með hestana í hlýðniæfingum á þessum námskeiðum. Einnig hef ég lært ásetu og þess háttar hluti en það er mikilvægt bæði fyrir knap- ann og hestinn að hún sé rétt.“ En skyldi ekki vera dýrt að stunda þessa íþrótt. „Nei, ekki að mínu áliti. Flestir sem byrja í þessu kaupa yfirleitt ein- hvern ódýran fola til að byrja með og síðan er honum skipt út fyrir dýr- ari hest síðar meir þannig að það þarf ekki að vera svo dýrt að byrja. Ég hef til dæmis, eins og ég sagði áðan, átt mína hesta lengi þannig að í raun er þetta ekki dýrt fyrir mig. Það þarf auðvitað að borga fyrir hesthúsið, hey, vetrarbeit og annað, en það kostar svipað og reykja pakka af sígarettum á dag og eru nú hestarnir ólíkt heilsusamlegri. Hjá mér fer heldur ekki mikill tími í þetta því ég þarf ekki að moka und- an þeim eða gefa þeim. Maðurinn sem ég leigi hesthús hjá sér um það fyrir mig. Tíminn fer bara í það að fara á bak og viðra hestana en ég geri það annan hvern dag og það tekur ekki svo langan tíma.“ Sumarið er sá tími sem flestir hestamenn nota til þess að fara í langar hestaferðir hér innanlands. „Ég hef ekki farið í neinar langar ferðir einfaldlega vegna þess að ég hef ekki haft til þess tíma. Á sumrin hef ég riðið mikið í kringum Þing- velli og Laugarvatn og hér um ná- grennið. Ég hef aldrei farið yfir Kjöl eða einhverjar svona óbyggðaferðir og á það allt eftir. Ég ætla einhvern tímann að gera það. Ein eftirminni- legasta ferðin sem ég hef farið í var þegar ég var með þrjá hesta og ætl- aði á þeim frá Dallandi í Mosfells- sveit yfir Dýrfjöllin til Nesjavalla. Ég villtist í myrkrinu og tókst ekki að finna réttu leiðina niður. Það var ekki fyrr en ég fór á viljugasta hest- inn að ég komst rétta leið því hann fann hana." Hvað er það eiginlega sem gerir þessa íþrótt svona skemmtilega og eftirsóknarverða? „Það er sambandið milli manns og hests. Maður kynnist hestinum og lærir að þekkja inn á hann, það er eiginlega hægt að segja að maður kynnist persónunni ef hægt er að tala um að hestar hafi persónu. Einnig upplifir maður náttúruna á allt annan hátt en maður er vanur og kemst strax í nána snertingu við hana. Það er mjög góð tilfinning að vera á hestbaki úti í náttúrunni. Ég er alveg ákveðin að vera í þessu til dauðadags." O JL Xjördís Gísladóttir vinnur við innheimtu hjá Frjálsu framtaki og hefur stundað hestamennsku í styst- an tíma af viðmœlendum mínum þó svo að hún segist ekki vera byrjandi. Fyrsta hestinn eignaðist hún fyrir fimm árum og hvað skyldi það hafa verið sem kom henni til þess að byrja á þessu. „Ég hef alltaf verið mikil útivistar- manneskja og heldur viljað stundað íþróttir úti en inni og hestamennsk- an er tilvalin til að fullnægja þessari útivistarþörf minni. Annars byrjaði þetta allt saman þannig að ég fór á námskeið í hestamennsku. Fjöl- skylda systur minnar átti hesta og hún var alltaf að reyna að fá mig í út- reiðartúr með sér. Ég var smeyk við hestana og var tilgangurinn með því að fara á þetta námskeið að yfir- vinna þessa hræðslu. Þetta gekk svona líka Ijómandi vel og áður en námskeiðið var búið var ég orðin svo hrifin að ég keypti mér hest. Ég hef síðan bætt við hestum og nú er ég með þrjá og hef haft af þeim mikla ánægju. Ég viðurkenni það fúslega að það fer mikill tími í þetta, það þarf að moka undan þeim, gefa þeim og kemba og einnig viðra. Það er náttúrulega toppurinn að fara á bak og ríða út en umhirðan og lyktin eru óaðskiljanlegur þáttur hestamennskunnar. Þetta er mjög krefjandi íþrótt og það er bara af hinu góða að minu mati. Það er ekki hægt að hætta þessu ef maður fær leiða og maður getur ekki sleppt því að fara upp eftir ef maður nennir ekki. Þeir þurfa á því að halda að maður komi og maður hefur gott af þessu sjálfur. Það þarf að viðra hest- ana minnst fjórum sinnum í viku yf- ir veturinn ef þeir eiga að vera í góðu formi þegar fer að vora og þeir eru settir i haga. Besti tíminn í hestamennskunni er tvímælalaust sumrin og þá er gaman að fara upp í sveit til hestanna og fara í útreiðar- túr. Það er að vísu oft erfitt að fá haga fyrir þá þar sem auðvelt er að komast til þeirra. Við, ég og fjöl- skylda systur minnar, erum nú með hestana í haga á Skeiðunum og við erum búin að koma upp hjólhýsi þar

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.