Helgarpósturinn - 22.12.1987, Blaðsíða 6
Reynt aö sanna skattsvik á nóbelsskáldiö
„Sá sem veitti mér upplýsingarnar bætti við, að hann
vonaði, að Laxness yrði ekki talinn dæmigerður fyrir ís-
lenzku þjóðina í heild,“ segir í skeyti frá bandaríska aðal-
ræðismanninum í Winnipeg til utanríkisráðuneytisins í
Washington seint í apríl árið 1948. Þessi ummæli hefur
hann eftir frammámanni meðal Vestur-íslendinga í
Winnipeg. Skeytið er til komið vegna sérstakrar rann-
sóknar á Halldóri Laxness, sem hófst vegna útkomu
Atómstöðvarinnar.
EFTIR ÓLAF HANNIBALSSON OG HALLDÓR HALLDÓRSSON
6 HELGARPÓSTURINN
Hér heima á íslandi hafði William
C. Trimble, sem rætt var um í síðasta
Helgarpósti, fengið fregnir af því, að
„ný bók eftir Laxness, nefnd Átóm-
stöðin, komi að líkindum út eftir
hálfan mánuð", eins og segir í skeyti
Trimbles til utanríkisráðuneytisins í
Washington.
í skeytinu segir orðrétt:
s „Sendiráðinu sagt, að tónninn í
henni sé heiftarlega and-amerískur
og haldið sé fram þeirri kenningu,
að við íslandi blasi tortíming í styrj-
öld, sem Bandaríkin séu að undir-
búa (og ástæðan sé) tilvist herstöðv-
ar_á íslenzku landsvæði."
í framhaldi af þessu segir Trimble,
að orðspor Halldórs Laxness myndi
bíða verulegan hnekki, ef við
(Bandaríkjamenn) létum það vitm
ast, að Halldór væri skattsvikari. í
samræmi við þetta gerir Trimble
það að tillögu sinni, að hafin verði
rannsókn á höfundargreiðslum til
Halldórs, að líkindum vegna Sjálf-
stæðs fólks, sem búið var að gefa út
í Bandaríkjunum.
í skýrslu frá sendiráðinu í Reykja-
vík er minnt á það, að Sjálfstætt fólk
hafi verið valin Bók mánaðarins í
hinum þekkta „Book-of-the-Month
Club" og fyrir vikið hafi Halldór og
útgefandi hans fengið $80 þúsund.
I athugasemdum dr. George H.
Reese, starfsmanns sendiráðsins í
Reykjavík, þar sem hann lætur í Ijós
í skýrslu skoðanir á kommúnískum
áhrifum á íslandi og hvernig megi
draga úr þeim, nefnir hann sérstak-
lega Halldór Laxness og kveðst
fagna öllum hugmyndum, sem gætu
komið kommúnistum í bobba. „Mér
dettur í hug „hlutlaus" grein skrifuð
í Banddaríkjunum, þar sem Halldór
Laxness væri lofaður..." Síðan minn-
ir hann á, að Sjálfstætt fólk hafi ver-
ið valin Bók mánaðarins, sem tákni
að $80 þúsund skiptist á milli höf-
undar og útgefanda, auk höfundar-
launa handa Laxness og séu þetta
tekjur að undanskildum tekjum frá
Bretlandi.
Dr. Reese gengur svo langt, að
stinga upp á fyrirsögn að greininni:
„Lítil þjóð auðug að menningu fæð-
ir af sér rithöfund sem gerir það gott
í listrænu og fjárhagslegu tilliti."
Síðan segir Dr. Reese: „Laxness er
vel stæður kommúnisti. íslendingar
myndu kunna vel að meta mein-
hæðni greinarinnar. Nat Barrows
hjá Chicago Daily News gæti gert
þetta."
Rannsóknin í Bandaríkjunum
leiddi ekkert það í ljós, sem TVimble
hafði vonast til að finna til að geta
komið óorði á Halldór Laxness.
Svo mikil áherzla var lögð á þetta
mái, að bandaríska utanríkisráðu-
neytið leitaði alla leið til Kanada,
eins og áður hefur komið fram.
Þar kom heldur ekkert fram við
eftirgrennslan bandaríska ræðis-
mannsins í Winnipeg á meðal ís-
lendinga þar. Meðal þess, sem var
gert við rannsóknina, var að könn-
uð voru skjalasöfn lögreglunnar í
Winnipeg og hjá hinni konunglegu
riddaralögreglu Kanada. Ekkert
kom fram við þá rannsókn.
Hjá einum af frammámönnum
Vestur-íslendinga í Winnipeg, sem
áður er vitnað til, fengust þær upp-
lýsingar, að Halldór hefði komið í
stutta heimsókn þangað fyrir fjöl-
mörgum árum, sennilega í kjölfar
heimsstyrjaldarinnar fyrri. „Þeir
sem þekktu hann segja, að jafnvel
þá hafi hann verið yfirlýstur kom-
múnisti," segir í skeyti þessu.
Þá leggur þessi Vestur-íslendingur
mat á Halldór sem rithöfund:
Sagt er að hann skrifi snilldarlega,
en skrif hans séu fúkyrðakennd og
jaðri við klæmni.
Þá er það haft eftir sama manni,
að sú tilgáta hafi verið sett fram, að
af samanburði á skrifum hans og
persónuleika komi fram, að hann
þjáist af einhvers konar geðklofn-
ingi (schizophrenia).
I trúnaðarskjali frá bandaríska
sendiráðinu í Reykjavík tii banda-
ríska ræðismannsins í Winnipeg er
„málið" Halldór Laxness reifað og
m.a. er sendur kafli úr æviágripi
sendiráðsins hérlendis um Halldór,
þar sem segir, að hann hafi skrifað
greinar í Bandaríkjunum m.a. til
birtingar í tímaritum í Kanada, sem
skrifuð séu á íslenzku. í þeim hafi
hann verið mjög gagnrýninn á vald
peninganna í Bandaríkjunum í anda
marxista og kommúnista. Síðan
segir orðrétt:
„Þrátt fyrir þau gallhörðu póli-
tísku sjónarmið, sem Halldór Kiljan
Laxness aðhyllist, þá er hann einkar
ljúfmannlegur „sjentilmaður", ein-
staklega kurteis og tillitssamur við
aðra, en þegar hann heldur á penna
getur hann orðið einkar eitraður."
Tilraunir Bandaríkjamanna til
þess að koma illum orðrómi af stað
um Halldór Laxness mistókust og er
sú saga öll.
„KEMUR MÉR EKKERT Á ÓVART"
segir Halldór Laxness um efni leynskýrslnanna
„Manni kemur ekkert á óvart frá
þessum árum,“ sagði Halldór
Laxness í samtali við Helgarpóst-
inn, þegar við sýndum honum af-
rit af leyniskjölum bandaríska
sendiráðsins hér og skjölum frá
Washington um hann og Nínu
Tryggvadóttur.
„Eg fór allra minna ferða, m.a.
um Bandaríkin," sagði Halldór.
„Atómstöðin kom út með eðlileg-
um hætti í flestum löndum nema í
Bandaríkjunum. Ég kann ekki að
skýra það, en mér er kunnugt um,
að hún kom út þar í eins konar
laumuformi án samþykkis míns,"
sagði hann.
Þá sagði Halldór, að reynt hefði
verið ennfremur að spilla fyrir út-
gáfu bókarinnar í Danmörku og
þegar hún kom loks út fékk hún
ekki að heita Atómstöðin, heldur
var hún nefnd „Organistens hus"
(Hús organistans).
Þá sagði Halldór, að hann hefði
ekki orðið fyrir persónulegum
óþægindum vegna þessara mála,
en haft það á tilfinningunni á ferð
sinni um Bandaríkin í heimildaleit
sinni vegna Paradísarheimtar, að
ókunnir menn hefðu fylgt sér eftir,
„en á slíkri tilfinningu er ekkert
hægt að byggja", sagði Halldór.