Helgarpósturinn - 22.12.1987, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 22.12.1987, Blaðsíða 18
UM HELGINA DAGSKRÁ LJÓSVAKANNA UM JÓLIN Við byrjum á að kanna Þorláks- messu, enda örugglega einhverjir sem eru svo lánsamir að „vera búnir að öllu" þá og geta sest niður og horft á sjónvarp. Þá er þáttur sem heitir „Kór Vestur-íslendinga", en kórinn var staddur hér á landi í sum- ar og þessi þáttur tekinn upp. Kannski er ekki nauðsynlegt að sitja límdur fyrir framan sjónvarpið, en það verður alveg óhætt að hækka svo unnt sé að njóta söngsins. Rétt eftir klukkan tíu er sýndur skemmti- legurbreskurframhaldsþáttur, „List- munasalinn", en þar segir frá list- munasala sem ekki er allur þar sem hann er séður. Hann stelur af hinum ríku, gefurfátækum og græöirsjálfur á öllu saman. Sjálfsagt afar raun- verulegur þáttur, enda margir „list- munasalar" á ferð í þjóðfélaginu. Sjónvarpið hefur útsendingar á að- fangadag jóla klukkan 12.55 og sjón- varpað veröur til kl. 16.45 en þá gert hlé fram til kl. 21. Á dagskrá sjón- varpsins um miðjan aðfangadag er íslenska kvikmyndin „Veiðiferðin" sem gerð var árið 1979. Hún gerist á sólríkum sumardegi á Þingvöllum og fylgst er með þeim sem þangað koma. Myndin er jafnt við hæfi full- orðinna sem barna. Á undan „Veiði- ferðinni" verða sýndar teiknimyndir fyrir börn, svo engum ætti að leiðast biðin eftir jólunum. Klukkan níu um kvöldiö hefur sjónvarpið útsending- ar að nýju. Þá er fyrst 50 mínútna þáttur sem heitir „Jólasöngvar frá Islandi og ýmsum löndum" þar sem m.a. Skólakór Kársness og sópran- söngkonan Signý Sæmundsdóttir koma fram. Að þeim þætti loknum hefst „Aftansöngur jóla" í Dómkirkj- unni í Reykjavík. Séra Sigurður Guð- mundsson, settur biskup yfir Islandi, predikar og þjónar fyrir altari. Að guðsþjónustu lokinni lesa Halldór Björnsson og Alda Arnardóttir ís- lensk jólaljóð undir tónlist eftir Bach og þvi næst syngur bandaríska söngkonan Jessye Normans á tón- leikum í Ely-dómkirkjunni. Dagskrá ríkissjónvarpsins á aðfangadags- kvöld lýkur með því að Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur „Nóttin var sú ágæt ein" ásamt kór Oldutúnsskóla. Á jóladag hefjast útsendingar kl. 16.10 með tónleikum Drengjakórs Hamborgar, sem teknir voru upp í Eyrarbakkakirkju í sumar. Því næst verður sýnd ný þýsk ævintýramynd, gerð eftir samnefndri sögu H.C Andersens, „Gæfuskónum". Jóla- stundin okkar hefst klukkan 18 og er sérstaklega mikið lagt í hana að þessu sinni. Meðal efnis sem sýnt verður er brúðuleikritiö „Afmælis- dagur uglunnar", en handritiö er eftir Helgu Steffensen. Þá verður sýndur fjórði og síöasti þáttur leikritsins „Á jólaróli", enda komin jól hjá sögu- hetjunum Sigurði og Sölvínu. Séra Solveig Lára talar við börnin, kór Mýrarhúsaskóla syngur „Heims um ból" og sýndur verður leikþátturinn „Litla systir" úr þáttaröðinni um fé- lagana Dindil og Agnarögn. Mikið af brúðum verður í heimsókn í þessari jólastund, allar geröar af Helgu Steffensen. Á jólakvöld kl. 20.20 verður sýnd íslenska kvikmyndin „Punktur, punktur, komma, strik" sem er gerð eftir samnefndri sögu Péturs Gunnarssonar. Myndin fjallar um ungan dreng, Andra Haraldsson, og hefst rétt fyrir fæðingu hans árið 1947 og fylgir honum fram til ársins 1963. Samsett jóladagskrá í umsjón •Sigrúnar Stefánsdóttur hefst kl. 21.50 og er þar fjallaö um þátt Ijóss- ins í jólahátíðinni og þau tímamót sem jólin marka í skammdeginu. Ýmsir þjóðkunnir menn og konur koma fram í þættinum auk þess sem félagar úr Hamrahlíðarkórnum syngja. Á annan í jólum verður ís- lenska kvikmyndin Atómstöðin flutt, en hún er að sjálfsögðu gerð eftir samnefndri sögu Halldórs Lax- ness. Handrit gerðu Þorsteinn Jóns- son. Þórhallur Sigurðsson og Örnólf- ur Árnason. Á sunnudaginn 27. des- ember verður síðan sýnd sænsk/ís- lenska kvikmyndin „Salka Valka" sem var áður á dagskrá árið 1976. Þann 28. desember sýnir sjónvarpið kvikmyndina „Tilbury" eftir Viðar Víkingsson en hugmynd hennar er sótt í samnefnda smásögu eftir Þór- arin Eldjárn. „Tilbury" gerist árið 1940 þegar breski herinn var hvað aðsópsmestur á íslandi og lýsir því hvernig ungur sveitamaður flyst til Reykjavíkur til að stunda sund og grennslast fyrir um stúlku sem hon- um er kær. Hann kemst að því að hún er í tygjum við breskan major, sem ekki er allur þar sem hann er séður. Á Ljósvakanum verða leikin jóla- lög frá klukkan sjö á aöfangadags- morgun fram til klukkan sex síðdeg- is. Þá tekur við hátíðartónlist á jól- um sem Hjálmar H. Ragnarsson kynnir. Á jóladagsmorgun kl. 13 verður flutningur á Messíasi eftir Hándel, í flutningi Polýfónkórsins, undir stjórn Ingólfs Guðbrandsson- ar. Tónleikarnir voru hljóðritaðir 12. desember sl. Klukkan níu um kvöldið verða aðrir merkilegir tónleikar á dagskrá Ljósvakans, ‘Jólaóratórían eftir Bach. Hljómsveit dómkirkjunn- ar í Dresden og kór útvarpsins í Leip- zig flytja undir stjórn Peters Schreier. í ríkisútvarpinu á aðfangadag verða fluttir leiknir þættir úr ballett- inum „Hnotubrjótnum" eftir Tsjaí- kovskí. Konunglega fílharmóníu- sveitin í Lundúnum og Ambrosian- söngvararnir flytja en stjórnandi er André Previn. Klukkan 18 er útvarp- að aftansöng úr Dómkirkjunni, prestur er séra Þórir Stephensen og organisti Marteinn H. Friðriksson. Klukkan 20.00 hefst „Jólavaka út- varpsins" þar sem m.a. verða fluttir jólasöngvar og kveðjur frá ýmsum löndum, biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, flytur ávarp og Nína Björk Árnadóttir og Kristján Franklín Magnús eru flytjendur í „Ó Jesú- barn, þú kemur nú í nótt", sem hefst um kl. 21. Klukkan hálftólf verður út- varpaö frá miðnæturmessu í Hall- grímskirkju þar sem Dr. Sigurbjörn Einarsson predikar. Séra Ragnar Fjal- ar Lárusson og séra Karl Sigur- björnsson þjóna fyrir altari og Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Næturútvarp rásar 2 hefst klukkan 00.10 og þar stendur Gunnlaugur Sigfússon vaktina til klukkan sjö á jólamorgun. Mikið verður um tón- leika á dagskrá ríkisútvarpsins á jóla- dag, m.a. flytur Sinfóníuhljómsveit (slands jólalög í útsetningu Árna Björnssonar, Mótettukór Hallgríms- kirkju synguraðventusálma, mótett- ur og messuþætti frá 16. og 17. öld og kl. 16.20 verða sungin barna- og göngulög í þættinum „Við jólatréð". Klukkan 20.30 á jólakvöld er á dag- skrá þátturinn „Af fornum kirkju- stöðum við Arnarfjörð", fyrri þáttur Finnboga Hermannssonar. í þættin- um sækir Finnbogi heim Álftamýri og Hrafnseyri við leiðsögn Kjartans Ólafssonar. Fréttamenn og aðrir þáttagerðar- menn hjá Stöð 2 munu verða á ferð- inni um borg og bæ á Þorláksmessu í þættinum 19.19 og fylgjast með ís- lendingum við lokaundirbúning jól- anna. I síðasta HP vöktum við at- hygli á barnaefni Stöðvar2 frá klukk- an níu á aöfangadagsmorgun fram til kl. 17 og á jóladag kl. 13 verður sýnd hin geysivinsæla söng- og dansmynd Tónaflóð („The Sound of Music") með Julie Andrews í aðal- hlutverki. Þetta er einhver best sótta kvikmynd allra tíma, og börn nú- tímans hafa eflaust hollt af að horfa á svona mynd eftir stressið undan- farna daga. Kl. 20.50 á jólakvöld sýnir Stöð 2 kvikmyndina Áftur til fram- tíðar, spennandi ævintýramynd með Michael J. Fox í aöalhlutverki. Börnunum er siðan óhætt aö leggja sig fram á morgun annars í jólum en þá erfjölbreytt barnaefni á skjánum, m.a. teiknimyndin „Jólin hjá Mjall- hvíti". Þjóðleikhúsið frumsýnir á annan í jólum fransk-breska söngleikinn Vesalingana eftir samnefndri skáld- sögu Victors Hugo. Um þrjátíu leik- arar koma fram í sýningunni og leik- ur hver þeirra um sig fjölda hlut- verka. Sýningar á verki þessu hefur verið beðið með mikilli eftirvænt- ingu hér á landi og þegar hafa selst yfir 8.000 miðar fyrirfram. Það kann því að verða löng bið eftir aö komast að á sýningu þessa merkilega söng- leiks, sem var fyrst sýndur í París árið 1980. Holdgervingur 19du aldarínnar Victor Hugo (1802-1885) Ljóðskáld, skáldsagnahöfundur, leikskáld, páfi róman- tísku stefnunnar, hugsuður, stjórnmálamaður og mynd- listarmaður. Victor Hugo var allt þetta og meira til. Hann var risi, 19da öldin holdi klædd. Hann fæddist árið 1802 „öldin var þá tveggja ára gömul“, skrifaði hann án óþarfa hógværðar), og dó 15 árum fyrir aldamótin næstu. Hann tók þátt í rómantíkinni, raunsæinu, symbólismanum en var þó fyrst og fremst hann sjálfur. Tvær milljónir frakka voru viðstaddar jarðarför hans, en hann var líka hataður og jafnvel fyrirlitinn. André Gide var t.d. spurður, 50 ár- um eftir dauða Hugos, hvert væri mesta ljóðskáld Frakk- lands og hann svaraði: „Victor Hugo, því miður.“ Hataður eða elskaður, Victor Hugo er a.m.k. fyrirferðarmikill. Það eru til höfundar sem taka of mikið pláss. EFTIR GERARD LEMARQUIS BERNSKA Victor Hugo eyddi sínum fyrstu árum í höllum á Italíu og Spáni, allt eftir því hvar faðir hans fékk stöðu í hinu sístækkandi veldi Napóleons. Faðir hans, ofursti fyrsta lýðveldis- ins, síðar hershöfðingi keisara- dæmisins, var barn'byltingarinnar 1789. Móðir hans var hins vegar konungssinnuð aðalskona, trúuð og íhaldssöm og þráði gamla konungs- dæmið. Ofurstinn var landstjóri í Napólí og tók síðan þátt í hernámi Spánar. Hugo upplifði hluti sem hann mundi eftir síðar. Her Nap- óleons þóttist frelsa Evrópulönd en kúgaði þau öll. UNGLINGSÁR Hjónabandið splundraðist. Móðirin fór til Parísar með synina tvo. Hún varð ástfangin af leiðtoga konungs- sinna sem hún hafði falið í garðhýsi. Lögreglan fann hann og hann var tekinn af lífi. Þessi maður varð síðar fyrirmynd margra útlaga í verkum Hugos. Fimmtán ára gamall vissi Hugo upp á hár að hverju hann stefndi, hann ætlaði að verða mikill rithöf- undur (Chateaubriand eða ekkert) og berjast fyrir afturhaldssemi kon- ungssinnanna. Napóleon féll árið 1815. Faðir Hugos bjó ekki lengur í marmarahöll en var eins og útlagi í sínu eigin landi. Það þótti ekki leng- ur gott að hafa þjónað Bonaparte. HUGO TVfTUGUR Hugo ritstýrði tímaritinu Le Conservateur littéraire. Hann sendi konungi kvæðin sín og fékk rithöf- undarlaun. Hann trúlofaði sig og kvæntist æskuvinkonu sinni sem má auðvitað aldrei gera. Hann skrifaði fljótlega skáldsög- una Han d'Islande. Spennandi bók en alveg út í hött. Sagan gerist í Noregi og söguhetjan er sérstaklega andstyggilegur íslenskur útilegu- maður sem drekkur blóð óvina sinna úr hauskúpu. Sennilega röng túlkun á smekk íslendinga fyrir slátri. Á þessum árum kom til nýtt tíma- bil tilfinninganæmis í Evrópu og rómantíkin blómstraði. Victor Hugo varð leiðandi höfundur þeirrar stefnu í Frakklandi. HUGO ÞRÍTUGUR Síðasti harmleikur hans, Hernani, var sýndur í Comédie francaise og olli hneyksli en gerði hann engu að síður frægan um leið. Rétt áður en tjaldið fellur taka Hernani og Dona Sol inn eitur og síðan drepur Ruy Gomez sig og fellur yfir lík þeirra. Allir semsagt steindauðir á sviðinu en salurinn brjálaðist. Klassíkerarn- ir bauluðu en stuðningsmenn róm- antíkurinnar á efri svölunum, síð- hærðir og klæddir fríkuðum fötum, sprungu af fögnuði. Frumsýningin endaði í allsherjar slagsmálum. HUGO FERTUGUR Ungi rómantíkerinn er orðinn borgaralegur rithöfundur, virtur og viðurkenndur. Hann átti fjögur börn, konan hans átti elskhuga og sjálfur hélt hann fram hjá henni með fjöldanum öllum af konum. Hann bjó í glæsilegri íbúð við Place des Vosges og var persónugerving- ur Louis Philippe konungs og á þess- um árum fékk hann inngöngu í frönsku akademíuna. HUGO FIMMTUGUR Mikið áfall sem Hugo varð fyrir varð til þess að hann ákvað að end- urskoða lífsmynstur sitt. Dóttir hans Léopoldine drukknaði í Signu ásamt manninum sem hún var ný- Ástkona Hugos, Juliette Drouet, á fjórða áratug 19du aldarinnar. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.