Helgarpósturinn - 22.12.1987, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 22.12.1987, Blaðsíða 2
Hefur þú óþæg börn í matinn, Grýla? „Síðuren svo. Ég hef verið sökuð um ýmiss konar ótukt- arskap, en ég er bara venjuleg kerling. Ég hef gaman af nýj- um kjólum og rauðum ástarsögum og lottó og Dallas. Karl- inn er alltaf að horfa á ensku knattspyrnuna. Þannig að það er helber lygi að ég sé ófreskja sem tekur óþæg börn sem æpa og hrína og að ég hirði þau og hafi til bíslags handa mér og bónda mínum. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að bera til baka þærfregnir að ég borði mannaket á jólunum. Langt í frá, við borðum helst rjúpur, en ég var að hugsa um að hafa kalkún í þetta sinn. Magállinn og sperðlarnireru lið- in tíð, minn góði. En ekki ætla ég að sleppa laufabrauðinu og grjónagrautnum með sírópi." Hvað með blessuð börnin þín, jóiasveinana. Eru þeir 13 eða einn og átta? „Þeir eru auðvitað 13, annað er bábilja upp úr tröllum og huldufólki. Þeir hafa, greyin, verið sakaðir um að setja hráar kartöflur í skó keipóttra og skælóttra barna og jafnvel að stela kertum, bjúgum, pönnum, öskum og skyri. Meira að segja er einn sona minna sakaður um óeðlilegar hvatir með því að hann horfir stundum inn um glugga fólks. Og köttur- inn minn hefur ekki heldur fengið frið fyrir slefberunum!" Áttir þú engar stelpur? „Jú og þær margar. Og skegglausar. Þær giftust allar heldri mönnum eftir húsmæðraskólanám." Finnst þér jólahald mannanna hafa breyst mikið? „Það máttu bóka, minn kæri. Áður fyrr mátti aldeilis hreint ekki spila og leika sér á aðfangadagskveldi og jóla- dag, hvað þá dansa. Jólalestur var hafinn á slaginu klukkan 6 á aðfangadag, en nú orðið er helst hlustað á Ladda eða Bjössa bollu. Undantekningarlaust fóru menn í messu, en nú eru undantekningarnar margar og frekar að Kringlan dragi að en kirkjan. Eitt hefur ekki breyst, en það er þessi furðulegi siður að draga inn í húsin blásaklaus grenitré og vanvirða með glingri. Mér þætti gaman að vita hvaða mað- ur það eiginlega var sem tók upp á þessari vitleysu. Hverj- um dytti til dæmis í hug að höggva niður og bera inn til sín grenitré um hvítasunnu? Slíkum manni yrði umsvifalaust varpað á geðveikrahæli." Hvar búið þið annars? „Ég Ijóstra ekki upp um staðsetninguna, en við búum í 600 fermetra einbýlishúsi með Sauna-baði og sólstofu. Við fáum prósentur af jólasölu kaupmannanna og erum vell- auðug eins og skiljanlegt er. Með tilliti til nýju tollalaganna var ég að skrifa undif nýjan samning til að koma í veg fyrir kaupmáttarrýrnun. Ég er sko ekki í stéttarfélagi, góði. Fæ ekki heldur inngöngu í Vinnuveitendasambandið. Ég er þó í kvenfélagi og Leppalúði er í Oddfellow." Hvað ætlar þú að gefa honum í jólagjöf? „Ég var að hugsa um að gefa honum fótanuddtæki. Ég þarf bara að komast að því hvort það truflar sjónvarpið. Ef svo er þá gef ég honum heldur nýja inniskó. Þeir gömlu eru alveg hættir að einangra táfýluna." Og hvað heldurðu að hann gefi þér? „Brittannica encyclopaedial Nei, það erfrágengið. Ég fæ á myndböndum alla Dallas-þætti sem framleiddirhafa ver- ið. Eitthvað fær maður þá að gera fram að næstu jólum." Ein er sú kerling sem næstum allir virðast sammála um að sé bæði Ijót og illgjörn. Það er hún Grýla. Jólasveinarnir synir hennar bera þó til baka allar sögur um að mamma þeirra sé eitthvað öðruvísi en aðrar mömmur. Þeir fullyrða meira að segja að Grýla þrái ekkert heitar en geta sest niður í ró og næði og horft á Dallas, Dynasty og 19.19. Þeirsegja meira að segja aðhún hafifengiðsér myndlykil fyrst allra og dundi sér við sjónvarpsgláp meðan hún bakar smá- kökurtil jólanna. Við náðum sambandi við Grýlu ífarsímann henn- FYRST OG FREMST ÁGREININGUR um stefnur og stefnumál heyrir nú til liðinni tið hér á Fróni eins og menn munu hafa orðið varir við. Þótt allt lógi í misklíð, svo að liggi við handa- lögmálum, er það síður en svo fréttnæmt, þar sem aðeins er um að ræða „mismunandi áherslur“. Eftir landsfrægan margra mánaða skæruhernað, sem lauk með landsfundi Alþýðubandalagsins, féll allt í ljúfa löð að sögn forystu- manna þótt „auðvitað hefðu komið þar fram mismunandi áherslur". Einna lengst tókst Hjörleifi að teygja úr orða- leppnum, þegar hann sagði í viðtali við Morgunbladid nokkrum dögum eftir að hann hljóp heim af fundinum með hurðaskellum til að lesa Gunnlaðarsögu, að hann hefði auðvitað viljað sjá „aðrar áherslur í vali forystumanna flokksins". Hvenær fáum við að sjá, að heimsstyrjaldirnar tvær hafi orsakast af áherslumun ráða- manna herveldanna. FRÁ NÓVEMBER 1986 tii sama mánaðar 1987 hækkaði vísitala framfærslukostnaðar um 23,1%. Sumar vörur og þjónusta hækkuðu þó allverulega umfram þetta. Þannig hækkaði afnotagjald útvarpstækis um 148%, afnota- gjald sjónvarps um 64%, áskriftar- gjald Stöðvar 2 um 32%, bíómiðar um 70% og miðar í Þjóðleikhúsinu um 40%. Ef söluskattur á matvæli kallast matarskattur hlýtur þetta að teljast augna- og eyrna- skattur. . . FRÆÐINGAR landsins eru duglegir og reikna tölur, finna meiri hagkvæmni, ekki síst við nýtingu jarðvarmans. Nú hefur verið lögð til nýting jarðgufu í fiskmjölsverksmiðjum landsins og sparaður gjaldeyrir vegna notkunar á 60—70 þúsund tonn- um af svartolíu, um leið og þess- um verksmiðjum yrði fækkað, en tvær stórar byggðar í staðinn við Húsavík og Grindavík. Alls 38 slíkar verksmiðjur eru um land allt og menn sammála um að þær séu allt of margar. En hvers mega sín hagkvæmnifræðingarnir þegar byggðastefnan er annars vegar. . . MIÐALDRA hjón áttu leið um Skólavörðustíginn um daginn og eftir nokkurra klukkustunda búða- ráp fengu þau sér kaffi á Mokka. Frúin andvarpaði er hún leit á listann yfir jólagjafainnkaupin og sagði við mann sinn: „Ættum við ekki bara að gefa hvort öðru nyt- samar gjafir? Slifsi og pelsa og svoleiðis ...?“■ PRESTUR nokkur í Reykjavík ekur um bæinn með límmiða í aftur- 'rúðunni, en á honum stendur ,,X-D. A réttri leið." Klerkurinn er raunar yfirlýstur stuðningsmaður Sjálfstœðisflokksins, svo stuðnings- yfirlýsingin við flokkinn ætti auðvitað ekki að koma neinum á óvart. Maður hélt hins vegar svona einhvern veginn að presta- stéttin notaði annan vegvísi á „rétta leið“ en X-D. Nema þá að D standi fyrir Drottin? í MIÐJU jólabókaflóðinu birtist skyndilega sérprentun úr riti Framtíðarkönnunar er nefnist „Fjárhagur hins opinbera til ársins 2010.“ Þar kemur meðal annars í ljós að okkar blessaða ,,bákn“ er bara alls ekki svo viðamikið. Ef t.d. hlutfall opinberra starfsmanna af mannaflanum væri eitthvað svipað hér og á hinum Norður- löndunum væru hinir opinberu ekki í kringum 19.000 talsins — heldur 29 þúsund. Og ef tekjur ríkisins sem hlutfall af landsfram- leiðslu væru hér svipaðar og þar hljóðuðu fjárlögin ekki upp á nálægt 65 milljörðum króna, heldur upp á tæplega 100 milljarða... JÓLASTEMMNINGIN er greinilega afar smitandi. Við fréttum það hjá íslenskum manni, sem var í Singapore fyrir tíu dögum, að þar í borg væru jóla- sveinar, hreindýr, snjókarlar og annað tilheyrandi skraut bókstaf- lega upp um alla veggi. í mið- borginni er t.d. jólasveinn, sem er jafnhár fjögurra hæða húsi, og dráttardýr í sömu stærð. Sagðist maðurinn aldrei hafa séð annað eins — ekki einu sinni í New York, sem þó þykir ekki beinlínis fátæklega skreytt fyrir jólin. Það skondnasta við þetta allt saman er hins vegar sú staðreynd, að í borginni fyrirfinnst vart nokkur kristinn maður! FANGAR á Litla-Hrauni ku margir farnir að stunda mennta- skólanám á meðan á fangelsis- vistinni stendur, ef marka má nýlegar fréttir. Maður veit þá sem sagt hvað klukkan slær, þegar einhver segist vera við nám í MLH. HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Bráðum koma Bráðum koma blessuð jólin, „Ríkisstjórnin hefur fyrir sitt leyti boðist til að aflétta söluskatti af neyslufiski bráðum þarftu að gera skil. almennings." Fyrir það sem þér var lánað, þetta greiðslutímabil. ÞORSTEINN PÁLSSON, FORSÆTISRÁÐHERRA í SJÓNVARPSVIÐTAU Niðri 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.