Alþýðublaðið - 17.02.1938, Page 1

Alþýðublaðið - 17.02.1938, Page 1
Það kostar fé að auglýsa, pó er pað beinn gróðavegur, pví að Það kemur aftur i auknum viðskiftum. RITSTJÓRI: F. R. VALDE MARSSON CTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XIX. ÁRGANGUR FIMTUDAGINN 17. FEBR. 1938. 39. TÖLUBLAÐ Það kostar meir að auglýsa ekki, pvi að pað er að borga fyrir aðra sem auglýsa og ðraga að sér viðskiftin. Slálð skjaldborg iim Alpýðuflokkinn gegn ðllum klofningstilraunum. Avarp til allra Alpýðuflokksmanna í'rjá þmgmönnum flokksins og nokkrum 'trúnaðarmðnnum hans ---*-- UiÐ undirritaðir, núverandí og fyrver- andi þingmenn Alþýðuflokksins og nokkrir aðrir trúnaðarmenn hans fyr og síðar, viljum í tiiefni af póiitískri starf- semi Héðins Valdimarssonar nú undanfar- ið, sem leiddi til samþyktar sambands- stjérnar um hrottvikningu hans úr AlþýSu- fiokknum, láta í Ijós eftirfarandi: 1. H. V. hafði árum saman barist manna mest innan Alþýðuflokksins gegn áróðri kommúnista, enda þeir jafnan beint gegn honum sérstaklega sínum eitruðu skeytum. Þannig hafði hann jafnan viljað ganga lengst í öllum þeim varnarráðstöfunum, sem flokkurinn hafði orðið að taka upp til að koma í veg fyrir, að kommúnistar næðu með þátttöku sinni í verkalýðsfélagsskapnum og hverskonar lævíslegum aðferðum, eins og tilboðum um samvinnu og samfylkingu, að komast inn í raðir flokksins í því skyni, að sundra honum, Kommúnistaflokknum til framdráttar. Um nauðsyn slíkra varnarráðstafana var enginn ágreiningur í sambandsstjórn, enda voru þær í samræmi við yfirlýsta stefnu Alþýðu- flokksins um afstöðu hans til kommúnista. H. V. var og ætíð kröfuharður um refsiaðgerðir gagnvart þeim flokksmönn- um, sem létu blekkjast af þessum vélum kommúnista. 2. Eftir alþingiskosningarnar i vor snýr H. V. skyndi- lega við stefnunni í afstöðu sinni til allra viðskifta Alþýðu- flokksins og Kommúnistaflokksins. Hann fer með ráðnum hug á hak við félaga sína í samhandsstjóm, ber upp tillögu í einu verkalýðsfélaginu um að hefja samninga við komm- únista um tafarlausa sameiningu flokkanna og fær hana samþykkta, að vísu sem enn eina vöm Alþýðuflokksins gegn samfylkingarherbragði kommúnista. 3. Meðan nefnd frá Alþýðuflokknum sat að störfum með nefnd f rá Kommúnistaflokknum til að athuga um mögu- leika fyrir sameiningu flokkanna, fór H. V. á bak við nefnd síns flokks, átti samtöl við nefndarmenn Kommúnistaflokks- ins og bauðst til að taka upp baráttu fyrir kröfum þeirra ihn- an Alþýðuflokksins — kröfum, sem hæði nefnd Alþýðu- flokksins og síðar samhandsstjórn töldu algerlega óaðgengi- legar. 4. Þegar á Alþýðusambandsþingið kom, sem háð var á síðastliðnu hausti, hafði H. V. þannig í samráði við for- sprakka Kommúnistaflokksins gengið frá sameiningar- stefnuskrá, sem hann lagði fyrir þingið, fullyrti að sér væri kunnugt um að Kommúnistaflokkurinn gæti gengið að, þó að undangenginni samfylkingu um óákveðinn tíma, og krafðist samþykktar á, óbreyttu. En eftir þeirri stefnuskrá hefði hinn sameinaði flokkur ekki orðið sósíalistiskur lýð- ræðisflokkur, heldur yfirlýstur byltingarflokkur. Þannig mátti ekki standa í stefnuskánni, að flokkurinn VILDI ná völdunum í þjóðfélaginu á þingræðisgrundvelli og hann VAEÐ að taka skilyrðislausa afstöðu með stjórnendum Sov- ét-Rússlands, hvernig sem þróunin þar yrði með tilliti til sósíalisma og lýðræðis. Enda hafa þetta ætíð verið skilyrð- islausar kröfur Kommúnistaflokksins, sem hann aldrei hef- ir kvikað frá, hvorki hér né annars staðar. 5. Vissulega hefðum við ekkert kosið fremur en að unt hefði verið að sameina áhangendur Alþýðuflokksins og Kom- múnistaflokksins í einum flokki, EF það yrði tvímælalaus lýðræðisflokkur. Án þess getur að okkar áliti enginn al- þýðuflokkur náð almennu fylgi hér á landi, né heldur getur hann vænst að ná samvinnu við frjálslynda, horgaralega flokka, en eins og nú er ástatt í þessu landi, er það höfuð- skilyrði fyrir því, að hindra íhaldsstjórn og yfirvofandi fas- isma. En svo virðist, sem H. V. hafi aldrei viljað sjá þá hættu. Slíkur flokkur hlyti alltaf að verða fáliðaður og ætti sér þess enga von, að ná úrslitaáhrifum í þjóðfélaginu, aðra en þá, að geta í fjarlægri framtíð hrotist til vaida sem minni- hluta flokkur með byltingu og horgarastyrjöld. Og vissulega mundu slíkar hyltingarkenningar alþýðuflokks, sem nokk- urs yrði megnugur, og vinnubrögð í samræmi við þær kenningar hrinda miklum hluta horgaranna til fylgis við tilsvarandi viðnám og bardagaaðferðir af hendi yfirstéttar- innar, sem tryggði henni auðveldan sigur undir merkjum fasismans, og hefir reynslan sýnt þetta víðsvegar annars staðar. Slíkum byltingarflokki erum við, eins og til hagar hér á landi, gersamlega andvígir og gætum, samvizku okkar vegna, hvorki fyllt hann né unnið fyrir hann. 6. Þessi afstaða okkar og mikils hluta Alþýðusam- bandsþingsins var H. V. gerð nægilega kunn. Sameiningar- vilja sinn sýndi þingið með því að samþykkja nýja stefnu- skrá, er gekk svo langt til móts við óskir kommúnista, sem unnt var, án þess að víkja af þeim grundvelli, að flokkur- inn yrði tvímælalaus lýðræðisflokkur. Með sérstakri og nær einróma samþykkt sambandsþingsins var því afdráttarlaust lýst yfir, að lengra gæti Alþýðuflokkurinn óklofinn ekki gengið, og ef einhver tæki sig út úr — eins og H. V. hafði áð- ur gert — til frekari samninga við kommúnista, þá væri slíkt klofningsstarfsemi, hættuleg einingu flokksins, sem nauðsyn hæri til að koma í veg fyrir. H. V. var því eins ljóst og orðið gat, hvað við lá. 7. Engu að síður byrjaði H. V. þegar á Alþýðusam- bandsþinginu, um leið og Alþýðuflokkurinn sendi Komm- únistaflokknum sitt ýtrasta sameiningartilboð, að safna í laumi imdirskriftum meðal fulltrúanna, sem mörgum var engan veginn eins Ijóst og H. V. hlaut að vera, hvað í húfi var, undir yfirlýsingu, sem Kommúnistaflokkurinn fékk jafn skjótt vitneskju um, þess efnis, að undirskrifendurnir, undir forustu H. V., vildu ganga lengra en tilboð sambands- þings náði. En þar með var, jafnframt því sem Alþýðu- flokknum voru sýnd bein fjörráð, vegið aftan að samein- ingartilboði sambandsþingsins og Kommúnistaflokknum gefið undir fótinn að hafna því, sem hann og gerði. 8. Þannig hóf H. V. vísvitandi klofningsstarfsemi í Al- þýðuflokknum þegar á sambandsþinginu og spilti um leið þeim möguleikum, sem kunna að hafa verið fyrir hendi um að kommúnistar tækju sameiningartilboði samhandsþings- ins. Og þegar sambandsstjórn hafði sýnt honum þá tilláts- semi að þrautreyna sameiningarvilja kommúnista með því að hafa viðtöl við þá um sameiningartilboðið, eftir að þing Kommúnistaflokksins hafði hafnað því, og H. V. hafði að þeim viðtölum loknum í viðurvist margra votta viðurkennt, að forystumenn Kommúnistaflokksins vantaði raimverulega viljann til sameiningar, hélt hann enn áfram á sömu braut og tók nú að undirbúa í samráði við þá, með áróðri við verka- lýðsfélögin víðsvegar um land, nýtt Alþýðusambandsþing þegar á þessum vetri og í því skyni, að gera tilraun til að knýja fram þær samþykktir um breytingar á stefnu Alþýðu- flokksins, sem honum var fyrirfram kunnugt um að hlytu að kljúfa hann. 9. Um kosningabandalag Alþýðuflokksins og Komm- únistaflokksins við síðustu bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingar, sem mörgum hættir við að rugla saman við samein- ingartilraunir þær, sem farið hafa fram á milli þessara flokka, er öðru máli að gegna. Þar var ekki um að ræða, að Alþýðuflokkurinn slægi á nokkurn hátt af stefnu sinni, en hinsvegar víða úti um land möguleiki á því, með þessu kosn- ingabandalagi, að koma í veg fyrir íhaldsmeirihluta í hæj- arstjórnum og hreppsnefndum, og að halda eða vinna meiri- hluta undir forystu Alþýðuflokksins. I Reykjavík átti þetta kosningabandalag að vísu engan slíkan rétt á sér, enda gerði H. V., í algerðri mótsetningu við forystumenn Alþýðuflokks- ins úti um land, allan undirbúning kosninganna hér fyrst og fremst að einum lið í samningamakki sínu við kommún- ista og klofningsstarfsemi sinni innan Alþýðuflokksins, unz svo langt er gengið, að hann skirrist ekki við að beita fjár- hagslegri aðstöðu sinni, flokknum og starfsemi hans til hnekkis, með uppsögnum á ábyrgðum fyrir fyrirtæki hans. 10. í stað þess að taka samþykkt sambandsstjómar- innar um brottvikninguna sem Alþýðuflokksmaður og híða úrskurðar hins rétta yfirdóms, næsta Alþýðusamhandsþings, hefir H. V. nú alveg kastað grímunni, gert opinbert handa- lag við kommúnista og aðra andstæðinga Alþýðuflokksins, flutt klofningsstarfsemi sína inn í verkalýðsfélögin og kórón- að hana með því hefndar- og hermdarverki, að neyta full- tingis sinna nýju bandamanna til að svívírða Jón Baldvins- son, forseta Alþýðusambandsins og formann Alþýðuflokks- ins, á opinberum fundi í verkamannafélaginu Dagsbrún og reka hann úr félaginu. Við skorum hér með á alla Alþýðuflokksmenn og aðra unnendur alþýðusamtakanna, karla sem konur, að íhuga vandlega, í hvern voða framtíð vérkalýðshreyfingarinnar, jafnaðarstefnunni og lýðræðinu er stefnt með því framferði, sem hér hefir verið lýst. Látið ekki í fljótræði og að óat- huguðu máli blekkjast af fögrum orðum um sameiningu al- þýðunnar, sem við allir einlæglega kysum að koma mætti til leiðar. En hér er ekki stefnt að sameiningu, heldur að stór- kostlega aukinni sundrungu, ekki að vexti og viðgangi verka- lýðshreyfingarinnar og jafnaðarstefnunnar, heldur að því að kippa hvorutveggja um áratugi aftur í tímann, ekki að bætt- um hag alþýðunnar, heldur að því að glata því, sem unnizt hefir með langri og erviðri baráttu, ekki að því að treysta samvinnu vinnustéttanna við sjóinn og sveitabændanna, sem báðir aðilar eiga svo mikið undir, heldur til að binda enda á þá samvinnu, ekki til að tryggja yfirráð álþýðunn- ar, heldur til að spila öllu í hendur íhaldinu í landinu, sem hlakkar yfir þessum aðförum innan verkalýðshreyfingar- innar, býst til að grípa tækifærið og hrifsa völdin og er þess albúið að halda þeim með hverskonar ráðum. Alþýðumenn og konur! Sláið skjaldborg um Alþýðu- flokkinn og tryggið sigur hans á öllum tilraunum til að kljúfa hann. Gefið gaum að þeim sannleika, sem ætíð sýnir sig betur og betur, að þó að ekkert fullkomið lýðræði sé hugs- anlegt án framkvæmdar jafnaðarstefnunnar, eru engin íík- indi til, að alþýðan nái yfirráðum í þjóðfélagi eins og þessu þjóðfélagi nema eftir réttum lýðræðisleiðum, enda. engin framkvæmd jafnaðarstefnunnar raunveruleg jafnaðar- stefna án fullkomins lýðræðis. Verið einhuga um að halda Alþýðuflokknum á þeim grundvelli, sem einn tryggir hon- um öruggan viðgang og möguleika til að sameina alla alþýðu þessa lands: GRUNDVELLI JAFNAÐARSTEFNUNNAR OG LÝÐRÆÐISINS. Reykjavík, 16. febrúar 1938. Haraldur Guðmundsson. Finnur Jónsson. Vilmundur Jónsson. Ásgeir Ásgeirsson. Sigurjón Á. Ólafsson. Emil Jónsson. Jónas Guðmundsson. Páll Þorbjömsson. Sigurður Einarsson. Erlendur Þorsteinsson. Jón A. Pétursson. Soffía Ingvarsdóttir. Kjartan Ólafsson, Hafnarf. Guðmundur R. Oddsson. Ólafur Friðriksson. Jóhanna Egilsdóttir. Ágúst Jósefsson. Kjartan Ólafsson, Rvík. Ingimar Jónsson. Jónína Jónatansdóttir. Steingrímur Guðmundsson. Barði Guðmundsson. Jón Sigurðsson. Pétur Halldórsson. Sigurður Ólafsson. Sigurður Guðmundsson. Magnús H. Jónsson. Guðmundur I. Guðmundsson. F. R. Valdemarsson. Er Austorriki pegar stlórnað Jrá Berlfo ? Nýi lögregluráðherrann fór þangað strax í gær á fund Hitlers London í morgun F. Ú. FJ R. SEYSSINQUART, hinn nýi innanríkis- ráðherra Austurríkis, er far- inn til Berlínar til fundar við Hitler. í Vín er sagt, að ekki sé vit- að um ástæðuna fyrir því, að ráðherrann fór til Berlínar, en blaðamenn gizka á að hann ætli að bera sig saman við Hitler um stjórn lög- reglumála I Austurríki, eink- anlega að því leyti, sem þau snerta nazista. Fyrverandi lögreglustjóri Vínarborgar, sem Schusclmigg ætlaði að setja yfir öryggis- og lögreglumál, hefir verið gerður að yfirlögreglustjóra ríkisins, og er ábyrgur í því starfi gagn- vart Schuschnigg, en ekki inn- anríkisráðherranum. Á þennan hátt hefir Schuschnigg komið í veg fyrir að dr. Seyssinquart fengi algert vald yfir lögreglu- málum ríkisins. Blaðaummæli úti um heim. —o— Blöð um allan heim gera breytinguna á stjórninni í Aust- Framh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.