Alþýðublaðið - 26.01.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.01.1939, Blaðsíða 1
ÍIITSTJÓRI: F, R. VALDEMARSSON XX. ÁBGANGUB FIMTUDAG 26. JAN. 1939 ÚTGEFÁNDI: ALÞÝDUFLOKKURINN 21. TOLUBLAÐ Aðalfundur Sjómannafélagsins; Alpýðnflokksmenn kosnir með yfirnnæf- andi meirlhlnta i Sjómannafélagi Rviknr. ilstar íengu aö eins ÍS hrein Hokksafkvæðl vlð kosninguna. Eigeír félagsins nema nú krónum 174,146, þar af eru nú í verkfallssjööi krónur 127,136,44. Ólafur Árnason, togaraháseti, nýi maðurinn í Sjómannafélagsstjórnöinni. Hroðalegir jarð- sfejálftar í Ghile. íif^ f%. Menn ðttast, ai um 10 ífis. manns hafi farizt. LONDON í morgun. FÚ. MENN eru nú orðnir hræddir um, að allt að 10 þús. manns hafi farizt í jarðskjálftunum, sem urðu í Chile í gær. Manntjón og eignatjón er ehnþá ekki fullkunnugt, því að samgöngur við jarðskjálfta- sveeðið hafa verið teptar, en flogiS hefir verið yfir það. Er sagt að jarðskjálftasvæðið nái fr£ Concepcion til Talca, um 225 krn. vegaléngd, alllangt í suður af höfuðborginni Santiago. Smáborg ein 60 km. fyrir nórðan Concepcion hefir alveg fallið í rústir- Forseti Chile og innanríkis- málaráðherrann voru með fyrstu hjálparlestinni, sem lagði af stað frá Santiago og fjöldi lækná og hjúkrunarkvenna. Brezka stjórnin hefir boðið stjórninni í Chile aðstoð tveggja brezkra herskipa, sem þar eru stödd. 50 áia ' ler í dag frni Arníbjörg Þóir dóttfo, GipttiJsgðtiu 58. Helgi Gai'ðimiMiidsiSO.ii vierkamabtur Hofsv-aillagöit|u 20, er • f irrrtiuigirfr á morguin. Hellgi Giu&mlumidsision ier hiinin gieginiasiti möðjur í hvívietnia, • lenida vinsæll mrjög. Hawn ler áhiuigiasiaimiur Al- þýðiufliolkfcsmaiðiur og meðliimur í Alþýðtö loíkksféliagi Rieyfcjiavíkur. Al^ýðiuibliaðfö ósikiar Helga til h*ín%nf}u imieð~ aímœlii|&. ADALFUNDUR Sjómannafélags Reykjavíkur var hald- inn í gærkveldi í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Var fundurinn vel sóttur pg fór hið hezta fram. Á fundinum voru tilkynt úrslit stjórnarkosningarinnar. Hún hafði staðið í rétta tvo mánuði í skrifstofu félagsins og um borð í skipunum. Hófst kosningin 25. nóvember s.l. og var lokið 23. janúar. Stjórnarkosningu í Sjómannafélag- inu er þannig hagað, að félagsfundur kýs 5 manna nefnd til að gera uppástungur um stjórn. Nefndin tilnefnir tvo fé- laga í hvert sæti, en síðan tilnefnir félagsfundur einn mann í hvert sæti, svo að félagar hafa um 3 menn að velja. Það, sem fyrst og fremst vekur athygli við úrslit stjórnarkosningarinnar er, að kommúnistar fá 18 — átj- án flokksatkvæði. Höfðu kommúnistar allt frá upphafi kosninganna haft mjög á- kveðinn áróður, birt daglega í ,,Þjóðviljanum" áskoranir á sjómenn að kjósa vissa menn, sem í kjöri voru í hvert sæti og auk þess sent bréf um borð í öll skip. Sýnir það glöggt, hve lítið fylgi stefna kommúnista í verkalýðsmál- um hefir, að aðeins 18 sjó- menn greiddu atkvæði eins og hinn svokallaði „Samein- ingarflokkur" krafðist af þeim. Úrslitin urðu annars þessi: Sigurjón Á. Ólafsson formað- ur 479 atkvæði. Sigurgeir Halldórsson fékk 179 atkv. Jón Guðnason fékk 42 atkv. Ólafur Friðriks,son varafor- maður 434 atkvæði. Guðmundur Halldórsson fékk 125 atkv- Ólafur Benediktsson fékk 97 atkv. Sveinn Sveinsson ritari 443 atkvæði. Bjárhi Kemp fékk 175 atkv. 1 íhorberg Einarsson f ékk 59 atkv. ;; Sigurður Ólafsson gjaldkeri 596 atkvæði. ; Ásgeir Torfason- fékk 11 Rósinkrans Á. ívarsson fékk 97 atkv. ,; Ólafur Árnason varagjaídí? keri 384 atkvæði. ftó? Lúther Grímsson fékk 220 atkv. Hafliði Jónsson fékk 72 atkvæði. Allir þeir menn, sem kosnir voru, eru ákveðnir Alþýðu- flokksmenn, enda eru allir Al- þýðuflokksmenn, sem í kjöri voru nema Rósinkrans Á. ív- arsson, Lúther Grímsson og Hafliði Jónsson, sem tilheyra hinum svokallaða Sósíalista- flokki. Þess skal getið til skýringar atkvæðatölu Lúthers Gríms- sonar í varagjaldkerasæti, að L. G. átti sæti í fráfarandí stjórn, en snérist í klofningi Alþýðuflokksins, enda vinnur hann hjá Olíuverzlun Islands. Fjölda margir greiddu atkvæði með stjórninni eins og hún var s.l. ár. Ólafur Árnason, sem nú tekur sæti í stjórn félagsins í stað Lúthers Grímssonar, er starfandi togarasjómaður, á- kveðinn verkalýðssinni, hinn á- hugasamasti félagi og bezti drengur. Þátttaka í kosningunni var meiri en nokkru sinni áð- ur, eða 745, en 17 seðlar voru auðir og 19 ógildir. Þessi kosningaúrslit eru þver öfug við úrslitin í kosningunum í Dagsbrún, enda er Sjómanna- félagið betur skipulagt og fé- lagar þess faglega þroskaðri en margir þeirra verkamanna, sem upp á síðkastið hafa flykst inn í Dagsbrún til að taka þar þátt í pólitískum illdeilum. Endurskoðendur voru kosnir Bjarni Stefánsson og Rosen- krans Á. ívarsson, en til vara Thorberg Einarsson. í styrkveitinganefnd voru kosnir: Jón Bach, Björn Jóns- son, Bala, Eggert Brandsson, Þdrvaldur Egilsson og Jón Jún- íusson. ðflngnr verkfallssjðður. Sigurjón Á- Ólafsson for- iriaður félagsins flutti á aðal- fiindinum langa og ítarlega skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári og verður skýrsl- an biirt hér í blaðinu næstu daga og síðan send hverjum fé- laga. Samkvæmt skýrslu formanns og reikningum félagsins eru nú í félaginu 1132 félagar. Á árinu hafði verið innheimt í félags- gjöldum kr. 20.192 (til saman- burðar má geta þess, að í Dags- brún eru 1780 gildir félgsmenn og þó höfðu aliir starfsmenn þess félags aðeins innheimt (Frh. á 4, síðu.) ¦. ..: . ¦¦ |i ft- 1- Bi...a;S Útsýn yfir Rómaborg, þar sem Chambérlain og Mussolini gerðu síðustu tilraun á dögunum tii að semja um Spánarmálin. í horninu til vinstri: Chamberiain, til hægri: Mussolini- Höllin fremst á myndinni er Palazzo Venezia, þar sem hinar árangurslausu samningaum- leitanir fóru fram. Vaxandi ófriðarhætt ú( af viiarðDnnm Itaíir safna liði við frðnsku landamærin. Bareelona Innilokiii afi ner Frances Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. UM ALLA EVRÓPU bíða menn þess nú með vaxandi áhyggjum, hvað verða muni, eftir að Barcelona er fallin í hendur Franco og hínum ítalska hjálparher hans. Það er öpinberlega viðurkennt í Rómaborg, að Musso- lini hafi kallað 60 þúsund manns til vopna við landamæri Frakklands og þykir augljóst, að hann ætli sér að koma í veg fyrir það, að Frakkíand hafizt nokkuð að til hjálpar Barcelonastjórninni eða geri nokkrar ráðstafanir á Min- orca og f Marokko til þess að tryggja sig gegn fyrirætlun- um ítala á Spáni eftir að Barcelona er fallin. ítölsku blöðin ráðast með offorsi á Frakkland og hóta stríði, ef Frakkland leyfi sér yfirleitt nokkur afskifti af Spáni og þeim viðburðum, sem þar eru að fara fram. Stórpólitiskar ræður i Par ísf Berlíai9 London og Römu -----------.—^—_— Við þetta ástand bætist nú, að boðaðar hafa verið stórpóli- tiskar ræður leiðandi stjórnmálamanna í höfuðborgum Frakk- lands, Þýzkalands, Englands og ftalíu allra næstu daga, og það er ekki talið líklegt að það verði til þess að draga úr þeim viðsjám, sem þegar hafa skapast út af Spáni. Daladier forsætisráðherra Frakka og Bonnet utanríkismála- ráðherra halda loksins hinar margboðuðu ræður sínar um utan- ríkispólitik Frakklands og afstöðu þess til viðburðanna á Spáni í franska þjóðþinginu í dag. Hitler hefir kallað þýzka ríkisþingið saman á mánudaginn og er búist við, að hann muni í ræðu sinni þar koma fram með nýjar kröfur og hótanir af hálfu Þýzkalands og ítalíu — mönd- ulsins milli Berlínar og Rómaborgar. Mussolini talar á laugardaginn í næstu viku í Rómaborg. Og loks hefir Chamberlain ákyeðið að halda stórpólitíska ræðu í London um ástandið í Evrópu. Er búist við að það verði á sunnudaginn, daginn áður en Hitler heldur sína ræðu í Berlín. Þykjast menn skilja á því, að Chamberlain vilji vara Hitler við, áður en í óefni er komið. Bíða menn allra þessara stórpólitísku yfirlýsinga með engu minni spenningi «n viðburðanna við Barcelona. istandlð I Barcelona. Barcelona er nú svo að segja umkringd af hersvéitum Fran- cos og engin leið opin burt frá henni önnur en sjóleiðin. Em ennþá hefir Franco ekki talið ráðlegt að gefa fyrirskipun um áhlaup á borgina. Er talið víst, að hann sé að safna þangað öllu. því liði, sem unt er, áður en úr- slitabardagarnir byrja. Það er fullyrt, að alt sé nu með röð og reglu í borginni og stjórnarherinn sé ráðinn í þvi að verja hana til; þess ítrasta. f útyarpinu í Barceiöna var því lýst yfir, að hún yrði yaíin gotu fyrir götu og -h,#srfyrtr' hús. Del Vayo .utanríkismálaráð- herra lýðveldfestjórnarinnar er aftur kominn til borgarinnar til þess að taka þátt í vörn hennar, Ér óvíst, hve margir hinna ráð- herranna eru með honum þár, en Negrin forsætisráðherra hef- ir áður en borgin var umkringd (Frh. á 4. síðu-) Síðnstn f réttir: Barcelona fallln. Þegar blaðið var að j| fara í pressuna, kom ; f sú frétt frá útlöndum, | að hersveitir Francos hefðu tekið Barcelona fyrir hádegið í dag. 2 ,*>&**>¦&&&¦¦&.$ ír j^>^\g^#^»^^»^y^«Nr##^#^s s ##

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.