Alþýðublaðið - 05.04.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.04.1939, Blaðsíða 2
MÍÐVIXUDAGINN S. marz 1939. ALÞÝDUBLAÐIÐ UMRÆÐUEFNI Veturinn og vorið. Frjóang- arnir .og .ungu .andlitin .í Austurstræti. Grasgöturnar og borgin. Bréf frá Kolbrúnu um handritin og blöðin, síldarátið, síldarverzlunin og um að flýta klukkunni. Lög- reglan, ökuníðslan og G. bílstjóri. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. VETURINN hefir verið dásam- lega góður,. þó virtist mér snemma í gærmorgun, þegar ég vara að labba í einu uthverfi bæj- arins, eins og náttúran væri að vakna, hitinn undanfarna tvo daga hefir kallað upp úr moldinni litla vísa og túnin hafa grænk- að. Nýjar þrár vakna allt af með manni sjálfum, þegar sumarið kemur, blíðan, birtan og fegurðin. Ég býst við að allir finni þetta sama, a. m. k. sé ég þetta allt af fyrst á vorin á ungu andlitunum í Austurstræti og það gleður mig. GRASGÖTURNAR á Hring- brautinni þurfa nú góðrar með- ferðar við. Þær eru þaktar stein- völum og sandi, ein þeirra er sund- urtætt af fótasparki tví- og fer- fætlinga. Á einum stað eru djúp hjólför. Hefir vagni auðsjáanlega verið ekið yfir götuna. Allir ættu að hjálpast að því að vernda þessa grænu bletti, þeir eru til ákaflega mikillar prýði, og setja nýjan svip á bæinn. ALÞÝÐUBL. hafa , bæzt marg- ir nýir kaupendur undanfarinn mánuð. Flestir þeirra hafa nú haft blaðið í 2—3 vikur. Mér þætti mjög gaman að því að fá bréf frá þess- um nýju lesendum blaðsins um það, hvað þeim líki bezt,við;blað- ið og hvað þeim líki ekki.. Á ég þar einnig' við Sunnudágsblaðið. Hvern ig líkar þér neðanmalsságan? — Hvernig líkar þér æfintýri H. C. Andersen? o. s. frv. Góð bréf um þetta vildi ég gjarnan birta. , „KOLBRÚN" skrifar mér á þessa leið: ..GETURBU EKKI SAGT MÉR hvað blöðin gera við greinar. sem þeim berast, en ekki finna náð fyrir augum þeirra. og birtast því aldrei í viðkomandi blaði? Er ekki siður og jafnvel kurteisi að endursenda grein undir slíkum kringumstæðum þegar fult nafn og heimilisfang fylgir?" BLÖÐIN HENDA handritum, DAGSINS. sem þeim berast og þau ekki birta, nema sérstaklega sé beðið um að endursenda þau. Þetta á þó ekki við mig. Ég fæ 4—17 bréf á hverjum degi og nokkrum meirihluta verð ég að henda. Ég endursendi ekkert handrit. — Kolbrún heldur áfram: „FYRST ÉG SKRIFA þér á annað borð, þá var það fleira, sem mig langaði til að segja. f dálk- um þínum í Alþýðublaðinu hefir verið minnst á. að fólk ætti að borða meiri síld en gert er. En það er.nú ekki svo gott fyrir fólk að borða síld, þegar húh fæst ekki keypt, og á ég þar við nýja síld, þannig vill fólkið hana helzt, en fær hana bara ekki, Ég veit um eitt tilfelli, er sjúkrahús utan Reykjavíkur ætlaði að kaupa nýja sild handa sjúklingum sínum, þar sem var verið að salta á bryggju, en fékk það svar, að það mætti hirða þá síld, sem kastað væri sem ónothæfri til söltunar, en ann- að fengi það ekki. Þetta má ekki ganga þannig til. Það þarf að vera á markaðnum ný síld. þegar því verður við komið. alveg eins og hver annar fiskur." „MIKIÐ ER NÚ TALAÐ UM að flýta klukkunni, og virðist talsmönnum þess ekkert mæla á móti að það sé gert, en tvermu hafa þeir góðu menn gleymt, sem sé þeim, sem fara á fætur kl. 5 á morgnana. og sjúklingunum, sem liggja á sjúkrahúsunum. Þeir eru nú vaktir kl. 6—7 og þegar búið væri að flýta klukkunni um 2 tíma. yrðu þeir vaktir kl. 4—5 á nóttunni eftir réttri klukku, og fótaférð sumra þeirra héilbrigðu yrði kl. 3 að nóttu, og raunar þá litlu að nótt sé gerð að degi, og;þá eðlilega dagur að nótt, og virðist það hálfgert öfugstreymi. Annars sýnist okkur galdurihn vera sá, að svefnpurkurnar fari ofurlítið fyr úr rekkju en þær gera nú. en láta hina vera í friði. Með beztu kveðj- um." .................. ...... .,G. BÍLSTJÓRI" hefir skrifað mér: „Lögreglunnar vegna verð ég víst að biðja þig fyrir nokkrar línur enn, um ökuníðingana, sem ég minntist á um daginn." „FYRRA SKIFTIÐ, sem ég kærði annan bílinn, símaði ég á lögreglustöðina, augnabliki eftir að hann brunaði með ofsa- hraða inn Hverfisgötu og beygði upp Frakkastíg, án þess að hægja drottningín. Og Gerðu þótti vænt um að komast aftur á þurt land, en þó var hún dálítið hrædd við ókunnu, gömlu konuna. — Komdu og segðu mér hver þú ert, og hvernig þu hefir komist hingað, sagði hún. ^^ :\->ýwi.^!J:^:«-;>«{i;: Og Gerða trúði henni fyrir öllu saman, og hún mætti bará ekki vera sorgbitin; heldur gamla konan hristi höfuðið og sagði: — Hm, bragða á kirsiberjunum hennar, skoða blóm* hm. Og þegar Gerða hafði sagt henni alt in hennar, sem vœru fallegri en nokkur saman og spurt, hvort hún hefði ekki séð myndabók. Svo tók hún í hendina á Gerðu Óla litla, sagði konan, að hann hefði ekki farið þar fram hjá, en hann hlyti að koma bráðum, og þær gengu inn í litla hus- en á borðinu stóðu hin girni- Og á meðan hún borðaði, ið og gamla konan lokaði legustu kirsiber, og Gerða greiddí gamia konan hár henn hurðinni. Gluggarnir voru bofðaði svo mörg sem hún ar með gullkambí og hárið hátt uppi, og rúðurnar voru vildi. bylgjaðist og féll í gullnum rauðar, bláar og gular. Dags- 1 lokkum umhverfis litla, fal- Ijósið skein svo undarlega léga ándlitið. þar inn í öllum litum, ¦¦¦....." 1 i g ; .. ii . ' . ... —*p á, en flautaði. Síðara skiftið augna bliki eftir að hinn bíllinn ók með geigvænlegum hraða vestur alla Njálsgötu, síöskrandi við hvert horn. Ég benti þeim, er í símann svaraði, á, að fyllsta ástæða væri tll fyfir lögregluna, í bæðí skiftin, að athuga strax, hverjir sæti við stýrið,, þegar svona fantalega væri ekið." „í HVORUGT SKIFTIÐ spurði sá, sem tók vlð kærunni, um nafn mitt og ég var ekki að trana þvi fram. Enda mátti það víst heita aukaatriði. Það virtist vera þegj- andi álit okkar beggja, sem i sím- ann töluðum, að næst lægi fyrir að skoða hinn akandi marm. Ekki er það mitt að gæta þess, hyort lögreglan hefir bókað þessar kær- ur, tekið bær til greina eða maa yfirleitt eftir þeim. En sízt fæ ég skilið hvaða þýðingu það gæti haft nú. löngu eftir, þótt ég gæfi upp nafn mitt. Ég man ekki einu sinni hvaða daga þetta skeði." „ÞEGAR þessar kærur minar virtust alls ekki duga. þá flýði ég á þínar náðir. Hannes ininn, og hugsaðí: Alt er þegar þrent er. Og ég held að það ætli að bera árang- ur, a. m. k. i bili, — en þá er til- gangi mínum náð." ....... i ii« i i ii. r Sumarbústaður. Sumarbústaður er nú orðið nauðsyn öllum mönnum og þó einkum þeim, sem eitthvað eru öðruvísi en fólk er flest, og þar \ sem ég tel mig einn í þeirra hóp, þar sem ég er bæði rauð- skeggjaður, ræðumaður og rit- höfundur og fyrverandi rit- stjóri (þeir eru nú raunar marg, ir), þá ætti ég að hafa sumar- bústað, helzt ætti það nú að vera í Borgarfirði, því þar er kyn mitt og treysti og manria bezt Kristjáni á Indriðastöðum frænda mínum til að útvega jarðarblett undir lítinn sumar- kofa handa mér. Kofinn þyrftí ekki að vera neitt merkilegur og svo mætti hafa not af hon- um á vetrum, t. d. fyrir hrtita- kofa. Oddur Sigurgeirsson hjá Guðm. Sigurðssyni skipstj. við Laugarnesveg. Flittnr i Bæjar- bilastððlna! Hér með tilkynnist viöskifta- vinum mínura, að ég hefi nö um mánaðamótin flutt frá Litlu> bUstöBinni á Bæjarbilastöoína, Hríngið ! sima 1385! Fliót og goö afgraiðsla. Bíium aðelns tofað, ef þeir eru við licndina, Reykjavik, 3. aprO 1939. Magnús Magnfissoa. II li . í ' < II III ¦¦!¦ III LÍTIÐ STEINHÚS á eignarióð í miðbænum til sölu. Útb. 1000,00—1200,00 kr.Afb. 500,00 kr. Uppl..'í síma 5002 eftif kl. 8 í kvöld. Maðurinn sem hvarf 15. „Nei." „Jæja, þá verð ég kyr." Hún settist. Það var alveg óskiljanlegt, hve mikinn járn- vilja og óhagganlegan ósetning þessi mjúka og veika haka og hin blíða og hljómfagra rödd gat dulið. — Jim Blake beit á jaxlinn og varir hans hvítnuðu. „Ég gef yður eina mínútu til að átta yður. — Þér farið á þessu augnabliki héðan af skrifstofunni, — eða ég segi yður upp stöðunni." , ,,Þér ætlið að reka mig?" Augu hennar stækkuðu af undrun. „Ég bið yður að vera farin út um þessar dyr, eftir nákvæm- lega 40 sekundur ......" „Eins og þér óskið, hr. Blake," sagði Charlotta með undar- lega hljómlausri rödd og stóð upp. ANN hafði það á tilfinningunni, að þetta væri draumur, þegar hann sá dyrnar lokast á hæla hennar. Hann seig saman í stólnum. Árangurslaust reyndi hann að finna ein- hverja lei ðút úr öllu því flóði af tilfinningum og hugsunum, sem steyptust yfir hann. Hann varð að búa sér til glögt yfir^ lit yfir allar aðstæður, ef honum átti að takast að endurreisa líf sitt. Það hjálpaði honum einnig ávalt að skrifa niður eitt- hvað af því, sem honum kom í hug. í kvöld ætlaði hann aðeins að hripa niður nokkra púnkta, draga upp stærstu línurhar. Svo á morgun gæti hann og Charlotta-------Charlotta, — já, það var satt. Húri mundi. ekki mæta hér á morgun — aldrei mæta á þessari skrifstofu framar. — En hvað átti hann þá að gera? — Hve ógurlega hafði hann ekki látið skapið hlaupa með sig í gönur. Það var ólíkt Jim Blake að afturkallá skipanir eða ákvarð- anir, sem hann hafði einu sinni tekið. Hann sat því lengi að þessu sinni, barðist við sjálfan sig og formælti heimsku sinni. En endirinn varð sá, að hann greip símatólið og bað um sam- band við veitingasal Cervellis, svo spurði hann eftir ungfrú Hope, og eftir bið, sem honum fanst heil eilífð, heyrði hann rödd herinar: „Við hvern tala ég?" „Það er ég," var svar hans og virtist ekki gefa miklar upp- lýsingar, en hún var sýnilega í engum vafa um, hver hann væri. .,0, eruð það þér. Það var fallegt af yður að hringja til mín." Rpdd hennar var róleg og eðlileg. Það var eins og raf- magnsstraumur færi um hann. — „Mig langaði einmitt svo mikið til að tala við yður. — Ég vildi benda yður á, að það er ýmislegt viðvíkjandi uppsögn minni, sem við verðum að ræða nánar. — Það er ekki alveg eins auðvelt og fyrirhafnarlaust aðisegja upp meðeiganda sínum og að reka einkaritara sinn á dyr." „Ég kem á augabragði," svaraði hann og lét heyrnartólið á, áður en hún fékk tækifæri til að segja meira. Hún þekti hann svo vel að hún vissi, hve stoltur hann var og hversu bágt hann átti með að breyta um ákvarðanir. Hún ætlaði að gera honum þetta svo létt, sem unt væri. Þessvegna sagði hún, þegar hann kom og settist við borðið hennar; „Ég hafði nú annars ætlað mér að hringja til yðar." „Hversvegna?" „Bæði í tilefni af uppsögriinni og af því að ég var óróleg." „Til þess var,'.engin ástæða." „Þér litið betur út núna," sagði hún svo. Hann (svaraði því engu, en sat bara og virti hana fyrir sér. Þögnin færði frið í hug þeirra. Hversu oft höfðu þau ekki setið þannig saman án þess að tala. Og báðum hafði fundist það svo eðlilegt ogveita þeim f rið og hvild. Oftast var það þá hann, sem hafði rofið þögnina með einhverju gamanyrði eða spurn- ingu um eitthvað; alveg óskylt efni því, sem þau höfðu verið að ræða. — Nú sagði hann alt í einu: „Hvað eruð þér annars gömul. Charlotta?" „Það er í fyrsta skifti, sem þér spyrjið mig um aldurinn." „Það stendur náttúrlega skráð í samningum okkar, en ég hefi aldrei athugað að gæta að því." „Ég er 26 ára," svaralði Charlotta blátt afrajm. '— En hversvegna hafið þér allt einu fengið lögnun til að vita það?" „26 ára! Er þ'að'allt Og sumt. Ekki svo að skilja, — þér lítið út eins og barn ennþá. En ég gleymi því alltáf, af því þér eruð svo alvarleg og lögfræðingsleg á skrifstofunni. — 26 ára, —þá ættuð þér eiginlega að fara að byrja að njóta lífsiris," bætti hann svo við eftir andartaks þögn. „Ég er ánægð með það eins og það er," svaráði Charlotta dálítið snöggt. „Eruð þér alveg vissar um það? —- En þá verður mér að- eins erfiðara að segja yður það, sem mig langar tii að segja yður. Það gerir það erfiðara fyrir mig að vona. — Ég er 43 ára." „Eruð þér það, hr. doktor," svaraði hún brosandi.- „Ekki alltaf og ekki í mínum augum." „Er það satt, Charlotta?" „Ó, ég'hefí svo sem séð yður að minsta kosti áttræðan," flýtti hún sér að segja, — hreinasta öldung ...... réap — það var annars uppsögn mín, sem við ætluðum að reeða." „Ef til vill er það ónauðsynlegt, — en þér óskið ef til vill eftir meðmælum, hvernig sem fer." Hann hló við og sat svo nokkra stund hugsandi. Svo tók hann upp blýant sinn og skrifaði hægt og vandlega nokkr- Hún las: „Til hlutaðeiganda. Hérmeð vottast, að Charlotta Hope hefir í 8 ár starfað við fyrirtæki mitt og á þessum tíma ekki aðeiris unnig sig upp í það að verða meðeigandi í því, heidur einnig orðið eina konan í heiminum, sem þýðingu hefir fyrir hamingju mina, líf mitt og framtíð." Hún las þetta tvisvar sinnum. Svo leit hún upp og horfði á hann alvöruþrungnum augúm. Það var sorg og þjáníng í svipnum og hún sýndist fleiri árum §ldri. „Þetta getur ekki verið alyara yðar," sagði hún lágt „Ef þér haldið það, skjátlast yður meira en nokkru sjnni fyr á æfinni," andmælti hann. „Nei, mér skjátlast ekki. — Ég veit meira um óhamingj- una, sem að yður steðjar, en yður grunar. -— Ég sk41 hvað þjáir yður og hversvegna þór talið svona." „Hlu»tið pir á mig," hélt hann áfram n«rri því skipandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.