Alþýðublaðið - 27.05.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.05.1939, Blaðsíða 1
RÍTSTJÖRI: F. R. VAUBEMARSSON ÚTOEFANÐI: AL»ÝBVFI,OB3CU3INK XX. ÁRGANGUB LAUGARDAG 27. MAÍ 1939 120. TÖLUBLAÐ '"d>::r-'-'4Íi.:y... ':m:m Yorpsjilov hermálaráðherra Rússa (í miðjunni) við hersýningu á rauða torginu í Moskva. Tii hægri: Tukatsjevski marskálk- ur. sem Stalin iét skjóta fyrir réttum tveimur árum. Sameiglnlegar tillögur Breta og Frakka lagðar Iram í Moskva í gœr. _------------ ? M er beðið eftir svari sovétstjörnarinnar. LONDON í gærkveldi. FÚ. CJEEDS, sendiherra Breta ^ í Moskva, fékk í morg- un skeyti frá brezku stjórn- inni, innihaldandi tillögur þær í fullnaðarformi, sem um hefir verið getið í fyrri fregnum. Árangurinn af taisímavið- ræðum milli ríkisstjórna Frakk- lands og Bretlands síðdegis í gær og í gærkveldi varð sá, að ákveðið var að hraða því að ganga frá tillögunum og senda þær til Moskva sem sameigin- legar tillögur Frakklands og Bretlands um þríveldabandalag milli Frakklands, Bretlands og Sovét-Rússlands. Efni tillagnanna er ekki kunnugt á þessu stigi málsins, en þaS er jjert ráö fyrir, aS um gagnkvæma aðstoS sé að ræða, ¦ef.til árásar kemur á nokkurt þríveldanna, auk ákvæða varð- andi árásir á önnur ríki, til dæmis Pólland og Rúmeníu. Chamberlain verður í Yorks- hire um hvítasunnuna, en er þó undir það búinn að hverfá þeg- ar í stað tii London, er Maisky hefir fengið svar sovétstjórnar- innar við tillögunum. Þýzku blöðin eru mjög gröm yfir hinum úformuðu samtökum Breta, Frakka og Rússa, og mörg þeirra birta viðvörunar- Ágætiseinkunn í lögfræði. Ölafur D. Jóhannesson frá Stórholti í Fljótum hefir nýlok- ÍÖ próíi í lögum. Hlaut hann á- gœtiseinkun 155 stig. Er petta Janghæsta þróf i peirri grein, sem nokkur lögfræðingur hefir tekið hér vib háskólann. og eina prófið, að ágætiseinkun hefir verið gefin. Ölafur hefir stundað nám aðeins 4 ár og tekið ilrjúgan pátt í fé- lagslífi stúdenta. Hann hefir m, a. verið form. félags róttækra stúdenta og éd sæti í stúdenfa- Í&M. Ennftemur hefir hann stund- að k«nslu jáfiifram.t. náminu. greinar, þar sem Pólverjum eru gefnar ýmsar ráðleggingar. Japanir virðast einkum hafa áhyggjur af því, hvort þessi samtök muni eiga að ná til Austur-Asíu. Vorosjiloy boðlð til Bnglanðs. LONDON í gærkveldi. FÚ. Vorosjilov yfirhershöfðingja Sovét-Rússlands hefir verið boðið af Hore-Belisha hermála- ráðherra Breta að vera við- staddur heræfingar þær, sem fram fara á Englandi á þessu ári. Viðstaddir heræfingar þessar verða einnig ýmsir æðstu her- foringjar nokkurra annara landa. ðnrffgissamninonr miiii Fratta og Tyrkja i aðsigi. LONDON í morgun F.O. I París var tilkynt í gær, að í næstu viku myndi nást sam- komulag milli Tyrkja og Frakka á svipuðum grundvelli og brezk- tyrkneska samkomulagið. Mr menn íæidir fyrir smyal. T GÆR voru þrír menn dæntd- ¦*¦ ir í Icgreglurétti fyrir smygl. Höfðu þeir reynt að smygla inn áfengi, vindlingum og fataefni. Síðast pegar Gullfoss var hér, fundust smyglvörur í skipinu. Hjá búrmanni fundust 6 flöskur af sterkum vínum og ennfremur nokkuð af vindlingum. Fékk búr- maburinn 400 króna sekt. Þá fundust fataeíni og silkiklút ar hjá tveimur hásetum. Fengu peir 100 króna sekt hvor. Verkamannaf él&ff 19 Hlf 1 f Haf nar f ir ði er priklof I Tilraun Sjálf stæðísflokksverkamanna til að koma viti fiyrir kommúnista mistókst. --------------» ¥erkamenii iUþýðufloldísIiis ©g 8Já!f** sf æðisflokkslns verða mm að tekn hðnd^ um saman til að gera enda á östjörninnl. Næsta sporið virðist nú að öllu óbreyttu munu verða það, að Sjálfstæðismennirnir hverfi úr Hlíf og þar verði ekki eftir aðrir en kommúnistar einir — 30—40 að tölu. Er þá Hlíf farin sama veginn og öll önnur verka. mannafélög, sem kommúnistar hafa náð yfirráðum í. Fundur í Verkamannaféíagi Hafnarfjarðar. , Á sama tíma og fundurinn var í Hlíf var fundur í Verka- Frh. á 4. síðu. UT AF ÞEIM dæmalausu brottrekstrum, sem átt hafa sér stað í Hafnarfirði, er kommúnistastjórnin þar á 50 manna fundi lét samþykkja að reka á annað hundrað verka- menn úr Hlíf og svifta þá vinnuréttindum, áttu þeir verka- menn í Hafnarfirði, sem tel|a sig til Sjálfstæðisflokksins þar, fund með sér í málfundafélaginu Þór og ræddu þetta hneykslismál. Á þeim f undi var samþykt, samkvæmt upplýsingum, er birzt hafa i Morgunblaðinu, að bera fram á fundi í Hlíf eftirfarandi tillögur: „1. Verkamannafélagið Hh'f samþykkir að afturkalla sam- þykt þá, sem gerð var á fundi um brottvikningu meðlima Verkamannafél. Hafnarfjarðar, þeirra, sem eru verkamenn að atvinnu, enda hætti félagið að starfa sem verkamannafélag ög starfi eingöngu sem málfunda- félag framvegis, á sama grund- velli og málfundafélagið Þór. 2. Með hliðsjón af því, að fram hafa komið í Verkamanna. félaginu Hlíf nú að undanförnu tillögur og verið gerðar sam- þyktir um mikilsvarðandi mál á fámennum fundum, án þess að nokkrum öðrum hafi verið kunnugt um en félagsstjórn- inni, að þessi mál ætti að tak- ast fyrir, þá ályktar fundurinn að kjósa 6 manna nefnd og 2 til vara, til þess að fylgjast með öllum tillögum. sem fram kunna að koma og hafa eftirlit með stjórnarframkvæmdum. Nú óskar félagsmaður eða fé- lagsstjórn að bera fram tillögu á félagsfundi til samþyktar og skal hann eða hún þá í síðasta lagi tveim dögum fyrir fund leggja tillöguna fyrir félags- stjórn og samtímis* fyrir for- menn málfundafélaganna, sem eru sjálfkjörnir í 6 manna nefndina. Nú telur stjórn Hlifar nauð- syn bera til að kalla saman skyndifund og skal hún þá þeg- ar tilkynna formönnum mál- fundafélaganna það og fundar- efnið. Sé út af þessu brugðið, annaðhvort af einstökum fé- lagsmönnum eða félagsstjórn, þá er tillagan eða fundarsam- þyktin því aðeins bindandi, að hún hafi verið samþykt á 2 fundum í röð og líði a. m. k. tveir dagar milli funda. 3. Engum utanfélagsmanni er heimil fundarseta, nema það sé samþykt með meirihluta at- kvæða á fundinum. 4. Verkamannafélagið Hlíf samþykkir að ganga nú þegar úr Varnarbandalaginu." Eins og þessar tillögur bera með sér er hér gerð virðingar- verð tilraun af Sjálfstæðis- mönnum í Hafnarfirði til þess að ráða bót á því öngþveiti, sem verkalýðsmálin þar eru nú komin í. Stjórn Hlífar hefir brotið svo af sér, að hún getur undir engum kringumstæðum talist hæf til að stjórna verka- mannafélagi áfram, og er gott að Sjálfstæðismenn í Hafnar- firði skuli sjá þetta nú og vilja reyna að bæta úr því. Hitaveitan í bæj- arstjórn í dag. IIITAVEITAN verður ¦*¦¦• til 2. umræðu á bæj- arstjórnarfundi í dag. Undanfarna daga hefir málið verið rætt og athug- að í bankaráði Landsbank- ans, af ríkisstjórn og í bæj- arráði. f Verða að líkindum born- ar fram og samþykktar á fundinum í dag tillögur í um að taka tilboði Höj- !; gaards og Schultz og aðrar tillögur er snerta málið. 1 ^>^»#>»#»^»^»»^s##^#^»#%»>»#^#^#vr^#^»s> 15li;3I . ¦¦: .¦' ¦¦ ¦¦..¦¦¦¦¦ K. R. vann Fram með ágætum leik. ------------------?—-------------- Skemtilegasti leikur, sem sést hefir um langan tínía. ¦'' ? ...... TT'APPLEIKURINN í gærkveldi milli K. R. og Fram var *V bráðskemtilegur frá upphafi til enda. Báðum félög- unurh hefir farið mjög mikið fram frá því í fyrra og ekki síður K. R, en Fram. í liði K. R. eru að koma fram menn, sem sýna ágæt afrek, og má þar fyrsta telja Birgir, Skúla og Ólaf Skúlason — einn- ig Harald, en hinir eldri eru bragðdaufari. Þó sýndu hinir eldri Steini, Schram og Gísli á- gæta boltameðferð á köflum, en markmaðurinn Anton virðist nú vera að verða bezti markvörður okkar. Fram hefir einnig ágætum mönnum á að skipa, Jónunum báðum og t. d. Karli Torfasyni. Leikurinn var mjúkur frá upphafi og aldrei ljótur. Fyrri hálfleikinn hafði markmaður K. R. sólina í augun, en boltinn kom sjaldan til hans svo að það kom ekki að sök, falleg upp- hlaup skiftust á lengi vel og voru menn farnir að halda að hálfleiknum myndi lúka, án þess að nokkurt mark yrði sett, eh loks þegar rúmar 2 mínútur voru eftir tekur Birgir horn- spyrnu á Fram og Guðmundur Jónsson skallaði knöttinn inn. í þessum hálfleik meiddist Óli B. Jónsson, en Skúli kom inn í staðinn. Eitt atvik kom fyrir. sem vakti sérstaka athygli. Eft- ir ágætt upphlaup Fram lá BIRGIR GUÐJÓNSSON nýja „stjarnan" í K. R. knötturinn svo að segja inni í marki K. R.. en á síðustu stundu bjargaði Haraldur með skalla. Síðari hálfleikurinn var enn skemtilegri en sá fyrri. Lá knötturinn þó oftast á vallar- helmingi Fram og eftir 7 mín- útur skoraði K. R. mark og eft- ir 10 mínútur kemur 3. markið. Gekk nú á harðri hríð um stund og eftir 9 mínútur skoraði Fram 2. mark sitt, og eftir augnablik skoraði K. R. 4. mark sitt. Frh. á 4. síðu. Arthur Greiser forseti senatsins í Danzig. Hazbtar neíta allri Nfflanlðl- mm í Dbizíb. Fulltrúi Þjóðabandalags íðs á leiðioni pangai. LONDON í morgun. FÚ. \ ÐALBLAÐ nazista í Dan- ¦**¦ zig mintist í gær á þann orðróm, að Burckhardt, fulltrúi Þjóðabandalagsins í Danzig, ætlaði að miðla málum í deil- unni um borgina. Blaðið segir, að engin málá- miðlun komi til greina. Þjóðabandalagið fól Burck- hardt nýlega að hverfa aftur til Danzig og gefa skýrslu um á- standið þar. Hæsíarétíaidómnr í skoldamðli. GÆRMORGUN var kveöinn * upp dómur í hæstarétti í skuldamálinu Isleifur Jónsson gegn Tómasi Sigurpórssyni. Hin umdeilda skuld var 2250,00 og hafði myndast í sambandi við húsbyggingu. Hélt stefnandi pví fram, a& stefndur hefði lofað pví að taka að sér að greiða skuídina og leiddi vitni að pvl. Hinsvegar pótti stefndur hafa fært svomikl- ar líkur fyrir staðhæfingu sinni að rétt þótti að láta úrslit velta á eiði stefnds. Farfuglar. Um hvítasunnuna fara farfugl- ar í tvö ferðalög. A hvítasunnu- dag verður farið í gönguferð í nágrenni Reykjavíkur. Lagt upp frá Mentaskólanum kl. 9 f. h. og ekið suður að Vífilsstöðum og þaðan gengið á Búrfell og um Kaldársel og Stórhöfða niður i Hafnarfjörð. Hin ferðin verður íarin í Borgarfjörð. Lagt verður af stað með Fagránesinu á laug- ardag til Akraness og farið á reiðhjóium að Hvanneyri um kvöldið og gist þar. A hvítasunnu dag hjölað að Hreðavatni og verið þar, þangað til farið verð- ur heimleiðis um Akranes á ann- an. Væntanlegir þátttakendur til* kynni þátttðku sína á skrifstofu farfuglanna i Mentaskólanum i kvöld kl. 9—10. •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.