Haukur - 17.04.1899, Blaðsíða 1

Haukur - 17.04.1899, Blaðsíða 1
Kemur út 1—2 i mánuði, að minnsta kosti 8 blað síðuri hvertskitti. Árg minnst ríO arkir, kostar 2 kr. (erlendis kr. 2,50), er borgist fyrir l. april. HAUK Uppsögn ski.tteg, ógild nema komin sje til út gefanda fyrir l.júnf, og uppsegjandi sje skuld- laus fyrir Hauk. Útgef- andi: Stefán Runólfsson ALÞYÐLEGT SKEMMTI- OG FRÆÐI-RIT M 13.—14. TSAFJÖRÐUR, 17.APRÍL 1899. II. AR. Á fimm mínútum. (Þýsk glæpamálssaga.) (Framh.) Nordeck svaf lítið um nóttina. Honnm hafði verið svo bughægt, þegar hann var báinn að tala við ungfrti Geirþrúði. Hann hafði verið svo ein- staklega vongóður um, að allt myndi fara vel, og hugsað sjer það svo ákaflega auðvelt, að gera aðra jafn sannfærða um sakleysi ungfrúarinnar, eins og hann var sjállur. Og þess vegna hafði honum brugð ið svo mjög i brún, er hann átti tal vlð rannsóknar- dómarann, og, heyrði hans skoðun á þessu máli. Hann Var innilega hryggur í huga yflr því, hvernig málinu var komið. Honum var það fyllilega ljóst, hversu stúlkan var illa sett. og hann gat að lfkindum ekki lengur gert neitt til þess, að bera hönd fyrir höfuð henni. Eins og eðlilegt var, spurði hann nú sjálfao sig hvað eftir annað, hvo:t hann hefði ekki gert bet Ur f þvi, að þegja. í rauu og veru var það honum sjálfum að kenna, að veslings sttilkan var orðio bendluð við þetta ógeðfellda máJ. Hefði hann látið malið afskiftalaust með öllu, þá hefði, ef til vill, koma Geirþrúðar til barónsins aldrei komið i ljós; það befði kannske heppnast, fyr eða síðar, að flnna sökudólg- inn, án þess að nokkuð hefði verið á hana minnzt við prófin, og þá hefði hún komizt hjá öllum þeim rauuum, allri þeirri skeifingu og smán, sem hán átti nú, án efa í vændum. Hann var sannfærður um það, að hiin hlyti að komast að þessari sömu niðurstöðu sjálf, þcgar hun færi að hugsa um vandræði sin, og orsök þeirra. Honum lá við örvílnun, þegar hann hugsaði til þess, að hún myndi að sjálfsögðu nú þegar vera tekin að gráta það óheilla-atviki, er hafði látið hann verða á vegi hennar, og að hún hefði fullkominn r.jett til þess, að skoða hann sem frumkvöðul að öllu henn- W óláni, — hann, sem þó hefði gjarnan viljað leggja allt I sölurnar, til þess að hjálpa henni. Þegar komið var undir morgun, auðnaðist Nor- deck loksins að sofna ofurlitla stund, og þá dreymdi hann, að Geirþrúður v. Berka sæti í fangelsinu, og að búið væri að dæma hana til dauða. V. Morguninn eftir sat Nordeck bak við gluggatjöld- in I herbergi einu í þinghúsinu, og beið þess, að Geir- þi'úður kæmi. Honum hafði aldrei komið til hugar, að efast um það, að hún kæmi, en samt sem áður hitnaði honum um hjartaræturnar, þegar hannsáung- frúna ganga fyrir gluggann klukkan tæplega níu. Honum virtist Geirþrúður v. Berka vera fölari og þreytulegri, en hún átti að sjer. Ef til vill hafðihenni 'iðið eitthvað illa um nóttina. Hún var róleg og þóttaleg á svipinn, en engin merki sáust til þess, að hún væri neitt reið eða kviðafall. Hún gekk hrr.tt upp eftir steinriðinu við dyrnar, og hvarf inn i and- dyrið. Hálfri annari klukkustundu síðar kom rjettarþjónn einn, og kallaði Nordeck inn til rannsóknardómarans. Það var hálfgert hik á Nordeck, þegar hann barði að dyrum á skrifstofunni; hann var hræddur um, að júst- izráðinu hefði máske af einni eða annari ástæðn hug- kvæmzt, að leiða þau saman til yfirheyrslu, Geirþrúði v. Berka og hann. En þegar hann kom inn.sáhann, að gamli maðurinn var einsamall, og þótti honum það næsta kynlegt. Jástizráðið gekk fram og aftur um góllið. og var auðsjáanlega að velta einhverju fyiir sjer. Ea þegar hann sá Nordeck koína inn, nam hai.n staðar, og benti á borðið. «Jeg verð einhvern tima i dag neyddur til að yfirheyra yður, og vil jeg biðja yður, að hafa það hugfast, þegar þjer svarið spurningum mínum, að þjer verðið sjálfsagt innan skamms að bera hið sama sem vitni, og vinna þá eið að framburði yðar, Þekk- ið þjer mann þann, sem þossi mynd er af?« Nordeck leit á myndina, sem lá á borðinu. Þ^ð var mynd sú af Leó Helbig, scm leynilögreglustjórinn hafði sýnt honum kvölclinu áður. Hann svaraði spurningunni játandi. »Sama kvöldið, sem glæpurinn var framinn, urð- uð þjer samferða þessum manni I járnbrautarvagni, eða var ekki svo?« Hoffmeier hlaut, eftir þessu að dæma, að vera bú- inn að segja rannsóknardómaranum frá samtali þeirra Nordecks kvöldinu áður. Nú skildi Nordeck það, hvers vegna jústizráðið var svona harður og óþýður við hann. En hann hafði enga ástæðu til þess, aö taka neitt af því aftur, er hann i bróðerni hafði skýrt leynilögreglustjóranum frá. Þegar Nordeck hafði borið það, er hann vissi rjettast, tók rannsóknardómarinn myndina afborðinu, og mælti hróðugur og með hátiðlegri röddu: »Jeg ímynda injer, að það hljóti nú loksins að koma yður til, að efast um sakleysi ungfrú GeirþrúC- ar v. Berka, þegar jeg segi yður það, að stúlkan full- yrðir aiveg, að þetta sje mynd af lama manninum, sem mætti henni í portinu við húsið nr. 14 i Amaliu- stræti, þegar klukkuna vantaði að eins einn tjórðung stundar í átta um kvöldið*. »Þá hlýtur henni auðvitað að hafa skjátlazt* svaraði Nordeck hálf ringlaður. »Það er ætið mjög torvelt, aö þekkja menn eftir ljósmyndum —«. En júítizráðið hristi höfuðið, og greip fram í fyr- ir honum. »Jeg enduitek það, að yfirlýsing ungfrúarinnar var svo skýlaus og skorinorð, að það var svo langt frá því, að hún slægi neinn varnagla. Hún var auð- sjáanlega þeirrar skoðunar, að hún myndi bæta mál- stað sinn með því, að sýna sem allramesta einbeittni °g öryggð í öllum greinum. Hún hefir víat ekki balt

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.