Haukur - 10.05.1899, Side 1

Haukur - 10.05.1899, Side 1
Kemur út 1—2 í mánuði, að minnsta kosti 8 blað síðurí hvert skiiti. Árg. minnst 80 arkir, kostar 2 kr. (erlendis kr. 2,50), er borgist fyrir 1. apríl. HAIIKUR TJppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til út- gefanda fyrir 1. júní, og uppsegjandi sje skuld- laus fyrir Hauk. Útgef- andi: StefánRunólfsson. ALÞÝÐLEGT SKEMMTI- OG FRÆÐI-RIT JVs15.—16. Á fimm mfnútum. (Þýsk glæpamálssaga.) (Framh.) Helbig þurfti ekki að hugsa sig lengi um. »Jeg talaði við hann um morguninn, daginn sem hann dó«, svaraði hann fijótt og einarðlega. »Við höfðum komið okkur saman um, að ganga fyrst nokk- úrn spotta okkur til skemtunar og hressingar, og borða svo morgunverð saman í veitingahúsinu »Árs- Qórðungarnir*, og það gerðum við«. »Og þjer urðuð þá ekki varir við neitt það í fari eða framkomu barónsins, sem yður þætti eftirtakan- 1egt eða kynlegt?* »Nei, langt frá því. Hann var í bezta skapi, glaður og ánægður, eins og hann var jafnaðarlega. Úið vorum að gera áætlun um ofurlitla skemmtiferð, sem við ætluðum að fara báðir saman í næsta mánuði*. »Hvað var orðið framorðið þegar þið skilduð?« »Það get jeg ekki sagt um upp á mínútu, en klukkan var eitthvað nálægt tvö eftir hádegi*. »Og þjer sáuð hann alls ekki eftir það?«. »Nei«. Rannsóknardómarinn hringdi. »Kallið á ungfrú v. Berka«, mælti hann við lög regluþjóninn, sem inn kom. »Hún bíður í vitnaher- ^erginu«. Leó Helbig sneri upp á ljósa yfirskeggið sitt. »Má jeg ekki bráðum fara?« spurði hann, og sýndist aUt i einu verða svo óþolinmóður. En rannsóknar- dórnarinn hristi höfuðið og svaraði: »Jeg verð að biðja yður, að bíða eitt augnablik enn þá; herra Helbig. Gerið svo vel, að fá yður sæti ^ meðan á einhverjum stólnum þarna*. Stólar þeir sem hann benti á, stóðu úti í horni eðru megin við dyrnar, og þeir, sem inn komu, sáu þess vegna ekki þá, er á þeim stólum sátu, nema með þyí að lita um öxl sjer. Þegar Geirþrúður v. Berka k°m inn, tók hún ekki eftir neinum manni, nema rann- 8óknardómaranum. Hún gekk hratt inn að borðinu til hans, og beið þess, að hann ávarpaði hana. Hún var Jafn róleg eins og áður, en þó mátti sjá það á svip hennar, að hún var ekki lengur í neinum vafa um það, að hún væri í raun og veru í háska stödd. »Ungfrú v. Berka«, mælti rannsóknardómarinn. *Þjer hafið nú haft tíma til þess, að hugsa yður um, rifja upp fyrir yður það, er fyrir yður bar kvöld- þann 17. þessa raánaðar, og sömuleiðis til þess, að íhuga það nákvæmlega með sjálfri yður, hvort það sJe áreiðanlegt, að yður geti ekki hafa misminnt eitt- hvað, þegar þjer voruð áðan fyrir rjettinum. Ef þjer þess vegna nú skylduð hafa vilja eða ástæðu til, að leiðrjetta eitthvað i yðar fyrri framburði, þá vil jeg biðja yður, að segja það hreinskilnislega og afdrátt arlaust*. *Jeg hefi ekkert að ieiðrjetta«, svaraði hún skýrt II. ÁR og skorinort. »Jeg sagði yður hreinan sannleika, og allt það, er jeg veit i þessu efni«. »Þjer haldið þá enn þá fast við staðhæfingu yð- ar, einnig að því er snertir þessa ljósmynd?* »Já«. »Það er svo. Þá vil jeg biðja yður, hr. Helbig, að koma hjer nær. — Er þetta sami maöurinn, sem þjer mættuð, þegar þjer komuð út frá baróni v. Waldhausen?*. Ef rannsóknardómarinn hefði ekki eingöngu beint athygli sínu að ungfrú Geirþrúði, þá hefði hann má- ske orðið forviða á hálf kynlegri breytingu, sem allt i einu átti sjer stað á andlitssvip Leós Helbig. Gráu, dauðýflislegu augun stóðu í honum, eins og í freðnum fiski, og kjálkarnir titruðu, eins og hann væri að fá krampa. En þessi skelfingar einkenni voru aftur horfln af andliti hans, þegar jústizráðið leit á hann. Og þegar hann stóð upp og flutti sig andspænis ung- frúnni, var hann aftur hinn þóttafulli og kærulausi oflátungur, sem ekki óaði við neinu, og sem ekki reiddist af neinu, eða ljet koma fát á sig af nokkr- um sköpuðum hlut. Hann brosti yfirlætislega, og það hefði þurft betri svipfræðing, heldur en jústizráðið, til þess að geta sjeð nokkuð annað, en eðlilegan þótta í andlitssvip hans. Helbig hvessti augun á Geirþrúði, en hún leit að eins snöggvast framan i hann, og sneri sjer svo þeg- ar við, til þess að svara spurningu jústizráðsins: »Já — það er hann! Þó svo að jeg hefði getað verið í hálfgerðum efa, þegar jeg átti að dæma ein- göngu eftir myndinni, þá er það nú áreiðanlegt, að mjer getur ekki skjátlazt*. »Má jeg biðja um útlistun á því, hvað þjer eigið við, ungfrú góð?« mælti Leó Helbig, og þóttist vera ákaflega forviða. »Jeg fyrir mitt leyti get ekki mun- að eftir þvi, að jeg hafi nokkurn tíma áður haft þá ánægju, að sjá ungfrúna«. »Það voruð þó þjer, sem jeg mætti í portinu við húsið nr. 14 1 Amalíustræti. Þjer gláptuð þá á mig, öldungis eins og þjer gerið núna, og einmitt þess vegna varð mjer það alveg óviljandi, að veita andliti yðar eftirtekt*. Leó Helbig hló óskammfeilnislega. »Það er merki- legt, að jeg skuli alveg hafa gleymt jafn hugðnæmum atburði. Jeg er þó annars vanur að hafa nokkurn veg- inn gott minni, að því er andlit snertir, einkum þegar fallegar og ungar stúlkur eiga i.hlut. Hvenær ætti þessum fundum okkar að hafa borið saman, ef jegmá vera svo djarfur, að spyrja um það?« »Þjer vitið það mikið vel sjálfur, að það var þann 17. þessa mánaðar, klukkan langt gengin átta um kvöldið*. Helbig hristi höfuðið, og það ljek háðslegt bros um varir hans, þegar hann svaraði: »Mjer þykir það einstaklega ieiðinlegt, að jeg skuli ekki geta verið á ÍSAFJÖRÐUR, io. MAÍ 1899.

x

Haukur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.