Haukur - 28.08.1899, Síða 6
g6
H A U K U R.
II. 21.----22.
liði. Hiti sá, sem þannig lítur út fyrir, að fari til ó-
nýtis, er 200 miljón sinnum meiri, en hiti sá, sem hitt-
ir jarðstjörnurnar. Nú áleit öiemens — og oss hlýt-
ur öllum að sýnast það sama — að þetta væri svo
fráleit eyðslusemi, að naumast væri hægt að trúa því
í alvöru, að það væri svona í raun og sannleika.
Siemens hugsaði sjer þess vegna, að mikill hluti hita
þessa bærist aftur tii sólarinnar á þann hátt, er nú
skal greina:
Allt. sólkerfið er hjúpað lofthafi, sem reyndar
er ákafiega loftlítið eða þunnt alstaðar nema í kring-
um jarðstjörnurnar og sólina. Þegar sólin snýst um
möndul sinn, þeytist ákafiega mikið af lofti frá mið-
sólarlínunni út í geiminn, vagna miðflótta afisins, og
í stað þess lofts, sem þannig sveiflast út í geiminn,
sogast álíka mikið af lofti inn að skautum sólarinnar.
Hugsum oss nú, að innan um þær lofttegundir, sem
streyma að sólskautunum, sje meðal annars bæði
vatnsefni og súrefni. Sje svo, þá hlýtur að kvikna I
þeim af hitanum þegar þau koma í nánd við sólina.
Þau sameinast þá, og verða að vatnsgufu, en fram-
leiða um leið töiuverðan hita, sem kemur sóiinni að
liði. Á þennan hátt myndi nú alJt það súrefni, sem
er í lofthafl sólarinnar, eyðast á skömmum tíma, ef
vatnsgufan aðgreindist ekki aftur í sín upprunalegu
eíni, vatnsefnf og súrefni. Og það er nú einmitt að-
alefnið í ágizkunarkenningu Siemens að sólargeislar
þeir, sem fara út í geiminn, og ekki hitta neina af
jarðstjörnunum, hafl þann starfa á hendi, að aðgreina
vatnsgufuna í súrefni og vatnsefni. Þannig getur hin
sama fúlga af súrefai og vatnsefni sameinazt hvað
eftir annað við sóiina og framleitt hita, og aðgreinzt
aftur út í geimnum, fyrir aðstoð þess sólarhita, sem
annars hlyti að eyðast til ónýtis.
Það er með öllu ómögulegt, að halda neinni af
þessum fræðikenningum fram sem þeirri einu rjettu.
Að líkindum styðja margar orsakír að því, að halda
við sólarhitanum, og þessar þrjár geigátur og fleiri
slíkar, geta hver um sig verið »nokkuð af sannleik-
annm«. En eitt er áreiðanlega víst, og það er það,
að jafnvel þótt hiti sólarinnar geti enzt margfalt leng-
ur samkvæmt einni fræðikennÍDgu, heldur eu annari,
þá getur þó engin eðlisfræðisleg ágizkunarkenning sett
orðið »eilifð« í stað orðanna: »miijónir eða biljónir ára«.
Fróðleiks-molar.
Börn og tóbakspípur. Á heimili einu í Skotlandi
átti það sjer stað fyrir skömmu, að dreng á þriðja ári
var íengin tóbakspípa til þess að leika s.jer að. Og það
sýndi sig þá, að tóbakspípan er hættulegt leikfang. Þeg-
ar dreDgurinn bafði balt bana i tapltgabálía klukkustund,
varð bann ailt í einu náíölur í traman, seldi upp hvað
eftir annað, og andaðist að tæpum tveim klukkustundum
liðnum. Drengurinn haíði rennt niður einhverri ögn af
tóbakssósu, en í sósunni er tóbaksolía (Nikotin), sem er
afar bættulegt eitur.
*
# *
Aldur jarðarinnar heíir valdið miklum ágrein
ingi. Nýskeð hefir enskur vísindamaður einn, Goadchild
að nafni látið þá skoðun sina í ljósi í vísindatjelagi
Edínaborgar, að jörðin sje töluvert eldri, heldur en nokkur
maður hefir áður dirfst að ætla. Hann heldur því þannig
fram, að frá byrjun þriðju jarðaldarinnar (»tertiær«-
tímabilsins) sjeu nú liðnar hjer um bil 93 miljónir ára,
og 700 milj. ára frá því að elztu steingervingalögin hafa
myndazt. Mikið lengri tími er þó liðinn síðan fyrst fór
að myndast líf á jörðÍDni, að þvi er hann ætlar, en af
hinum fyrstu lifanöi verum htfir ekkeit varðveizt, eða
að minnsta kosti ekki fundizt. Goadchild lætur sjer ekki
ofbjóða, að halda því fram, að ef' til vill sjeu 1400miijón-
ir ára liðnar síðan fyrsti vísir til lífs myndaðist — hversu
lengi jörðin hefir áður verið til, lítur út íyrir að hann
hafi ekki enn látið uppi álit sitt um. Þessar 1400 miljón-
ir eru líka nægiiega há tala, svona fyrst um sinn, einkum
meðan eingin vitneskja fæst um það, á hverju þessi
útreikningur er byggður. Vjer tökum þetta að eins sem
sýnishorn þess, hversu afarháar tölur vísindamennirnir
þykjast þurfa að viðhafa, þegar um aldur himinbnattanna
er að ræða.
*
* *
Stjörnukíkis báknið í París 1900 verður ef-
laust einn af helztu dragplástrum sýningarinnar. Við-
tökuglerið er l1 4 meter (2 álnir) að þvermáli, og kíkirinn
sjálfur er 60 metra (rúml. al.) iangur. Hann vegur
yfir 20,000 kíló (40,000 pd.) Slíkt heijar-bákn er auðvitað
ekki hægt að hafa hreifanlegt, þanDÍg, að hægt sje að miða
kíkinum sjálfum ó stjörnur þær, sem skoða á. Hann verð-
ur því látinn liggja lárjettur, og fyrir framan viðtöku-
glerið hafður skáhallur spegill, sem stjörnurnar sjást í, ef
horft er gegnum kíkirinn. Kíkirinn er líka þannig útbú-
inn, að það má nota hann sem skuggmyndavjel, og láta
hann kasta afar-stórum stjörnumyndum yfir á geisimikið
tjald, sem er hengt upp skammt frá augnaglerinu, og getur
þá múgur og margmenni komizt að í einu til þess að
skoða þessar stóru og einkar greinilegu stjörnumyndir.
*
* *
Geðveiki og áfengi. Geðveiki er sífellt að færast
í vöxt á Frakklandi. I Signu-hjeraðinu einu saman (París
og nærsveitunum) heflr geðveikissjúklingum, sem eru undir
læknisumsjón, fjölgað á síðari árum sem hjersegir: Árið
1867 voru þeir 7805; árið 1878 voru þeir orðnir 11899;
árið 1894 var tala þeirra orðin 19784, og árið 1896 var
hún komin upp í 21700. Að dómi kunnugra og skynbærra
manna getur það ekki staíað af fólksfjölgun, því að hún
nemur hvergi nærri eins miklu að tiltölu, En aftur á
móti segja þeir, að óhætt sje að eigna það að miklu leyti
áfengisveikinni, sem hefir farið svo óttalega í vöxt á Frakk-
landi þessi síðustu ár.
Yfiriæknirinn við stóran spítala í Ville-Evrand sagði í
ritgerð einni 1897, að 22 ’/0 af geðveikissjúklingum þeim,
sem fiuttir hefðu verið á spítalanD, ættu sjúkleik sinn
beinlínis áfenginu að kenna. Og hann segir enn fremur:
»Vjer meigum hiklaust kenna þsssari vorrar aldar eitur-
byrlun um einn fimmta hluta alirar geiðveiki hjer á landi,
Áfengiseitrunin gerir ekki einungis vart við sig meðal
fátæklinganna, heldur og meðal þeirra, sem betur eru efn-
um búnir. Og þetta er í sjalfu sjer mjög eðiilegt., því að
drykkjuskaparóreglan er nú á dögum jafn almenn í öllum
stjettum þjóðfjelagsins, og áfeDgiseitrunin er fullt eins
herfileg I borgarastjettinni, eins og meðal verkmanna-
lýðsins«.
Bæði í þessu efni og ýmsum öðrum berast nú á síðari
árum raddir frá Erakklandi, sem hljóma svo ömurlega, að
þær minna ósjálfrátt á líkhringing við jarðaríör þjóðar, er
álpast blindandi og hugsunarlaust áfram að gröf sinni.
*
* *
Oceanic — stærsta skip í heimi. Árið 18l9
sendu Ameríkumenn gufuskipið Savannha frá New York
til Lundúna, og sýndu þannig, að það mátti takast, að
láta guíuskip fara yfir Atlantshafið, en um það höfðu marg-
ir verið í vafa. Svo hvíldu þeir sig í nokkur ár, og hugs-
uðu ekki meira um þessar skipaferðir. B-eyndar hötðu
þeir nú fengið vissu fyrir því, að þær gátu lánazt, en hitt
var annað mál, hvort þær gætu svarað kosnaði. Og það
voru allir samdóma um, að guíuskipaferðir miili Ameríku
og Evrópu myndu aldrei gera. Og það er eðlilegt, að
slík skoðun væri ríkjandi, því að fram að 1825 hafði
engin árætt að smíða gufuskip, er hetði yfir 100 hesta afl.
Arið 1836 lór svo loks að vakna áhugi hjá Englendingum
á því, að koma á reglubundnum gut'uskipaferðum milii
Evrópu og Ameríku. Og þó margir hinna vitrari manna