Haukur - 30.05.1900, Síða 1
Verí» &rgangsins, sem er
að minnsta kosti 80 ark-
ir, er hjer á landi 2 kr.,
erlendis kr. 2,60, og i
Ameriku 75 eent. Borg-
ist fyrir 30. dag júním&n.
HAUKUR
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin sje til út-
gefanda fyrir30.júnf,og
uppsegjandi sje skuld-
laus fyrir Hauk. Utgef-
andi: Stef&n Runólfsson.
ALÞÝÐLEGT 8KEMMTI- OG FRÆÐI-RIT
JTs 4.-6.
íSAFJÖRÐUR, 3°- MAÍ ^oo.
III. ÁR.
Töframærin.
(Eftir Maums Jökai.)
(Pramh.) Magneta sneri sjer við í loftinu á sama
h&tt eins og kvöldið áður, fetti sig aftur á bak, ljet
höfuðið siga lengra og lengra niður, setti svo fæturna
beint upp f loftiö, og leið þannig hægt og rólega
öiður á við. En stáltalnakögrið á »Ameh-beltinu«
hreyfðist ekki. Það límdist svo fast að mjöðmunum
og lærunum, að það var þvi líkast, sem stáltölurnar
v»ru ofnar í nærskornu grysprjónabrækurnar hennar.
Þannig rann Magneta hægt og hægt til jarðar, fram
hjá öllum kíkirunum, sem beint var aö henni. Áhorf-
endurnir störðu stöðugt á töframærina, þeir störðu og
Btörðu, en — kögrið á »Almeh-beltinu« hreyfðist ekki,
og þeir urðu einskis vísari.
Og þó var hiin svo skammt frá þeim, að þeir
hefðu næstum því getað náð í hana, ef þeir hefðu
rjett út handlegginn.
Þeir gátu horft beint inn í bláu, djúpu augun
hennar, og þeim fannst þvi likast, sem þeir fyndu
volgan andann berast frá hálfopnu vörunum hennar,
og leika um andlit sjer.
Reyndar var þessi ólukkans eirþynna milli áhorf-
endanna og hennar, og kæmi nokkur við hana, lagði
hann liflð i hættu.
»Kæru frúr og herrar!« mælti nú kvæðisflytjand-
inn. »Þetta er stærsta undur segulmagnsins. Mag-
neta dregur stáltölurnar að sjer eins og hún væri
reglulegt segulstál«.
*
* *
En hjörtu áhorfendanna voru ekki úr stáli þetta
kvöld.
Voru það þá eintómir hálfvitkaðir drengir, sem
horft höfðu á sýninguna? Eða var það máske enn
Þá verra — eintómir kvæntir menn?
Hafði segulmagn töframærinnar þá engin áhrif
4 þá, sem við voru staddir?
Bar þá ekkert til tíðinda þetta kvöld?
Ójú, bæði margt og mikið.
Að sýningunni lokinni varð sífelit að flytja fleiri
°K fleiri karlmenn á spitalana til læknisfræðilegrar at-
bugunar, með því að ýmislegt háttalag þeirra þótti
bera vott um ákaflegt sjerlyndi og jafnvel hálfgerða
geðveiki. Marga þeirra varð meira að segja að færa
1 spennistakka, og fara með sem algerða örvita.
Lseknarnir sögðu, að þetta væri alveg nýr sjúkdómur,
kölluðu hann »magnetusýki«. Þeir töldu sýkina
illa viðureignar, og sögðu, að hún væri sóttnæm.
Magneta hefði getað klætt anddyrið hjá sjer með
biðilsbrjefum — inn i íbúðarherbergi hennar komust
Þau aldrei — og i hverri borg fjekk lögreglan og
borgarstjórnin fyrirspurnir um hana. Feðurnir bölvuöu
1 sand og ösku þessari fífldjörfu galdrastelpu, sem í
Bfanda lifl sveif upp til himins, og kom þar með
lnn hjá æskulýðnum hringlandi vitlausum hugmynd-
um um himnarlki, þvi að þar var árelðanlega ekkert
slikt að sjá.
Miklu verra var það þó, að menn gátu ekki
heldur hjer niðri á jarðriki fengið neitt vald yflr
þessari undraverðu dís.
Allt var reynt — peningar, fagurgali og auðmjúk-
ar bænir — en allt varð jafn árangurslaust.
En þrátt fyrir allt reyndi þó einn ástfanginn og
ákaflyndur maður, að ná í Magnetu með því að
beita ofbeldi.
í klúbbnum var hann kallaður »rússneski furst-
inn«. Hann var samt sem áður alls ekki rússneskur,
heldur var hann ítalskur að ætt og uppruna. En
honum var það ekkert á móti skapi, að vera kallað-
ur rússneski furstinn.
Vjer skulum nú samt að eins nefna hann þvi
nafni, sem hann hafði hlotið I skírninni, sem sje
»ívan«. Því nafni nefnast, að svo miklu leyti sem
mjer er kunnugt um, allar söguhetjur um allan heim.
Við samneytisborðið i veitingasalnum söfnuðust
alls konar stórmenni allra þjóða. Þar voru Rússar,
Englendingar, Frakkar, Þjóðverjar, og ef til vill okk-
ar eigin landar. En þeir voru allir áþekkir hver
öðrum, og báru ekki utan á sjer nein sjerstök þjóðar-
einkenni. Það gat þvi hæglega komið fyrir, að
menn villtust á þeim.
En ívan var svipaðastur bráðfjörugum, hvítum
Svertingja. Andlitslögunin var alveg eins og á
innbornum Afriku-negra, að eins var hörundið hvítt,
og þótti mörgum það skrítin sjón, meðan þeir
voru að venjast honum. Hárið var meira að segja
hrokkið, alveg eins og á reglulegum Kongó-negra.
»Verið þið bara rólegir«, sagði hann einu sinni
við sessunauta sína, meðan þeir voru að drekka
kampavínið í hliðarherberginu. »Jeg ætla að gripa
töframærina, þegar hún er að koma ofan aftur úr
himnaför sinni. Jeg er nægilega mikill loftflmleika-
maður til þess, að geta stokkiö yflr rafmagnsútbún-
aðinn og upp á sjónarsviðið til Magnetu, þótt það
kunni að vera hálfgert glæfrastökk*.
»Og hvað ætlið þjer svo að gera?« spurði aldr-
aCur maður, sem hægt var að ímynda sjer, að væri
enskur bankastjóri, en sem í raun og veru var
rússneskur stóreignamaður, og það meira að segja
alla leið norðan frá Irkutsk, mjög skynsamur og
kurteis maður.
»Hvað jeg geri svo? Ja, svo þrýsti jeg henni
að brjósti mjer, og kyssi hana beint á munninn*.
»Eigum við að veðja um, að þier gerið það
ekki? Jeg veðja hundrað gegn einum«.
»Hundrað? þá veðja jeg um fimm þúsund rúflur*
(1 rúfla = 2 kr. 80 au.)
»Jeg geng að þvi«.
»Það eru þá fimm hundruð þúsund rúflur, sem
þjer veðjið um — það verður hjer um bil hæfilegt
fyrir brúðkaupsfatnað og húsbúnað handa Magnetu*.