Haukur - 30.05.1900, Side 2
14
HAUKUR.
m. 4—6.
Vitnin að veðmáíi þessu lofuðu því við dreng-
skap sinn, að segja engum frá þessu fyirrhugaða
tilræði. Það var svo sem auðvitað, að ef Magneta
fengi nokkurn grun um áform ívans, þá myndi hún
láta reka hann út úr salnum, eða þá hætta alveg við
sýningar sínar og flytja sig burt úr borginni, og láta
svo ívan stökkva svo mörg heljarstökk sem honum
sýndist.
»Ha, ha, ha! Eins og Magnetu geti komið til
hugar, að grípa til svo hversdagslegra og marg-
þvættra úrræða! Vjér fáum síðar að sjá það«.
»Haldið þið þá, að Magneta hafi ekki heyrt það,
sem þið voruð að tala um, og haldið þið, að hún
hlæi ekki að þessari óstjórnlegu áfergju ykkar? Jú,
Mögneta véit þegar fulla grein á samsæri ykkar
gegn henni«.
»Hvernig vikur þvi við? Hefir hún þá heyrt
samtal þeirra?* spyr lesandinn sjálfsagt. »Hefir hún
máske einhvers konar hljððbera innan um húsið, til
þess að heyra allt það, sem talað er i öðrum her-
bergjum?« Svo mikið er víst, að Magneta fjekk
ævinnlega þegar í stað upplýsingar um allt það, sem
talað var um haná.
Enginn vissi, hvernig á því stóð. Tími drauga-
og djöfla-særinganna var á enda, þótt menn hefðu
viljað eigna dýrsegulmagninu slíkar brellur. En
þær tilheyrðu ekki lengur tízkunni, og þess vegna
hafði enginn þær nm hönd.
Næsta kvöid var tungl í fyllingu og himininn
heiður.
Allir skeggræddu um það, hversu yndisleg brúð-
kaupsferð það hlyti að vera, að svífa upp til tungls-
ins með Magnetu við hlið sjer sem eiginkonu sína.
ívan fursti er ringlaður gapi, og gerir eflaust
alvöru úr fyrirætlun sinni.
*
* *
Á ákveðnum degi mætti ívan í Magnetuleikhús-
inu, og hafði hann klætt sig í himinbláan fatnað, sem
var bæði þykkur og skjólgóður.
Hann sat innarlega í salnum við hliðina á hr.
Prokopin, stóreignamanninum frá Síberíu, sem hafði
stungið upp á hundraðfalda veðmálinu.
»Hvaða skolli er að sjá yður maður!« mælti
Prokopin. »Þjer eruð kominn í húðþykk vetrarföt.
Er yður svona kalt?«
»Ekki enn þá. En uppi við tunglið er óttalegur
kuldi«.
»En þó er Magnetu ekki kalt, og lítur þó bún-
ingurinn hennar ekki út fyrir að vera sjerlega skjól-
góður«.
»Hún þolir kuldann. Hún, sem er hlaðin raf-
magni«.
í þetta skifti haíði töframærin enn þá eina nýung
að sýna.
»í staðinn fyrir stáltalnaböndin á »Almeh-beltinu«
voru nú komnir alla vega litir 3Ílkiborðar, hver við
hliðina á öðrum.
Hver sá, sem hefir lesið eitthvað í eðlisfræði,
hlýtur að geta hugsað sjer það, hvílík voðaáhrif þessi
nýung hafði á hin ástsjúku hjörtu áhorfendanna.
Hin sama rafmagnstegund — það gildir einu,
hvort hún streyrair frá galvanskrukku, rafmagnsvjel
eða volgum kvennlikama — sem dregur stáltölurnar
til sin, hrindir silkiborðunum frá sjer.
Þessi varð einnig raunin á hjer.
Hinir ótölulegu silkiborðar flögruðu látlaust
kringum dísina, og þyrluðust ýmist eins og óskil-
merkilegt fjaðrafok f allar áttir, eða þeir teygðu sig
beint út í loftið, og mynduðu laufsveig utanumMag-
netu, svo að hún leit út eins og risavaxið, útsprung-
ið blóm. Og það var í sannleika töfrandi sjón.
Það var meira en nóg til þess, að kveikja bál í
hjörtum hinna ístöðulitlu.
Og enginn hafði ástæðu til að kvarta um tilbreyt-
ingarleysi, því að silkiborðarnir voru aldrei kyrrir.
Ef þeir ætluðu að leggjast að líkama hennar, rak
segulmagnið þá þegar á flótta, en aldrei nema í eitt
skifti á sama hátt.
Hún leit á samsærismennina frammi í salnum,
og brosti. Hún var í kvöld auðsjáanlega full af glensi
og gáska. Hún starði á þá, og brosti hálf-glettulega.
Það var reglulegt töfrabros, og það var enginn efi á
því, að það átti að þýða: »Hjer er paradís hálf-op-
in, hver þorir að opna hana alveg?« Það var því
likast, sem hún væri að dára einhverja frammi í
salnum. Hún sneri bakinu að áhorfendunum, og leit
til þeirra yflr öxl sjer. Og hvílíkar Ijómandi herðar.
Það var eins og vjer sæum lifandi marmaralikneski.
Áhorfendunum fannst því likast, sem maurar væru að
skríða upp og ofan eftir beru bakinu á sjer.
Hinn búlduleiti »Máni« virtist jafnvel vera farinn
að verða forvitinn.
Hann skein í heiði yflr höfði Magnetu, og með
aðstoð neikvæða segulmagnsins, sem geislar út frá
honum í allar áttir, dró hann silkiborðana ávallt meir
og meir upp á við.
En nú skarst jörðin, móðir Magnetu, í leikinn.
Henni þótti dóttir Sín afhjúpa allt of mikið af yndis-
leik sínum fyrir áhorfendunum, og hjúpaði hana
þess vegna að nokkru leyti í rósrauða skýjaslæðu.
Og þegar hún svo grátbændi hana um það, að fara
nú ekki of nærri tunglinu, þá hallaði Magneta sjer í
mestu makindum aftur á bak á skýið, eins og á
legubekk, sneri sjer svo fram og studdi hönd undir
kinn. Og svo brosti hún af himneskri unun og sælu.
Þá missti ívan hinar síðustu leifar heilbrigðrar
skynsemi. Hann spratt upp úr sæti sínu, tók heljar-
stökk yfir eirþynnuna og rafmagnsleiðsluþráðinn,
beint inn í skýin, og um leið teygði hann upp hægri
höndina til þess að grípa í hina flaksandi silkiborða
»Almeh-beltisins«.
Svo hvarf hann inn í skýin.
En Magneta hvarf ekki undir eins og hann.
Hún kreppti hnjen að brjóstinu, stakk höfðinu milli
hnjánna, svo að hún varð alveg hnöttótt, og mikla
hárið hennar hjúpaði hana alla,, eíns og gufuhvolflð
umkringir jörðina. Og svo tók hún að snúast um
möndul sinn og renna áfram braut sína kringum
tunglið, eins og stjarna sú, er hún áður hafði kastað
í loft upp. — Disin var orðin að reikistjörnu. Á
þennan hátt færðist hún ávallt nær og nær tunglinu,
unz hún að lokum rak sig á það og hvarf með öllu.
Fyrirlesarinn fleygöi frá sjer bókinni, og æpti í
örvæntingu sinni:
»Þessar urðu afleiðingarnar! ívan, ívan! Þjer
hafið rekið Magnetu upp ítunglið, og vjer fáum aldrei
að sjá hana framar. Sjálfur eruð þjer hrapaður
niður á norður heimsskautið, sem engum heflr áður
hepnazt að ná, hvorki Franklín, Weyprecht, Nansen,
nje neinum öðrum. Nú sitjið þjer þar sjálfur, og
getið skírt heimsskautið í hausinn á yður«.
Þessir atburðir fengu mjög á áhorfendurna.