Haukur - 30.05.1900, Side 7
m. 4—6.
HATKUR.
i9
reglnstjórinn var gætinn maður, og var hann því
hftlf-hikandi enn þá.
»Fyrst verðnm við nú að útvega okkur varð-
haldsúrskurð«, mælti hann, »og haldið þjer, að
nokkur embættismaður dirfist að kveða upp slíkan úr-
skurð, byggðan á þeim ástæðum, sem við getum látið
i tje?«
»Þeir verða svei mjer að fara að óskum okkar í
Öðru eins máli og þessu«, svaraði Brusel.
»Jeg ímynda mjer að jeg geti bent á mann, sem
fáist til þess að hjálpa okkur í þessu tilliti®, mælti
Power.
»Hver er það?« spurði lögreglustjórinn.
»Hann hr. Kingsford. Hann má sín mikils, og
jeg ímynda mjer, að hann þori að ráðast í það, þeg-
ar um svona alvarlegt mál er að ræða«.
»Og þegar öliu er á botninn hvolft, er ómögulegt
að segja, að neinn sjerlegur voði sje á ferðnm, þótt
þessum Saint Alba sje stungið í varðhald«, mælti
Brusel. »Hann er auðvitað maður í miklum metum,
en ef okkur skjátlast, þá getum við svo hæglega
beðið hann afsökunar, og sagt, að við sjeum innilega
hryggir yfir misgáningi þeim, sem okkur hafi orðið
á. Því að það er þó víst ekki nein óvinátta eða kali
milli yðar og hans, hr. Power?«
»Jeg hefi aldrei verið honum neitt nákunnugur*,
svaraði Power, »og við höfum ekki verið óvinir«.
í þessum svifum var barið að dyrum, og maður
einn kom inn, fátæklega klæddur.
»Góðan daginn, Johnson, eruð þjer kominn?«
mælti Brusel, »Það var gott, að þjer komuð. Þessir
Dienn mega gjarnan heyra upplýsingar þær, sem þjer
hafið getað grafið upp«.
»Við Maurice Clark höfum báðir farið fram og
aftur um allan bæinn, en við höfum því miður ekki
getað grafið nokkurn skapaðan hlut upp, ekki snefil
&f neins konar upplýsingum«.
»Hvað segið þjer maður? Og þó hafið þið sjálfir
það álit á ykkur, að þið sjeuð skollans miklir og
duglegir menn«.
»Verið þier nú ekki harður við okkur, hr. Brusel.
Við höfum gert skyldu okkar, og farið að öllu eins
og fyrir okkur var lagt«.
»Jæja. Farið þjer nú bara aftur. Þið skuluð
innan skamms fá tilkynningu um, hvað þið eigið að
gera«.
Johnson fór nú út, en óðar en hann var farinn
stóð Brusel upp, og gekk litla stund fram og aftur
hm gólfið. Svo nam hann allt f einu staðar.
»Jeg verð að ráða eitthvað af«, sagði hann við
lögreglustjórann. »Það er öldungis óhætt að treysta
þessum mönnum. Þeir eru svo slungnir og duglegir
sem leynilögreglumenn geta framast verið. Jegþekki
þá og veit, hverju þeir eru færir um að afkasta, 0g
þó koma þeir eins og þeir fóru. Við verðum að ráð-
ast í þetta, sem við höfum talað um, því að annars
eigum víð það á hættu, að gera sjálfa okkur að
athlægi. Þjer útvegið okkur varðhaldsúrskurðinn, hr.
Power. Jeg tek alla ábyrgðina á mig«.
9. kafli.
Að vera á fimmtugsaldri, auðugur, heilsugóður,
vel viti borinn, metorðagjarn og virtur og vel metinn
af öllum, það er í sannleika öfundarvert hlutskifti.
^essara gæða var Saint Alba aðnjótandi í óvenjulega
ríkum mæli. Hann var stórauðugur maður, og hafði
gott vit á alls konar gróðabralli. Hann var alkunnur
að mikils háttar góðgerðasemi. Hann átti mjög
veglegt íbúðarhús í Lundúnum, lifði stórmannlega
og hafði oft ýmsa heldri menn borgarinnar í boði hjá
sjer. Hann var meðlimur fjöldamargra góðgerða-
fjelaga og styrktarfjelaga, og var sjerstaklega í mikl-
um metum hjá kaupmannastjettinni. Hann var ein-
staklega kurteis og háttprúður, frjálslyndur í skoð-
unum og ótrauður stuðningsmaður lista og vísinda.
Því var fleygt, að Saint Alba væri, eftir áeggjun
vina sinna, að hugsa um að verða þingmaður, og að
dvöl hans á Jörfa væri einmitt af þeim rótum runn-
in. Allir vissu, að hann var sameigandi að »Sjávar-
gistihöllinni«, og að hann var að hugsa um að stækka
hana og endurbæta að mjög miklum mun. En það
var víst ekki eingöngu gróðabrallsfyrirtæki, heldur
miklu fremur gert í þeim tilgangi, að fá tækifæri til
að afla atkvæða til næstu þingkosninga. Formaður
»Frelsismannafjelagsins« á Jörfa, hr. Mills, hafði
mörgumm sinnu borðað miðdegisverð hjá Saint Alba,
og Saint Alba hafði einnig tekið þátt í samsætum
hjá öðrum pólitískum leiðtogum þar í hjeraðinu.
Þetta varð að eins þýtt á einn veg, 0g kvitturinn
fjekk enn þá betri fótfestu, þegar það frjettist, að
Saint Alba ætlaði að kaupa jarðeign þar í grenndinni.
Maður, sem átti stóra jörð og búgarð í hjeraðinu og
var sameigandi að stærstu gistihöllinni í bænum, hlaut
líka í raun og veru að geta gert sjer glæsilegar von-
ir um það, að verða kosinn í því kjördæmi, þar sem
kjósendurnir hugsa meira um sinn eiginn hag og um
að þóknast þeim, sem þeir eru á einhvern hátt háðir,
heldur en um hag þjóðarinnar í heild sinni. Kjósend-
urnir á Jörfa vildu um fram allt fá mann, er hefði
hin sömu áhugamál eins og bæjarbúar, og sem hefði
dugnað og úrræði til þess, að koma sem mestu í gegn
bænum til heilla.
Annars var svo að sjá, sem þessi ágæti umsýslu-
maður og mannvinur nyti lífsins í samræmi við
tekjur sínar. Daginn eftir að Madeleine Faure fannst
myrt í loftherberginu í Rob-Roy-Villa, var Saint Alba
svo lítillátur, að taka þátt í ágætum kvöldverði í
gestaskálanum í »Sjávargistihöllinni«, og að máltíð-
inni lokinni hafði hann boðið gestunum að koma yfir 1
sín eigin íbúðarherbergi, og þiggja þar kafii og
vindla.
í tóbaksherberginu gafst Saint Alba færi á að
komast í viðræður við annan tóbaksvin, hr. Vavasour,
eiganda einhvers stærsta frjettablaðsins í Lundúnum.
Þeir höíðu kynnzt eitthvaö lítits háttar áður.
»Nú höfum við þá sjeð á bak Hunter lávarði*,
mælti Vavasour, saug vindilinn sinn og þyrlaði reykn-
um út i herbergið. Það er sagt, að einhver sifjaliðs-
málefni hafi knúð hann til að yflrgefa okkur svona
allt i einu«.
»Hvað segið þjer! Er hann Hunter lávarður
farinn burt úr gistihöllinni?« svaraði Saint Alba.
»Hvenær fór hann af stað?«
»Hann fór með eimlestinni í kvöld, og lafði hans
og allt þjónustulið þeirra fór auðvitað með honum.
En þjer ætlið þó víst ekki að reyna að telja mjer
trú um, að yður sje ókunnugt um komu og brottför
gesta hjer í gistihöllinni?«
Saint Alba geðjaðist auðsæilega ekkl að þessum
orðum, sem hann áleit benda til afstöðu sinnar þar í
höllinni, og svaraði hann því kuldalega: