Haukur - 30.05.1900, Síða 12

Haukur - 30.05.1900, Síða 12
24 HAUKUR. HL 4—6. Það gerðist i kirkjugarðinum. Sólin var nýskeð geng- in til viðar, og Ijett þokuslæða hvildi yflr gröfum hinna fram- liðnu. Þokuslæðan drógst saman í smá-hnoðra, og allt í einu breyttust þessir þjettu þokuhnoðrar i einhverjar kynlegar vofur, einhverjar gráar, háif-gagnsæar þokumynd- ir, sumar stórar og sumar smáar. Sú stærsta þeirra var kona, er hjelt á roðasteinslitri, glóandi kórónu í hendinni. Það var Dauðadisin. Hún kailaði til sín allar þessar iðandi þokumyndir, þakkaði þeim fyrir hjálp þá, er þær höfðu veitt hinna til þess, að eyða mönnunum, og lofaði að gefa hina glóandi, roða- steinslitu kórónuna hverjum þeim, er rrestan dugnað hefði sýnt i þvi, að fjölga íbúum í riki hennar — kirkju- garðinum. Og andarnir gáfu sig fram, hver á fætur öðrum, og sögðu henni nöfn sín. Þeir töluðu margir í senn, og kröfðust þess, að þeim væri fengin kórónan. Ástin íullyrti, að hún væri mesti snillingur i því, að kremja hjörtu manuanna, og tæta þau sundur. Svengd- in staðbæfði, að hún heíði komið miklum fjölda manna í gröfina, og Sorgin og Gremjan sögðu, að þær hefðu ætíð gert allt, sem í þeirra valdi hefði staðið, til þess, að gera Dauðadisina ánægða. Kaldahlátur glumdi við úr vofuhópnum, og þagnaði ekki fyr en Neyðin hafði rutt sjer braut til Dauðadís- arinnar. Hún lýsti þvf með mörgum og skirum orðum, hvernig hún steypti mönnunum í vandræði, volæði og alls konar eymd, og espaði þá þar með til örvílnunar og al- gerðrar sturlunar. »Farið hvert um lönd, sem þið viljið«, mælti hún, >farið og spyrjið alla, sem þið hittið, hversu mörgum jeg hefi íengið skammbyssuna í hönd, hversu mörgum jeg hefi rjett eitrið, og hversu mörgum jeg hefi komið til þess, að steypa sjer i sjóinn! Rjettið mjer kórónuna, Dauðadis. Jeg hefi fullt tilkall til hennart. »Hvað ertu að þvaðra!« var sagt með dimmri og draugalegri röddu, og kona ein, mikil vexti og ægileg ásýndum, tróð sjer fram úr vofuþyrpingunni. »Mjer ber kórónan, rýmið fyrir mjer, jeg er — — Drepsóttin!* »Nei, nú er mjer nóg boðið! Jeg vona þó, að enginn þori að bjóða mjer út sem múgmorðingi. Enginn bleður aðra eins valkesti og jeg, enginn drepur annan eins fjölda og jeg€> mælti Hernaðurinn, og ætlaði að stjaka Drepsóttinni til hliðar. »Jeg vík ekki um hænufet tyrir þjer. Jeg stend við það, sem jeg hefi sagt. Þjóðirnar skjálfa af hræðslu við mig«, öskraði Drepsóttin. »En Framtíðin nötrar og skelfur af ótta fyrir mjer, titrar af angist og kvíða, þegar jeg brytja úrval æsku- lýðsins niður, svo að stundum skiftir tugum þúsunda á dag«, mælti Hernaðurinn. Og Dauðadísin ljet höndina sfga, og rjetti kórónuna fram — — hvorri þessari óttalegu vofu ætlaði hún nú að gefa kórónuna ? Allt í einu gægðust tvö glóandi augu fram úr krókn- um 1 kirkjugarðshorninu, og í sama bili gall við andstyggi- legur, eitraður, gutlandi og hlakkandi hlátur. Einhver afskapleg ófreskja veltist fram úr króknum, hratt öllum öðrum til hliðar, og grenjaði: »Þið ættuð að fá kórónuna — þið ættuð að hljóta verðlaunin? Ha, ha, ha! Þið ættuð að vera þeir, sem koma flestum í gröfina? Ekki nema það þó! Miklir dæmalausir heimskingjar getið þið verið: Hi, hi, hi! Jeg get ekki varizt þess, að hlæja að ykkur, asnarnir ykkar! Hú, hú, hú! — Nei, mjer bera verðlaunin. Jeg á til- kall til kórónunnar. Jeg drep mennina unnvörpum, seint og hægt murka jeg úr þeim lífið, en jeg drep þá —drep þá áreiðanlega — seint og hægt, en áreiðanlega. Unga og gamla ginni jeg eins og þursa — unga og gamla, fá- tæka og ríka. Vopn mín eru seinvirk, en einhlít og óbrigðul. Gegn sumum smíða jeg ruddaleg sverð : brenni- vín, konjak, romm og öl — á aöra nota jeg netta og fágaða rýtinga: kampavín, portvin og sherry, og hvað þau nú heita. Hergagnabúr mitt er ætíð fullt af vopnum. Og vopnin drepa — drepa áreiðanlega — seint og hægt, en áreiðanlega. Jeg---------—« Vanskapningurinn þurfti ekki að telja fleiri afafraks- verkum sinum. Dauðadísinn brosti af ánægju, rjetti hon- um kórónuna, og mælti: >Heill þjer, Alkohol konungur, þú drepur fleiri menn en nokkur annar! Þú hefir þvi fullan rjett til þess, að bera kórónu glötunarinnar! Og allar vofurnar lutu konungi sinum — Alkohol konungi. S k r í 11 u r. Ráðin og roskin stúlka, sem aldrei hefir verið við karlmann kennd, segir, að orsökin til þess, að gömul piparmey elskar köttinn sinn venjulega heitast af öllu, sje sú, að þegar hún hafi sjeð, að hún gat engan mann- inn fengið, hafl hún eðlilega valið það kvikindið, sem næst gengur manninum i ótryggð, svikum og íiáræði. * * * Faðirinn (reiður): Hvernig stendur á þvi, að jeg sá yður kyssa hana dóttur mína i forstofunni i gærkvöld? Ungi maðurinn: Jeg imynda mjer, að það hafi verið vegna þess, að þjer komuð einmitt inn í sama vet- íangi sem jeg kyssti hana. * * * Móðirin: Skemmtir þú þjer vel á skemmtigöngunnif Varstu allt af einsömul ? Dóttirin: Já, mamma min, jeg var allt af ein- sömul ? M ó ð i r i n: Hvernig stendur þá á þvi, að þú fórst af stað með regnhlíf, en kemur heim með göngustaf? * • * •Hvers vegna verða allar ógiftar stúlkur svo guðhræddar, þegar þær eru komnar yfir þrítugt?« spurði gárungi einn ógifta stúlku á fertugsaldri. Stúlkan hugsaði sig um litla stund, en svaraði siðan: >Þær gera það af þakklátsemi við forsjónina, sem hefir verndað þær frá þvi, að falla í klærnar á einhverjum karlmanninum*. Gárunginn svaraði engu. * • • Kennarinn: Getur þú sagt mjer það, Anna litla, hvort það er nokkurstaðar bannað i ritningunni, að sami maðurinn eigi fleiri en eina konu ? A nna litla (eftir litla umhugsun): Já, það er bannað. Þar stendur: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. * * • A. : Er Björn ekki fyrirtaks mælskumaður og ræðu- skörungur ? B. : Hann var það, þangað til hann giftist. A. : En siðan ? B. : Siðan hefir hann verið áheyrandi. * * * Pjetur: Allt af eru þeir að finna upp nýtt og nýtt. Nú hefir einn hugvitsmaðurinn fundið upp hnappalausar skyrtur. Jeg las um það i blöðunum i dag. P á 11: Hvaða vitleysa! Það er ekki nein ný uppgötvun. Jeg hefi verið í slikum skyrtum allt af siðan jeg giftist. • * Jón litli hatði verið í kirkju, og kom hágrátandi heim. Þegar bann var spurður um það, hvers vegna hann væri að gráta, svaraði hann: »Presturinn sagði, að við ættum öll að fæðast á ný, og nú er jegsvo hræddur um, að jeg verði kannske stelpa, þegar jeg fæðist aftur«. BS Af sjerstökum ástæðum verður mynd sú, sem átti að toma í þetta skifti, að biða. Prentsmiðja Stefáns Runóltssonar.

x

Haukur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.