Haukur - 01.05.1902, Qupperneq 2

Haukur - 01.05.1902, Qupperneq 2
HVHR VAB MOBBINGINN ? af vitnunum í La Jonchére hafði lýst í framburði sín- um. Þetta var líka auðsæilega ráðvandur og heiðar- legur maður í alla staði. Svipur hans var einlægnis- legur og góðmannlegur. „Hvað heitið þjer?“ spurði dómarinn. „Marie Pierre Lerouge". „Eru þjer í ætt við Claudine Lorouge?“ „Jeg er maðurinn hennar". „Hva — hvað segið þjer? Maðurinn hennar? Maðurinn konunnar á lífi, og lögreglan veit ekkert um það. AlLir hjeldu, að hún væri ekkja. Hún sagði sjálf, að hún væri það“. „Já, því að á þann hátt gat hún að nokkru leyti rjettJætt breytni sína. Auk þess hafði okkur komið saman um það. Jeg hafði sagt henni, að jeg vildi ekkert hafa saman við hana að sælda framar". „Svo? Já, þjer Itafið sjájfsagt heyrt það, að hún hefir verið myrt?“ „Leynilögreglumaðurinn, sem fór með mig hing- að, sagði mjer frá því“, svaraði sjómaðurinn. „Hún var óræstis-kvendi", bætti hann við með dimmri röddu. „Og þjer áfellið hana — maðurinn henna-r?“ „Jeg heíi því miður næga ástæðu til þess. Já, því er nú ver og miður. Faðir minn sálugi, sem sá . þetta allt fyrir, ljet þó ekki sitt eftir liggja að vara mig við henni. Jeg hló, þegar hann sagði við mig: „Varaðu þig á henni, drengur minn; hún verður okk- ur öllum til vansæmdar". En hann hafði rjett að inæla. Hennai- vegna hefir lögreglan setið um mig eins og þjóf, og nú loksins haft hendur í hári mjer. Alstaðar þar sem lögreglan hefir komið og spurt eftir mjer, hafa menn sjálfsagt stungið saman nefjunum og sagt: „Svona, nú hefir hann eflaust drýgt einhvern glæp“. Og nú stend jeg hjer, frammi fyrir dómaran- um. Hvílík skömm! Lerouge-ættin hefir aldrei orð- ið fyrir slíku fyr. Mínir ættmenn hafa allir verið ráð- vandir og heiðvirðir menn. Spyrjið hvern sem þjer viljið af þeim, sem þekkja mig, og þeir munu svara: „Það sem Lerouge segir, stendur ætíð eins og stafur á bók. Orð hans er jafn gott og gilt, eins og undir- skrift annara". Já, hún var óguðleg kona; og jeg hefi sagt henni, að það hlyti að enda með skelfingu". „Þjer sögðuð henni það?“ „Oft og mörgum sinnum". „Hvers vegna? Verið þjer nú alveg rólegur, vin- ur minn. Mannorð yðar er ekki í neinni hættu hjer. Enginn grennslast eftir þvj. Hvenær gerðuð þjer henni viðvart?" „Þaðerlangt síðan", svaraði sjómaðurinn. „Það eru þrjátíu ár síðan jeg gerði það í fyrsta skifti. Hún var ákaflega virðingargjörn, og vildi ætíð vera að sletta sjer fram i málefni „fína fólksins", og taka þátt í lævísis-brellum þess. Það var það, sem fór með hana. Hún sagði, að maður fengi. peninga fyrir að varðveita leyndarmál; en jeg sagði, að maður hefði skömm og vanvirðu upp úr því. En hún sat nú allt af við sinn keip og vildi öllu ráða“. „Hvers konar brellur voru það, sem konan yðar tók þátt í?“ spurði Daburon. „0, þær voru nú margs konar— “ „HaJdið þjer áfram, vinur minn, segið mjer ná- kvæmlega og rjett frá öllu“. „Jeg verð þá fyrsf að segja yður það“, mælti Lerouge, „að það eru þrjátíu og fimm ár síðan jeg varð ástfanginn í Claudine; það var á Jónsmessukvöld. Það versta var, að hún átti ekki grænan eyrir, en við vorum vel efnum búin. Móðir hennar var ekkja eftir jeg veit ekki hvað marga menn, og hún var óræstis- kona, en faðir minn var allra mesti sómamaður. — Þegar jeg sagði honum, að jeg ætlaði að giftast Clau- dine, bölvaði hann og varð fjúkandi vondur, og viku síðar sendi hann mig á skonnortu einni til Oporto, t.il þess að jeg kæmist í annað Ioftslag. Jeg kom aftur að missiri liðnu, mjór eins og þvengur, en ástfangn- ari en nokkru sinni áður. — f'egar faðir minn sá, að hann gat ekkert, ráðið við mig, og sá að jeg horað- ist með degi hverjum og ætlaði alveg að veslast upp, þá rjeð hann af, að láta mig giftast henni, þótt vit- laust, væti. Svo var það eitt kvöld — við vorum ný- komnir heim úr fiskveiðum, og jeg hafði staðið upp frá kvöldmatarborðinu, án þess að bragða mat — þá sagði harm við mig: „Jeg held að það sje bezt, að þú giftist dóttur þessarar galdranornar, þá fær maður loksins að lifa í friði“. Mig rekur sjerstaklega minni til þessa, vegna þess að jeg reiddist ákaflega. Ójá, það verður engum að auðnuvegi, að giftast þvert á móti vilja foreldianna. — Nú, svo giftum við okkur skömmu síðar. Brúðkaupskvöldið, þegar gestirnir voru farnir, og jeg ætlaði að fara að leggja af stað með konunni minni, tók jeg allt i einu eftir þvi, að faðir minn sati úti í horni og grjet. Jeg komst við af þessu, og fjekk ósjálfrátt eitthvert hugboð um, að hjóna- bandið myndi fara illa. En jeg gleymdi þeirri hugs- un bráðlega aftur. Fyrstu tvö árin gekk allt vel, þótt við kýttum dálítið öðru hvoru. Claudine fór með mig eins og barn. Hún var slungin. Yersti gallinn á henni var það, að hún sóttist svo ákaflega eftir alls konar munaði og viðhöín. Hún eyddi öllu, sem jeg vann mjer inn, i fatnað handa sjer. í hverri viku þurfti hún að fá sjer eitthvað nýtt, — kjóla, skartgripi eða hatta. — Nágrannarnir stungu saman nefjum um þetta, en jeg hjelt, að allt væri eins og það ætti að vera. Þegar sonur okkar var skírður — hann var nefndur Jacques í höfuðið á föður mínum — varð jeg að eyða öllu því, sem jeg hafði sparað og lagt í hand- raðann áður en jeg giftist, Jeg varð að gera það, til þess ab fullnægja munaðarfýkn hennar. En annars hafði jeg hugsað mjer, að kaupa fyrir þessa peninga landspildu dálitla, er var áföst við lóðina okkar. — Jeg var ánægður, og mjer datt ekki í hug, að nein hætta væri á ferðum, þar til einn morgun, er jeg sá einn af þjónum de Commarins greifa kom inn til okk- ar. Höll greifans var skammt frá húsi okkar. fijónn þessi hjet Germain, og mjer hafði ætíð geðjazt illa að honum. Það var sagt, að hann hefði eitthvað verið riðinn við hvarf stúlku-aumingja, sern hjet Tomasine, laglegrar stúlku, sem átti heima í nágrenni við okkur. Það leit svo út, sem greifanum geðjaðist, vel að henni, en svo hvarf hún allt í einu á mjög kynlegan hátt. — Jeg spurði konuna mína, í hverjum erindum þjónninn hefði komið, og hún sagði, að hann hefði kornið til þess, að biðja hana að taka að sjer barn. Fyrst í stað vildi jeg ekki heyra minnzt, á slíkt, en hún færði margar og góðar ástæður fyrir máli sínu. Hún sagð- ist sjá eftir því, hve ijettúðug hún hefði verið og oyðslu- söm; sagðist vilja vinna sjer inn peninga, með því að — 171 — — 172

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.