Haukur - 01.05.1902, Side 3

Haukur - 01.05.1902, Side 3
HVER VAR MORBINGINN? hún skammaðist sín fyrir að sitja aðgerðalaus, þegar jeg yrði að vinna baki brotnu frá morgni til kvölds. Hún sagðist nú ætla að fara að spara og halda vel á eínum okkar, tii þess að drengurinn okkar þyrfti ekki að neyðast til að verða sjómaður. — Hún kvaðst eiga að fá mjög ríflega meðgjöf með barninu, svo að við gætum þá sjálfsagt dregið saman til þess að kaupa lóðarspildu þá, er jeg minntist á áðan“. „Minntist hún ekkei t á það, að börnin væru tvö, og hvað henni hefði verið faiið á hendur að gera við þau?“ spurði dómarinn. Lerouge rak í rogastanz við þessa spurningu. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að það væri ekki ástæðuiaust, er sagt væri, að rjettvísin sæi allt og heyrði allt. „Nei, ekki þá“, svaraði hann. rfEn þjer fáið nú bráðum að heyia það. Viku eftir þetta kom póst- sendill með brjef, og í því var hún beðin um að koma til París, til þess að sækja barnið. „Gott og vel“, sagði hún „jeg fer af stað á rnorgun". Jeg sagði ekki nokkurt oið þá, en morguninn eftir, þegar hún ætiaði að fara að setjast upp í vagninn, sagbi jeg henni allt í einu, að jeg ætiaði að fara með henni. Það var okki hægt að sjá, að henni misbkaði það neitt. Hún virtist þvert á móti vera mjög ánægð með það. — Hún átti að taka barnið hjá maddömu Gerdy, sem átti heima við „Boulevarden" í París. Okkur kom saman ura það, að hún skyldi tara ein- sömul eftir barninu, en jeg skyldi bíða eftir henni í veitingahúsi einu. Þegar hún var farin, fór jeg að verða órólegur. Jeg fór út skömmu seinna, og beið í nánd við hús það, sem maddama Gerdy var í. Jeg fór að spyrja þjónustufólk og aðra, er jeg hitti, hver hún væri, þessi maddama Gerdy. Og jeg komst þá að því, að hún var hjákona de Commarins greifa Jeg varð svo gramur i geði, að hetöi jeg mátt nokkru ráða, þá skyldi konan mín hafa farið án þess að taka barnið raeð sjer. Jeg er bara fátækur sjómaður, og jeg játa það, að manni getur stundum orðið það á, að gleyma sjálfum sjer. Maður drekkur of mikið, eða lendir í einhverju hringli með vinum sínum. En að maður, sem á konu og barn, skuli halda við aðra konu, og láta henni í tje það sem konan hans og iög- legir afkomendur eiga með rjettu tiikall tii, það flnnst mjer bæði ljótt og heimskulegt. Eða er það ekki satt?“ „Jú, það segið þjer alveg satt“, svaraði Dabu- ron. „En kærið yður nú ekkert um það, livað yður flnnst; haldið þjer bara áfram“. „Claudine var þrárri en nokkur sauðkind. Yið rifumst um þetta fram og aft.ur í þrjá daga, en loks- ins varð jeg nauðugur viljugur að láta undan. Þá sagði hún mjer, að við ættum ekki að fara heim aftur í póstvagninum. Stúlkan, móðir barnsins, var hrædd um, að barninu yrði máske um ferðina, og hafði hún þess vegna gert þær ráðstafanir, að við skyldum ferðast í hennar eigin vagni, og hafa mjög stuttar dagleiðir. — Jeg var nögu vitlaus til þess, að iáta mjer það vel iika, og varð meira að segja feginn að fá á þennan hátt tækifæri til að atliuga í næði hjerað það, er við áttum leið um. Við vorum svo látin fara með börnin, barnið okkar og uppeldisbarnið, upp í afar-skrautlegan vagn með ljómandi fallegum hestum fyrir, og svo iagði einkennisbúinn ekill af stað með okkur. Konan mín var alveg vitlaus af gleði. Hún kyssti rnig hvað eftir annað, og hampaði heilmiklu af gullpeningum framan i mig. Tilflnningar minar urðu eitthvað skringilegar, eins og tiiflnningar ráðvands manns, er flnnur peninga í húsi sínu, sem hann veit, að hann hefir ekki unnið sjer inn sjálfur. Þegar hún sá, hvernig mjer varð við, ásetti hún sjer, að segja mjer frá öliu saman. — Hún sagði þá við mig, og hampaði um leið fullum hnefunum af peningum: „Taktu nú eftir, góðurinn minn. Hjer eftir getum við ætíð haft svo mikla peninga, sem við viljum, og nú skal jeg segja þjer ástæðuna: Greifinn heflr átt barn með konunni sinni um sama leyti og þetta fæddist, en honum þykir miklu vænna um hjákonuna, heidur en konuna, og vill þess vegna láta þetta barn bera nafn sitt og verða erfingja að auðnum og aðais- tigninni. Og þessu get jeg komið i kring fyrir hann. I veitingahúsi einu, sem við gistum í á leiðinni, kemur Germain og barnfóstra til okkar með hjónabandsbarnið. Við verðum öli í sama herbergi, og um nóttina eigum við að hafa skifti á börnunum. Bæði börnin hafa í því skyni verið færð í alveg samskonar búning. Fyrir þetta handarvik hefir greifinn gefið mjer átta þúsundir franka í peningum, og að auki fæ jeg þúsund franka í h'feyri á hverju ári“. „Og þjer“, mælti dómarinn, „þjer, sem segizt vera heiðvirður maður, ijetuð slíkt níðingsverk við- gangast, og hefðuð þó eflaust getað komið í veg fyrir það með einu orði“. „Lofið þjer mjer nú að ijúka sögu minni, herra minn“, mælti Lerouge. „Gott og vel, haldið þjer áfram“. „Jeg varð fyrst svo reiður, að jeg gat engu orði upp komið. En hún, sem venjulega var hrædd við mig, þegar jeg varð reiður, hló bara að mjer og mælti: „Mikiil skeifllegur þorskur geturðu verið. Hlustaðu nú á mig, áður en þú stekkur upp á nef þjer af reiði. Greifinn er eini maðurinn, sem vill fá þessu fra.mgengt, og það er hann, sem borgar fyrir það. Hjákonan hans, veslings móðirin, vill lielzt ekki láta skifta um börnin. Hún lætur bara svo sem hún vilji það, til þess að styggja ekki elskhugann sinn, og vegna þess að hún hefir hugsað sjer annað ráð. — Hún kaliaði á mig inn í hliðarherbergi eitt, þegar jeg var inni hjá henni, og þá sagði hún mjer, að hún gæti ekki hugs- að til þess, að eiga að skilja barnið sit.t við sig, og eiga að ala annað barn upp í staðinn fyrir það. Hún sagði, að ef jeg vildi heita sjer því, að skifta ekki um börnin, og segja greifanum ekki frá því, þá skyldi Hún gefa mjer tíu þúsundir franka í peningum og á- byrgjast mjer lífeyri, jafnmikinn þeim, sem greifinn ha.fði lofað mjer. Hún sagði enn fremur, að hún gæti auðveldlega sjeð, hvort jeg efndi orð mín, eða ekki, því að hún hefði sett viðkennslamerki á drenginn sinn. Hún sýndi mjer ekki merkið, og jeg hefi leitað ná- kvæmlega um hann allan, en ekki getað fundið það. Skilurðu nú? Jeg tek bara þennan drong hjerna, og el hann upp, en segi greifanum, að jeg hafi haft skifti á börnunum. Við fáum peninga úr tveim áttum, og á þann hátt getur Jacques lit.li orðið ríkur maður. Sko, kysstu nú konuna þína, sem er svona miklu skyn- samari heldur en þú““. — 173 — — 174 —

x

Haukur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.