Haukur - 01.05.1902, Blaðsíða 7

Haukur - 01.05.1902, Blaðsíða 7
HTÍTA VOI'AN. að eiga nokkurs konar tilkall til yðar; það er eins og þjer heyrið okkur til að vissu leyti, þar sem við vorum fyrstu vinirnir, er þjer funduð hjer í Louisi- ana. En hver kemur þarna? Svo sannarlega sem jeg lifi, er það hann Pierre gamli, þjónninn hans Lecours. Hann breytist hjer um bil ekkert með aldrinum, karlinn, því að hanrj lítur enn þá út alveg eins og hann leit út fyrir tíu árum“. Pierre þekkti Adolph líka, og nam staðar, til þess að taka ofan fyrir honum. „Hvað það var gaman, að fá að sjá yður, Ad- olph. Jeg sagði kerlingunni minni í morgun, að þetta myndi verða heilladagur fyrir mig“. „Já, og þjer hefir ratazt satt á munn“, svaraði Mendon brosandi, „því að hjer færi jeg þjer engil einn, sem upp frá þessu á að verða húsmóðir þín“. Svertinginn hneigði sig kurteisislega fyrir ungu stúlkunni, er brosti vingjarnlega og mælti: „Jeg er komin til þess, að halda til hjá honum afa mínum, Pierre, og líta eftir því, að almennilega sje annast um hann í elli hans“. Pierre flennti upp augun og glápti á stúlkuna. „Dvelja? “ endurtók hann. „í’jer ætlið að dvelja í „Óhugnaðarborg" ? Nú hefl jeg aldrei heyrt annað eins. Spyrjið þjer bara hann Adolph, hvort það sjeu nokkur tiltök til þess“. „Þarna heyrið þjer, ungfrú góð“, mælti Men- don. „Negrinn, sem efiaust heflr vanizt misjafnri með- ferð frá barnæsku, álítur ókleift fyrir yður, að fram kvæma fyrirætlun yðar*. „Jeg ætla samt að reyna það“, svaraði stúlkan einbeitt. „Úr því jeg hefl skilið við klaustrið, og er komin svona langt, í þeim tiigangi, að verða hjá afa mínum, þá vil jeg ógjarnan hverfa aftur að óreyndu", Förunautur hennar kinkaði kolli, en sagði ekkert. Svo sner*i hann sjer að svertingjanum og spurði: „Hvert ætlar þú að ferðast, Pierre?" „Jeg er á leið til póstshússins, til þess að skila þar bréfum, og jeg held helzt að annað þeirra sje til stúlkunnar, og sje skeyti frá húsbóndanum um það, að hann vilji ekki meðneinu skilyrði hafa hana hjá sjer“. „Lofaðu rnjer að líta ú það“. Pierre rjetti Mendon brjefln, og las hann utaná- skriftina hátt. Adrienne rjetti út höndina, og ætlaði að taka við breflnu. „Fyrirgeflð, ungfrú góð“,mælti Pierre kurteisislega, „en hann húsbóndi minn er geðríkur maður og mjög bráður, og ef jeg fer ekki með brjefln á pósthúsið, eins og hann heflr skipað mjer, þá getur vel viljað til að hann særi tilfinningar mínar, og jeg er mjög tilfinn- inganæmur". „Kærðu þig ekkert um það, Pierre", mælti Mendon hlæjandi. „Jeg skal segja honum Jjecour gamla frá því, hvernig á því stendur, að þú fer ekki með brjeflð, og þú skalt ekki komast í neina bölvun fyrir það. Komdu nú með okkur, og svo segi jeg húsbónda þín- um, að við höfum klófest póstsendilinn hans á leið- inni. Það er sjálfsagt óþarft líka, að senda hitt brjeflð af stað, úr því svona er komið“. „Ætlið J>jer líka til Bellair? Hamingjan góða hjálpi mjer. Pá er jeg viss um, að heimsendir er bráðum kominn“. — 181 — „Jeg vona, að hans sje langt að bíða enn þá, gamli minn. En snúðu nú við og ríddu á eftir okkur. Jeg ætla sem sje í raun og veru að heimsækja Lecour gamla“. Þau riðu nú öll þegjandi áleiðis heim að höllinni, og hafði hvert þeirra um sig ærið umhugsunarefni; þau voru sem sje að hugsa um það, hvernig viðtökur þau myndu fá hjá Lecour gamla. Adrienne hengdi tauminn á handlegg sjer, og fór að rífa upp brjefið. Hún varð náföl, er hún sá það, að Lecour harðbann- aði henni að koma, og það brann eldur úr augum Mendons, þegar hann sá, hver áhrif brjefið hafði á hana“. „Er það sem mig grunar, ungfrú góð?“ spurði hann alvarlega. „Yill Lecour ekki taka við yður? Hvers vegna viljið þjer þá vera að gera svo lítið úr yður, að biðja hann um húsaskjól? Haflð núráðmín, og snúið þegar við aftur heim til móður minnar“. Adienne braut brjefið saman í hægðum sínum, og stakk því í vasa sinn. „Úr því jeg er nú kominn svona nærri honum afa mínum, þá verð jeg að tala við hann fyrst, og sjá svo, hvort það er nauðsynlegt fyrir mig, að þiggja tilboð móður yðar“, mælti hún að lokum. „Pegar hann skrifaði þetta brjef, vissi hann ekki annað, en að jeg væri í klaustrinu, tryggilega geymd undir vernd- arvæng nunnanna, og jeg álítrjett, að biðja hann ásjár, áður en jeg þigg annara hjálp. Pað sakar að minnsta kosti ekki, þótt jeg reyni það“. Mendon svaraði engu, en beit á vörina af gremju. Pau riðu nú hratt, unz þau komu að skógi þeim, sem var umhverfis húsið. Skógurinn var svo þjettur og fullur af fljettujurtum, að hvergi varð komizt gegnum hann heim að húsinu, nema eftir stíg einum, er var svo mjór, að tveir menn gátu ekki riðið samsíða. Mendon reið fremtur, og Adrienne næst honum. Þegar hún kom inn í þennan skuggalega skóg, og sá trjá toppana lykjast saman yfir höfði sjer, kom allt í einu einhver óhugð yfir hana, og henni fannst hjartað í sjer engjast saman af sársauka — hún hafði fengið eitthvert óljóst hugboð um þrautir og mótlæti, erhún yrði að reyna í nýja heimkynninu. 4. kapítuli. Loksins komu þau Mendon og Adrienne heim að húsinu; þau námu staðar við framhlið þess, og fóru af baki. Svo litu þau við, til þess að gæta að Pierre, en hann var þá horfinn. Hann hafði farið eftir snið- stíg einum, er lá heim að lcofa þeirra götnlu hjónanna, til þess að skýra Eady frá komu þessara óvæntu gesta. Gólflð í ganginum með framhlið hússins var al- þakin visnu skógarlaufi, og hurðarhamarinn, sem var ur járni, var svo ryðgaður, að naumast var hægt að nota hann. Þegar Mendon barði að dyrum, tók svo undir í höllinni, að það var líkast þrumuhjóði, en eng- inn svaraði eða kom til dyra. Svo drap Mendon aítur að dyrum, svo bergmálið glumdi í höllinni. fá var allt i einu hrundið upp glugga einum á turni Lecours. Ijecour kom út í gluggann og teygði höfuðið fratn yfir grindurnar á veggsvölunum. „Hver er það, sem er berja þarna niðri?“ spurði hann reiður. „Yitið þið það ekki enn þá, að jeg hleypi — 282 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.