Haukur - 01.01.1910, Blaðsíða 5

Haukur - 01.01.1910, Blaðsíða 5
 1 ýSjiniýri Sherlock Ijolmes Leynilögreglusögur eftir A. Conan Doyle II / ^^ Rauðar rúnir. Síöari hlutinn. Meðal hinna síðustu daga heilögu. (Framh.). »Aðra nótt um miðnætti«, mælti sá, er fyr hom í ljós, og virlist vera foringinn. »Þegar uglan ''ælir í þriðja sinn«. »Gott og vel«, svaraði hinn. »Á' jeg að láta það berast til bróður Drebbers?« »Lát það berast til hans, og frá honum til hinna. Níu til sjö!« »Sjö til fimm!« svaraði liinn, og svo hurlu háðir skuggarnir, sinn í hvora átt. Siðustu orðin 'voru auðsæilega einhvers konar þekkiorð. Þegar Jefferson Hope heyrði ekki lengur fóta- fak varðmannanna, spratt hann á fætur, leiddi fjelaga sina út um hliðið, og hljóp með þá út yfir akurinn, svo hratt, sem hann gat. Og þegar stúlk- an ætlaði að gefast upp, studdi hann hana eða har til hálfs, með því að halda handleggnum utan om liana. »Flýtið ykkur, flýtið ykkur!« hvíslaði hann hvað eftir annað. »Nú erum við komin út úr varðmannabringnum, og nú er allt undirþvíkom- ið, að við sjeum nógu liraðfara. Flýtið ykkur í guðanna bænum!« Þegar þau loks komu út á veginn, gekk þeim niiklu greiðara. Einu sinni urðu þau þess vör, að þau höfðu nærri rekið sig á mann, en þeim auðn- aðist að komast inn á akur einn, án þess maður- inn yrði þeirra var. Áður en þau voru komin alla leið að bænum, beygði veiðimaðurinn út af ■veginum, og fór eftir mjóum, ósljettum stíg, sem lá til fjalla. Tveir liáir og skuggalegir hamrar gnæfðu við himinn skammt frá þeim, og.skarðið á milli þeirra var Arnargilið, þar sem hestarnir hiðu þeirra. Jefferson Hope voru allar leiðir kunn- nr. Hann krækti með þau feðgin innan um stór- grýti og eftir fornum lækjarfarvegum, unz hann að lokum beygði inn á afvikinn grasblett milli hárra kletta. Þar voru reiðskjótarnir bundnir á streng. Stúlkan var látin á bak múldýrinu, og Ferrier gamli steig á bak öðrum hestinum með peninga- Poka sinn, en Jefferson Hope fór á undan og leymdi hinn hestinn þessa stórgrýttu, bröttu og hættulegu leið, er þau urðu að fara. Það var villugjörn leið i meira lagi, og ekki alitleg fyrir þá, sem óvanir voru að ferðast um fjöllin. Til annarar handar var svart og hrikalegt hamrabelti, meira en þúsund fet á hæð, alsett af- arháum stuðlabergssúlum, er litu út sem rif í einhverri afskaplegri ófreskju, seiu hefði dagað þarna uppi og orðið að steini. [En til hinnar handarinnar var stórgi-ýtisurð, sem var með öllu ófær yfirferðar. Milli hamarsins og urðarinnar var stígurinn í ótal krókum, og víðast svo mjór að þau urðu að feta sig hvert á eftir öðru, og svo grýttur og slitróttur, að hann var gersamlega ófær fyrir óvana reiðmenn. En þrátt fyrir allar hættur og torfærur, varð tlóttamönnunum æ ljettara um hjartaræturnar, því að hvert skrefið flutti þau þó lítið eitt fjær harð- stjórninni óttalegu, sem þau voru að flýja undan. Samt sem áður fengu þau bráðlega sönnun fyrir því, að þau voru enn þá innan umráðasviðs hinna síðustu daga heilögu. Þau voru komin þangað, sem skarðið var allra hrikalegast og verst yfirferðar, þegar Lucy rak upp lágt skelfingaróp, og benti upp í loftið. Á klettasnös, sem skagaði fram yfir veginn, stóð varðmaður einn, og sást hann greinilega, er hann bar við himininn. Hann varð þeirra var í sömu andránni, sem þau sáu hann, og kallaði til þeirra að hermanna sið: »Hverjir fara þar?« »Ferðamenn á leið til Nevada«, svaraði Jeff- erson Hope, og greip um byssu sína. Þau sáu, að varðmaðurinn tók byssuna, er hann hafði stutt sig við, dró bóginn upp, og starði á þau, eins og hann væri ekki alls kostar ánægð- ur með svar þeirra. »Með hvers leyfi?« spurði hann. »Hinna fjögra heilögu«, svaraði Ferrier. Reynsl- an liafði kennt honum, að þetta var hin æðsta valdstjórn, sem hann gat nefnt þeim. »Niu til sjö!« lcallaði varðmaðurinn. »Sjö til fimm«, svaraði Jefferson Hope við- stöðulaust, því að hann mundi enn eftir þekkiorði því, er hann hafði lieyrt í garðinum. »Rjett, og drottinn sje með ykkur«, mælti mað- urinn á klettasnösinni. Vegurinn varð nú smám saman breiðari og greiðfærari, svo að hægt var að láta hestana brokka. Þegar flóttamennirnir litu við, sáu þeir, að varðmaðurinn hallaði sjer fram á byssu sína, og sneri baki við þeim. Þau skildu það nú, að þau myndu vera komin fram hjá yzta útverði »hinna útvöldu«, og að fram undan þeim var frelsið og öruggleikinn. Sí 5. kapítnli. Refsinornirnar. Alla nóttina lá leið þeirra eftir krókóttum gljúfrum og villugjörnum, stórgrýttum stígum. Þau viltust oftar en einu sinni af réttri leið, en Jefíer- son Hope var svo gagnkunnugur öllum Qallveg- 9 — 10 -

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.