Haukur - 01.01.1910, Blaðsíða 6
H A U K U R .
um, að hann fann veginn ætíð fljótlega aftur.
Þegar lýsti af degi blasti við þeim hrikalega fagurt
útsýni. Risavaxnir, snætypptir fjallatindar gægðust
hver upp yfir herðarnar á öðrum svo langt sem
augað eygði. Og fjallveggirnir til beggja hliða
voru svo brattir, að lævirkjatrjen og furutrjen, sem
uxu í brekkunum, virtust svífa í loftinu yfir höfð-
um þeirra, og það var varla hægt að hugsa sjer
annað, en að þau hlytu að hrynja við hvað lítinn
vindblæ sem væri. Og hættan á þessu var ekki
imyndun ein, þvi að gljúfrarklauf þessi var alþakin
trjástofnum og stórgrýti, er hrunið hafði ofan úr
brekkunum, og meðan flóttamennirnir voru á ferð-
inni, losnaði stóreflisbjarg efst uppi í annari brekk-
unni, og hentist ofan með dunum og dynkjum,
svo að bergmálaði í hömrunum og hestarnir fæld-
ust og fóru á stökk, þótt vegurinn væri illur
yfirferðar.
Þegar sólin kom upp og hóf sig hægt og hægt
á loft, roðaði hún fyrst liæstu jökultindana, og
svo hvern þeirra af öðrum, eins og verið væri að
kveikja ótal hátíðaljós, unz þeir voru allir orðnir
glóandi rauðir, og ljómuðu hver í lcapp við annan.
Það var eins og þessi óumræðilega fagra og dýrð-
Iega sjón veitti nýjum hug og dug í hjörtu flótta-
mannanna. Við straumharðan læk, er steyptist
ofan úr gljúfri einu, námu þau staðar litla stund,
til þess að brynna reiðskjótum sínum, og fá sjer
ofurlítinn bita. Lucy og faðir hennar hefðu gjarn-
an viljað hvíla sig lítið eitt lengur, en Jefferson
Hope sýndi þeim enga vægð nje vorkunn.
»Nú hljóta þeír að vera farnir að veita okkur
eftirför«, mælti hann, »og þess vegna er nú allt
undir því komið, að við hröðum ferð okkar
nægilega. Ef við komumst heilu og höldnu til
Carson, þá getum við hvílt okkur úr því alla okk-
ar æfi«.
Þau hjeldu nú áfram allan daginn, þótt erfitt
gengi, gegnum kleifar og upp og ofan klungur-
brekkur, og um kvöldið taldist þeim svo til, að
þau hlytu að vera komin um eða yfir þrjátíu
mílur vegar burtu frá óvinunum. Þau völdu sjer
náttstað um kvöldið undir skúta einum, því að
þar var skjól fyrir næturnepjunni, og til þess að
halda á sjer hita, hjúfruðu þau sig fast saman og
breiddu yfirhafnir sínar ofan á sig. Þarna sváfu
þau fáeinar klukkustundir. En fyrir dögun voru
þau aftur komin á kreik, og er þau höfðu jetið
og drukkið lítið eitt, lögðu þau enn af stað. Þau
höfðu ekki enn þá sjeð þess nein merki, að þeim
væri veitt eftirför, og Jefferson Hope var farinn að
vona, að þau væru algerlega sloppin úr klóm
leynivaldsins ógurlega. Hann hafði þá eklci hug-
boð um það, hversu langt það gat teygt járnhramma
sina, og hvað þess var skammt að bíða, að það
næðu tökum á þeim, og bæri þau ofurliói.
Þetta var annar dagur þeirra á flóttanum.
Síðari hluta dags, þegar þau ætluðu að fara að
fá sjer bita, urðu þau þess vör, að nesti þeirra,
sem hafði verið af skornum skammti, var alveg
að þrotum komið. En Jefferson Hope setti það
ekki fyrir sig, því að það var oftast gott til veiða
þar á íjöllunum, og hann liafði oft áður orðið að
— 11 —
lifa eingöngu á því, sem hann gat aflað sjer með
byssu sinni.
Hann fór með þau inn í afkima einn milli
tveggja kletta, safnaði þurrum viðargreinum, og
kveikti bál, til þess að þau gætu vermt sig við
það, því að nú voru þau hjer um bil fimm þús-
und fetum hærra en sjávarmál, og loftið var nístandi
kalt. Þegar hann því næst hafði bundið reið-
skjótana á streng, og kvatt Lucy með kossi, lagði
hann byssuna á öxl sjer, og hjelt af stað, til þess
að skjóta til matar fugla eða dýr, er hann kæmist
í skotfæri við. Þegar honum varð fyrst litið til baka,
sá hann gamla manninn og unnustu sína sitja við
eldinn og orna sjer, og reiðskjótana hreyfingarlausa.
En þegar hann hafði lialdið nokkrum skrefuni
lengra, bar klett á milli, svo að hann sá þau
ekki lengur.
Hann gekk sjálfsagt einar tvær milur vegar,
eða meira, án þess að koma auga á nokkura veiði,
jafnvel þó hann sæi það á berlci trjánna og fleiri
merkjum, að það hlyti að vera mikið aí bjarndýr-
um þar um slóðir. Þegar hann hafði leitað ár-
angurslaust í fullar tvær klukkustundir, var hann
farinn að hugsa um að snúa aftur við svo búið,
og liætta við veiðina þann daginn, en þá varð hon-
um litið upp fyrir sig, og þar sá hann sjón, er
fyllti hann fögnuði.
Á þverhniptri klettasnös, hjer um bil 3—4
hundruð fet fyrir ofan hann, stóð dýr eitt sem var
að ýmsu leyti svipað sauðkind, en með tveimur
ákaflega stórum hornum. »Stórhyrningurinn« —
svo nefna veiðimenn dýr þetta — var auðsjáanlega
á verði fyrir hóp, sem ekki sást þaðan sem Jeff-
erson var. En til allrar hamingju sneri dýrið
frá honum, og liafði ekki tekið eftir lionum enn
þá. Hann lagðist flatur, studdi rifflinum við
stórann stein og miðaði vandlega, áður en hann
Ijet skotið ríða af. Dýrið tók viðbragð og hopp-
aði upp í loftið, rambaði því næst eitt andartak á
hamarbrúninni, og hrapaði svo ofan fyrir bjargið,
alla leið að fótum veiðimannsins.
Dýrið var svo stórt, að það var ekki til að
tala um, að hann gæti borið það í heilu lagi, og
varð hann því að láta sjer nægja, að taka annað
lærið og nokkuð af bringunni. Með þessa byrði
á bakinu sneri hann aftur, og hraðaði ferð sinni
sem mest hann mátti, því að mjög var orðið á-
liðið, og farið að skyggja af nóttu.
En hann komst bráðlega að raun um, að það
var enginn hægðarleikur að finna hina rjettu leið.
Veiðihugurinn hafði verið svo mikill, að hann
hafði hætt sjer miklu lengra, heldur en honuni
voru leiðir kunnar. Dalurinn, sem hann var stadd-
ur í, skiftist í ótal afdali, og úr þeim lágu svo aftur
aðrir dalir til beggja handa, og allir voru dalir
þessir svo líkir hver öðrum, að ómögulegt var fyrir
ókunnugan að gera greinarmun á þeim. Hann
hjelt lengi eftir einum þeirra, en að lokum rak
hann sig á læk einn, er hann var viss um að
hafa ekki sjeð áður. Hann sannfærðist því um
það, að liann hefði tekið ranga stefnu, og reyndi
því fyrir sjer í aðra átt, en það fór á sömu leið.
Það tók óðum að skyggja, og var nærri orðið
— 12 —