Haukur - 01.01.1910, Blaðsíða 10

Haukur - 01.01.1910, Blaðsíða 10
HAUKUR. sjer að fara á sleðum alla leið umhverfis Grænland norðanvert, og suður í nyrztu skrælingjabyggð á Vesturströndinni, Cape Yorc, og er þá naumast að vænta frjetta af honum fyr en á næsta ári. — Þetta er í annað skifti, sem Mikkelsen hefir misst skip sitt í ísi. Fyrra skipið var „Hertogainnan af Bedford" lítið trjeskip, sem hann fór á í leiðangur norður í íshaf 1906—'07. Það fórst í (si norður af Alaska, og var Mikkelsen þá, eins og nú, í 'sleðaferð á ísn- um, langar leiðir frá skipinu. Norðurför Roalds Amundsen. Norðmað- urinn Roald Amundsen er nýlega lagður af stað f nýjan Norðurheimskautsleiðangur. Hann er áður frægur norðurfari frá „Gjöa‘‘-leiðangrinum fyrir nokkrum árum. Þessa för fer hann á skipinu „Fram“, sem allir kannast við frá ferðum þeirra Nansens og Sverdrups. Tilgangur Amundsens er ekki sá, að ná Norðurheimskautinu, fremur en verk- ast vill, heldur reyna að rannsaka ýms óþekkt svæði í Norðuríshafinu. Fram hefir verið við hafrann- sóknir í Atlantshafinu f sumar, og úr þeim fer Amundsen af stað í norðurför sína. Fer hannvest- ur fyrir Ameríku, kemur við í San Francisco, og Ieggur það- an af stað norður í Norðurheimskautshöfin. Myndin sýnir Amundsen og fjelaga hans á skipinu Fram. Það er Amund- sen, sem hvfti krossinn er við. Minnismerki Niels Finsens, ljóslæknisins fræga, hefir nýskeð verið reist við framhhð Ríkisspítalans nýja í Kaupmannahöfn. Það er listaverk mikið eftir H. Tegner líkansmið, og nefnist: „Til Ijóssins". Margir aðrir líkansmið- ir gerðu uppkast að minnismerkinu, en uppkast Tengners var dæmt bezt. Flug frá París til Lundúna. Stór—blaðið »Daily Mail« hafði heitið afar-háum verðlaunum fyr- ir flug milli þessara tveggja höfuðborga. Latham, sem flestir munu hafa heyrt getið, reyndi fyrstur, en vjel hans bilaði, svo hann varð að hætta við förina. Þá fór Spánverji einn, Moisant, að nafni, afstað. Hann var með öllu óþekkt- ur fiugmaður áður, hafði að eins örsjaldan lagt í loft upp, áður en hann fór í þessa för. Hann lagði af stað frá flugvellinum Islele-Moieaux í París 17. Moisant flugmaður. ág. síðastl., kom við í Amiens og Calais, flaug síðan yfir Ermarsund í töluverðum stormi, og hjelt beina leið til Lundúna. Nálægt bænum Tilmanstone bilaði vjel hans eitthvað, svo að hann varð að lenda; en honum tókst eftir nokkra daga að gera við hana, og komst hann alla leið til Lundúna 6. þ. m. Hann hafði farþega. vjelmeistara sinn, með sjer alla leið. Banatilræð:. Fyrir skömmu var Gaynor majór, borg- arstjóri í New-York, staddur úti á þýzka fólksflutningaskipinu »Kaiser Wilhelm der Grosse*, er hann ætlaði á snögga ferð til Norðurálfunnar, og vissu menn þá ekki fyrri til, en skotið var á hann úr skammbyssu. Kúlan kom i kjálkann á borg- arstjóranum, og hrökk þar f tvennt, og blæddi svo mikið úr sárinu, að í fulla viku var tvísýnt um líf borgarstjórans. 111- virkinn var gamall hafnargæzlumaður, sem Gallagher hjet, og Minnismerki N. Finsens. Gaynor borgarstjóri eftir tilræðið. lá við sjálft, að mannfjöldinn dræpi hann í gremju sinni — án dóms og laga. Hann þykist hafa framið banatilræðið í því skyni, að hefna sín á Gaynor, með því sjer hefði verið sagt upp gæzlumannsstarfinu af hans völdum. En í raun og veru lítur helzt út fyrir, að óvinir Gaynors hafi keypt hann úl þess. Gaynor var valinn borgarstjóri í New-York í júlí 1909, en tók ekki við embættinu fyr en í janúar 1910, og á nokkrum mánuðum hefir hann komið á ýmsum stórfelldum endurbótum, sem miða að þvf, að koma í veg fyrir ýmiskon- ar valdamisbeiting. Einkum hefir hann haft vakandi auga á lögreglunni, sem hefir beitt borgarana alls konar harðstjórn og hótunum, og lagt á þá nauðungarfjegjöld, í stað þess að vernda þá og verja. Ein setning Gaynors um lögregluna er orðfleyg orðin: »Bezta ráðið til þess, að fá Iögreglumennina til að haga sjer eins og heiðarlegir menn, er það, að fara með þá eins og þeir hefðu sómatilfinningu«. Endurbætur Gaynors hafa þegar sparað New-York 1,718,000 dollara, sem áður runnu í vasa valdhafanna. Það er því eðlilegt, að Gaynor hafi eignazt óvini meðal þeirra, sem orðið hafa fyrir tekju- missi af endurbótum hans, en jafnframt því hefir hann áunnið sjer dæmafáa lýðhylli, og er talið, að hann gangi næst Roosevelt, að því er vinsældir alþýðu snertir. Banatilræðið hefir og orðið til þess, að styrkja álit hans, og ef hann — eins og margir halda — ætlar að bjóða sig fram við næstu forsetakosningar, þá eru mikil líkindi til þess, að hann verði kosinn. — Myndin sýnir borgarstjórann í sömu svipan, sem skotið hitti hann. Tveir menn hlaupa þegar að, til að styðja hann, en blóðið streymir úr sárinu á andlitinu. ( — 19 — — 20 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.