Haukur - 01.01.1911, Qupperneq 3

Haukur - 01.01.1911, Qupperneq 3
HAUKUR. Miljónir manna skulu lúta í auðmýkt konu þeirri, sem nú verður að berjast óttalegri baráttu, til þess að ná takmarki sínu. 2 7. kapítnli. Hjarta-ás. Elín sat ein lieima hjá sjer, og var döpur í bragði. Hún þóttist hafa orðið þess vör, að það var eitthvað, sem fyllti huga Ariberts meira og meira. En hvort það voru skyldustörf hans, eða það var einhver kona, fríðari og meir aðlaðandi en hún, það vissi hún ekki. Hún kvaldist aí afbrýðissemi. Hún kreppti ósjálfrátt litla hnefann sinn, og hjarta hennar ^ngdist sundur og saman af sársaukanum. »Jeg elska hann«, sagði hún við sjálfa sig og stundi við. »Já, jeg finn það, að jeg hlýt allt af að elska hann, og hugsa einungis um hamingju hans«. En hver ráð átti hún að hafa, til þess að styðja að henni? Hvernig átti hún að fara að því, að gera hann sælan og ánægðan? Hún hafði álitið bezt fyrir sig, að leita ráða þjá skriftaföður sínum. Eftir að hún giftist Aribert, hafði hún sem sje lineigzt að kaþólskri trú, því að hans trúarbrögð hlutu þó að vera rjettari en hennar. Og skriftafaðir hennar hafði ráðið henni til þess, að ganga í klaustur, og biðja þar í einver- ,l|nni óaflátanlega fyrir gæfu Ariberts. Elín varð lengi að eiga í stríði við sjálfa sig, aður en hún gæti fengið af sjer, að fara að þessu ráði. Og fyrst varð hún þó að fá fulla vissu fyrir Því, að Aribert elskaði aðra konu. En þá vissu fjekk liún fyr en hana varði, því að einmitt meðan hún var í þessum raunalegu Eugleiðingum, var dyrunum lokið upp, hægt og §ætilega, og unglingsmaður einn kom í gættina. »Eruð þjer ein?« spurði hann í hljóði. »Já«. »Jeg þarf að tala við yður í einrúmi. Þjer Eorfið á mig undrandi. — Þjer þekkið mig ekki. Jeg er Hjarta-ás«. »Hjarta-ás?« hafði Eh'n upp eftir honum. »Jeg cr gáta.........sem þó verður einhvern l‘>na ráðin — — jeg vona, að jeg nái tilgangi lr>ínum«. Það var eins og hann talaði þetta að nokkru leyti við sjálfan sig. »Hvað get jeg gert fyrir yður?« spurði Elín. »Frelsað manninn yðar frá glötunardíki þvi, Seui hann stefnir að«. »Hvað eigið þjer við .... Aribert............?« »Þjer þekkið víst ekki frú Nischinkin, þá mest ^öfrandi og aðlaðandi konu, sem fæðst hefir á þess- ari öld. Hún hefir einsett sjer, að velta Riissa- (lrottningu úr sæti, og setja kórónuna á sitt eigið höfuð..........En til þess að ná þessu takmarki, Þttrf hún að hafa fleiri en einn, sem styðja liana — 53 — ósjálfrátt, og meðal þeirra er Aribert de Bretton. Hann hefir orðið hrifinn af fegurð hennar, og er nú orðinn þræll hennar og verkfæri í hennar höndum«. »Ó, guð minn góður, hvað eruð þjer að segja?« mælti Elin, og nötraði af skelfingu. »Hann hefir þegar fengið óstjórnlega ást á henni, og mun sjálfsagt gera hvað sem hún gefur honum bendingu um«. »Hvers vegna segið þjer mjer þetta allt saman?« spurði Elín, og gat varla komin upp orðunum fyr- ir gráti. »Jeg geri það til þess að þjer skuluð hefja baráttu gegn frúnni. Þjer eruð eiginkona de Brett- ons, og þjer eruð göfuglynd og væn kona. Þjer verðið að reyna á allan hátt, að halda honum sem stöðugustum við heimilið, og reyna að hrífa huga hans, elcki með tárum, heldur með brosi, svo að hann gruni ekki neitt um tilgang yðar. Jeg hefi opnað augu yðar, til þess að þjer gætuð þegar í stað hafið þann bardaga, sem á að frelsa úr ánauð þann mann, er yður er hjartfólgnastur«. »En hvernig á jeg að geta það?« spurði Elín grátandi. »Þjer getið það á ótal vegu. Rifjið upp fyrir honum endurminningarnar frá hinum björtu dög- um ástar ykkar. Verið sí og æ glöð og alúðleg. Aldrei köld nje raunamædd. Sýnið honum æfinlega auðsveipni og blíðu, og varist um fram allt, að minnast nokkurn tíma á það einu orði, að þjer sjeuð hrædd um að missa ást hans. »Jeg kann ekki að hræsna eða sýna yfirdreps- skap«. »Gæfa yðar og mannsins j'ðar er undir þessu komin, þess bið jeg yður vel að minnast. En það er líka fleira, sem undir þessu er komið. Það er áríðandi, að frú Nischinkin beri ekki sigur úr býtum, og steypi með því heilli þjóð í ógæfu«. Ungi maðurinn reyndi á allan liátt að telja um fyrir Elínu, og fá hana til að bjarga mannin- um sínnm ef auðið væri. En Elin hafði annað í huga. »Jeg hlýt að sleppa öllu tilkalli til lians. Hann ann mjer ekki lengur«, mælti hún og stundi við. Aribert var enn þá að ráfa fram og aftur um strætið, og brjóta heilann um það, hvað hann ætti að gera. Hann hjelt á litla meðalaglasinu í hendinni. Það var eins og einhver rödd hvíslaði því að honum, að hann væri að búa sig undir að fremja eitthvert ódæðisverk. Þá varð honum allt í einu litið á móður sína, er gekk fram lijá honum með þóttasvip. Hún hafði auðvitað sjeð hann, en sneri sjer undan, til þess að láta svo sem hún sæi hann ekki. Þegar hann sá, að hún ætlaði að beygja inn á hliðargötu eina, skundaði liann á eftir henni. Hann náði í hana, lagði höndina á öxlina á henni, og mælti lágt: »Móðir mín!« »Jeg þekki yður ekki«, svaraði húníbitrum rómi. — 54 —

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.