Haukur - 01.01.1911, Side 4
HAUKUR
»Þekkirðu mig ekki, móðir mín?« spurði liann
forviða.
»Jeg á engan son framar! Eldri synir mínir
Ijetu lífið fyrir ættjörð sína, en sá yngsti gerðist
spæjari, og svívirti með því heiður og flekklaust
nafn ættar sinnar«.
»Keisari Frakklands mat starfsemi mína mik-
ils, og launaði hana ríkulega«, stamaði Aribert út
úr sjer.
»Jeg fyrirlít þig!« svaraði móðir hans. »Jeg
vildi óska, að jeg væri karlmaður, þá skyldi jeg
lúberja þig eins og ralcka, meðan jeg gæti hreyft
handleggina«.
Aribert stóð forviða og starði á móður sína.
»Njósnarmaður! Spæjari! ...........Sonur de
Brettons hershöfðingja, njósnarmaður!« mælti hún
með fyrirlitningarsvip.
»En — móðir mín góða«, mælti Aribert,
»skilurðu þá ekki.........?«
»Láttu mig vera í friði, eða jeg kalla svo hátt
að allir heyri: »Hjerna getið þið fengið að sjá
löðurmenni, sem laum-
ast inn í herbúðir óvin-
anna og býður þeim
verzlunarvarning undir
vináttu-yfirskini, í stað
þess að ganga framan
að þeim á vígvellinum,
og kenna þeim að bera
virðingu fyrir vopnum
Frakka«.
»Heldurðu máske,
að jeg hafi veitt óvinun-
um lið?« stundi Aribert
upp.
»Hvort sem þú hefir
gert vini eða óvini greiða
með þessu, þá ertu það
auvirðilegasta mannkvikindi, sem til er á guðs
grænni jörð: Strokumaður og spæjari! Hvað er
þá annað eftir, en þú verðir að lokum morðingi!«
Frú de Bretton reigði sig og skundaði burt
án þess að líta við syni sínum, er stóð sem liögg-
dofa eftir — alveg yfirbugaður.
Síðustu orð móður hans höfðu fengið mjög á
hann. Orðið »morðingi« hljómaði fyrir eyrum
hans, þar sem hann stóð og kreisti glas frúarinn-
ar í hendi sjer.
»Eitur!« tautaði hann fyrir munni sjer. »Morð-
ingi!«
Hann stóð lengi i sömu sporum, og starði á
meðalaglasið litla.
Fólk, sem leið átti um strætið, nam staðar
og varð starsýnt á hann. Það hjelt hann annað
hvort ölvaðan eða viti sínu fjær.
Götustrákar söfnuðust utan um hann, og tóku
að henda gaman að honum.
Hann heyrði hvorki nje sá.
Allar hugsanir hans snerust um síðustu orð
móður lians.
»Strokumaður!« »Spæjari!« »Morðingi!«
Það var eins og liann vaknaði af draumi,
þegar einn götustrákurinn togaði í frakkalafið lians.
— 55 -
Og honum varð svo hverft við, að glasið datt úr
hendi hans á götuna og brotnaði. Hann litaðist
um með flóttalegu augnaráði, og sá strákana, sem
umkringdu hann og voru að hlæja að honum.
Hann skundaði á brott, og flýtti sjer úr aug'
sýn þessara forvitnu gárunga, sem voru að stinga
saman nefjum um það, hvers vegna maðurinn
myndi láta svona.
Aribert hjelt áfram ferð sinni í hálfgerðri
leiðslu, og öldungis ósjálfrátt stefndi hann til gisti'
húss þess, er frúin hafði nefnl.
Hann spurðist fyrir hjá dyraverðinum um það
hvort þar væri til húsa Englendingur einn og dóttir
hans.
»Já, hann heldur til í herbergi nr. 7 á fyrsta
lofti«, svaraði dyravörðurinn,
Aribert hafði ekki enn þá gert sjer neina
grein fyrir því, hvernig hann ætti að snúast í þessu
máli. En nú ásetti hann sjer að vara þau feðgin
við frúnni, og flýtti liann sjer því upp til þeirra.
Hanu barði að dyr-
um og fór inn.
í herberginu voru
þrjár persónur. Aribert
leit á þær og hrökk for-
viða aftur á bak.
Wilmer námaeigandi
var einn þeirra, sem inni
voru, og var umhyggju-
samlega búið um hani*
í koddum í hægindastólir
og ábreiða breidd yfir
hnje hans og fætur. Auk
hans voru þar inni Al'
exander keisari og María
dóttir Wilmers. Þau feðg-
in þekktu Aribert und-
ir eins og hann kom inn úr dyrunum.
»Hver skollinn þó!« varð Wilmer að orði, og
rjetti fram hönd sína vingjarnlega. »Er það ekki
herra de Bretton, sem hlammast hjer inn til mín f
Það var þó merkilegt uppálæki af forsjóninni!«
(Framli.).
VEL í SKINN KOMIÐ.
»Hvað þú hefir náð pjer í fallega, elskuverða og sæl'
lega konu, Jón slátrari!«
»Sællega! Já, þú getur bölvað þjer upp á það, að
í minni »forretningu« skulu aldrei neinir horskrokkar
sjást.
•
»Hugsið yður bara, að nú eru bráðum liðin tvö ár
síðan maðurinn minn dó, en samt sem áður kemur
hann til mín í draumi á hverri nóttu«.
»Viljið þjer þá ekki gera svo vel og minna liann á
það einhverja nóttina, að hann skuldar mjer 10 krónur?<(
•
KVENNA-KÓR.
Gunna litla (á söngskemtun við mömmu sína)t
Segðu mjer, mamma, hvers vegna er maðurinn þarna
uppi á pallínum allt af að ógna stúlkunum með priki?
M a m m a : Þegiðu telpa mín, hann er ekki að ógna
þeim.
Gunna litla: Ekki það? En hvers vegna erli
þær þá allt af að hljóða?
— 56 —