Haukur - 01.01.1911, Síða 8
HAUKUR.
fjelag hefði látið myrða manninn. Jeg hjelt þess
vegna, að það, sem gat komið mönnum í New
York í vandræði, gæti einnig truílað menn hjer í
Lundúnum og tafið fyrir þeim, og þess vegna deyf
jeg fingrinum í blóðið úr sjálfum mjer og skrifaði
þetta sama orð á vegginn.
Svo fór jeg út og ofan á götuna, þangað sem
vagninn var. Enginn maður sást enn þá á ferli,
og veðrið var enn hið sama. Jeg hafði þegar ekið
töluverðan spöl heim á leið, þegar jeg stakk hend-
inni i vasa þann, sem jeg hafði ætíð geymt hring-
inn í, og varð þess var, að hann var farinn. Jeg
varð sem þrumulostinn, því að jeg hafði nú borið
hann á mjer í tuttugu ár, og hann var það eina,
sem jeg átti til minja nm Lucv sálugu. Mjer datt
í hug, að jeg hlyti að öllum líkindum að hafa týnt
honum, þegar jeg var að bogra yfir h'ki Drebbers,
og þess vegna sneri jeg við, og ók aftur áleiðis til
hússins. En þegar jeg var kominn í grennd við
húsið, ók jeg yfir í þvergötu eina, og skildi vagn-
inn þar eftir, og svo gekk jeg ótrauður áleiðis að
garðshliðinu, því að jeg var reiðubúinn að leggja
lífið i liættu fyrir hringinn, ef á hefði þurft að
halda.
En þegar jeg kom að hliðinu, rakst jeg þar
á lögregluþjón, sem var að koma út úr húsinu,
og þá flaug mjer það ráð í hug, að látast vera
dauða-drukkinn, og á þann hátt komst jeg hjá
því að vekja grun hans.
Þessi varð aldurtili Enoch Drebbers. Og það,
sem nú var næst fyrir hendi að gera, var það, að
búa Stangerson sömu örlög, til þess að hefnd
þeirri væri lokið, er jeg hafði lofað John Ferrier.
Jeg vissí, að skrifari Drebbers beið hans í Halli-
days Hotel Garni, og var jeg þvi á vakki þar í
grendinni frá morgni til kvölds. En hann kom
aldrei út. Jeg ímynda mjer, að hann hafi fengið
einhvern illan grun, þegar hann sá að Drebber
kom ekki eins og um hafði verið talað. Stanger-
son var sem sje slægur og ætíð var um sig.
En ef hann hefir haldið, að hann gæti losnað
við mig með því að loka sig allt af inni, þá skjátl-
aðist honum hrapallega. Jeg var fljótur að kom-
ast á snoðir um það, hvar svefnherbergisglugginn
hans var, og snemma næsta morgun tók jeg lang-
an stiga, sem lá á bak við gistihöllina, og reisti
hann upp að glugganum, og á þann hátt komst
jeg inn til hans fyrir fótaferðartíma. Jeg vakti
hann, og sagði honum, að nú væri loks komið að
skuldadögunum — nú skyldi honum loks hefnast
fyrir mannslíf það, sem hann hefði tekið fyrir
tuttugu árum. Jeg lýsti dauða Drebbers fyrir hon-
um, og gaf honum einnig kost á að velja hvora
pilluna sem hann vildi.
En í stað þess að nota þennan möguleika til
að bjarga lifinu, stökk hann upp úr rúminu og
flaug á mig og ætlaði að kyrkja mig. Jeg sá mitt
óvænna, og til þess að forða lífi mínu, varð jeg
að reka hann í gegn með hnífnum mínum. En
hann hefði sjálfsagt ekki verið betur farinn, þótt
hann hefði gleypt aðra pilluna, því að forsjónin
hefði áreiðanlega ekki leyft þeirri hönd, sem flekk-
uð var saklausu blóði, og velja annað en eitrið.
— 63 —
Jeg hefi nú ekki mikið meira að segja, og
það er gott, því að jeg finn að það er bráðum
úti um mig. Jeg hafði í hyggju að halda áfrain
ökumannsstörfum mínum nokkurn tíma enn þá,
til þess að safnu mjer peningum í fargjaldið til
Ameríku aftur. Nú liafði jeg hvort sem var ekki
annað að gera, en að stunda atvinnu mína. En
í dag, þegar jeg stóð niðri á ökumannaportinu, þá
kom þar tötralega búinn drengur og spurði, hvort
þar væri ekki ökumaður, sem hjeti Jefferson Hope,
og hvort hann vildi ekki koma með vagninn sinn,
og aka til járnbrautarstöðvanna með mann, sem
ætti heima í Bakarastræti nr. 221 B.
Jeg ók þangað og átti mjer einskis ills von,
og það næsta, sem jeg áttaði mig á, var það, að
þessi ungi maður þarna setti handjárn um úlnlið-
ina á mjer og læsti þeim svo fimlega og laglega,
að það var unun að sjá það. Og nú er saga mín
á enda, herrar mínir. Það er vel líklegt, að þið
álítið mig morðingja, en í því get jeg ekki verið
ykkur samdóma. Jeg hefi þá skoðun á sjátfum
mjer, að jeg hafi verið verkfæri í hendi rjettvís-
innar, — engu siður en þið, herrar mínir«. — —
Saga mannsins hafði verið svo áhrifamikíl, og
öll framkoma hans svo átakanleg, að við höfðuin
setið steinþegjandi, og hlustað með athygli á hvert
orð sem hann sagði. Jafnvel gömlu, þaulvönu
leynilögreglumennirnir, sem glæpamálasögur eru
þó ekki vanar að hafa mikil áhrif á, hlustuðu
með gaumgæfni á þessa sögu, og virtust mjög
hrifnir af henni.
Eftir að hann hafði lokið sögunni, sátum við
góða stund hljóðir og hugsandi, og heyrðist þá
ekkert nema klórið í blýanti Lestrades, er var að
Ijúka við að hraðrita söguna í minnisbók sína.
»Það er eitt atriði enn þá, sem jeg hefði gjar-
an viljað fá nánari vitneskju um«, mælti Sheríock
Holmes að tokum. »Hver var þessi aðstoðarmað-
ur yðar, sem kom eftir hring þeim, er jeg hafði
auglýst í blöðunum?«
Fanginn leit til fjelaga míns og brosti glettn-
islega.
»Jeg get sagt frá mínum eigin leyndarmálum
út í hörgul«, mælti hann, »en öðrum mönnuin vil
jeg ekki koma í nein vandræði. Jeg sá auglýs-
inguna j'ðar, og hugsaði með mjer, að annaðhvort
væri þetta gildra, eða þá að hringurinn hefði i
raun og veru fundizt og væri fáanlegur. Vinur
minn bauðst þá til að fara og grennslast eftir
þessu. Jeg ímynda mjer að þjer verðið að játa,
að hann hafi leyst hlutverk sitt vel af hendi«.
»Snilldarlega, það verð jeg að játa«, svaraði
Sherlock Holmes.
»Nú, nú, herrar mínir«, mælti lögreglu-mn-
sjónarmaðurinn, »nú verðum við að fara eftir fyr-
irmælum laganna. Fanginn, sem þegar hefir í á-
heyrn okkar játað sig sekan um tvö morð, verður
nú lokaður inni í klefa sínum. Á fimmtudaginn
verður haldið opinbert próf í málinu, og verður
ykkur stefnt til að mæta þar s.em vitni«.
Hann hringdi bjöllu meðan liann var að segja
þetta, og komu þá tveir lögregluþjónar, og leiddu
Jefferson Hope burt með sjer. En jeg og Sher-
lock Holmes fengum okkur vagn og ókum heim
til okkar. (Framh.).
— 64 —