Haukur - 01.01.1911, Page 11

Haukur - 01.01.1911, Page 11
H U A K U R . ■verða æ þverúðarfyllri, siðlausari, hroðyrtari og svakalegri. Fullorðinsárin halda þeir til á vínsölukránum, sem enginn fær hjer tölu á komið. Þannig tekur hver úrhraks-ættliður- inn við af öðrum, og allir þeir, sem fara forgörðum í lífinu, drykkjuræflar og glæpamenn, lenda hjer á endanum og bæt- ast við hópinn. Whitechapel er sorpþró Lundúnaborgar. Og borgin mikla og auðuga, auðugasta borg heimsins, heidur að sjer höndum og horfir á þetta með mestu rósemi. Hvergi í heimi sjáum vjer eins íburðarmiklar og hræðilega andstæður, eins og í Lundúna- borg. Ef vjer vilj- urn sjá hinn gegnd- arlausasta munað, óhóf, viðhöfn og skraut, sem nokkur- staðar á sjer stað á byggðu bóli, þá för- um vjer til þess hluta Lundúnaborgar,sem nefndur er Westend, — til halla auðmann- anna, í leikhúsin, fjölleikahúsin, og í nýtízku veitingahall- irnar. Ef vjer vilj- um sjá kjarnann úr nrannlegri framtaks- semi, iðjusemi og dugnaði, þá förurn vjer til þess borgar- bluta er nefnist City, •—förum þangað um miðjan daginn. Þessir tveir borgarhlutar eru rjetthverfan á Lundúnaborg nú á dögurn; Whitechapel er ranghverfan. Ef vjer viljum sjá lifandi myndir af mannlegum þrautum, eymd, volæði og spillingu, þá fáum vjer oss sterkan lurk í hönd, eða öllu heldur göngustaf úr járni, sem glymur í, þeg- ar pjakkað er með honum í götuna, og svo förum vjer út í Whitechapel, inn í öngstrætin mjóu og óþrifalegu, — þar sem alls konar óaaun leggur í móti oss, — fram hjá rnörg hundr- uð drykkjukrám, og út frá þeim öllum heyrum vjer blót og formælingar og allskonar illan munnsöfnuð, óhljóð, org og vein, eða þá ofsafengin hláturssköll dauða-drukkinna ræfla- Fyrir utan dyrnar standa konur með börn á handleggnum, börn við hönd sjer, börn, sem hanga í pilsum þeirra. Mað- urinn situr inni og drekkur, konan verður að standa úti með alla krakkana. Lögin mæla svo fyrir, að konurnar rnegi ekki sitja í drykkjukránum með börn á handleggnum. Mannúð- logt ákvæði, sem bara er svo vandræðalega auðvellt að fara í kringum. Þær standa þá bara fyrir utan dyrnar. A vet- urna er það slæmt; hún verður þá að fá fleiri staupin, heldur en venjulega, til þess að halda á sjer hita. Börnin gráta, þeim er sárkalt, þau verða l(ka að fá ofurlítið af brennivini, ofur- Iítið bragð. Og þegar nóttin skellur á, þá hjúfra þessir aum- 'ngjar sig saman á götuhornum, á tröppum kofanna og í hinum svonefndu svefnskúrum. I þessu helvlti eru ótal börn á flækingi, sem eldrei hafa þekkt föður eða rnóður. Þau stela ögn af kjöti frá slátraranum og bita af brauði frá bak- aranum. Ef einhver vildi safna skýrslum um allar þær sálir, sem fara að forgörðum og glatast í Whitechapel, þá myndi uiðurstaðan, sem hann kæmist að, verða skelfileg. Ekki er þvf að neita, að það hefir verið gert ákaflega mikið til þess, að bæta úr neyðinni f Whitechapel. Barnahæli, líknarstofn- anir og spítalar hafa risið þar upp. Náunganskærleikinn hefir þar borið hin fegurstu bióm. Líknsamir menn og rnisk- unnsamar konur hafa gengið út um götur og stræti, tekið óláns-aumingjana í fang sjer, mettað þá, klætt þá og veitt Þeim húsaskjói. En það sjer ekki högg á vatni. Hjer væri verkefni fyrir kvenfrelsis- og atkvæðisrjettar-konur Englands (SufFragetturnar), sem nú eyða tíma sínum og kröftum í það, að ráðast á saklausa lögregluþjóna og embættismenn ríkisins. 'Setjum svo, að þær gætu komið í framkvæmd miskunnar- Vetki, sem hefði það í för með sjer, að hægt yrði að nefna nafnið Whitechapel án hryllings, þá væri gaman að sjá þann ntann, er dirfðist að neita þeim um atkvæðisrjett. Það er mikill munur á fátæklingum yfirleitt, og svo er það einnig í Whitechapel. Þar eru til breiðar og vel hirtar götur, með snotrum og jafnvel skrautlegum húsum. Gyðingarnir eru „heldri stjettin" í Whitechapel. Þeir sitja um menn eins og blóðsugur eða kongulær um bráð sína, og nttrla saman. Fyrri hluta hvers sunnudags er stór kaupstefna haldin í öllum þeim götum, sem liggja að High Street, og eru það eflaust merkilegustu kaupstefnur í heimi. Stolnir munir, sem safnað er saman frá öllum hlutum Englands, eru hjer hafðir á boðstólum og seldir hverjum sem hafa vill, og Gyðingarnir stinga peningunum í vasa sinn. Vjer skulum ekki bera á oss neina þá muni, sem nokkurs virði eru, ef vjer viljum koma á kaupstefnur þessar. Það verður hverjum að list sem hann leikur, og íbú- arnir í Whitechapel eru ákaflega útfarnir í alls konar þjófnaði. Það er einkennilega marglitt þjóðlíf, sem birtist oss þarna á þessum dögum. Þar er voðalegur hávaði, blót og ragn, óp og . óhljóð, háværar . samræður margra þúsunda manna, skellihlátur og alls konar glaumur og gleði, — þv! að þeir eiga ósköp auðvelt með að hlæja, þessir vesalingar. Meira að segja, þeir fá ef til vill meiri gleði út úr auma og fátæklega lífinu sínu, heldur en nokkur af hinum tállituðu hertogafrúm í Westend. •— Annars hefir framtakssamt ferðamannafjelag eitt nýlega gert sjer Whitechapel að ágætum tekjustofni. Það ljær ferðamönnun- um vagna og reynda ferðamenn fyrir góða borgun. »Gerið svo vel, herrar mínir; ef þjer viljið sjá svívirðing Lundúna- borgar, þá stígið upp í vagninn!« Og ferðamennirnir bruna af stað í þægilegum vagni, en — hið reglulega Whitechapel fá þeír auðvitað ekki að sjá. Hafnargerð i Reykjavík. Fyrir nokkrum árum, 1906, var hr. Gabriel Smith, hafnarstjóri I Kristjaníu, fenginn til þess að rannsaka hafnarstæði í Reykjavík og gera tillögur og áætlanir um endurbætur á höfninni. Nú er það skrið komið á það mál, að hafnarnefnd Reykjavíkur hefir gert til- lögur Smiths að sínum, og lagt þær fyrir bæjarstjórnina á- samt áliti sínu og frumvarpi til laga um hafnarbryggju í Reykjavík. Aðalliðir áætlunarinnar eru þessir: 1. Skjólgarður ofan á grandann milli lajids og Örfiriseyjar, 700 metra langur............................kr. 257,000 2. Skjólgarður frá Örfirisey í austur-suðaustur, 484 metrar....................................— 630,000 3. Skjólgarður frá Batteríinu til norðvesturs, 265 metrar....................................— 315,000 4. Dýpkun frá innsiglingaropinu inn að haf- skipabryggjunni...............................— 206,000 5. Hafnarbryggja..................................— 128,000 6. Báta- og smáskipauppsátur vestan ti! í höfn- inni .........................................— 45t°°° 7. Báta- og smáskipabryggja.......................— 21,000 Samtals kr. 1,602,000 Lagt er til, að bærinn kosti hafnargerðina að hálfu leyti, en landssjóður að hálfu, og að verkinu skuli lokið á átta árum. Svefnskiír í Whitecbapel. 09 — — 70 —

x

Haukur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.