Haukur - 01.01.1912, Síða 2

Haukur - 01.01.1912, Síða 2
H A U K U R . því að halda sjer í kaðla, sem festir voru með járnkrókum í múrveggina. Svarlamyrkur var dag og nótt í göngum þessum; þar var alls konar óþrifnaður og banvænt óloft. Neðsta gólf sumra þessara liúsa var fullt af viðarkolum, er kolagerðarmenn liöfðu til sölu, eða þá af skemmdu slátri og úldnu kjöti, er aðrir höfðu á boðstólum. þrátt fyrir það, þótt vörur þessar væru ekki mikils virði, voru þó járngrindur fyrir flestum búðargluggum. Svo hræddir voru kaupmenn við þjófana á þessu svæði. Maður sá, sem vjer gátum um, liægði á sjer, þegar hann kom inn í Baunagötuna, sem er í miðri húsaþyrping þessari. Það var svo að sjá, sem hann væri gagnkunnugur hjer. Klukkan á dómsmálahöllinni sló tíu. Konur sátu í dimmum gangdyrum einum og sungu hálfhátt j7nisar alkunnar götuvísur. Ein þeirra þekkti auðsæilega mann þann, er vjer höfum getið um, því að hann nam staðar framrni fyrir henni, og þreif í handlegginn á lienni, og mælti hún þá liálf-kvíðafull: »Gott kvöld, Breddubeitir!« Maður þessi hafði verið á galeiðunum, og þar hafði hann fengið auknefni þetta. »Ert þú það, Sólskríkja?« mælti maðurinn í stakknum. »Þú útvegar mjer brennivín, eða jeg skal taka til þín!« »Jeg á enga peninga«, svaraði konan skjálf- andi, því að allir, sem lieima áttu um þessar slóðir voru dauðhræddir við mann þennan. »Sje buddan þín tóm, þá getur þú sjálfsagt fengið lán hjá krárkerlingunni; hún trúir ráð- vendnissvipnum þínum«. »Jeg skulda henni þegar leiguna eftir föt þau, sem jeg er í . . . . « »Hvað er þetta? Hefir þú umyrði um að gera þetta?« öskraði Breddubeitir, og barði veslings stúlkuna svo að liún hljóðaði af sársauka. »Þetta er ekkert stelpa; það er bara til þess að láta þig vita, að.......« Hann hafði ekki lokið setningunni, þegar hann allt í einu bölvaði hástöfum og æpti; »Þú hefir stungið mig með skærunum þinum — — bíddu bara við!« Stúlkan hafði rifið sig lausa og hljóp inn i ganginn, og hann hljóp á eftir lienni hamslaus af reiði. »Komdu ekki nálæg mjer eða jeg sting úr þjer augun með skærunum«, mælti stúlkan ein- beitt. »Jeg hafði ekki gert þjer neitt; hvers vegna barðir þú mig?« »Það skal jeg segja þjer«, svaraði Breddu- beitir og þreifaði fyrir sjer í myrkrinu. Svona, nú náði jeg í þig, og nú skal jeg berja þig al- mennilega!« mælti hann enn fremur, og greip með stórri, sterkri krumlunni um granna og veik- byggða úlnliðinn hennar. »Það ert þú, sem skalt verða barinn!« mælti karlmannsrödd ein. »Karlmaður? Er það Rauðarmur? . . . Svar- aðu mjer maður, og kreistu mig ekki svona .... Jeg er í ganginum í húsinu þínu .... svo það hlýtur að vera þú . . . . « »Það er ekki Rauðarmur«, svaraði röddin. »Gott og vel. Fyrst þú ert ekki vinur, þá skal eg láta þjer blæða!« öskraði Breddubeitir. »En hvaða liandarbleðill er þetta, sem jeg hefí náð i?« »Það er maki þessarar«, svaraði ókunni mað- urinn, og greip með hinni hendinni um kverkar mótstöðumanns sins. Og Breddubeitir fann það, að þótt hörundið væri mjúkt, þá voru undir því taugar og vöðvar líkast því sem úr stáli væru. Sólskrikjan var flúin innst inn í ganginn, og liafði klifrað þar eins og köttur upp í stigann. Hún nam þar staðar, og kallaði til hins ókunna verndara síns: »Þakka yður fyrir að þjer hjálpuðuð mjer, maður minn. Breddubeitir barði mig, vegna þess að jeg vildi ekki útvega honum brennivin. Jeg hefndi mín á honum, en jeg hefi víst ekki getað unnið honum neitt mein með skærunum mínum; þau eru svo lítií. Nú er jeg úr allri hæltu, sio að yður er óhætt að sleppa honum. En varið þjer yður; það er liann Breddubeitir!« Allir voru dauðhræddir við þennan mann. »Heyrðuð þjer ekki hvað jeg sagði? Það er hann Breddubeitir, sagði jeg!« endurlók Sólskrikjan. »Og jeg er stigamaður, sem ekki er neinn hug- Ieysingi«, svaraði ókunni maðurinn. Það varð hljótt litla stund, og heyrðist ekkert annað en stunur og skrækir áflogamannanna, er ljetu eins og grimmir hundar. »Ætlastu til að jeg drepi þig?« öskraði Breddu- beitir, og brauzt um af öllu afli, til þess að reyna að losa sig úr höndum mótstöðunianns síns, sem var bæði miklu sterkari og fimari en hann. »Golt og vel, gott og vel! þú skalt fá að borga bæði fyrir Sólskríkjuna og sjálfan þig«, bætti hann við og gnísti tönnum af bræði. »Borga með hnefahöggum, já, það skal jeg gera«, svaraði ókunni maðurinn. »Ef þú sleppir ekki tökunum af hálsinum á mjer, þá bít jeg af þjer nefið«, rumdi Breddubeitii', er lá við köfnun. »Til þess er nefið á mjer allt of lítið, góður- inn ininn. Þú sjer það ekki einu sinni hjerna i myrkrinu« svaraði ókunni maðurinn hæðnislega. »Komdu þá út að götuljósinu!« »Já, komdu!« svaraði ókunni maðurinn. »Við skulum koma, svo við getum sjeð hvor í augun á öðrum«. Og í sama bili þreif hann enn þá fastara en áður í Breddubeiti, hrakti hann aftur á bak út 1 gangdyrnar og hratt honum út á götuna. Þar var ofurlítil skíma frá ljóskerinu. Breddubeitir valt út á miðja götu, þegar hinn hratt honum frá sjer. En hann spratt þegar a fætur aftur, og rauk hamslaus af bræði á ókunna manninn, er var grannur og spengilegur, og leit ekki út fyrir að geta verið nálægt því eins sterkur og Breddubeili liafði fundizt hann vera. En þótt Breddubeitir væri bæði stór og burða- legur, og auk þess flestum færarir í eins konar — 3 — — 4 —

x

Haukur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.