Haukur - 01.01.1912, Qupperneq 6
HAUKUR.
góðgerðasemi, og ekki síður að vægð og mildi
við glæpamenn þá, er hann hafði meðgerð með
sem friðdómari.
Skömmu eftir að jeg kom þangað á heimilið,
sátum við einu sinni siðari hluta dags að lokn-
um miðdegisverði, og höfðum fengið okkur sitt
glasið hver af portvíni. Þá fór yngri Trevor allt
í einu að tala um athuganir þær og ályktanir, er
jeg hafði þá þegar sett í kerfi, jafnvel þótt mjer
hefði þá alls ekki komið til hugar, að það gæti
orðið mjer að atvinnuvegi. En gamli maðurinn
hjelt auðsæilega, að sonur hans færi með ýkjur
einar, er hann var að segja frá nokkrum ákaflega
einföldum athugunum, sem jeg hafði gert.
»Jæja Holmes«, mælti hann og brosti góðlát-
lega, »viljið þjer þá reyna list yðar á mjer? Jeg
er ágætlega vel fallinn til slikra tilrauna«.
»Jeg er hræddur um að það sje ekki margt
að athuga«, svaraði jeg, »en þó held jeg að mjer
sje óhætt að fullyrða það, að þjer hafið á síðast-
liðnu ári verið síhræddur um einhvers konar árás
á sjálfan yður«.
Hann hætti allt í einu að hlæja, og starði nú
á mig undrandi.
»Þetta er alveg satt«, mælti hann. »Þú manst
eftir því, Victor«, mælti hann enn fremur, og sneri
sjer að syni sínum, »að þegar við handsömuðum
veiðiþjófana, sem gerðu mestan uslann hjerna í
lijeraðinu, þá hótuðu þeir okkur hefnd, og nokkru
síðar var svo ráðizt á Edvard Hoby. Síðan hefi
jeg ætíð búizt við að verða fyrir því sama, en jeg
skil sannarlega ekki, hvernig þjer getið vitað nokk-
uð um það«.
»Þjer eigið þarna mjög fallegan göngustak,
svaraði jeg, »og á því, sem grafið hefir verið á
hólkinn, sje jeg, að það er ekki meira en ár síðan
þjer hafið eignazt hann. En þjer hafið gert yður
töluvert ómak með að hola innan húninn og hella
í hann blýi, til þess að geta notað hann yður til
varnar. Jeg ályktaði, að þjer munduð ekki hafa
gert þetta, nema því að eins að þjer hefðuð haft
eitthvað að óttast«.
»Er það fleira, sem þjer hafið tekið eftir?«
spurði hann brosandi.
»Þjer hafið lagt töluverða stund á hnefaleik á
yngri árum yðar«.
»Það er alveg rjett. Hvernig hafið þjer komizt
að því? Er nefið á mjer máske brotið eða bækl-
að undan höggunum?«
»Nei«, svaraði jeg, »það eru eyrun á yður,
sem sýna það. Þau eru flöt og þykk, eins og þau
verða ætíð á hnefaleikamönnum«.
»Er það nokkuð fleira?«
»Þjer hafið fengizt töluvert við mokstur eða
gröft, það sje jeg á höndunum á yður«.
»Það er alveg satt. Jeg hefi grætt allar eignir
inínar í gullnámum«.
»Þjer hafið verið á Nýja-Sjálandi«.
»Öldungis rjett«.
»Og sömuleiðis í Japan«.
»Satt er það líka«.
»Og þjer hafið verið í nánum kunningsskap
við einhvern, sem átt hefir stafina J. A. að fanga-
— 11 —
marki, og þjer hafið svo síðar gert yður mikið
far um að gleyma þeim kunningsskap«.
Trevor gamli stóð upp hægt og gætilega, og
hvessti á mig augun hálf-reiðulega. Þannig stóð
hann litla stund og starði á mig, en íjell því næst
á grúfu niður á gólfið.
Þjer getið sjálfsagt farið nærri um það, Wat-
son, hve bæði mjer og syni hans varð bylt við
þetta. En þetta flog stóð ekki lengi yfir, því að
þegar við höfðum losað um hálsinn á honum og
stökkt á hann köldu vatni úr vatnsflöskunni, þá
sogaði hann í sig loftið tvívegis, og settist svo upp-
»Jeg hefi þó víst ekki gert ykkur hrædda,
drengir góðir?« mælti hann og reyndi að brosa.
»Jafnvel þótti jeg sýnist hraustur, þá er jeg þó
veill fyrir hjartanu, svo að það þarf ekki mikið
til að leggja mig að velli. Jeg veit ekki hvernig
þjer farið að þessu, Holmes, en það Iítur svo út
sem þjer kunnið fleira en bænirnar yðar, og að
allir leynilögreglumenn, bæði í lífinu og í skáld-
sögunum, sjeu blátt áfram börn í samanburði við
yður. Þjer ættuð að gera þetta að lífsstarfi yðar
framvegis. Yður er óhætt að trúa því sem jeg
segi, því að jeg er maður sem hefi sjeð og reynt
margt í heiminum«.
Jeg vissi að hann gerði of mikið úr hæfieik-
um mínum, en þetta hrós hans varð samt fyrsta
orsökin til þess, að jeg síðar fór að hugsa um að
gera mjer að atvinnuvegi það, sem jeg áður hafði
að eins haít mjer til skemmtunar og dægrastytt-
ingar. En í svipinn gat jeg ekki um annað hugs-
að, en þetta skyndilega aðsvif húsbóndans.
»Jeg vona þó, að jeg hafi ekki hreyft við neinu,
sem vakið hafi sárar endurminningar hjá yður«,
mælti jeg.
»Jú, það var einmitt viðkvæmur staður, sem
þjer snertuð þarna. En má jeg nú spyrja yður,
hvernig þjer gátuð vitað nokkuð um þetta, og
hvað þjer í raun og veru vitið?« Hann sagði
þetta í hálfgerðu gamni, en hræðslusvipurinn skein
þó enn þá úr augum hans.
»Málið er mjög svo einfalt«, mælti jeg. »Þeg-
ar þjer v.oruð að innbyrða stóra silunginn um
daginn, þá brettuð þjer upp skyrtuerminni, og þá
sá jeg, að stafirnir J. A. voru inerktir ofan til á
framhandlegginn á yður, en af því að þeir voru
orðnir töluvert máðir, þótt þeir sæust enn þá, þá
var það auðsjeð, að þjer höfðuð gert yður tölu-
vert far um að má þá burt. Jeg þóttist þess
vegna skilja það, að fangamark þetta hefði áður
verið nákomið yður, en að þjer hefðuð síðar reynt
að gleyma því«.
»Það er meiri eftirtektargáfan, sem þjer eruð
gæddur«, mælti Trevor gamli, og var eins og hon-
um Ijetti mikið. »Þetta er einmitt alveg rjelt til
getið lijá yður. En við skulum nú ekki tala meira
um það. Af öllum vofum eru vofur gömlu unn-
ustanna okkar verstar. Við skulum nú koma inn
í knattborðsstofuna og fá okkur vindil«.
Þrátt fyrir allan vingjarnleik Trevors gainb1
við mig, var þó eins og ekki væri Iaust við að
hann tortryggði mig eitthvað eftir þetta. Og tor-
tryggni lians varð meira að segja svo augljós, að
— 12 —