Haukur - 01.01.1912, Blaðsíða 12

Haukur - 01.01.1912, Blaðsíða 12
II A U K U R . því, að landi þeirra, Scott höfuðsmaður, yrði Amundsen hlut- skarpari. En af honum bárust engin tíðindi fyr en skip hans, Terra nova, kom til Nýja Sjálands i. apríl. Hafði hann lagt af stað frá Hvalvík suður á leið 2. nóv. við 8. mann. 3. jan. voru þeir komnir á 87. stig 32. mín. suður breiddar, og sendi hann þá 3 af mönnum sínum til að ná í skip sitt, en hjelt áfram við 5. mann. I brjefi til skipstjórans kvaðst hann ætla að verða annan vetur til á heimskautslandinu, til þess að halda áfram verki sínu og fullkomna það. Af honum er því engra frjetta von fyr en eftir miðjan næsta vetur. Amundsen er nú hjá vini sínum og styrktarmanni, Norðmanninum Pedro Christoffersen í Argentinu, og skrifar þar ferðasögu sfna. Með haustinu ætlar hann að skreppa til Norður- álfunnar og halda fyrirlestra um ferð sína, en fara svo aftur til Ameríku, taka skip sitt, „Fram“, sem þá á að verða í San Francisco, og halda á því norður á bóg- inn í Norðurheim- skautsleiðangur, eins og hann ætlaði sjer upphaflega. hann við að verða máske 3—4 ár í þeim leiðangri. Fyrsti maður sem komst gegnum rekísinn alla ieið að meginlandi Suðurheimskautsins, var Englendingurinn Ross (1839—'42). Hann nefndi landið Viktoríuland. Hann fann fyrstur manna ísvegginn mikla, þennan einkennilega „múr“, sem rís nærri þverbrattur upp frá hafinu, og er víða um 80 metra hár. Hann komst á skipum sínum „Erebus" og „Terror" á 78. stig og 4. mín. suðl. br. og ákvað legu suð- læga segulskautsins, þótt ekki kæmist hann að því vegna ísa. Milli rekíssins og ísveggjarins mikla er oftast auð- ur sjór á sumrum. Fyrsti maðurinn, sem hafði vetursetu á Suðurheimskauts- landinu, var Norð- maðurinn Borch- grevinks, 1898. — Af öðrum suðurför- um má nefna Gerlache frá Belgíu 1897. (í för með honum voru þeir dr. Cook [norðurfarinn, sem mest hefir verið um talað] og Roald Amundsen). Sömu- leiðis Svíann Otto Norclenskjöld, 1902—'3, er komst á sleðum á 66. stig suðl. breiddar, en missti skip sitt „Antarctic" og var bjargað af skipinu „Uruguay" frá Argentínu. Einnig fyrri för Scotts höfuðsmanns (1902); þá fann hann fjallgarðinn mikla. Enn fremur má nefna tvær ferðir Charcots frá Frakklandi, er höfðu mikinn vísindalegan árangur. Og síðast en ekki sizt má nefna Englendinginn Shackleton 1909, er komst alla leið á 88. stig suðl. br. Scott hefir nú hesta fyrir sleðum sínum, og er það einsdæmi. Auk þeirra þriggja, sem áður hafa verið nefndir, Scotts, Filchners og Mawsons, er og fjórði Ieiðangurinn ný- lagður af stað í suðurför. Hanu er frá Japan, og var hann nýlega kominn til af stað heimleiðis. Hvalvlkur, þegar Amundsen lagði þaðan »Titanic« á höfninni í Southampton. Býst »Titanic« á höfninni í Cherbourg. . Titanic -slysið. Blöðin hafa flutt greinilegar fregnir af þessu mesta slysi, sem nokkurn tíma hefir á sjó orðið. „Titanic« var mesta skip t heimi, 45,000 smálestir alveg nýtt- Það var eign White Star gufuskipafielagsins. Þetta var þess fyrsta og síðasta ferð. Það lagði af stað 10. apríl frá South- ampton á Englandi, og ætlaði til Ameríku. Þegar verið var að draga það af stað, og það tók að hreyfa skrúfurnar, kom svo mikill öldugangur á sjóinn, að gufuskip' ið „New York“, er lá þar á höfninni, slitnaði upp og rak að „Titanic", svo að með mestu naum- indum varð komizf hjá árekstri. Töldu skipverjar þetta o- heillamerki. Fyrri myndin sýnir þenn- an atburð. Nóttina eftir kom skipið við I Cherburg á Frakk- landi, og varð það eina höfnin, sem það kom nokkurn- tíma inn á. Þar lá það eins og upp- ljómuð álfaborg. Þúsundir ljósa tindruðu frá gluggum þess, siglum og þilfari. A síðari myndinni lítur það út eins og Evrópumenn sáu það I síðasta sinn. Ameríkumenn fengu aldrei að sjá það. — Á skipinu voru alls 2,358 manns, er það lagði af stað frá Frakklandi. — Sunnudagskvöldið 14. apríl rakst það á hafísjaka suðausfur af Nýfundnalandi, og reif hann skipið á hol I sæ niðri alla leið frá stefni og aftur úr, og sökk það þar að fjórum stundum liðnum. Viðvörun hafðt skipið fengið með loftskeyti frá öðru skipi, er á undan var, um það, að hafís væri þar um slóðtr, og er formanni White Star fjelags- ins, sem var með skipinu, kennt um, að skipið hjelt fullr' ferð, 20 sæmílur á klukkustund, þrátt fyrir viðvörunina. Hann mun hafa viljað láta skipið reynast fljótt í föt" um þessa fyrstu ferð þess. Þegar í stað eftir áreksturinn sendi skipið loft' skeyti um hann í allar áttir. Þau skip> er næst voru, höfðu þá stöðvað vjelaf sínar vegna íss og myrkurs, og fengu er var all-langt burtu, .Titanic" átti að vera því ekki skeytin, en skipið „Carpathia", fjekk þau, og sneri þegar við tll hjálpar. „_ __ þannig út búin, að hún gæti ekki sokkið, og því treystu bseðt skipsmenn og farþegar I lengstu lög. En er hún tók að síga> voru þó bátarnir settir á flot, og menn látnir fara í þá. En þeir tóku þá ekki nærri helming þess mannfjölda, er á skipti)u var; og auk þess voru sumir bátarnir látnir fara frá hálftómir- Alls björguðust á bátum og flekum 705 manns, flest kvenfólk og börn, en 1653 fórust með skipinu. Lúðrasveitin ljek „Hærra, minn guð, til þín“, meðan skipið var að sökkva. Þegaf „Carpathia" kom að og bjargaði þeim sem í bátunum vortt, var skipið fyrir nokkru sokkið._________________ „ Rilstjóri: STEFÁN RUNÓLFSSON, Reykjavik. — 23 - Prentsmiðjan Gutenberg. — 1912. — 24 -

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.