Haukur - 01.07.1912, Blaðsíða 4

Haukur - 01.07.1912, Blaðsíða 4
HAUKUR. »Hjer nærlendis er ekkert annað veitingahús með því nafni«, mælti krárkerlingin, og reigði sig þóttalega. »Hvernig er þessi fjelagi yðar í sjón?« »Hann er hár og grannvaxinn, með ljósjarpt liár og yflrskegg«, svaraði Tom. »Stendur heima! Það er einmitt maðurinn, sem var hjerna nýskeð inni. En einhver stór og sterklega vaxinn kolamaður kom og sótti hann«. »Rað eru einmitt þeir, sem jeg á við«, mælti Tom. »Voru þeir einir hjer?« spurði Sara. »Já, það er að segja, kolamaðurinn stóð ekk- ert við. Hinn maðurinn borðaði hjer kvöldverð með Sólskríkjunni og Breddubeiti«, svaraði krár- keriingin, og benti með höfðinu á Breddubeiti. Tom og Sara virtu Breddubeiti fyrir sjer litla stund. Svo spurði Sara fjelaga sinn á ensku, hvort hann þekkti þennan mann. »Nei«, svaraði Tom, einnig á ensku. »KarI liafði misst sjónar á Rúdólf, þegar hann kom inn í þessar þröngu og dimmu götur. En þegar hann sá Murph vera að snuðra hjerna í kringum krána, búinn eins og kolagerðarmann, og sá að hann var sí og æ að gægjast inn um rúðurnar, þá fór hann að gruna hvers kyns var, og kom til þess að segja okkur frá því«. Meðan á þessum samræðum stóð, er fóru fram á ensku, hvíslaði Skólameistarinn að Ugl- unni, og hafði ávallt augun á Tom og Söru: »I3essi mannrengla þarna fjekk krárkerling- unni fimm franka pening. það er bráðum komið miðnætti, og það er bæði rok og rigning. Þegar þau fara, þá veitum við þeim eftirför. Jeg slæ manninn í rot, og tek það sem hann hefir á sjer af peningum. Vegna þess að það er kvenmaður, sem með honum er, þorir hann hvorki að æmta nje skræmta«. »Ef sú litla fer að hrína, þá skvetti jeg úr brennisteinssýruglasinu mínu framan í hana. það verður ætíð að gefa smábörnum eitthvað að vökva sig á, þegar þau hljóða. Og heyrðu«, bætti hún við; »undir eins og við náum í þjófakindina aftur, þá tökum við hana umsvifalaust með okkur, og þegar hún er einu sinni komin í klærnar á okk- ur, þá maka jeg smettið á henni í brennisteins- sýru, og þá getur hún ekki lengur verið hreykin af fegurð sinni«. »Svei mjer ef jeg held ekki að jeg megi til að giftast þjer, Ugla!« mælti Skólameistarinn. »Þú ert svo slungin og hugrökk, að það kemst enginn í hálfkvisti við þig. Nóttina sem við gerðum út af við nautasalann, lærði jeg fyrst að meta þig rjettilega, og þá hugsaði jeg með mjer: Þetta væri liæfileg kona fyrir mig; hún er duglegri en nokkur karlmaður«. Eftir stutta þögn mælti Sara við Tom, og henti á Breddubeiti: »Ef við spyrðum þennan mann þarna, þá gæti hann máske frætt okkur eitthvað um Búdólf«. »Já, við skulum reyna það«, svarði Tom. Og svo sneri hann sjer að Breddubeiti. »Heyrið þjer kunningi, við ætluðum að hitta einn af vinum okkar hjerna í kránni; það er sagt, — 103 — að hann hafi borðað og drukkið með yður; má' ske þjer getið frætt okkur á því, hvert hann hefir farið?« »Jeg kynntist honum fyrir svo sem tveim eða þrem klukkustundum, því að þá lúharði hann mig- Hann var að verja Sólskríkjuna«, svaraði Breddu- beitir. »Og þjer liafið aldrei sjeð hann fyr?« »Nei, aldrei á æfi minni. Við hittumst í gang' inum hjá honum Rauðarmi«. »Heyrið þjer, maddama, látið þjer okkur f* eina flösku af bezta víninu, sem þjer eigið, og setjið þjer hana á borðið hjá þessum herra þarna — með hans leyfi«, mælti Tom. Og svo fluttu þau Sara og liann sig yfir að borði BreddubeitiSr er varð bæði glaður og stórforviða á þessari mikln kurteisi. Sara og Tom höfðu rjett að eins bragðað a víninu, en krárkerlingin hafði gert því betri skiU og tæmt hverl glasið á fætur öðru. Skólameistarinn og Uglan hvísluðust enn a um áform sín. »Þjer sögðuð áðan, maður minn góður, þjer hefðuð hitt Rúdólf vin okkar í húsi einhvers Rauðarms?« mælti Tom og hringdi glasi sínu við Breddubeilis. »Já, herra minn«, svaraði Breddubeitir og tæmdi glas sitt. »Rauðarmur! það er fáheyrt nafn ... . Hvaða maður er hann nú, þessi Rauðarmur?« »Það er kauplæðingur«, svaraði Breddubeitú' kæruleysislega, og bætti svo við: »Þetta er dásaiU' lega gott vín, inóðir Ponissa!« »Já, og þess vegna megið þjer ómögulega sitja með tómt glasið, maður minn góður«, svaraði Tom og hellti í glas Breddubeitis. »Skál!« mælti Breddubeitir. »Skál þessa litl* vinar yðar, sem-------nú já — — þjer skiljið uiifr víst. Ef frænka mín væri karlmaður, þá væri hú» frændi minn, segir málshátturinn. Það er gott» refur, við skiljum hvor annan!« Á andliti Söru brá fyrir einkennilegu brosi. »Jeg skildi ekki almennilega hvað það vaiv sem þjer sögðuð um Rauðarm. Kom Rúdólf frá honum? »Jeg sagði, að Rauðarmur væri kauplæðingur«- Tom slarði undrandi á Breddubeiti. »Það, að vera kauplæðingur«, mælti BreddU' beitir, »er sama sem að lauma ýmsu inn og selja* Þjer skiljið víst ekki mállýzkurnar hjerna?« »Nei, maður minn góður; jeg skil yður ekk» almennilega«. »()nei, þjer tilheyrið ekki okkar flokki. Þá er fjelagi okkar Rúdólf öðru vísi. Þó hann sje ekki annað en blævængjamálari, þá gæti han sagt jafnvel mjer til í mállyzkunum. En fyrst þjel’ skiljað ekki mál það, sem við tölum, þá skal je6 segja yður það á góðri og lireinni frönsku, Rauðarmur er tollsmygilhc. Og hvað var Rúdólf að gera hjá slikum manni?* spurði Sara. »Það veit jeg svei mjer ekki hót um, herra minn .... eða kona mín, eða hvað þjer nú eru9 — 104 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.