Haukur - 01.07.1912, Blaðsíða 6
H A U K U R .
Þau tóku af sjer skóna, og laumuðust í myrkr-
inu fram með húshliðunum. —
»Það var gott að við ijetum vagninn bíða eftir
okkur á gatnamótunum«, mælti Tom; »við verð-
um holdvot af rigningunni. Er þjer ekki kalt,
Sara?«
»Ef til vill getum við fengið frekari vitneskju
hjá tollsmyglinuin, þessum Rauðarmi«, mæli Sara
hugsandi og án þess að svara spurningu Toms.
Alll í einu nam Tom staðar.
»Við erum að villast. Við áttum að halda til
vinstri handar frá kránni. Við skulum snúa við«.
Skólameistarinn og Uglan laumuðust inn í
port eitt, til þess að Tom og Sara sæu þau ekki,
er þau færu fram hjá.
»Þetta líkar mjer betur, að þau fara þessa
leiðina. Nú fara þau
fram hjá rústum húss-
ins, sem rifið var«,
hvíslaði Skólameistar-
inn að Uglunni. »Og
ef þau snúast til varn-
ar — — þá — —«.
Tom og Sara fóru
nú aftur fram hjá
kránni, og komu lít-
illi stundu síðar að
rústum af steinhúsi,
er hálfbúið var að rífa
niður, og stóð kjall-
arinn opinn eins og
gínandi undirdjúp.
Allt í einu hljóp
Skólameistarinn fram
eins og tígrisdýr, greip
annari hendinni fyrir
kverkar Tom og mælti
með hásum rómi:
»Komdu með pen-
ingana þína, eða jeg
fleygi þjer hjerna ofan
í gryfjuna!«
Hann hrinli Tom-
aftur á bak, svo að
hann missti jafnvægið, og hjelt honum þannig á
kjallarabrúninni; en með liinni hendinni þreifhann
um úlnliðinn á Söru, og hjelt henni eins og í skrúf-
stykki. Áður en Tom gat hreyft sig, rjeðst Uglan
að honum og tók allt sein hún fann fjemætt á
honum. Sara hljóðaði ekki, og sýndi engan mót-
þróa; hún ljet eins og ekkert væri um að vera.
»Fáðu þeim hudduna þina, Tom!« mælli lnin
lágt og stillilega. Og við Skólameistarann sagði
hún: »Við skulum engan hávaða gera, ef þjer
bara sleppið okkur«.
Þegar Uglan hafði leitað vandlega í öllum
vösum þeirra, sagði hún við Söru:
»Lofaðu okkur að sjá hendurnar á þjer, hvort
þú heíir nokkra hringa! Nei, hvað er að sjá
þetta? Hefir enginn maður gefið þjer hring? Það
var slæmt!«
Tom hafði tekið þessari árás með ró og
stillingu.
— 107 —
»Viljið þjer eiga kaup við okkur?« mælti
hann við Skólameistarann. »í vasabókinni minni
eru skjöl, sem ekki geta orðið yður að neinu
gagni. Fáið mjer hana aftur, og þá skuluð þjer
fá hjá mjer á morgun fimm hundruð franka i gulli«.
»Nú, já, já; eruð þjer að hugsa um að ginna
okkur í einhverja gildru? Haldið þjer að við sje-
um svo einföld? O, nei! Snálið þið nú burt —
þið megið vera þakklát fyrir að sleppa svona vel«-
»Bíddu við!« greip Uglan fram í. »Ef hann
vill vera góður viðfangs, þá getur hann fengið
vasabókina sína aftur«. Svo sneri hún sjer að
Tom og mælti: »Þjer kannist víst við sljettuna,
sem vegurinn til St.-Denis liggur urn, herra minn«»
»Já«, svaraði Tom.
»Vitið þjer hvar Saint-Ouen er?«
»Já«.
»Fram undan Saint-
Ouen er sljettan breið
og mishæðalaus, og
er því býsna víðsýnt
þaðan. Ef þjer kom-
ið snemma á morgun
þangað, og haíið pen-
ingana með yður, þá
skuluð þjer fá vasa-
bókina yðar; en ein-
einungis gegn peninga-
borgun út í hönd!«
»Gættu nú að livað
þú gerir, Ugla; hann
getur leikið eitthvað
á þig«, mælti Skóla-
meistarinn.
»Ha, ha, lia! Neiy
svo einföld er jeg nú
ekki! Auk þess getui*
hann enga gildru lagt
fyrir okkur þar, því
að þar sjest til okkar
úr öllum áttum. Ef
þessi herra kemur
ekki einsamall, þá
linnur hann Jiar eng-
an til viðtals, það má hann reiða sig á!«
Það var eins og Söru kæmi allt í einu eitt-
hvað nýtt í hug.
»Viltu vinna þjer inn peninga?« spurði hú»
Skólameistarann.
»Já, auðvitað«, svaraði liann.
»Sástu manninn, sem var inni í »Hvilu kan-
ínunni í kvöld, og kolamaðurinn sótti?«
»Grannvaxna manninn með yfirskeggið? Já,
það held jeg að jeg hafi sjeð hann. Jeg þarf að
íinna hann í fjöru, bölvaðan angann Jiann arna!
Jeg hafði engan tima til þess í kvöld. Hann slo
mig lijer um bil í rot, og íleygði mjer aftur á bak
á borð — — — það er í fyrsta skifti, sem slíkt
lieíir komið fyrir mig.------En hann skal fá það
borgað, það má hann reiða sig á!«
»Það er auðheyrt að það er sami maðurinn,
sem við erum að tala um«, mælti Sara.
(Framh.)*
— 108 —
Uglan tók allt, sem hún fann fjemætt á honum.