Haukur - 01.07.1912, Blaðsíða 5

Haukur - 01.07.1912, Blaðsíða 5
I I A U Iv U Ii . ’ • • • . það segi jeg svo satt sem jeg drekk úr þessu glasi. í kvöld ætlaði jeg að berja Sólskríkj- Ur,a .... það var rangt af injer, því að hún er kezta steipa. Hún ílúði inn í ganginn hjá Rauð- armi; þar var svartamyrkur eins og i sjálfu hel- Vlti; jeg hljóp á eftir henni. En í stað þess að ^mna Sólskríkjuna, rakst jeg þar á meistara Rúd- °if» og hann tók almennilega á móti mjer.......... €lnkum voru síðustu hnefahöggin vel úti látin. Ja, Þvílík barsmíð! Hann hefir lofað að kenna mjer Þnnn hnefaleik«. »Og þessi Rauðarmur? Hver er hann, og hvers konar vörur verzlar hann með?« spurði Tom. »Hann Rauðarmur? Skrattinn taki liann! Hann selur allt, sem hann má ekki seija, og ger- lr allt, sem honuin er bannað að gera. Það er ^n atvinna hans. Segi jeg ekki satt, móðir Ponissa?« »Jú, það segir þú satt. Pað er náungi, sem Veit hvernig hann á að hafa það«, svaraði krár- kerlingin. »Hann fer í kringum tollþjónana eins og liann ^tlar sjer«, mælti Rreddubeitir enn fremur. »Oftar €lr hundrað sinnum hafa þeir gert búsrannsókn ^já honum, en aldrei fundið neitt, jafnvel þótt hann sjálfur beri margan og stóran böggulinn Þaðan«. »Já, hann er slunginn náungi«, mælti krár- kerlingin. »Það er sagt, að hann liafi leynigang ^11' liúsinu sínu, sem liggi út í grafhellana!« »Og hvar á liann heima?« spurði Tom. »í Raunagötu nr. 13«. »Jeg ætla að skrifa heimili lians mjer til ^innis, því að ef við finnum ekki Rúdólf, þá ^etla jeg að spyrjast fyrir hjá Rauðarmi«, mælti ^°m, og skrifaði nafn og heimili tollsmygilsins í 'asabókina sína. »Þjer megið vera hreykinn af því, að eiga Jafn góðan og áreiðanlegan vin og meistara Rúd- mælti Breddubeitir. »Hann er kostulegur ^Qaður. Ef kolamaðurinn liefði ekki komið og *ótt hann, þá liefði liann farið í áfiog við Skóla- Tlieistarann, sem situr þarna yfir í horninu hjá ^glunni .... Mikið andskoti verð jeg að sitja á ^jer, að gera ekki út af við þessa bólvaða norn, Þegar jeg hugsa til þess, hvernig liún hefir farið ^eð Sólskríkjuna — en biðum bara við! Vel úti tátið hnefahögg kemur ætíð að tilætluðum notum«. »Yður er sjálfsagt illa við Rúdólf, fyrst hann hefir barið yður?« spurði Sara. »Mjer ætti að vera illa við mann, sem hefir k°mið fram eins og hann hefir gerf? Nei, það er öðru nær! Iín er það ekki skrítið: Skóla- ^beistarinn þarna hefir líka barið mig, og hann Vset'i mjer regluleg ánægja að sjá hengdan. En 11111 Rúdólf er öðru máli að gegna, og hefir hann Þó dustað mig ólíkt betur til — hann þykir mjer °rðið svo vænt um, að jeg lield jeg gæti gengið í ^auðann fyrir liann, ef á þyrfti að halda, jafnvel þótt jeg hafi ekki kynnzt lionum fyr en í lcvöld«. »Þetta segið þjer nú bara vegna þess að hann er vinur okkar«. »Nei, svei mjer þá!« svaraði Rreddubeitir. »Jeg get sagt ykkur það, að þau voru vel úti látin hnefahöggin, sem liann gaf mjer síðast — ja, því- líkt — og hann er ekki einu sinni montinn af þeim; hann er meistari, reglulegur meistari! Og þegar maður talar við hann, þá segir hann svo margt, sem liefir góð áhrif á hugarfarið. Þegar hann horfir á mann, þá er eitthvað í augnaráði hans, sem----------já, sko til, jeg hefi verið dáti; og með slíkum manni sem fyrirliða, gæti maður hæglega rifið bæði tungl og stjörnur niður af himninum!« Tom og Sara horfðu þegjandi hvort á annað. »Hefir hann ætíð þennan ískyggilega hæfileg- leika til að ná öðrum á vald sitt?« spurði Sara gröm í geði. »Já, þangað til við getum sært burtu þessa töfra«, svaraði Tom. »Og það verðum við að gera undir eins og við náum í hann!« mælti Sara, og strauk hend- inni um ennið, eins og hún væri að reyna að sópa burt einhverjum óþægilegum endurminningum. Það var komið miðnætti. Turnklukkan á Holel de Ville sló tólf. Ljósið í kránni var að dvina, og gestirnir voru að smátínast burt. »Við skulum fela okkur í ganginum lijerna hinumegin við götuna«, hvíslaði Skólameistarinn að Uglunni; »þá sjáum við þegar þau fara út, og getum veitt þeim eftirför«. »ÆtIið þið ekki að fá ykkur neina hressingu í kvöld?« spurði krárkerlingin. . »Nei, móðir Ponissa; við komum bara liingað inn til þess að fá okkur húsaskjól«, svaraði Skóla- meistarinn, og fór út með Uglunni. 7. kapitnli. Peningana eða lífið. Þegar liurðin skall aftur á eftir Skólameistar- anum, hrukku þau Sara og Tom upp eins og af draumi. Þau höfðu verið niðursokkin í einhverj- ar samræður, en töluðu svo lágt, að ekkert heyrð- ist til þeirra. Þau stóðu nú upp, og þökkuðu Breddubeiti fyrir fræðslu þá, er hann hafði veitt þeim. Hann hafði blátt áíram og hreinskilnislega látið f ljósi aðdáun sína fyrir Rúdólf. Þegar Breddubeitir fór út, heyrðist, að enn þá var stormur úti og úrhellis rigning. Skólameistarinn og Uglan, sem höfðu falið sig í gangi einum andspænis kránni, sáu Breddubeiti fara leið sína. Hann hvarf þeim út í myrkrið og regnið. Sara og Tom lijeldu nú einnig af stað, þrátt fyrir illviðrið, og lijeldu þau í gagnstæða átt við það, sem Breddubeitir hafði farið. »Nú er úti um þau!« hvíslaði Skólameistarinn að Uglunni. »Taktu tappann úr brennisteinssýru- fiöskunni þinni, og farðu nú gætilega«. »Við skulum taka af okkur skóna, svo að þau lieyri ekki til okkar!« mælti Uglan. »Já, það er satt; allt af ert þú sjeðari en jeg, Ugla; ekki hafði mjer dottið þetta í liug. En nú er um að gera að vera ljettstígur eins og köttur«. -- 105 — — 106 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.