Haukur - 01.07.1912, Blaðsíða 8

Haukur - 01.07.1912, Blaðsíða 8
HAUKUR. ekki síður gera mjer far um að hjálpa yður út úr vandræðunum, heldur en vinkonu yðar; og um borgunina er það að segja, að málefnið sjálft er mjer næg borgun. En þurfi jeg að kosta einhverju til, þá skal yður vera frjálst að bæta mjer það upp, þegar yður er það hægast. Og nú bið jeg yður að segja mjer allt það, sem getur stuðlað að því, að jeg fái rjetta hugmynd um málið«. »Það, sem verst er af öllu«, svaraði stúlkan, »er það, að kvíði minn er svo óákveðinn, og að -grunur minn er byggður á eintómum smá-atvikum, sem ókunnugir hljóta að álíta hjegóma, svo að jafnvel sá, sem jeg átti tilkall til að hjálpaði mjer öllum öðrum fremur með ráðum og dáð, álítur að allt það, sem jeg segi honum um þetta, sje ekki annað en eintómir draumórar og heilaspuni móð- ursjúkrar konu. Hann segir það auðvitað ekki berum orðum, en jeg skil það á því, að hann fer ætíð undan í flæmingi. En nú hefi jeg heyrt, herra Holmes, að þjer sjeuð gæddur þeirri gáfu, að geta sjeð inn í hugskot manna, og á þann hátt komizt fyrir klæki þeirra, og að þjer gætuð ráðið mjer heilt, og vísað mjer leið út úr hættum þeim, sem umkringja mig á alla vegu«. »Mjer er forvitni á að heyra sögu yðar, ungfrú góð«. »Jeg heiti Helen Stoner, og jeg á heima hjá sjúpa mínum, sem er síðasti afkomandi gamallar saxneskrar ættar á Englandi, Roylott-ættarinnar frá Stoke Moran, vestan til í Surrey«. Holmes kinkaði kolli. »Jeg kannast vúð ætt- ina«, mælti hann. »Ætt þessi var áður fyrri einhver auðugasta ættin á Englandi, og átti jarðeignir bæði í Berk- shire og Hampshire og á öllu svæðinu þar á milli. Á öldinni sem leið voru svo fjórir erfingjarnir hver fram af öðrum mestu eyðsluseggir og ljettúðugir, og því, sem þeim tókst ekki að fara með, því eyddi sá fimmti í röðinni, sem var þeirra allra svallsam- astur. Hann átti að lokum ekki annað eftir af jarðeignunum, en fáeinar ekrur af landi og tvö hundruð ára gamla herragarðinn, sem afarmikil veðskuld hvilir á. Hjer eyddi næst síðasti eigand- inn æfi sinni, og átti við mjög þröngan kost að búa, eins og hálfgerður húsgangur meðal höfðingj- anna; en af því að einkasonur hans, stjúpi minn, var svo skynsamur að sjá það, að hjer varð eitt- hvað til bragðs að taka, leitaði hann styrks hjá einum ættingja sínum, og með hans aðstoð tókst honum að ná prófi í læknisfræði. Því næst fór hann til Kalkútta, og af því að hann var ötull og duglegur maður, fjekk hann þar fljótlega nóg að gera. Svo vildi honum það til einu sinni, að hann drap í bræði sinni einn þjóna sinna, þarlendan mann, vegna þess að hann hafði stolið einhverju smávegis frá honum, og það lá við sjálft, að hann fengi líflátshegningu fyrir. Hann slapp þó með nokkurra ára fangelsi. Og er hann hafði tekið út hegninguna, hvarf hann aftur til Englands, fullur mannhaturs og vonbrigða. Afeðan Roylott læknir var á fndlandi, kvæntist hann móður minni, frú Stoner, ekkju Stoners ridd- arahersis og yfirhershöfðingja í bengalska stórskota- — 111 — liðinu. Jeg og Júlía systir mín vorum tvíburar, og vorum við að eins tveggja ára, er móðir okkar giftist aftur. Hún átti töluverðar eignir, sem gáfu af sjer að minnsta kosti þúsund sterlings- pund á ári. Áður en hún dó, ráðstafaði hún þessum eignum sínum, og ákvað, að allir vextirnir skyldu renna til Roylotts læknis, meðan við syst- urnar værum ógiftar og dveldum hjá honum, en að hann skyldi greiða okkur tiltekna upphæð á hverju ári, ef við giftum okkur. Skömmu eftir að við komum til Englands, andaðist móðir mín. Hún beið bana af járnbrautarslysi rjett hjá CreW- Það eru nú átta ár síðan. Roylott læknir hætti þa alveg að hugsa um það, að stunda lækningar í Lundúnum, og flutti sig út á herragarð forfeðra sinna i Stoke Moran. Eignir þær, sem móðir mín hafði látið eftir sig, voru nógar til þess, að við gátum veitt okkur allt sem við þurftum, og það leit svo út, sem við hefðum átt að geta lifað ham- ingjusömu og áhyggjulausu lííi. En einmitt um þetta sama leyti varð breyting mikil til hins verra á skapsmunum stjúpa míns. í stað þess að reyna að komast í kynni og vin- fengi við nágrannana, sem urðu 'undir eins mjög glaðir yfir þvi, að maður af Roylott-ættinni skyldi nú aftur setjast að á gamla ættarsetrinu, lokaði hann sig inni í herbergjum sínum, og kom varla út fyrir liúsdyr, nema til þess að hefja illdeilur og ribbaldaskap við hvern þann, er á vegi hans varð. Óstjórnlegt bráðlyndi, sem nálgast æði. hefir vei’ið arfgengur skaplöslur í Roylott-ættinni; og jeg held mjer sje óhætt að fullyrða, að hjá stjúpa mínum hafi þessi ættar-sjúkdómur magnazt við dvöl hans á Indlandi. Hann hefir tvívegis orðið að mæta fyrir rjetti vegna ribbaldaskaps og ofríkisverka, og öllum mönnum í nágrenninu stend- ur orðið ógn og skelfing af honum, svo að þeir leggja á flótta undir eins og þeir sjá hann, þvi að liann er beljarmenni að burðum, og með öllu óviðráðanlegur, þegar hann reiðist. í vikunni sem leið þreif hann járnsmiðinn í þorpinu, og fleygði honum yfir háa girðingu út í ána, og varð jeg þá að reyta saman alla þá pen- inga, sem jeg gat náð í, og láta smiðinn fá þá, til þess að hann þegði, og með þvi tókst mjer í það skifti að forða stjúpa mínum frá málsókn og æ- varandi smán. Einu kunningjar hans eða vinh' eru Zigeunarnir (framber: Sígoínar), sem ávalR eru á flækingi kringum heimili okkar. Hann leyfii' þeim að reisa tjöld sín og halda til ókeypis hvar sem er á þessum litla, óræktaða og hrísivaxna land- skika, sem enn þá tilheyrir herragarðinum, og 1 launaskyni notar hann sjer óspart gestrisni þeirra, heldur oft til í tjöldum þeirra, og ferðast með þeim til og frá, svo að hann er stundum heila viku eða lengur að heiman í einu. Hann liefir og ákaflega mikið dálæti á indverskum dýrum, sem gamall vinur hans í Kalkútta sendir honum öðru hvoru. Nú sem stendur á hann t. d. bæði urðarkött og bavían-apa, sem leika lausum liala á heimilinu, og eru menn næstum því eins liræddir við dýr þessi, eins og húsbónda þeirra. (Framh.) — 112 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.