Haukur - 01.07.1912, Blaðsíða 12

Haukur - 01.07.1912, Blaðsíða 12
H A U K 0 R. Smásög'ur úr ýmsum áttum. J*að var líka snjallræði. Það var árið 1639. Spánverjar höfðu telcið bæinn Arras, og frakkneska hershöfðingjanum, Saint Preuil, hafði hugkvætnzt ágætt ráð til pess, að ná bænum aftur á sitt vald. Hann var alveg sannfærður um, að ráðið hlyti að gefast vel, og höfuðsmaður einn, Courcelles að nafni, átti að annast um framkvæmd þess. »Þjer haflð orð fyrir að vera duglegur herforingi«, mælti Saint Preuil við höfuðsmanninn, »og jeg hefl þess vegna valið yður til að framkvæma djarftefli nokkurt, sem er þess eðlis, að þjer verðið stórfrægur maður, ef það lánast vel. Pað sem um er að ræða, er það, að taka bæinn Arras, með þvi að koma að honum óvörum, og í því skyni hefl jeg hugsað rnjer þetta ráð: Þjer farið í bóndabúning og takið á yður bóndagervi, farið svo inn í bæinn, og talið þar við einhverja, sem þjer hittið, og komið því til leiðar, að þjer veröið grunaður um að vera spæjari. Pjer verðið þá handsamaður og fluttur í varðhald, og það verður sjálfsagt höfð fljóta- skrift á rjettarrannsóknunum, eins og vant er, þegar um spæjara er að ræða, og þjer verðið umsvifalaust dæmd- ur til dauða. Eins og þjer vitið, er það siður i Arras, að allar aftökur fara fram á gálgahólnum, sem er fyrir utan bæinn, og á því byggi jeg einmitt áætlun mína. Skammt frá hliði bæjarins, sem hópurinn verður að fara um til aftökustaðarins, læt jeg menn liggja í leyni, og þegar farið verður með yður til gálgans taka menn mínir hliðið. Svo kem jeg með meginherinn, tek bæinn herskildi, og bjarga yður. Hvernig lýzt yður á þetta áform ?« »Það er ágætt«, svaraði höfuðsmaðurinn. »En þó held jeg, að það sje rjett að íhuga það betur«. »íhugið þjer það þá«, mælti Saint Preuil, »og segið mjer svo á morgun, að hvaða niðurstöðu þjer hafið komizt«. Daginn eftir kom Courcelles á fund hershöfðingjans. »Mjer virðist ráð yðar reglulegt snjallræði« mælti hann. »Jeg vildi einungis biðja yður að gera eina ó- verulega breytingu á fyrirkomulaginu, sem sje þá, að jeg verði látinn stjórna fyrirsátinni, og að þjer leikið sjálfur lilutverk spæjarans«. Óvænt tíðindi. Fyrir mörgum árum var jeg farandsali, og ferðað- ist þá frá einum bæ til annars með sýnishorn af ýmis- konar vörum. Einn dag fjelck jeg símskeyti að heiman um það, að konan mín væri búin að eignast son. En af því að kona mín var mjög veik síðari hluta dagsins, skrifaði læknirinn annað símskeyti, óskaði mjer til ham- ingju með soninn, skýrði mjer frá veikindum konunnar, og bað mig að koma sem fljótast heim, því að hann áleit veikindin ekki hættulaus. Pegar læknirinn hafði skrifað símskeytið, fjekk hann vinnukonunni það, en þessi bráðgáfaða stúlka stakk því í vasa sinn, og gleymdi þvi þar með öllu. Daginn eftirátti jeg af tilviljun leið fram hjá heim- ili mínu, og kom þess vegna við þar. Konunni minni leið þá mjög vel eftir atvikum, og jeg hjelt því áfram ferð minni með járnbrautinni. Enginn minntist á sím- skeyti læknisins, því að allir töldu sjálfsagt að jeg hefði fengið það. Hálfum mánuði síðar fann vinnukonan símskeytið í vasa sínum, og þegar hún hafði ráðfært sig við unn- usta sinn, lögregluþjóninn, rjeð hún það af, að senda skeytið án þess að minnast á það við aðra. Pað er varla hægt að hugsa sjer, hve forviða jeg varð, þegar jeg kom um kvöldið heim í gistihús það, sem jeg hjelt til í, og fann þar símskeyti til mín, dagsett þá um morguninn, og sá að í því stóð: »Oska yður til hamingju mcð nýtæddan son. Kon- an yðar veik. Komið sem fljótast. Ekmann læknir«. Jeg hljóp þegar af stað til járnbrautarstöðvanna, og fór heim með næstu eimlest. Jeg hafði aldrei á sefi minni heyrt annað eins og þetta. Tveir drengir — með hálfsmánaðar millibili. Jeg æddi eins og óður maður upp stigann, og gerði konuna mína dauðskelkaða með því að lilaupa úr einu herberginu í annað til þess að leita að síðari drengnum- En jeg fann hvergi nema þennan eina. Loksins játaði vinnukonan það háskælandi fyrir okkur, hvernig á þessu stæði, og sama daginn auglýsb jeg í blöðunum, að jeg vildi fá mjer greinda og áreiðan- lega vinnukonu. Krókur á mót.i bragði. í veitingahúsi einu í Álaborg á Jótlandi sátu nýlega fjórir ungir menn að drykkju. Peir urðu að lokum tölu- vert ölvaðir, og lentu í áflogum, eins og oft ber við, og brotnaði þá hjá þeim slólfótur. Einum þeirra dettur þá snjallræði í hug. Hann stingur upp á því, að þeir fari allirfjórir til læknis eins í grendinni, og biðji hann að binda um fótbrotið. Hinir fjellust á þetta, og svo lögðu þeir af stað. Þeir vöktu lækninn, og báðu hann að koma sem skjótast, með ÞVI að einn fjelaga þeirra hefði fótbrotnað. I.æknirinn tók umbúðatösku sína og fór með þeim. Pegar þeir komu i veitingahúsið, bentu þeir hon- um skellihlæjandi á sjúklinginn. Petta er nú inngangurinn; en svo byrjar sorgar- leikurinn. Lækninum dettur líka snjallræði í hug. Ifann tekur stólinn með mestu alvörugefni, rjett eins og það hefði verið maður, þvær sárið vandlega, bindur um fótbrotið og afhendir þeim þvi næst sjúklinginn og segir: »Gerið þið svo vel, herrar mínir, jeg hef nú lokið starfi minu. Pað eru 50 krónur eftir nætur-taxtanum«- Gárungarnir voru fyrir löngu hættir að hlæja, og urðu daginn eftir að gera svo vel og borga reikninginn, til þess að losna við frekari óþægindi; og læknirinn sendi góðgerðarfjelagi einu upphæðina. óþarfa hlutsemi. Julíus sálugi Schiott, sem um fjöldamörg ár var forstjóri dýragarðsins í Kaupmannahöfn, sagði einu sinni þessa sögu: Einu sinni var meðal annars í dýragarðinum stór, grænn páfagaukur. Á sumrum var hann hafður í Apis' musterinu (við garðshliðið). Pegar skólabörnin fra Friðriksbergi og Kaupmannahöfn komu til þess að skoða dýragarðinn, og ætluðu að troða hvert annað undir við hliðið, var umsjónarmaðurinn vanur að segja: »Svona, svona, krakkar, ekki þessa áfergju — einn í einu!« Á veturna var páfagaukurinn látinn vera í gamla fuglahúsinu, sem nú er búið að rifa, og þangað kom varla nokkur maður allan veturinn. Pað var einhver friðsælasti staðurinn í öllum garðinum, og þegar elsk' endur vildu vera litla stund í næði, þá gátu þeir ekki kosið sjer betri stað. Einn góðann veðurdag kom*1 piltur og slúlda þangað inn; þau settust á bekkinn, og tóku að kyssa hvort annað. En þá gat páfagaukurinð ekki á sjer setið. Hann ýfði sig, og öskraði af öllum kröftum : »Svona, svona, krakkar, ekki þessa áfergju — eim' í einu!« Rilstjóri: STEFÁN RUNÓLFSSON, Rcykjcwík. Prentsmiðjan Gutenberg. — 1912, — 119 — — 120

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.