Haukur - 01.07.1912, Blaðsíða 7

Haukur - 01.07.1912, Blaðsíða 7
 P^hsT jfSjintýri Sherlock Ijolmes Leynilögreglusögur eftir A. Conan Doyle / - „Dröfnótt band — -mxz- Morgun einn í aprílmánuði 1885 vaknaði jeg °vanalega snemrna, og sá þá, að Sherlock Hólmes s^oð alklæddur fyrir framan rúmið mitt. Venju- *ega fór hann seint á fætur, og með því að klukk- an á arinhillunni var nú ekki nema 15 mínútur yfir sjö, leit jeg hálf-forviða til hans, og máske fiálf-gremjulega, því að jeg er mjög reglufastur í fifium lifnaðarháttum. »Mjer þykir það leitt, að jeg hef orðið að Vekja yður. En þjer getið liuggað yður við það, að þjer eruð ekki einn um þetta ónæði. Hús- lr>óðir okkar var rifin upp úr fastasvefni, hún reif lnig upp, og nú 'hefni jeg mín á yður«. »Hvað er um að vera? Er kviknað í húsinu?« »Nei, en það er kominn nýr skjólstæðingur. Það er einhver ung stúlka, sem hefir flýtt sjer hingað í fiauðans ósköpum, og vill fyrir hvern mun fá að iala við mig. Hún bíður nú inni í dagstofunni. fiu ungar stúlkur hjer í Lundúnuin gera það ekki að gamni sínu, að hlaupa í önnur hús um þetta leyti dags, og rífa menn upp úr fastasvefni; þær 8era það varla, nema þær eigi hrýnt erindi. Og ef það skyldi nú vera eitthvað mikilvægt málefni, fiá þóttist jeg vita, að þjer munduð gjarnan vilja fylgjast með í því frá fyrstu byrjun. Það var það, Sem jeg vildi gefa yður kost á, og þess vegna vakti jeg yður af værum hlundi«. »Þakka yður fyrir, vinur minn. Það segi jeg Satt, að ekki vildi jeg fyrir nokkurn mun fara á ^is við slíkt«. Jeg llýtti mjer í fötin sem mest jeg mátti, og finnn mínútum eftir að kallað var á mig, fylgdi Jeg vini mínum inn í dagstofuna. Svartklædd stúlka, með slæðu fyrir andlitinu, sat úti við glugg- ann. Hún stóð upp, þegar við komurn inn. »Komið þjer sælar, ungfrú«, mælti Holmes glaðlega og innilega. »Nafn mitt er Sherlock Holmes, °g þetta er alúðarvinur minn og samverkamaður, ^atson læknir. Yður er óhætt að sýna honum sama traust og sjálfum mjer. Það gleður mig að sJá, að frú Hudson hefir liaft hugsun á því að leggja í eldstóna. Gerið svo vel að setjast nær elfiinum, og svo skal jeg útvega yður bolla af 8°ðu, heitu kaffi, því að jeg sje, að þjer blátt á- fi'am skjálíið af kulda«. »Það er ekki kuldi, sem hefir komið skjálfta 1 1T11g«, mælti stúlkan, og flulti sig á stól þann, Sem Holmes liafði bent henni á. »Hvað er það þá?« »Það er hræðsla, hr. Holmes, hræðsla og kvlði«. Hún dró slæðuna frá andlitinu, og var þá anðsjeð, að hún var í ákafri geðshræringu. And- litið var náfölt, og svipurinn og augnaráðið sýndi, að hún var gagntekin af hræðslu. Hún leit út fyrir að vera um þrítugt, en hárið var ofurlitið farið að grána, og hún var þreytuleg og mögur í andliti. Sherlock Holmes virti hana fyrir sjer eitt andartak. »Verið þjer nú ekki svona kvíðin«, mælti hann hughreystandi, og laut að henni og klappaði á handlegginn á henni. »Þjer megið reiða yður á það, að við skulum hjálpa yður. Verið þjer bara róleg. Þjer hafið komið með eimlestinni í morgun, sje jeg«. »Þjer þekkið mig þá?« »Nei, en það stendur þarna liorn á lieimferðar- farmiða upp úr hanzkanum yðar. Þjer hljótið að hafa lagt mjög snemma af stað að heiman, og samt hafið þjer orðið að hotta duglega á hestinn, sem var fyrir veiðivagninum, til þess að ná braut- arstöðinni í tæka tíð, enda er vegurinn blautur og slæmur«. Stúlkan horfði forviða á fjelaga minn. »Þetta er ekkert dularfullt, kæra ungfrú«, mælti Holmes brosandi. »A vinstri treyjuerminni yðar eru ekki færri en sjö forarslettur, og þær eru alveg nýjar. Engir vagnar sletta svona á mann, nema veiðivagnar, og þeir gera það einungis þegar setið er til vinstri handar ökumanninum«. »Hvernig sem í þessu öllu liggur, þá hafið þjer öldungis rjett fyr yður«, mælti hún. »Jeg fór að heiman fyrir klukkan sex, kom á Leather- head-brautarstöðina tuttugu mínútur yfir sex, og komst með fyrstu eimlest til Waterloo-stöðvarinnar. Jeg þoli ekki þessa geðshræringu lengur, herra minn. Jeg missi vitið af hræðslu, ef þessu heldur áfram. Jeg á engan að, sem jeg geti treyst eða leitað ráða hjá — alls engan. Það er að eins einn maður, sem kærir sig um mig, og hann getur ekki hjálpað mjer, veslingurinn. En svo heyrði jeg talað um yður, lierra Holmes; frú Farintosh sagði mjer frá því, hvernig þjer hefðuð hjálpað henni í miklum vandræðum, og hún sagði mjer, hvar þjer ættuð heima. Haldið þjer ekki, herra minn, að þjer getið líka hjálpað mjer, eða að minnsta lcosti varpað einhverri ljósglætu inn í þetta myrkur, sem jeg er stödd í? Nú sem stendur er mjer ómögulegt að borga yður; en að tveim mánuðum liðnum ætla jeg að gifta mig, og þá fæ jeg umráð yfir fje mínu. Þá skal jeg sýna yður, að jeg er ekki vanþakklát«. Holmes fór að bókaskápnum, lók úr lionum bók eina, og leit í hana. »Farintosh«, mælti hann. »Já, nú man jeg eftir því máli. Það var út af ópala-hálsbandi. Það var áður en þjer kynntust mjer, Watson. Já, jeg get bara sagt yður það, ungfrú góð, að jeg skal — 109 — — 110 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.